Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 16
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég var að koma frá Cannes í Frakklandi, þar sem ég var á kvikmyndahátíðinni,“ segir Marín Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofu- og atburðafyrirtækis- ins Practical. „Ég sá um hádegisverð sem var í boði RIFF, Reykjavík International Film Festival. Hann sóttu kvikmyndaframleiðendur, gagnrýn- endur og fréttamenn auk þess sem Val- gerður Sverrisdóttir ráðherra mætti.“ Um 130 þáðu boðið til málsverðarins, sem var á ströndinni í Cannes. Gestir fengu hluta af Íslandi í gjöf og hlustuðu á íslenska tónlist. „Hver og einn fékk gjafapoka og í honum voru þrjár krukkur, sem á stóð á ensku Piece Off Iceland. Í einni var lítill poki með vatni úr Snæfellsjökli. Í annarri krukku var hraunmoli úr Heklu og í þeirri þriðju fjalla- gras. Svo skreyttum við veisluborðin með svörtum sandi úr fjörum Snæfellsness. Það vakti mikla lukku.“ Marín segir Cannes skemmtilega borg: „Ég verð að segja að það var gaman að sjá fræga fólkið. Ég sá Samuel L. Jackson og Penelopé Cruz. Greinilegt var að margt fólk fór á hátíðina til að sjá þá frægu og beið í röðum fyrir utan hótelin. Ég var hins vegar svo heppin að þau gengu framhjá mér.“ Marín hefur ferðast víða á árinu: „Í vikunni fyrir Cannes var ég í Brussel. Practical skipulagði stóra sameiginlega veislu Marel, Eimskips, Landsbankans og Icelandic Group. Hún kallaðist Taste the Energy eða Finndu kraftinn og var í tengslum við sjávarútvegssýninguna þar, þá stærstu í heimi. Veislurnar tvær voru eins og svart og hvítt en báðar virkilega skemmtilegar.“ Stutt er í helgina, en þær eru gjarnan annasamar hjá atburða- fyrirtækjum. Um þessa helgi sér Practical um 400 manna starfsdag hjá einu af stærri fyrir- tækjum landsins: „Þar ætlum við að vinna með gildi fyrirtækis- ins. Við skiptum fólk- inu upp í hópa eftir áhugasviði, vinnum með því yfir daginn og endum á stórri veislu um kvöldið,“ segir Marín. „Það er nóg að gera hjá mér og virkilega skemmtilegir tímar fram undan.“ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARÍN MAGNÚSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI Frá Brussel og til Cannes Ekkert getur klikkað „Við erum án efa með besta vatnsvæðið á landinu, og því söluvæna ímynd. Við erum með frábært lið í markaðs- setningu og búnir að skrifa undir samninga.“ BIRGIR VIÐAR HALLDÓRSSON VATNSÚTFLYTJANDI. FRÉTTA- BLAÐIÐ. Er heyrnin slæm? „Ég hafði aldrei heyrt um þetta og það hafa aldrei nein mál um símahleranir komið inn á mitt borð á mínum langa stjórnmála- ferli.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTIS- RÁÐHERRA. MORGUNBLAÐIÐ. „Ég ljóstra því hér með upp að ég og Trausti Bjarnason ætlum að gera eitthvað frábært saman fyrir söngvakeppnina að ári,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson lagahöf- undur. Saman áttu þeir félagar 33 prósent allra laganna í undan- keppni Sjónvarpsins fyrir Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Þjóðin valdi Silvíu Nótt og þar með lag Þorvalds Bjarna Þor- valdssonar, Congratulations. „Við ætlum að taka Eurovision með trompi að ári liðnu. Við skor- um á Þorvald Bjarna að taka þátt einu sinni enn. Það er ekkert gaman að vinna nema að slá hann út,“ sagði Sveinn Rúnar, sem kom til Aþenu fyrir keppnina, ásamt kærustu sinni Önnu Dögg Einars- dóttur, til að fylgjast með. Sveinn kynntist Trausta í undankeppninni og í næstu viku gefa þeir út plötu með Höllu Vilhjálms auk þess sem þeir hafa síðan þá látið lög á plötur annarra listamanna. Sveinn Rúnar samdi lögin 100% hamingja í flutningi Heiðu Ólafs- dóttur, Mynd af þér með Birgittu Haukdal og Útópía í flutningi Dís- ellu Lárusdóttur sem kepptu til úrslita í ár. Trausti átti