Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 67
66 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Þar bjuggu 114.968 manns um síðustu áramót. Bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1786 en þá voru íbúar 167 talsins. ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002 Fjöldi íbúa á kjörskrá: 82.508 Fjöldi greiddra atkvæða: 69.239 (83,9%) Listi Höfuðborgarsamtakanna (A) 397 atkvæði - 0 fulltrúa Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 27.516 atkvæði - 6 fulltrúa Listi Frjálslyndra og óháðra (F) 4.141 atkvæði - 1 fulltrúa Listi Húmanistaflokksins (H) 126 atkvæði - 0 fulltrúa Listi Reykjavíkurlistans (R) 35.938 atkvæði - 8 fulltrúa Listi Vinstri, hægri, snú (Æ) 246 atkvæði - 0 fulltrúa Borgarfulltrúar D-lista Björn Bjarnason Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Kjartan Magnússon Borgarfulltrúi F-lista Ólafur F. Magnússon Borgarfulltrúar R-lista Árni Þór Sigurðsson Alfreð Þorsteinsson Stefán Jón Hafstein Steinunn Valdís Óskarsdóttir Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir KOSNINGAR 2006 Fjöldi íbúa á kjörskrá 85.618 og hefur fjölgað um 3,8 prósent síðan 2002 B-listi Framsóknarflokks 1. Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra 2. Óskar Bergsson húsasmíðameistari 3. Marsibil Sæmundardóttir varaborgarfulltrúi 4. Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður 5. Steinarr Björnsson læknir 6. Helena Ólafsdóttir, íþróttakennari 7. Gerður Hauksdóttir þjónustufulltrúi 8. Ingvar Jónsson flugmaður D-listi Sjálfstæðisflokks 1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltr. 2. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltr. 3. Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og varaborgarfulltrúi 4. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi 5. Júlíus Vífill Ingvarsson lögfræðingur 6. Þorbjörg H. Vigfúsd., ráðgj. menntam.ráðh. 7. Jórunn Ósk Frímannsd. Jensen, hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi 8. Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun F-listi frjálslyndra og óháðra 1. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi 2. Margrét Sverrisdóttir, frkv.stjóri og varaborgarfulltrúi 3. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona 4. Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur 5. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur 6. Kjartan Eggertsson skólastjóri 7. Sveinn Aðalsteinsson viðskiptafræðingur 8. Margrét Tómasdóttir læknanemi S-listi Samfylkingarinnar 1. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi 2. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri 3. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi 4. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi 5. Oddný Sturludóttir rithöfundur og píanókennari 6. Sigrún Elsa Smáradóttir, markaðsstjóri og varaborgarfulltrúi 7. Dofri Hermannsson, meistaranemi í hagvísindum 8. Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur V-listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 1. Svandís Svavarsdóttir frkv.stjóri 2. Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi 3. Þorleifur Gunnlaugsson dúklagningarmeist. 4. Sóley Tómasdóttir, deildarstýra, Miðbergi 5. Hermann Valsson íþróttakennari 6. Ugla Egilsdóttir menntaskólanemi 7. Helga Björg Ragnarsdóttir félagsfræðingur 8. Jóhann Björnsson, heimspekingur/kennari Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu fiJÓ‹VAKI FRAMHALD Á NÆSTU OPNU HVER ER STEFNA ÞÍNS FLOKKS VARÐANDI FRAMTÍÐ REYKJAVÍKURFLUGVALLAR? ■ Björn Ingi: Flugvöllur á Lönguskerjum er lausn á 50 ára deilumáli í Reykjavík. Þessi lausn sameinar kröfuna um að byggt verði í Vatnsmýri en flugvöllurinn verði samt sem áður áfram í Reykjavík. Borgarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun