Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.05.2006, Qupperneq 18
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Rannsókn Guðna sýnir að á tíma- bilinu 1949 til 1968 var í sex tilfell- um gefin heimild með dómsúr- skurði til að hlera síma hjá fjölda einstaklinga, stjórnmálaflokkum, fjölmiðlum og félagasamtökum. Alþingismenn voru í hópi þeirra sem hlerað var hjá. Engar heimild- ir hafa fundist um símahleranir án dómsúrskurðar og alltaf voru heimildir í lögum fyrir slíkum hlerunum eða í lögum um fjar- skipti frá árinu 1941. Þar eru síma- hleranir leyfðar „þegar öryggi landsins krefst þess“, sem voru þau rök sem tiltekin voru þegar dómsmálaráðuneytið fór fram á leyfi hlerana til sakadómara eða yfirsakadómara. Heimildirnar En af hverju koma þessar heimildir upp á yfirborðið svo seint sem árið 2006? Umræðan um hleranir er jafngömul sögu símans hér á landi og spurningar samtímans eru ekk- ert annað en bergmál fortíðarinnar um að nauðsynlegt sé að færa stað- reyndir þessara mála fram í dags- ljósið. Opinberunin nú felst í því að vel lesinn og forvitinn sagnfræð- ingur bað um heimild til að rann- saka þessi gögn á þeim forsendum að hann væri að vinna fræðilega rannsókn um sögu kalda stríðsins og lagði fram því til rökstuðnings rökstudda greinargerð. Guðni hafði þá stundað rannsóknir í skjalasöfn- um í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar í átta ár. Í þeirri vinnu komst hann að raun um að stjórnvöld hefðu haft einhvers konar eftirlit með fólki, til dæmis þegar land- helgismálið var í algleymingi. Það kom honum á sporið um að heimildir væri að finna í skjalasöfnum á Íslandi og hann einfaldlega fór fram á að sjá þær. Þjóðskjalasafn Íslands veitti Guðna Th. Jóhannessyni heimild til þess að rannsaka þau skjöl sem hann fór fram á að sjá að fengnu samráði við Héraðsdóm Reykjavík- ur eins og upplýsingalög frá 1991 gera ráð fyrir. Þau skilyrði fylgdu þó að lög um persónuvernd og með- ferð persónuupplýsinga yrðu virt í hvívetna. Í raun gilda engin laga- ákvæði um aðgang að þeim skjölum sem hér um ræðir því upplýsinga- lögin ná ekki til þeirra eins og kemur fram í 2. gr. fyrstu máls- grein, að lögin gildi ekki um rann- sókn eða saksókn í opinberu máli. Engin reglugerð er heldur til vegna þess að reglugerð um aðgang að skjölum á Þjóðskjalasafni, sem upp- lýsingalög ná ekki til, hefur ekki verið sett. Við afgreiðslu fyrir- spurnar Guðna var því aðeins höfð til hliðsjónar 8. grein, önnur máls- grein, um aðgang þegar liðin eru þrjátíu ár frá því gögn urðu til og 20. grein, önnur málsgrein, þar sem tekið er fram að ef vafi leikur á um rétt til aðgangs að gögnum getur safnið aflað rökstuddrar umsagnar þess stjórnvalds sem afhenti safn- inu gögnin áður en ákvörðun er tekin. Umsögnin kom frá Héraðs- dómi Reykjavíkur sem geymt hafði gögnin frá 1992 og afhenti þau Þjóð- skjalasafni sumarið 2005. Fyrir 1992 voru skjölin geymd í Saka- dómi Reykjavíkur. Samkvæmt þessu getur hver sá sem áhuga hefur á þeim upplýsing- um sem í skjölunum er að finna fengið að sjá þau. Allavega svo lengi sem viðkomandi gengst við að virða lög um persónuvernd og með- ferð persónuupplýsinga. Frétta- blaðið hefur nú þegar farið fram á slíka heimild og bíður svars. Pólitískar njósnir? En var um pólitískar njósnir að ræða? Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, telur ekki að svo hafi verið. Sólveig sagði í viðtali við Fréttablaðið á þriðjudag að hún teldi að pólitískar símhleranir tíðkuðust ekki nú og hafi aldrei tíðkast og slíkt væri bæði lögbrot og stjórnarskrárbrot. Undir sjónar- mið Sólveigar taka ráðherrar og margir þingmenn stjórnarflokk- anna en formenn stjórnarand- stöðuflokkanna eru því ósammála. Ríkisstjórn sem og aðrir þingmenn eru sammála um að rannsókn verði að fara fram og Björn Bjarnason hefur kallað eftir sagnfræðilegu uppgjöri við kaldastríðsárin. En svo eru það þeir sem eru þess fullvissir að hafa verið hler- aðir, alþingismenn sem aðrir. Þeir telja að um pólitískar njósnir hafi verið að ræða og ekkert annað. Þeirra á meðal eru Kjartan Ólafs- son, fyrrverandi ritstjóri Þjóðvilj- ans, og Ragnar Arnalds, fyrrver- andi alþingismaður, sem hafa komið fram og lýst andúð sinni á þeim aðferðum sem beitt var. Þeir munu líklega seint sættast á annað en að fá að sjá umrædd skjöl og eins og mál standa verður þess varla langt að bíða. FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Svona erum við ��������������� ��� ������������ ������������� ������������ ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ����������������������������� �������������������������� ������������� ����������������������������������������������������� ������������������������������������������������������ ��������������������������� ���������������������������������������������������� ������������������ ������������������� ■ 1949: Inngangan í NATO Mikil pólitísk spenna og átök urðu þegar lagt var til að Ísland gengi í Atlantshafsbanda- lagið. Miklar óeirðir urðu á Austurvelli þann 30. mars þetta ár. Alls voru 16 símanúmer hleruð. Þau tilheyrðu Sósíalistaflokknum, Þjóðviljanum og númerum sem tilheyrðu heimahúsum, þar af á heimilum þriggja alþingismanna. ■ 1951: Heimsókn Dwights Eisenhower Þjóðviljinn mótmælti harðlega komu hers- höfðingjans, síðar forseta Bandaríkjanna, og sagði að óvild þjóðarinnar myndi umlykja hann. Hleruð voru fimmtán símanúmer, hjá Þjóðviljanum, Sósíalistaflokknum og Dags- brún. Símar ellefu einstaklinga voru hleraðir, þar af hjá tveimur alþingismönnum. ■ 1951: Koma Bandaríkjahers til Íslands Lögreglan í Reykjavík taldi að raunveruleg hætta væri á að friði væri ógnað af andstæð- ingum „aðgerða í öryggismálum landsins“. Þetta var byggt á ályktun fulltrúaráðs Sósíalistafélags Reykjavíkur um að gera 1. maí að „stórum degi“. Koma hersins var sett í samhengi við þessa ályktun og samþykkt að hlera alls 25 símanúmer. Þau voru hjá Sósíal- istaflokknum, Þjóðviljanum og Verkamann- félaginu Dagsbrún. Sextán heimasímar voru hleraðir, þar af hjá fjórum alþingismönnum. ■ 1961: Landhelgissamningur við Breta Samkomulag í landhelgisdeilunni lá fyrir en ráðamenn óttuðust viðbrögð almennings. Óttast var að tilraunir yrðu gerðar til að trufla starfsfrið Alþingis og hleranir samþykktar á fjórtán símanúmerum. Þau tengdust Alþýðu- bandalaginu, Dagsbrún og Alþýðusambandi Íslands. Einnig sími hjá Dagfara, tímariti Samtaka herstöðvarandstæðinga. ■ 1963: Varaforseti BNA til Íslands Herstöðvarandstæðingar nota tækifærið til að