Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 2
2 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
BROTSJÓR Farþegabáturinn Vík-
ingur, sem gerður er út frá Vest-
mannaeyjum, fékk á sig brotsjó
skömmu fyrir hádegi í gær. Tvær
rúður brotnuðu og kom sjór í bát-
inn. Skólakrakkar úr Seljalands-
skóla í Vestur-Landeyjum voru
með kennurum sínum í skipinu.
Þrír þeirra sátu á bekk fram í og
gegnblotnuðu þegar sjórinn skall
á þeim.
Sextán farþegar voru um borð í
skipinu þegar slysið varð, erlent
par og fjórtán manna hópur, ell-
efu skólabörn á aldrinum átta til
tólf ára og þrír kennarar þeirra á
vorferðalagi í Vestmannaeyjum.
Tilkynning barst Landhelgisgæsl-
unni rétt fyrir hádegi og var lóð-
sinn strax sendur af stað frá Vest-
mannaeyjum. Hann kom fyrstur á
staðinn og tók farþegana um borð
en varðskip var ekki langt undan.
Lóðsinn kom með farþegana að
landi í Vestmannaeyjum um
hádegið. Þorbjörg Guðlaugsdóttir
er 12 ára nemandi í Seljalands-
skóla. Hún var ein þeirra þriggja
sem sátu fram í þegar brotsjórinn
skall yfir. Hún segir að þeim hafi
brugðið mikið.
„Við stukkum úr sætinu og
fórum aftur í og settum á okkur
björgunarvesti. Við vorum hrædd
um að drukkna svo að við reynd-
um að slaka á og hugsa um eitt-
hvað gott, til dæmis einhvern
skemmtilegan dag,“ segir hún.
Þorbjörg segir að eitt þeirra
hafi fengið glerbrot í sig og það
hafi blætt smávegis. Krakkarnir
hafi verið dauðhræddir eftir að
brotsjórinn reið yfir og nokkrir
hafi farið að gráta. Gunnhildur Á.
Jóhannsdóttir, skólastjóri Selja-
landsskóla, var með í för. Hún
var uppi á dekki og fékk á sig
gusuna. Hún segir að enginn hafi
kastast til en hópnum hafi verið
brugðið.
Hópurinn átti að fara í flug til
Bakka klukkan tvö síðdegis í gær
en Gunnhildur átti von á að brott-
för yrði seinkað. Hún segir að
krakkarnir hafi verið rólegir en
áfallið gæti komið seinna. Hún
kveðst hafa óskað eftir áfallahjálp
til að klára þetta mál.
Búist var við að hópurinn héldi
heimleiðis með flugi seinni part-
inn í gær.
ghs@frettabladid.is
FARÞEGABÁTURINN VÍKINGUR Ellefu börn
og þrír kennarar voru á Víkingi þegar bátur-
inn fékk brotsjó yfir sig skammt vestan við
Vestmannaeyjar í gærmorgun. Tvær rúður
brotnuðu og sjór kom í bátinn.FRÉTTABLAÐ-
IÐ/G.S.EYJUM
Urðu dauðhrædd og
óttuðust að drukkna
Þrír skólakrakkar frá Seljalandsskóla rennblotnuðu og eitt barnanna skar sig
á glerbroti þegar brotsjór skall á farþegabátnum Víkingi við Vestmannaeyjar í
gær. Skólastjórinn seinkaði heimför og óskaði eftir áfallahjálp í Eyjum.
Á VORFERÐALAGI Í VESTMANNAEYJUM
Gunnhildur Á. Jóhannsdóttir skólastjóri og
Þorbjörg Guðlaugsdóttir, 12 ára nemandi,
báru sig vel eftir atvikið. FRÉTTABLAÐIÐ/G.S.EYJUM
SKOÐUNNARKÖNNUN Skipting borgar-
fulltrúa er óbreytt í raðkönnun
Gallup sem fréttastofa útvarps birti í
gær. Fylgi Sjálfstæðisflokksins
mælist nú liðlega 46 prósent, Sam-
fylkingin fengi rúm 26, Vinstri græn
tæp 15, Frjálslyndir liðlega sjö pró-
sent og Framsóknarflokkurinn fengi
um 5,3 prósent en samkvæmt könn-
unum um síðustu helgi var fylgi
flokksins aðeins um 3,9 prósent.