um flutning flugvallarins og þess vegna verður að finna honum nýtt framtíðar- stæði. Lönguskerin fela í sér lausn sem tryggir aðkomu sjúkraflugs, framtíð innanlandsflugsins og störf þeirra 600 til 1000 manna sem vinna að flugrekstri hér á landi. ■ Vilhjálmur: Sjálfstæðismenn vilja að flugvöllur verði áfram í Reykjavík. Innan- landsflugið verður ekki flutt til Keflavíkur. Að lokinni athugun nefndar sérfræðinga sem nú er að kanna hugsanleg ný flugvallarstæði og einnig hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi flugvallarins í Vatnsmýrinni verður tekin ákvörðun um framtíðarlegu flugvallarins, þar sem öryggissjónarmið munu ráða úrslitum. ■ Ólafur: Stærsta ágreiningsmálið og um leið þýðingarmesta skipulags- og sam- göngumál í Reykjavík í komandi kosningum er flugvallarmálið. Atkvæði greitt F-lista tryggir að flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri, en við ætlum að byggja háskóla- og vísindaþorp í sátt við flugvöll- inn og umhverfið. F-listinn hafnar alfarið hugmynd- um hinna flokkanna í borginni um að setja flugvöllinn út á sjó eða upp til heiða með ærnum tilkostnaði og minna flugöryggi. Flytjist starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur mun innanlandsflugið leggjast að mestu leyti niður og umferðin færast út á þjóðvegina með verulegri fjölgun dauðaslysa í umferðinni. ■ Dagur: Flugvöllurinn er á förum úr Vatnsmýrinni. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur tekist að fá samgönguráðuneytið með í þann leiðangur að leita að nýju flugvallarstæði. Þar verður þörfum innlandsflugs og sjúkraflugs vel sinnt. Taka á af skarið um framtíðarstaðsetningu í kjölfar úttektar á álitlegum kostum sem nú stendur yfir. Samfylkingin leggur til að Reykjavíkurborg og ríkið stofni sameiginlegt félag um flutning flugvallarins og þróun Vatnsmýrarinnar þar sem byggt verði á niðurstöðum yfirstandandi hugmyndasamkeppni um heildarskipulag svæðisins. Félagið fái hluta tekna af löndum og lóðum ríkis og borgar á flugvallarsvæðinu til að fjármagna verkefni sín samkvæmt nánara samkomulagi. Til að tryggja fjölbreytta uppbyggingu svæðisins verði að minnsta kosti fjórðungur íbúða í Vatnsmýri leiguíbúðir og stúdentagarðar. ■ Svandís: Vatnsmýrin er gríðarlega mikil- vægt og spennandi svæði til uppbyggingar. Þar sjáum við fyrir okkur blandaða byggð, með grænum geirum, lágreistri byggð íbúða, skóla og þjónustu ásamt umhverfis- vænum samgöngum. Við höfum fylgst með þeirri vinnu sem nú er í gangi á vegum ríkis og borgar um flugvallarmálið. Í þeirri vinnu hafa fjölmargir kostir verið skoðaðir en þeim hefur nú verið fækkað í fjóra, þ.e. flugvöll í Vatnsmýri í breyttri mynd, á Lönguskerjum, Hólmsheiði og loks að innanlands- flugið flytjist til Keflavíkur. Af þessum kostum teljum við Hólms- heiði ákjósanlegasta. Sú staðsetning er landfræðilega sú besta og tengir saman allt suðvesturhornið frá Borgarbyggð til Árborgar og Reykjaness. Allir þessir kostir eiga þó eftir að fara í mat á umhverfis- áhrifum, frekari skoðun á veðurfarsaðstæðum og flugtæknilegum þáttum. Endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en allt þetta ligg- ur fyrir. HVER ER STEFNA ÞÍNS FLOKKS UM LAGNINGU SUNDABRAUTAR? ■ Björn Ingi: Botngöng á ytri leið og farið verði alla leið á Kjalarnes strax á næsta kjör- tímabili. Það er leið sem er tæk, hefur farið í umhverfismat og er hægt að ráðast í án mikilla vandkvæða. Við höfnum hugmyndum Sam- fylkingarinnar um einfalda Sundabraut og viljum nýta það fjármagn sem nú þegar liggur fyrir vegna sölu Símans í þetta geysilega brýna verkefni. ■ Vilhjálmur: Það á að leggja Sunda- brautina fjögurra akreina alla leið upp á Kjalarnes í einum áfanga. Ákvörðun um legu brautarinnar verði