mótmæla hersetunni hér á landi við Háskólabíó þar sem Lyndon B. Johnson hélt fund. Alltaf var ætlunin að þau mótmæli færu friðsamlega fram en um það efuðust stjórnvöld. Samþykktar voru sex hleranir, hjá Sósíalistaflokknum og félögum flokksins í Reykjavík, síma Dagfara og hernámsand- stæðinga. Sími tveggja einstaklinga var hleraður og var annar þeirra alþingismaður. ■ 1968: Ráðherrafundur NATO Samtök hernámsandstæðinga boðuðu til mótmæla. Sautján númer voru hleruð, tvö hjá Sósíalistaflokknum og eitt hjá Dagsbrún, einnig Dagfara, Þjóðviljanum, Æskulýðsfylk- ingunni og MÍR, menningartengslum Íslands og ráðstjórnarríkjanna. Tíu heimasímar voru hleraðir, þar af tveir á heimilum alþingis- manna. HLERANIR STJÓRNVALDA 1949-1968 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og opinberun hans á heimildum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins hefur hrundið af stað mikilli umræðu í samfélaginu. Sú umræða er ekki bundin við sagnfræðilegar spurningar um stjórnmál þessa tímabils í Íslandssögunni heldur ekki síður lagaleg álitamál í fortíð og nútíð, ábyrgð stjórnvalda og aðgengi borgaranna að ýmsum heimildum sem snerta stjórn- og dómsvaldið í landinu. Símhleranir og uppgjör fortíðar Mikil umræða hefur átt sér stað síðastliðna daga um húsnæðismál stúdenta á höfuðborgar- svæðinu. Stúdentaráð Háskóla Íslands reisti stórt skilti við Hringbraut þar sem frambjóð- endur til borgarstjórnar eru krafðir svara um fyrirætlanir sínar í úrbótum fyrir stúdenta og Samfylkingin svaraði að bragði með samskonar skilti. Hversu margar stúdentaíbúðir eru á höfuð- borgarsvæðinu? Félagsstofnun stúdenta, sem þjónustar nem- endur Háskóla Íslands, heldur úti um 640 leigu- einingum og í þeim búa um þúsund manns. Byggingarfélag námsmanna þjónustar alla aðra skóla á háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu, sem og iðnnema. Þeir hafa nú um 210 íbúðir í Reykjavík og 26 fyrir nema Kennaraháskólans sem stunda nám á Laugarvatni. Hverjir fá inni í stúdentaíbúðunum? Skilyrði úthlutunar er það eitt að stunda nám við tilskylda skóla. Áður fengu nemar af landsbyggðinni forgang í íbúðir FS en þar sem það reyndist nær ómögulegt fyrir íbúa af höfuðborgarsvæðinu að fá úthlutun verður þessu breytt 1. júní. Þá fara 80 prósent úthlut- ana til nema úr höfuðborginni. Hvað er í farvatninu? Í haust munu 96 íbúðir á vegum FS til viðbótar verða teknar í notkun við Lindargötu og síðan er gert ráð fyrir 113 íbúðum á horni Barónsstígs og Hverfisgötu. Við Klausturstíg mun BN taka í notkun 82 nýjar íbúðir í sumar. Aðrar 118 verða svo teknar í notkun á sama stað í byrjun næsta árs. BN hyggst byggja 100 íbúðir í Hafnarfirði og fjölda íbúða í Þverholti og Einholti, en hönnun þess svæðis stendur yfir. FBL-GREINING: STÚDENTAÍBÚÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Yfir 500 stúdentaíbúðir á leiðinni ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ TUTTUGU ÁRA 1969 Frá vinstri: Manlio Brosio, fram- kvæmdastjóri NATO, Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, og William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. > Verðmæti afla janúar–febrúar 2006 Heimild: Hagstofa Íslands 12 .8 25 ,2 10 .7 99 ,4 2005 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.