Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 89
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR64 FÓTBOLTI Breskir og spænskir fjölmiðlar héldu áfram að fjalla um Eið Smára Guðjohnsen í gær. Fréttablaðið greindi frá því í gær að enginn verðmiði væri kominn á Eið sem aftraði framgöngu mála. Breska götublaðið Daily Mirror gekk fram fyrir skjöldu í gær og sagði Eið kosta 8 milljón- ir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Þessar tölur fengust ekki staðfestar í gær en leiða má líkur að því að Mirror sé nokkuð nálægt uppsettu verði. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, er sagður hafa staðfest við Radio Barcelona að Eiður vilji fara frá Chelsea sem eru stórfréttir ef þær reynast sannar. „Eiður vill fara til félags þar sem hann getur unnið titla og Barcelona er eitt af þeim,“ sagði Arnór, sem er iðulega nefndur Arnold á erlendum netmiðlum, einnig við Radio Barcelona. Eiður Smári virðist vera efstur á óskalista Barcelona eftir að Thierry Henry og Diego For- lan runnu félaginu úr greipum og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. - hbg Framtíð Eiðs Smára enn í umræðunni: Verðmiði Eiðs rúmur milljarður? EIÐUR SMÁRI Framtíð hans er mikið í umræðunni þessa dagana en flest bendir til þess að hann hafi fagnað sínum síðasta titli með Chelsea.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Liverpool og Newcastle eru líkleg til að bítast um sama bitann annað árið í röð um mjög frambærilegan sóknarmann. Á síðasta ári var það Michael Owen, sem Newcastle greiddi Real Madr- id mjög háa upphæð fyrir, eitt- hvað sem Liverpool var ekki tilbú- ið að gera ári eftir að hafa látið hann fara. Nú er það hollenski framherj- inn Dirk Kuyt, leikmaður Feyen- oord í Hollandi, sem hefur skorað 71 mark í 101 leik fyrir lið sitt, en hann hefur lýst yfir áhuga á því að spila í Englandi. „Jorien van den Herik, forseti Feyenoord, hefur sagt mér af áhuga Liverpool, en þetta er ekki í mínum höndum. Ég er ánægður hjá Feyenoord en vil spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði þessi magnaði markaskorari. - hþh Hollenski landsliðsframherjinn Dirk Kuyt: Eftirsóttur í Englandi KUYT Eftirsóttur bæði hjá Newcastle og Liverpool sem þurfa að styrkja sóknarlínu sína í sumar.NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Læknirinn Mike Stone hefur verið rekinn frá Manchest- er United eftir rifrildi við Sir Alex Ferguson. Stone vann hörðum höndum að endurbata Wayne Rooney, svo að hann yrði tilbúinn fyrir HM, og talið er að þau meiðsli hafi valdið ágreiningi læknisins og Ferguson. Stone hefur verið á Old Trafford í tíu ár en hann hefur greint frá því að bati Rooney gangi mjög vel og strákurinn eigi góða möguleika á því að spila á HM. Sir Alex hefur aftur á móti gert lítið úr því og ítrekar að Rooney megi alls ekki spila nema hann sé alveg heill. Forráðamenn HM greindu svo frá því í gær að tilkynna verður fyrir 30. maí hvort Rooney verði með á HM. Sé hann ekki á þeim lista getur hann ekki spilað, en ólöglegt er að hafa leikmenn á list- anum nema þeir spili á mótinu. Rooney fer í skoðun á morgun, þar sem líklegt er að skerist úr um hvort hann geti spilað með á HM frá upphafi eður ei. - hþh Læknir Manchester United: Rekinn eftir ágreining MEIÐSLIN Þau urðu í leik Manchester United og Chelsea fyrir mánuði síðan, en það var Joe Cole sem tæklaði Rooney með þessum afleiðingum.NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Roberto Carlos ætlar að bíða með það fram yfir heimsmeistaramót- ið í sumar að ákveða hvort hann fari til Englandsmeistara Chelsea, eða verði áfram hjá Real Madrid. Hann á aðeins eitt ár eftir af samn- ingi sínum á Spáni og gæti freistast til að breyta til áður en ferillinn er á enda. „Ég vil fara á HM og ákveða eftir það hvað ég geri. Chelsea hafa gert mér gott tilboð, samning til þriggja ára,“ sagði Carlos sem orðinn er 33 ára gamall. Hann segir peninga ekki munu ráða ákvörðuninni. „Aðalatriðið er alls ekki pen- ingarnir, heldur lengdin á samn- ingum og hvatningin til að spila knattspyrnu áfram,“ sagði Carlos. - hþh Roberto Carlos: Boðið að fara til Chelsea HANDBOLTI Stjórn handknattleiks- deildar Fram hafnaði í gær tilboði þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach í varnarjaxlinn Sverri Björnsson. Fram gerði Gummersbach ekki gagntilboð þar sem þeir telja of mikið bera á milli liðanna. „Ef einhver gerir gríntilboð í fasteignina þína þá gerirðu ekki gagntilboð. Þú hafnar því bara,“ sagði Kjartan Ragnars- son, formaður handknattleiks- deildar Fram, við Fréttablaðið í gærkvöldi en hann vildi ekki segja hvað Fram vill fá mikið fyrir Sverri. „Boltinn er núna hjá Gum- mersbach,“ sagði Kjartan. