Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 87

Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 87
62 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is LA N DS BA N K AD EI LD IN FÓTBOLTI Mikill munur var á umgjörðinni í kringum tvo fyrstu heimaleiki Vals í Landsbankadeild kvenna. Þegar undirritaður mætti á fyrsta leik tímabilsins gegn Stjörnunni á Valbjarnarvelli var hann mjög hikandi enda leit ekki út fyrir að þarna ætti að hefjast leikur í efstu deild kvenna eftir aðeins örfáar mínútur. Vissulega voru leikmenn á vellinum að hita upp en ekkert annað benti til þess að þarna væri að fara af stað annar af stóru leikjum kvöldsins í kvennaboltanum. Fáránlegt er að fara fram á jafnt verðlaunafé í Landsbanka- deild kvenna og í karlaflokki ef umgjörð í kringum leiki á að vera eins og í leiknum gegn Stjörnunni. Fjallað hefur verið talsvert um þetta í fjölmiðlum og hefur það greinilega orðið til þess að Vals- menn hafa tekið sig á í þessum efnum. Á þriðjudag var síðan komið að öðrum heimaleik Vals- stúlkna og var ekki laust við að maður hafi brosað út í annað þegar nálgast var völlinn og Lands- bankadeildarfánar blöktu af krafti í vindinum, fánar sem hvergi voru sjáanlegir í fyrsta leiknum. Boltasækjar voru við öllu búnir rétt fyrir leikinn og boðið var upp á þá þjónustu fyrir áhorfendur að forláta skortafla var uppfærð meðan á leik stóð svo að auðveld- ara væri fyrir fólk að hafa tölu á Valsmörkunum sem og tímanum. Einnig var vallarþulur sem kynnti liðin fyrir leik en þessi þjónusta var einfaldlega ekki í boði í fyrsta leiknum. Komið hafði verið fyrir vagni frá ÍTR þar sem blaðamönnum var boðin aðstaða og þótt hann hafi verið staðsettur við annan enda vallarins og hafi ekki verið upp á marga fiska var þetta nú boðlegra en í opnunarleiknum. Þá sat undirritaður með penna sinn og blað í stúkunni og reyndi að skrifa eitthvað niður í kuldanum. Í blaðamannavagninum var ágætis bakkelsi í boði ásamt fínu kóki, þó að óneitanlega hefði kaffi verið hentugra í þeim mikla kulda sem var þetta kvöld. Það sem gladdi mig þó mest var að þarna voru tilbúnar leikskýrslur fyrir leikinn. Nógu erfitt hafði verið að fá skýrslur í leiknum gegn Stjörn- unni og var það Ómar Smárason frá KSÍ sem á endanum reddaði þeim eins og svo mörgu öðru í þeim leik enda enginn starfsmað- ur frá Val á staðnum til að sjá um þessi mál. Valsmenn gerðu þó sitt besta til að bæta aðstöðuna og hafa greini- lega lært af mistökunum. En ljóst er að Valbjarnarvöllurinn er svo sannarlega barn síns tíma og vart boðlegur í nútímafótbolta. Vallarklukkan var líklega búin til fyrir stríð, aðstaða fyrir fjöl- miðla er vægt til orða tekið bág- borin og tréstúkan að syngja sitt síðasta. Vil ég biðla því til verka- manna á Hlíðarenda að setja kraft í að gera völlinn þar tilbúinn, ég hef fengið nóg af Valbjarnarvelli og sumarið er ekki komið! elvar@frettabladid.is Valsmenn lærðu af mistökunum Kvennalið Vals spilaði sinn annan heimaleik í Landsbankadeildinni á þriðjudag en mikið var rætt um slaka umgjörð á fyrsta leik liðsins. Fréttablaðið mætti á staðinn og athugaði hvað Valsmenn höfðu gert í sínum málum. Umgjörðin er á réttri leið og Valur hefur spilað ágætlega úr sínu á handónýtum leikvangi. BÚIÐ AÐ FLAGGA Landsbankadeildar- fánarnir voru komnir upp sem og Lands- bankadeildarskiltin sem sögð voru hafa farið í Kópavoginn í fyrsta leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HÆTTULEG BLAÐAMANNASTÚKA? Blaðamenn fengu aðstöðu í þessum hrörlega kofa frá ÍTR. Myndatökumaður RÚV vildi fá að færa skúrinn í leiknum en vallarstarfsmaður afréð honum frá því þar sem skúrinn væri mjög ryðgaður og gæti hugsanlega hrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KLUKKAN KOMIN AFTUR Gamla leikklukkan á Valbjarnarvelli var komin á sinn stað og skilaði sínu hlutverki ágætlega. „Það er svo erfitt að slíta sig frá þessu,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson knatt- spyrnumaður við Fréttablaðið í gær. Bjarki ákvað að láta líkamann ráða eftir síðasta sumar og lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið með KR en síðast þegar hann lék með ÍA skoraði hann sjö mörk í jafn mörgum leikjum, sumarið 2002. Bjarki var staddur með 2. flokki Þróttar í Portúgal þegar Fréttablaðið hafði sam- band við hann í gær, en hann þekkir til þjálfara flokksins og fékk að slást með í för. „Ég er að æfa með strákunum og sjá aðeins hvernig skrokkurinn er. Ég hef það alltaf bak við eyrað að koma mér í form og spila í sumar en ég verð að sjá til hvernig ég verð. Það