Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 30
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR30 Öldruðum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og verða málefni þeirra sett á oddinn hjá sjálfstæðis- mönnum í Kópavogi næstu árin. Sjálfstæðismönnum er annt um að íbúum í Kópavogi líði vel og að allir, óháð félagslegri stöðu og uppruna, hafi möguleika á að njóta sín í leik og starfi. Félagslíf aldraðra í Kópa- vogi hefur verið öflugt en alltaf má gera betur. Mikilvægt er að styðja valfrelsi einstaklingsins hvað varð- ar þjónustu og að hann geti valið það búsetuform sem hentar honum. Til þess að geta mætt aukinni þörf á þjónustu þarf bæjarfélagið að vera vel rekið og standa vel fjárhags- lega. Það gerir Kópavogur. Við blasir að efla þarf stoðþjón- ustu inni á heimilum og fyrirbyggja félagslega einangrun þeirra sem búa einir. Einnig er mikilvægt að stytta biðlista að hjúkrunarheimil- um og þjónustuíbúðum. Í stefnuskrá sjálfstæðismanna segir að stefnt verði að því að ljúka fyrsta áfanga á nýjum hjúkrunar- og öryggisíbúð- um við Boðaþing árið 2007. Einnig að styrkja eigi þjónustu við íbúa í Sunnuhlíð með fjölgun þjónustu- íbúða og stækkun hjúkrunarheimil- is. Það er dapurlegt þegar öldruð hjón eða sambýlisfólk stendur frammi fyrir aðskilnaði eftir langa samveru og búskap vegna þess að annað þeirra getur ekki verið áfram heima en hitt er það vel á sig komið að það fær ekki inni á öldrunar- heimili. Þess vegna vilja sjálfstæð- ismenn auka búsetumöguleika eldri borgara. Í nýju hjúkrunar- og örygg- isíbúðunum við Boðaþing verður reynt að tryggja að fólk geti búið áfram saman og notið þjónustu. Almenningssamgöngur þarf að efla og auðvelda öldruðum sem og fötluðum að komast leiðar sinnar. Á stefnuskrá flokksins er stefnt að því að auka þessa þjónustu til muna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt ríka áherslu á að sú þjónusta sem Kópavogur býður íbúum sínum henti bæði ungum sem öldnum. Við ætlum að halda áfram að tryggja öllum bæjarbúum öruggt og gott umhverfi svo þeir fái notið sín leik og starfi, óháð félagslegri stöðu og uppruna. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Búum vel að öldruðum UMRÆÐAN KOSNINGAR LOVÍSA ÓLAFSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI Ég hef fylgst með Reykjavík breyt- ast úr syfjulegum smábæ í spenn- andi borg. Ég er oft hissa á því að Reykjavík virkar stundum eins og milljónaborg miðað við framleiðsl- una á menningu, listum, hönnun og hugviti. Hér er gott að búa og hér eru tækifærin til að grípa þau. En eins og Steinn Steinarr orti, þá er stund- um vitlaust gefið í lífsins spili. Þess vegna er ég komin í pólitík og þess vegna valdi ég Samfylkinguna. Sam- fylkingin er stjórnmálahreyfing sem stendur fyrir fallega hluti; jafn- aðarstefnan vill að allir séu með. Við viljum að barnafólk hafi efni á að hafa börnin í leikskóla, og að ungt fólk og stúdentar geti leigt íbúðir á viðráðanlegu verði, við viljum að Reykjavík sé borg beggja kynja og við viljum að samkynhneigðir fái að giftast. Á okkar lista eru reynslu- boltar og nýgræðingar og mig grun- ar að við höfum góða tilfinningu fyrir kraftinum í borgarbúum - og kunnum að koma honum til skila. Hvað menninguna áhrærir hefur margt gott gerst í Reykjavík síðast- liðin ár; Tónlistarhátíðir eins og Ice- land Airwaves, Menningarnótt, Loftbrú fyrir tónlist, myndlist, leik- list og ritlist hefur lyft undir reyk- víska listamenn og flogið með þá til útlanda svo þeir geti breitt út sín sköpunarverk. Loftbrúin er dæmi um einfalda hugmynd sem Samfylk- ingarmaður fékk og þremur vikum seinna var hún komin í framkvæmd - svona viljum við vinna. Ég er með hugmynd að alþjóðlegri listahátíð ungra kvenna sem gæti orðið spenn- andi og skemmtilegt verkefni. Skáldkonur, kvikmyndagerðarkon- ur og myndlistarkonur hittast í Reykjavík til að kynnast, vinna og sýna. Þetta myndi vekja mikla athygli á kvennaeyjunni í norðri. Ég gæti auðvitað talið upp þúsund hug- myndir sem gera Reykjavík að skemmtilegri borg, menningin er svo alltumlykjandi og menningin á að vera fyrir alla. Hún er hjartslátt- urinn í lífsgæðunum. Höfundur er í 5. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Hjartsláttur lífsgæðanna UMRÆÐAN KOSNINGAR ODDNÝ STURLUDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI Það er komið vor í Reykjavík. Sólin er farin að hækka á lofti og hin óviðjafnanlega vorlykt berst um vit borgarbúa.. Vorlyktin ber merki umbreytinga. Um að árstíðaskipti eigi sér stað og að betri tíð fari í hönd. Breytinga er að vænta víðar. Skoðanakannanir gefa vísbendingu um að Reykvíkingar óski breytinga á stjórnarháttum í Reykjavík. Næstkomandi laugardag geta Reykvíkingar valið Sjálfstæðis- flokkinn til forystu í Reykjavík. Undanfarnar vikur hafa frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins unnið að því að kynna stefnumál sín fyrir íbúum Reykjavíkur. Kjarni þeirrar stefnu sem snýr að fjölskyldumál- um snýr að því að bæta lífsgæði fjölskyldna í borginni og búa í hag- inn fyrir börnin í Reykjavík. Börn eiga það besta skilið - á heimili og í skóla Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bjóða börnum í Reykjavík upp á betri skóla. Skólastarf þarf að mæta ólíkum þörfum nemenda og laða sig að straumum og stefnum fræði- umhverfisins. Því þarf að auka sveigjanleika í skólakerfinu og draga úr miðstýringu. Skólum þarf að veita aukið sjálfstæði, stefnu- mótun innan skólanna þarf að færa í auknum mæli til stjórnenda og starfsfólks auk þess sem hvetja þarf foreldra til aukinnar aðkomu að skólastarfinu. Við sjálfstæðis- menn höfum einnig talað fyrir nauðsyn þess að auka fjölbreytni og valfrelsi í grunnskólum Reykja- víkur. Í Reykjavík eiga foreldrar að hafa frjálst val um grunnskóla fyrir börn sín. Reykjavíkurborg mun þó að halda áfram að greiða með hverju barni sömu upphæð, óháð búsetu eða rekstrarformi skólans. Betra fæði - bætt heilsa Sjálfstæðisflokkurinn boðar heils- uátak í öllum grunnskólum. Bæta þarf mataræði ungmenna hið fyrsta. Hollur matur í skóla er mikilvæg forvarnaraðgerð gegn offitu og sætindaáti barna og ungl- inga auk þess að bæta skólastarf og starfsgetu nemenda. Mikilvægt er fyrir heilsu barna og líðan að þau eigi kost á góðri máltíð á skóla- tíma. Með aukinni viðveru barna í skólanum er þörfin brýnni. Nauð- synlegt er að tryggja öllum börn- um heita næringarríka máltíð á skólatíma og á það jafnt við yngstu börnin sem eldri bekki grunnskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka gæði máltíða í grunnskólum og lækka verðið þannig að það verði á við nestispeninga. Ferskir vindar Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja gera Reykjavík að betri fjölskyldu- borg, þar sem markmiðið er að auka val, gæði og árangur í allri þjónustu og fjölga tækifærum fjöl- skyldna til samveru - þannig að sem flestir geti notið lífsins í Reykjavík. Laugardaginn 27. maí fara fram kosningar til borgar- stjórnar. Valdið er í höndum kjós- enda um hvaða flokkur fær að stýra borginni næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt metnaðarfulla stefnu sem hann hyggst fylgja eftir á staðfastan hátt. Óskum við því eftir brautar- gengi kjósenda til að gera borgina betri - fyrir alla. Setjum X við D þann 27. maí. Höfundur er viðskiptalögfræð- ingur og skipar 16. sætið á fram- boðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Bætum hag barna UMRÆÐAN KOSNINGAR HELGA KRISTÍN AUÐUNSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.