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hljómaði tilboð Gum- mersbach upp á 10 þúsund evrur, eða tæpa eina milljón íslenskra króna. Kunnugum einstaklingum í handboltaheiminum sem Frétta- blaðið ræddi við bar saman um að sú upphæð væri eðlileg fyrir mann eins og Sverri sem léki eingöngu vörn og hefði ekki sannað sig á alþjóðavettvangi. Yngri leikmenn frá Skandinavíu sem eru taldir eiga framtíðina fyrir sér eru að fara á um 25 þúsund evrur ef þeir eru samningsbundnir og er ekki hægt að lesa annað úr viðbrögðum Fram en að félagið vilji fá álíka upphæð fyrir Sverri sem er hund- fúll. „Ég er hættur að spila fyrir Fram ef þetta á að vera svona. Ég bara trúi því ekki að þeir ætli að standa í vegi fyrir mér,“ sagði Sverrir við Fréttablaðið en hann fékk tíðindin ekki frá Fram heldur frá blaðamanni og var greinilega sleginn. „Ég er rosalega svekktur. Mér finnst þetta mjög lélegt hjá Fram. Þeir eru greinilega að þakka fyrir þjónustuna með þessu útspili. Ef Fram segir að tilboðið sé langt frá því að vera nógu gott þá ná liðin aldrei saman. Það er alveg ljóst. Ég mun ekki spila fyrir Fram ef staðan á að vera svona. Það er auðvitað ömurlegt gagnvart strák- unum og Gumma þjálfara en ég sé það ekki gerast ef hlutirnir eiga að vera svona. Ég segi líka, hver græðir á þessu? Ég trúi þessu bara ekki ennþá. Þetta er ótrúlegt.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Gummersbach sé með annan varnarmann í sigtinu gangi hlutirnir ekki upp með Sverri og það er ljóst að félagið mun ekki bíða mikið lengur og ekki líklegt að þeir geri Fram nýtt tilboð. Atvinnumannadraumurinn er því á enda hjá Sverri. „Svona tæki- færi gefst bara einu sinni og kannski aldrei. Vissulega voru fleiri lið í myndinni en ekkert sem ég var tilbúinn að rífa mig upp fyrir. Gummersbach var aftur á móti tækifæri sem var ekki hægt að hafna,“ sagði Sverrir sár en hann á ár eftir af samningi sínum við Fram. Kjartan Ragnarsson var ófáan- legur til að tjá sig um það hversu mikið Fram vildi fá fyrir Sverri. Það var samt greinilegt að hann ætlaði ekki að selja Sverri á sama verði og önnur íslensk lið hafa verið að selja sína menn. „Hluti af vandamálinu er sá að við getum ekki miðað við þau verð sem hafa verið á íslenskum leik- mönnum. Þeir hafa verið að fara út fyrir allt of lítinn pening. Allir okkar bestu menn eru erlendis þar sem erlendu liðin vita að þeir fá leikmenn gefins á Íslandi,“ sagði Kjartan en stjórn Fram og Sverrir hafa ekkert ræðst við síðan Sverr- ir samdi persónulega við Gum- mersbach á sínum tíma og var stjórn Fram mjög óánægð með vinnubrögð Sverris sem og Alfreðs Gíslasonar landsliðsþjálfara sem mun taka við Gummersbach eftir eitt ár en þeir höfðu Fram ekki með í ráðum. „Þetta er samt ekkert persónu- legt og við viljum Sverri allt það besta og að hann komist til Gum- mersbach. Við viljum bara fá sanngjarnt verð fyrir hann,“ sagði Kjartan. henry@frettabladid.is Spila ekki aftur fyrir Fram Varnartröllið Sverrir Björnsson er foxillur út í handknattleiksdeild Fram sem hafnaði tilboði Gummers- bach í sig í gær. Hann segist frekar leggja skóna á hilluna en að spila aftur fyrir stjórnarmenn félagsins. Formaður handknattleiksdeildar Fram segir tilboð Gummersbach vera hlægilegt. DRAUMURINN Á ENDA? Sverrir Björnsson fer væntanlega ekki til Gummersbach. Hann er mjög óánægður með stjórn Fram og ætlar frekar að hætta í handbolta en að spila aftur fyrir félagið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.