lögin And- vaka sem Guðrún Árný Karlsdótt- ir söng og Þér við hlið sem Regína Ósk Óskarsdóttir flutti í úrslitun- um. Sveinn Rúnar samdi einnig sem kunnugt er lagið Heaven sem Jón Jósep Snæbjörnsson flutti í Istanbúl fyrir tveimur árum og lenti í 19. sæti. Magnús Þór Sig- mundsson samdi textann. „Ég hef, allt frá því ég fór með Jónsa til Istanbúl, reynt að sam- eina áhuga minn á framandi stöð- um og tónlist. Það fer ofsalega vel saman að ferðast í maímánuði, þegar sólin er hátt á lofti, og sækja Eurovision heim og skoða sig um í leiðinni,“ segir Sveinn og bætir við: „Ég hló mikið að finnska söngvakeppnissérfræðingnum Thomas Lundin þegar hann sagði mér í Tyrklandi að Eurovision væri ekki bara árleg uppákoma heldur lífsstíll. Mér fannst hann taka heldur djúpt í árinni, en ég verð að viðurkenna að ég hef gaman af þessu og fylgist vel með keppninni ár hvert.“ Spurður hvort keppnin hafi fært honum frama sem höfundi segir hann að ekki hafi staðið á tækifærunum. „Þau hafa gefist í Finnlandi. Ég hef gert töluvert mikið af tónlist fyrir þann markað út frá tengslum sem ég náði í Istanbúl. Ég er einn- ig búinn að gera músík fyrir Arg- entínu og er hingað kominn til að skrifa undir samning í Aþenu um að nota megi lagið Heaven sem einkennislag Höfðaborgar í Suður- Afríku á afríkönsku.“ Sveinn Rúnar hvetur lagahöf- unda til að taka þátt í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva gefist tækifærið. Hann segir að viti menn hvernig eigi að selja tónlist og við hverja þeir eigi að tala sé hægt að fá helling út úr keppninni, jafnvel peninga, í það minnsta meira en íslenski mark- aðurinn gefi af sér. gag@frettabladid.is DÍSELLA LÁRUSDÓTTIR Lagið Útópía í flutningi Dísellu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HEIÐA ÓLAFSDÓTTIR 100% hamingja í undankeppni Sjónvarpsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BIRGITTA HAUKDAL Mynd af þér flutt af Birgittu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sveinn skorar Þorvald á hólm SVEINN RÚNAR SIGURÐSSON Lagahöfundurinn Sveinn Rúnar stefnir að því að semja full- komið lag í Eurovision að ári ásamt Trausta Bjarnasyni. Saman áttu þeir þriðjung allra laga í úrslitunum í undankeppni Sjónvarpsins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Búum við í frjálsu landi?“ spyr Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hest- eyri í Mjóafirði, þegar hún veltir fyrir sér leikreglunum sem eru viðhafðar í kosningabaráttunni. Önnu Mörtu hugnast illa núverandi fyrirkomulag. „Er það frelsi að safna háum fjárhæð- um í kosningasjóði svo þeir ríku geti náð kosningu? Það held ég ekki. Allir eiga að hafa jafna möguleika á að auglýsa sig og kynna sig og ná kosn- ingu. Það á ekki að fara eftir fjárhag frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra.“ Anna Marta vill að núverandi fyrirkomulagi verði breytt og í stað þess að hver flokkur eða listi hagi auglýsingum að vild fái þeir ókeypis tíma eða pláss í fjölmiðlunum. „Allir eiga að fá jafnt. Í útvarpi og sjónvarpi á að vera sami tími fyrir alla fram- bjóðendur og blöðin eiga að birta efni þeirra óbreytt og óstytt. Enginn þarf að greiða fyrir umfjöllunina enda þjónar það þjóðinni að fá að kynnast frambjóðendum.“ Anna Marta segir núverandi fyrirkomu- lag bjóða heim hættunni á mútum. Að menn leggi peninga í sjóði frambjóð- enda og ætlist til að fá fyrirgreiðslu í kjölfarið. Slíkt sé algjörlega óviðunandi og því þurfi að haga málum með öðrum hætti en nú er. HVAÐ SEGIR ANNA? KOSNINGARNAR Búum við í frjálsu landi? Sveinn Rúnar Sigurðsson lagahöfundur hefur fylgst með Eurovision úr salnum síðan hann fór út með lagið sitt Heaven. Hann er staðráðinn í að vinna keppnina að ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.