Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 38
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 25. maí, 145. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.42 13.25 23.10 Akureyri 3.01 13.09 23.21 Geðhjálp hefur opnað nýjan vef, www.gedhjalp.is. Vefurinn er nú til reynslu en mikil vinna var lögð í að hann yrði aðgengilegur öllum. Allar ábendingar, hugmyndir og athuga- semdir eru vel þegnar. Ætlunin er að hýsa á vefnum reynslusögur og efni um málefni geðsjúkdóma. Má Mí Mó, húsgagnaverslun, er að hætta starfsemi sinni. Vegna þessa verður rýmingarsala í versluninni út maímánuð. Hægt verður að fá mikinn afslátt af vörum og efnum. Verslunin er til húsa að Tryggva- götu. Gyllti kötturinn átti von á risastórri sendingu af nýjum vörum í vikunni. Hins vegar brást þjónustan hið ytra og búðin fékk aðeins hluta send- ingarinnar í hús. Því er von á enn fleiri vörum á næstu dögum og því vert að gera sér nokkrar ferðir í Gyllta köttinn til að kíkja á úrvalið. ALLT HITT [TÍSKA HEIMILI HEILSA] Reynslan hefur sýnt sig að það er aldrei gott að henda neinni flík, þar sem tískustraumar koma í bylgjum. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, blaðamaður Nýs lífs, datt í lukkupottinn þegar hún gramsaði í gegnum ruslapoka á æskuheimili sínu. Heiðdís var stödd á heimili foreldra sinna á Sauðárkróki þegar hún rakst á forláta kjól sem í dag er hennar uppá- haldsflík. „Foreldrar mínir voru að flytja af æskuheimili mínu og ætluðu að henda úr geymslunni. Ég ákvað að gramsa aðeins og fann þessa dásemd á botninum á einum kassanum. Ég fílaði mig eins og Harrison Ford þarna því hefði ég ekki grafið kjólinn upp hefði hann einfaldlega lent í ruslinu.“ Kjólinn hafði móðir Heiðdísar átt og keypti hann fyrir nokkrum áratugum í London. Helsta kost kjólsins segir Heiðdís vera einfaldleika hans. „Ermarnar eru líka skemmtilegar, lausar og loftkenndar. Að framan er síðan flott heklað stykki og að aftan er hann bundinn með slaufu. Mér finnst ég voðalega fín þegar ég er komin í hann,“ segir Heiðdís og bætir við að hún hafi notað hann sem spari, í brúðkaup og árshátíðir, og einnig yfir gallabuxur. Dags daglega segist Heiðdís helst klæðast gallabuxum og síðan einhverjum flottum kjól, bol eða topp utan yfir. „Ég er samt ekki síðkjólatýpa, ég er ekki mikið fyrir glam- úr galakjóla og læt helst ekki sjá mig í þeim,“ segir Heiðdís með bros á vör. Hún segist einnig vera sammála Silvíu Nótt um að buffalo-skór séu ekki mjög töff. Heiðdís segist óhjákvæmilega hugsa mikið um tísku enda skrifi hún mikið um tísku í Nýju lífi. „Ég er samt eng- inn tískugúru, ég lifi hvorki né hrærist í þessu, að öðru leyti en því að ég ligg í tískublöðum og reyni að vera með á nót- unum. Ég hef samt gaman af tísku, ég neita því ekki.“ steinthor@frettabladid.is Fann kjól í foreldrahúsi Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, blaðamaður Nýs lífs, í flotta svarta kjólnum sínum sem hún fann á botni kassa sem var á leið í ruslið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL UPPLIFUN FYRIR LYKTARSKYN, AUGU OG BRAGÐLAUKA Franskar heimilisvörur í rómant- ískum sveitastíl fást í versluninni Nóru sem var opnuð nýlega. HEIMILI 6 NÚTÍÐ OG FORTÍÐ KALLAST Á Sýning á verkum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar er opnuð í dag á Heimilisiðn- aðarsafninu á Blönduósi. TÍSKA 4 FÓTBOLTI ER EKKI BARA FÓTBOLTI. Hinn ofurbreski tískuhönnuð- ur Paul Smith hefur hannað fjörlega og flotta línu sérstaklega fyrir heims- meistaramótið í fótbolta. Hann er eins og flest- allir Bretar mikill áhugamður um keppnina en gamaldags fótboltar hans hafa vakið mestu athyglina. Hægt er að skoða línuna nánar á heima- síðunni www.paulsmith. co.uk/shop/world-cup. Skemmtileg mynstur setja áhugaverðan brag á boltana og sæma sér jafnvel vel uppi í hillu. Þeir kosta líka skilding- in eða frá rúmlega tuttugu þúsund krónum. Þó er hægt að fá mun heðfbundn- ari bolta, sem eru að vísu ekki nærri eins flottir, í verslunum Selfridges fyrir mun minni pening, um tvö þúsund krónur. Hver segir svo að tískuliðið geti ekki spilað fótbolta, sjáið bara David Beckham. - sha Tískuboltar frá Paul Smith
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.