Samkvæmt þessu fengi Sjálfstæð-
isflokkurinn átta fulltrúa í borgar-
stjórn, Samfylkingin fjóra, Vinstri
græn tvo, Frjálslyndir einn og Fram-
sóknarflokkurinn er skammt frá því
að fella áttunda mann Sjálfstæðis-
flokksins. - jh
Framsókn vinnur á í borginni:
Stutt frá því að
ná inn manni
HEILBRIGÐISMÁL Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga harmar við-
brögð stjórnar Landspítala-
háskólasjúkrahúss við upplýs-
ingum er félagið hefur látið
félagsmönnum sínum í té vegna
ráðningar 20 erlendra hjúkrunar-
fræðinga í júní.
Stendur félagið fast við útreikn-
inga sína sem sýna mikinn mun á
kjörum þeirra erlendu hjúkrunar-
fræðinga sem hingað eru ráðnir
tímabundið og fastráðinna hjúkr-
unarfræðinga hjá spítalanum.
Skorað er á yfirstjórn að auglýsa
hérlendis eftir hjúkrunarfólki á
sömu kjörum og boðin eru erlendu
starfsmönnunum. - aöe
Félag hjúkrunarfræðinga:
Standa við út-
reikningana
STJÓRNSÝSLA Háttsettur fyrrver-
andi yfirmaður í lögreglunni í
Reykjavík segir að hlerunargögn
hafi ávallt verið brennd þegar
rannsókn viðkomandi máls sé
lokið „til að óviðkomandi komist
ekki í þau“. Eyðing slíkra gagna
var að hans sögn ákvörðun við-
komandi lögreglustjóra og gerð
undir eftirliti lögregluþjóna en
heimild til slíkrar förgunar hafi
komið frá dómsmálaráðuneytinu.
Ingimundur Einarsson, vara-
lögreglustjóri lögreglunnar í
Reykjavík, segir að hlerunargögn-
um sé ennþá eytt á þennan hátt.
„Tæknin er þannig að upplýsingar
eru brenndar á disk sem ekki er
hægt að nota aftur. þar af leiðandi
er slíkum gögnum fargað í Sorpu.“
Ingimundur segir að gögnum sé
eytt strax og búið er að nýta þau.
Stundum þurfi að leggja gögnin
fram í dómi og því líði mislangur
tími í einstökum málum frá því að
hlerunum er beitt og þangað til
förgun fer fram. Ákvæði um eyði-
leggingu slíkra gagna segir Ingi-
mundur að sé að finna í lögum um
meðferð opinberra mála frá 1991.
Þar segir í 88. grein að upptökur af
símtölum, hljóðupptökum, myndir
eða annað, sem aflað er á grund-
velli laganna skuli eyðileggja jafn-
skjótt og þeirra er ekki lengur þörf
í þágu máls. - shá / sjá síðu 18
Reglur um förgun upplýsinga sem fást með hlerunum:
Hlerunargögn alltaf brennd
INGIMUNDUR EINARSSON Hlerunargögn
eru alltaf brennd þegar þau hafa misst
notagildi sitt. Förgunin fer fram í Sorpu
undir eftirliti lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LONDON, AP Fulltrúar fastaveld-
anna fimm í Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna sátu á fundum í gær
ásamt fulltrúa Þýskalands til að
reyna að finna lausn á Íransdeil-
unni.
„Við höfum náð nokkuð góðum
árangri,“ sagði John Sawer, full-
trúi breska utanríkisráðuneytis-
ins, í London í gær. „Við höfum átt
uppbyggilegar og mikilvægar við-
ræður.“
Sawer viðurkenndi að engin
endanleg niðurstaða hefði fengist,
en Rússar og Kínverjar hafa verið
andvígir tillögum Bandaríkja-
manna, Breta og Frakka um að
Öryggisráðið samþykki ályktun,
þar sem Írönum verði hótað refsi-
aðgerðum sem fylgja má eftir með
hervaldi láti þeir ekki af áformum
sínum í kjarnorkumálum.
