Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 26
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR26 og fólk ? Vissir þú...að hinn fallni stóðhestur Herv- ar frá Sauðárkróki á 888 skráð afkvæmi. Hæst dæmdur er Hektor frá Akureyri með 8,41 í aðal- einkunn. Eitt þekktasta afkvæmið er þó Otur frá Sauðárkróki, faðir gæðingaföðurins Orra frá Þúfu. www.worldfengur.com Íslandshestafélögin í Austurríki og Þýskalandi hafa ákveðið að fara að dæmi Svía og Norðmanna og hafa gengið frá samkomulagi um aðgang allra sinna félagsmanna að WorldFeng. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra WorldFengs, eru þetta tímamót í söfnun áskrifenda að upprunaættbókinni og viðurkenning þessara félaga á starfi allra þeirra sem unnið hafa baki brotnu í mörgum löndum á undanförnum árum að uppbyggingu á WorldFeng. Frétt af www.worldfengur.com ■ Ættbókin Worldfengur stækkar Hestamannafélagið Fákur heldur fyrsta og stærsta úrtökumótið fyrir Landsmót 2006 um helgina. Alls eiga 46 hestamanna- félög í landinu rétt á að senda keppendur á landsmót. Fákur á flesta fulltrúa inn á Landsmót enda stærsta félagið. Þrátt fyrir það er keppnin í úrtökumótinu þar hörð líkt og hjá öðrum félögum og búst má við spennandi keppni. ■ Úrtökumót fyrir Landsmót hefjast Átta reiðkennarar og fimmtán tamningamenn útskrifuðust síðastliðinn laugardag frá Hóla- skóla. Athöfnin fór fram í Þráar- höll en í tilefni af útskriftinni fór fram reiðsýning reiðkennaranna nýútskrifuðu. Sýningin hófst á gæðingafimiverkefni Ragnheiðar Þorvaldsdóttur og Hrafna- galdurs frá Hvítárholti sem þótti bera af. Þá voru sýnd bæði fjór- gangs- og fimmgangsverkefni. Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur. Hlaut Þórdís Erla Gunnarsdóttir tamn- ingabikarinn, gefinn af Félagi tamningamanna. Reiðkennararnir sem útskrifuðust voru: Artemisia Bertus frá Hollandi, Elsa Magnús- dóttir frá Sólvangi við Eyrarbakka, Eyjólfur Þorsteinsson frá Hafnarfirði, Líney María Hjálmarsdóttir frá Tunguhálsi II í Skagafirði, Ragnheiður Þorvaldsdóttir frá Hvítárholti, Róbert Petersen frá Reykjavík, Sindri Sigurðsson frá Hafnarfirði og Stefán Ágústsson frá Reykjavík. ■ Reiðkennarar útskrifast frá Hólum Ólafur Róbert Rafnsson ríður út með hund í bandi. Hann segir reynsluna af því góða og mælir með því að aðrir hundaeigendur taki upp þennan sið. Lausaganga hunda er bönnuð í Reykjavík. Það á einnig við í hest- húsahverfum höfuðborgarsvæð- isins sem kemur sér illa fyrir hundaeigendur meðal hestamanna sem vilja ekkert frekar en að geta slegið tvær flugur í einu höggi og hreyft bæði hesta sína og hunda í einu. Ólafur Róbert Rafnsson hefur fundið lausnina á vandanum og ríður út með tík sína Ronju af tegundinni Stóra Dan í bandi. „Ég er með mjög stóran hund en hún er svipuð á hæð og folald. Almennt er fólk hræddara eftir því sem hundurinn er stærri þó engin ástæða sér til þess,“ segir Ólafur um ástæður þess að hann ákvað að prófa þessa nýstárlegu leið í reið- mennsku. Hann fékk hugmynd- ina á spjallvef hestamanna. „Þar var verið að ræða um að hundar ættu ekki heima í hesthúsum og ættu ekki að vera lausir. Þá sagði einhver að hann riði út með hund í bandi og ég ákvað að prófa þetta,“ segir Ólafur og greinir frá því að það hafi tekið nokkurn tíma að venja hestinn við þetta fyrirkomu- lag. „Hesturinn sem ég er á er bæði kvikur og með lítið hjarta. Það tók nokkur skipti áður en hann fór að róast,“ segir Ólafur en áréttar að hundurinn hafi verið mjög sátt- ur við þetta strax frá byrjun þótt hann hafi auðvitað þurft að læra að bera sig rétt að. „Fyrst var hún að fara svolítið aftur fyrir hestinn og ég lenti í því nokkrum sinnum að hesturinn settist beinlínis niður þegar hann fékk band aftan í sig,“ segir hann kíminn. Ólafur hefur það fyrir sið að hafa hundinn alltaf hægra megin við sig þegar hann mætir fólki og notar röddina til að fá hana samhliða sér. „Sumir hestar hafa stoppað og hringsnúist þegar ég mæti þeim,“ segir Ólafur en hann hefur yfirleitt fengið mjög góð viðbrögð frá hestamönnum. „Það var gamall maður um daginn sem stoppaði og sagði að þetta væri virðingarvert. En annars er fólk einnig mjög forvitið,“ segir Ólafur sem veit þó ekki til þess að nokkur hafi tekið þetta upp eftir honum. Ólafur finnur lítið fyrir því að hafa hundinn með sér á hestbaki og vill meina að það sé betra að teyma hund en annan hest. „Hestar eru oft svo nálægt manni og geta sparkað ístaðinu af,“ lýsir hann. Ólafur mælir hiklaust með þessari aðferð við hundahald. Hann segir engu máli skipta hvaða hundategund um ræði því þetta sé eitthvað sem lærist eins og hvað annað. „Það er tilgangurinn með að vera með svona hund að geta haft hann með sér í útiveru,“ segir Ólafur sem notar