Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 25. maí 2006 7 Grasafræðingarnir og kristmunkarnir sem fylgdu leiðöngrum hinna spænsku konkvistadora, sigurherr- anna, um Mið- og Suður-Ameríku á öndverðri sextándu öld sinntu lítið bardögum og erjum við frumbyggja þessara slóða. Mörgum þeirra þótti jafnvel full hart fram gengið að varnar- lausu og oftastnær vingjarnlegu og elskulegu fólkinu sem þarna hafði ríkjum ráðið og þróað menningu sína í aldaraðir. Meðan konkvistador- arnir hrifsuðu og heimtuðu, drápu friðsamt fólkið, rændu og rupluðu öllu sem þeim sýndist hagnaðarvon í, gengu grasagrúskararnir um og söfnuðu sýnishornum af öllum gróðri sem þarna var að finna í ræktun. Þeir gerðu sér far um að vingast við fólkið og fá hjá því vitneskju um hvernig og til hvers hver tegund væri ræktuð og brúkuð. Ekki var þó forvitnin, vísindaþráin og þjóðfræðin þeirra aðalmarkmið, heldur voru þeir gerðir út af mikilli nytjahyggju spænsku hirðarinnar, sem krafðist þess að allt sem að gagni gæti komið úr hinum sigruðu lendum „Nýja heimsins“ væri skoðað, skráð og skilgreint. Nytja- plöntur ekki síst. Meira að segja var settur á stofn sérstakur grasagarður á Kanaríeyjum, Jardin de Aclimatación á Tenerífe, til að taka við hinum grænu gersemum og venja þær við andrúmsloft nýrra heimkynna. Með þessum hætti bárust t.d. kartöflur, tóbak, tómatar og fleiri tegundir fyrst til Evrópu. En það var ekki bara ein- blínt á þær plöntur sem hægt var að næra búkinn á. Augu og andi fengu líka sína næringu, því mikill fjöldi skrautjurta fylgdi með. Þar á meðal tóbakshornið. Vinsælar um allan heim Nú eru tóbakshorn eða petúníur líklega þau sumarblóm sem njóta mestra vinsælda meðal þjóða heims- ins. Það er sama hvorum megin mið- baugs er komið um sumartímann. Alls staðar flæða fossarnir af þessum stóru og litríku blómlúðrum niður húsveggi, blómaker og milligerðir af öllu tagi. Tóbakshorn nútímans eru samt ekki alveg eins og þau sem kristmunkarnir fluttu með sér. Aztekar og Mayar í norðri og Inkar í Andesfjöllum höfðu ræktað nokkrar mismunandi og stað- bundnar tegundir. Vísindaheiti þeirra, Petunia, er komið úr brasilísku indí- ánamáli, af „pétun“ sem þýðir einfald- lega tóbak. En enda þótt tóbakshorn og tóbaksplöntur séu náskyldar og furðu líkar tilsýndar er ekkert nikótín að finna í þeim fyrrnefndu. Báðar til- heyra þær þeirri plöntuætt sem gefur okkur kartöflur, tómata, eggplöntur og paprikur. Lítið gerðist samt í ræktun tóbakshorna fyrr en í byrjun liðinnar aldar. Þá var byrjað að æxla saman frumtegundunum til að fá fram stærri blóm og afleiðing þess kynbótastarfs skilaði sér í ótal tilbrigðum í litum og lögun tóbakshornablómanna. Súrfíníur – seigar og sækja á Hámarki þessa kynbótastarfs má svo segja að hafi verið náð með hinum svokölluðu „Súrfíníum“ sem eru einkar blómstórar, blómsælar og fást í mörgum hreinum litbrigðum, hvítar, rauðar, bleikar, gular og fölbláar. Í blómsæld og framkomu standa þær mun framar eldri gerðum af tóbaks- hornum. Nýlega hafa komið fram fyllt súrfíníuafbrigði sem minna á rósir. Súrfíníurnar eru mun breiðvaxnari og meiri um sig en gömlu tóbakshornin og miklum mun blómviljugari. Þær elska sól og yl en eru samt furðu kuldaþolnar. Samt verður að verja þær gegn frosti og í köldum og votviðra- sömum sumrum geta þær orðið æði niðurlútar. Hafið þær í góðu skjóli gegn vindi og úrkomu. Súrfíníunum er eðlilegast að vaxa lárétt og koma best út í hengipottum eða þar sem greinarnar flæða niður, fullar af blóm- um. Þær þurfa ekki stóra potta, en nauðsynlegt er að gefa þeim venju- legan skammt af pottablómaáburði vikulega. Vökvið þegar moldin er þurr viðkomu og þá gjarnan með volgu vatni. Klípið sölnuð blóm af um leið og þau sjást. Það þéttir plönturnar og eykur blómgunina. Tóbakshorn – konkvistadorar og kristmunkar Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 GASGRILL smíðað úr ryðfríu stáli • Fjórir massívir brennarar úr pottjárni 18,4KW/h • Grindur yfir brennurum úr áli • Grillteinn og rafmagnsmótor • Ábreiða • Hágæða elektronískur kveikjari • Tvö sett af grillgrindum annarsvegar úr krómuðu stáli og hinsvegar úr pottjárni (ein heil plata) • Skápur fyrir gaskútinn og tvær stórar skúffur • 4 hjól 2 með bremsu • Skúffa í fullri stærð undir brennurum sem tekur við fitu • Skúffa á hliðarborði til að geyma t.d. krydd og drykki • Hitamælir á loki • Grillflötur 78 x 46cm • Utanmál með lokið niðri H:124cm B:159cm D:59cm • Afhent samsett ef óskað er. Kynningarverð 99.900 Það eru ekki aðeins vírusar og óprúttnir hakkarar sem geta kostað þig fúlgu fjár gegnum netið. Internettengingum fjölgar dag frá degi. Á mörgum heimilim eru þráð- laus net sem vissulega eru þægileg þegar allir fjölskyldumeðlimir eru komnir með fartölvur. Þráðlaus net eru ekki örugg og sé þeim ekki læst getur hver sem er tengst þeim án þess að borga kostnaðinn sem af hlýst. Algengast er að niðurhal sé tak- markað. Sé farið yfir það mark þarf að borga fyrir alla gagnaflutninga og lendir sá kostnaður á þeim sem skráður er fyrir netinu, hvort sem hann ber ábyrgð á niðurhalinu eða ekki. Fjölmörg dæmi eru þess að reikningurinn hafi ekki verið í nein- um tengslum við notkunina en þá hefur nágranninn nýtt sér netið óspart. Lítið mál er að læsa neti og þá er ekki hægt að tengjast því nema með sérstökum kóða. Kóðinn er sleginn einu sinni inn og eftir það hefur við- komandi tölva aðgang að netinu. Vertu viss um að þitt net sé læst svo óprúttnir aðilar misnoti ekki aðstöð- una. - tg Lítið mál að læsa neti Sé þráðlaust net óvarið kemst hver sem er inn á það. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.