Fundirnir í London miða að því
að finna málamiðlun um orðalag
ályktunarinnar, sem gengi nógu
langt til þess að fullnægja kröfum
Bandaríkjanna en væri jafnframt
þóknanleg Rússum.
Auk refsiaðgerða, sem beitt
yrði fari Íranar ekki að kröfum
Öryggisráðsins, hafa ríkin sex
reynt að komast að niðurstöðu um
það hvernig mætti umbuna Írön-
um fari þeir að kröfunum. - gb
MÓTMÆLI Í LONDON Andstæðingar Íransstjórnar í Bretlandi setja á svið opinbera aftöku á
mótmælafundi, sem efnt var til fyrir utan breska utanríkisráðuneytið í London í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fulltrúar sex ríkja leita lausnar á Íransdeilunni:
Þokast í átt að málamiðlun
SPURNING DAGSINS
Guðmundur, finnst þér
enginn „klasi“ yfir þessu hjá
þeim?
„Það sem er klasi í dag er ekki víst að
verði klassi á morgun.“
Starfsmenn Fasteignafélagsins Klasa greiddu
yfir hundrað atkvæði í netkönnun þar
sem þeir mæltu með frístundabyggð við
Úlfljótsvatn en þeir sjá um að hanna og
byggja byggðina. Guðmundur Guðmunds-
son rekur vefsíðu um málefni Úlfljótsvatns.
LÖGREGLUMÁL Tveir slösuðust, þar
af annar illa, þegar veggur í
nýbyggingu í Úthlíð í Biskups-
tungum hrundi á þá þar sem þeir
voru við vinnu sína.
Brotnaði annar þeirra illa á
mjaðmagrind og læri og var flutt-
ur á slysadeild í Reykjavík með
þyrlu. Hinn slapp betur en brotn-
aði einnig á fæti og fluttur á
sjúkrahúsið á Selfossi. - aöe
Slys í Biskupstungum:
Veggur hrundi
á tvo menn
SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur lagt
fram kynningarskýrslu vegna
breytinga á þjóðveginum á Jökul-
dal en samkvæmt henni er mögu-
legt að stytta þjóðveginn um 1,5 km
verði núverandi vegarstæði breytt.
Áætlað er að framkvæmdir hefj-
ist strax í sumar en eftir á að ákveða
milli tveggja kosta sem báðir þykja
betri en núverandi vegur. - aöe
Vegagerð á Jökuldal:
Þjóðvegurinn
styttist lítillega
BELGRAD, AP Aleksander Karadjor-
djevic, sem er krónprins af Ser-
bíu, vill að Serbía verði gerð að
konungsríki á ný þegar Svart-
fjallaland verður sjálfstætt ríki.
Svartfellingar samþykktu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu um síðustu
helgi að segja sig úr ríkjasam-
bandi við Serbíu.
„Við skulum ekki eyða meiri
tíma, Serbía verður að stefna fram
á veginn,“ sagði hann.
Hann sagðist sannfærður um
að endurreisn konungdæmisins í
Serbíu myndi styrkja tengslin við
önnur Evrópuríki. - gb
Krónprinsinn af Serbíu:
Vill gera Serbíu
að konungsríki
ALEKSANDER KARADJORDJEVIC Fjölskylda
hans réð ríkjum í Serbíu fram að seinni
heimsstyrjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK, AP Hjónin Friðrik krón-
prins og María Elísabet, krón-
prisessa Danmerkur, tóku á þriðju-
dag á móti forn-sporvagni sem
Viktoríuríki í Ástralíu gaf Dönum í
tilefni af fæðingu frumburðar
þeirra, Kristjáns prins.
Hjónin reynsluóku hinum rúm-
lega hálfrar aldar gamla sporvagni
við hátíðlega athöfn í danska spor-
vagnasafninu í Skjoldenæsholm á
Sjálandi. Meðal annarra gjafa sem
Ástralar, landar krónprinsessunn-
ar, gáfu Dönum í tilefni af fæðingu
prinsins eru fjórir tasmaníuskoll-
ar, sem nú gleðja gesti dýragarðs-
ins í Kaupmannahöfn. - aa
Dönsku krónprinshjónin:
Tóku á móti
forn-sporvagni