er alveg ljóst að ég þoli ekki mikið álag og það þarf að vera skilningsríkur þjálfari sem tæki við mér,“ sagði Bjarki sem hefur verið að æfa með sínum gömlu félögum í ÍA að undanförnu. „Ég hef verið að æfa einu sinni til tvisvar í viku með ÍA og það hefur gengið vel. Ég ákvað að fara aðeins út til að sjá hvernig líkaminn brygðist við meira álagi og því er ég hérna í Portúgal. Ég verð að taka ákvörðun þegar ég kem aftur heim en það gæti vel verið að ég spili eitthvað í sumar,“ sagði Bjarki sem er þó enn samningsbundinn KR en ljóst er að hann er velkominn til ÍA á nýjan leik. Ef hann spilar í sumar, er því ekki ráðið hvort það verður í Vesturbænum eða hjá ÍA. „Það var alltaf inni í planinu að hætta uppi á Akranesi með Arnari bróður,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson, en tví- burabróðir hans Arnar er nú snúinn heim og Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, segir að hann geti vel notað Bjarka, sé hann í lagi. KNATTSPYRNUKAPPINN BJARKI GUNNNLAUGSSON: GÆTI SNÚIÐ AFTUR Í ÍSLENSKA BOLTANN: Ætlaði alltaf að hætta á Skaganum NBA „Við erum að synda gegn straumnum og gerum okkur þetta alltof erfitt fyrir,“ sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir ósigur sinna manna gegn Miami Heat á heimavelli í fyrri- nótt. Leikurinn var fyrsta viður- eign liðanna í úrslitakeppni Aust- urdeildarinnar en Miami fór með sigur af hólmi, þrátt fyrir hrak- spár margra, sem töldu að Detroit ætti sigurinn vísan. Detroit hafa spilað til úrslita í NBA-körfuboltanum undanfarin tvö ár. Gott gengi liðsins hófst þegar Rasheed Wallace var hluti af skiptum við Atlanta Hawks og síðan þá hefur byrjunarlið Detroit samanstaðið af honum, Ben Wallace, Tayshaun Prince, Rip Hamilton og Chauncey Billups. Þeir hafa spilað 160 deildarleiki og 48 leiki í úrslita- keppninni saman og því fara þeir langt á reynslu og samheldni. Þrátt fyrir að spila aðeins í 27 mínútur vegna villuvandræða, var Dwayne Wade í aðalhlutverki hjá Miami, eins og svo oft áður. Shaquille O‘Neal spilaði aðeins í 29 mínútur vegna meiðsla fyrir Miami, en það skipti þó ekki nokkru máli. Með baráttu og dugnaðí innbyrti liðið 91-86 sigur gegn Detroit þar sem Wade var stigahæstur hjá Miami með 25 stig, en Richard Hamilton skor- aði 22 fyrir heimamenn í Detroit. „Þegar strákarnir komast á skrið er mjög erfitt að stoppa þá. Það er eins og öll þriggja stiga skot rati ofan í körfuna, það er ótrúlegt að horfa upp á þá koma sér aftur inn í leiki en maður verður að nýta tækifærin sín. Það er eitthvað sem þarf að kom- ast upp í vana hjá okkur,“ sagði Pat Riley, þjálfari Miami, sem á tvo næstu leiki á heimavelli. - hþh Úrslitarimma Austurdeildarinnar í NBA fer vel af stað með óvæntum úrslitum: Miami vann Detroit á útivelli SHAQ Var að vanda ótrúlega öflugur. Hér treður hann með stæl í fyrrinótt. NORDICPHOTOS/AFP > Andri Berg til Fram Andri Berg Haraldsson hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Fram. Andri Berg kemur úr FH og hefur verið lykil- maður í liði Hafnarfjarðarliðsins, jafnt í vörn sem og sókn en hann skoraði 110 mörk í 24 leikjum fyrir FH á tímabilinu. Á undanförnum vikum hefur handknatt- leiksdeild Fram fram- lengt sex samninga og samið við þrjá nýja leikmenn í meistara- flokki karla og eru allir samningarnir til þriggja ára. Framarar hafa fengið til sín Björgvin Pál Gústavsson frá HK og Einar Inga Hrafnsson frá Aftureld- ingu, auk Andra. Þá hafa Jóhann Gunnar Einarsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Guðjón Finnur Drengsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Sigfús Páll Sigfússon og Rúnar Kárason allir framlengt samninga sína við Íslandsmeistarana. Heiðar Davíð í sjötta sæti Íslandsmeistarinn í höggleik, Heiðar Davíð Bragason, er meðal efstu manna á móti í sænsku mótaröðinni í golfi eftir fyrsta keppnisdag. Heiðar lék á 69 högg- um í gær, einu höggi undir pari. Hann er í sjötta sæti ásamt fleiri kylfingum en keppni heldur áfram í dag. FÓTBOLTI Danski miðjumaðurinn Hans Mathiesen verður líklega lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut í viðureign Fram og Leiknis um síðustu helgi. „Útlitið er alls ekki gott. Lið- bönd í hnénu á honum eru sködd- uð, en hversu lengi hann verður frá er erfitt að segja til um. Hann verður líklega frá í það minnsta í sex vikur,“ sagði Brynjar Jóhann- esson, framkvæmdastjóri Fram, við Fréttablaðið í gær. - hþh Slæm tíðindi fyrir Fram: Mathiesen frá í langan tíma? MATHIESEN Fjarvera hans gæti haft mikil áhrif á lið Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.