einnig hina þriggja ára gömlu Ronju til að draga sig á línuskautum. solveig@frettabladid.is Teymir hund á hestbaki Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Þau Ólafur og tíkin Ronja vekja athygli hvar sem þau fara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skúli Þór Jóhannsson heitir hann, ungur hesta- maður í Hafnarfirði sem hefur verið atkvæða- mikill á keppnisvellinum allt frá því að hann fór að geta stjórnað hesti. Í pollaflokki var hann nánast kominn í áskrift að 1. verðlaunum, svo hann var færður upp í barnaflokk. Í ár keppir hann í fyrsta sinn í unglinga- flokki, en hann verður fjórtán ára í haust. Skúli Þór er án vafa einn af keppnisknöp- um framtíðarinnar. Á nýafstöðnu íþróttamóti Sörla vann hann töltið, varð þriðji í fimmgangi unglinga og ungmenna, sem kepptu til úrslita í sama flokki, fjórði í fjórgangi unglinga, stiga- hæsti knapinn í unglingaflokki og jafnframt stigahæstur í íslenskri tvíkeppni. Þá keppti hann í gæðingaskeiðinu. Skúli Þór keppti á tveimur hrossum að þessu sinni, Birtu frá Þverá og stóðhestinum Speli frá Hafsteinsstöðum. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi í gæð- ingaskeiði, en hef áður keppt í fimmgangi og hundrað metra skeiði,“ segir kappinn ungi og bætir við: „Birta lá hjá mér einn sprett á mótinu um síðustu helgi.“ Skúli Þór segir mun skemmtilegra að taka þátt í mótum eftir því sem hann færist ofar í aldursflokkum. „Keppnin er mun harðari í unglingaflokknum, að minnsta kosti á stærri mótum,“ segir hann. „Mér finnst það skemmti- legra.“ Um Spöl segir Skúli Þór að hann sé í raun meiri gæðingur heldur en íþróttahestur. „Það er mjög gaman að keppa á honum og hann er svakalega rúmur á töltinu. Ef ég kemst á Lands- mót með hann þá klára ég það. Síðan verð ég víst að skila honum,“ bætir hann við en Spölur er í eigu Sólvangsbúsins. Skúli Þór er farinn að fást svolítið við tam- ingar. Nú er hann með fola sem hann segist vera að æfa sig í að gangsetja. Að auki á hann hryssuna Birtu sem að ofan er getið. Hestamennska Skúla Þórs fer þó ekki einungis fram á keppnisvöllunum. „Á hverju ári fer öll stórfjölskyldan saman í hestaferðir eða lengri útreiðartúra. Í fyrra fórum við á Löngu- fjörur og það var alveg frábært.“ Skúli og Spölur Tveir góðir saman. HESTAMAÐURINN: SKÚLI ÞÓR JÓHANNSSON Skemmtilegast í harðri keppni á stærri mótum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U Ð R Ú N S TE FÁ N SD Ó TT IR Æskilegur undirbúningur trippis fyrir tamningu Þórdís Erla Gunnarsdóttir, nýútskrifaður tamningamaður frá Hólum, segir það gott að trippi sé orðið mannvant og leiðitamt þegar það kemur til tamn- ingamanns. Eigandinn geti jafnvel verið búinn að venja það við að taka upp lappirnar á því. „Þó er betra að eigandi trippis geri frekar minna heldur en meira hyggist hann undirbúa það fyrir tamningu hjá fagmanni,“ segir Þórdís Erla. Hún bendir á að það sé þó grundvallaratriði, að trippið beri virðingu fyrir og traust til mannsins. Ákjósanlegt sé að eigandinn leiti ráðlegginga fagmanns við und- irbúninginn sé hann ekki fullviss um hvernig hann eigi að bera sig að. „Lengi býr að fyrstu gerð og hrossin eru fljót að læra bæði siðina og ósiðina,“ segir Þórdís Erla. „Tamningin er grunnurinn að öllu hinu sem á eftir kemur. Ef ná á út úr hverjum einstakl- ingi því sem í honum býr má ekki kasta til höndum, heldur verður að vanda í hvívetna til tamningarinnar.“ Spurð um bestu aðferðirnar við að snúa ofdekruðum trippum til betri vegar segir Þórdís Erla það mjög misjafnt eftir einstaklingum. Fara þurfi yfir samskiptakerfi manns og hests og koma hestinum í skilning um að maðurinn sé leiðtoginn og hesturinn eigi að bera virðingu fyrir honum. Tamningarnar byggi mikið á hegðun og viðbrögðum hestsins í náttúrunni. „Þetta er heilmikil vinna og það koma góðir dagar og slæmir eins og í öllu öðru,“ segir hinn nýbakaði tamn- ingamaður. „En það þarf bara einn góðan dag til að gleyma þeim slæmu.“ Hestamenn eru orðnir tölvuvæddir líkt og aðrir íslenskir þegnar. Fjöldi hestamanna heldur úti heimasíðum um hestabú sín og rekstur sem tengist hestamennsku. Reknir eru nokkrir fréttamiðlar sem sérhæfa sig í fréttum af mótum, uppákomum og sögum af fólki. Þessir vefir eru www.hestar.net, www.eidfaxi.is, www.hestafrettir.is og www.847.is. Umræðuvefir eru á nokkrum af þessum síðum og eru þeir vel nýttir. Þar gefa hestamenn hvorir öðrum ráð og spyrjast frétta um það sem er hæst á baugi í hestaheiminum hverju sinni. ■ Vefmiðlar hestamanna VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi 1 sæti „ Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.“ SÉRFRÆÐINGURINN: ÞÓRDÍS ERLA GUNNARSDÓTTIR TAMNINGAMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.