tekin á þessu ári í framhaldi af samráðsferli íbúa, borgarinnar og samgönguyfirvalda og framkvæmdir hefjist á árinu 2008. Við erum jákvæð gagnvart jarðgöngum ef þau verða talin heppilegasti kostur út frá skipulags-, umhverfis-, umferðar- og öryggissjónarmiðum. ■ Ólafur: Við viljum að lega Sundabrautar taki mið af þróun til framtíðar og að íbúar verði sem minnst varir við umferðarþung- ann. Sundabraut verði í göngum með góðum tengingum við stofnbrautakerfi borgarinnar. Fyrsti áfangi verði í göngum undir Elliðavog með upp- komu við Gufunes. Þá taki við brú yfir í Geldinganes, til að varðveita viðkvæma náttúru, en þar fari Sundabraut aftur í göng undir Leiruvog með uppkomu í Víðinesi og loks á brú yfir Kollafjörð. Með þessari útfærslu er komið til móts við óskir íbúa og sjónarmið náttúruverndar jafnframt höfð að leiðarljósi. ■ Dagur: Sundabraut á að leggja alla leið frá Kleppsholtinu á Kjalarnes í sátt við íbúa Grafarvogs og Voganna. Samfylkingin hefur haft forystu um það samráðsferli sem nú stendur yfir og hefur tekið af skarið um það að fyrsti kostur séu jarðgöng á ytri leiðinni, í samræmi við vilja íbúa. ■ Svandís: Við erum fylgjandi þeim hug- myndum sem Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa sett fram varðandi Sunda- braut, þ.e. að hún verði lögð í jarðgöngum frá Kirkjusandi að Gufunesi og þaðan á lág- brú yfir í Álfsnes. Við teljum að í skipulagsákvörð- unum af þessari stærðargráðu þurfi fyrst og fremst að huga að hagsmunum heildarinnar, en ekki síður umhverfis og sjónarmiða íbúa. HVER ER STEFNA ÞÍN FLOKKS Í LEIKSKÓLAMÁLUM? ■ Björn Ingi: Viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastigið og bjóða uppá gjaldfrjáls- an leikskóla á næsta kjörtímabili. Halda áfram að vinna að bættum kjörum starfs- fólks og styðja við það góða faglega starf sem þar fer fram. ■ Vilhjálmur: Foreldrar eiga að hafa val um örugga vistun fyrir ung börn sín frá því fæðingarorlofi lýkur. Við munum lækka leikskólagjöld um 25% 1. september 2006 og tryggja að foreldrar greiði aldrei fyrir fleiri en eitt barna sinna sem dvelja á leikskóla samtím- is. Öll leikskólabörn eiga að njóta sama stuðnings, óháð því hvort foreldrar velja að nýta sér þjónustu í borgarreknum eða sjálfstætt starfandi leikskólum. Við viljum stofna sérstakar smábarnadeildir í leikskólum í hverju hverfi og bjóða upp á val um nám fyrir eldri leikskólabörn, allt frá óform- legri kennslu í listsköpun eða hreyfingu til kennslu sem t.d. tengist lestri, tungumálum eða stærðfræði. ■ Ólafur: Öll börn eigi rétt á leikskólanámi frá 2ja ára aldri eins og um skyldunám væri að ræða. Markmið okkar er að börn komist að á leikskólum frá 1 árs aldri og leikskólinn sé gjaldfrjáls frá 2ja ára aldri. Leikskólar séu mannaðir allt árið og sumarlokanir verði úr sögunni. Við viljum efla dagforeldrakerfið vegna þess að við teljum gott fyrir börn að vera í smærri hópum meðan þau eru innan við eins árs aldur. Við leggjum áherslu á eftirlit með starfsemi þeirra sem annast börnin. ■ Dagur: Börnin í borginni eiga rétt á leikskólagöngu óháð efnahag. Leikskólabyltingin hefur gjörbreytt lífsskilyrðum fjölskyldna í borginni. Samfylkingin vill tryggja örugg úrræði fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs og nýta þjónustumiðstöðvar borgarinnar í því skyni að aðstoða foreldra við að finna úrræði við hæfi. Við viljum gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum, fjölga leikskólaplássum fyrir yngsta aldurshópinn og efla dagforeldrakerfið. Vannýtta gæsluvelli má nýta til að hýsa samrekstur áhugasamra dagforeldra. ■ Svandís: Við, Vinstri græn, viljum að leik- skólar séu gjaldfrjálsir eins og grunnskól- inn. Vinna þarf áfram að fjölgun leikskóla- rýma, enda eiga öll börn að hafa aðgang að leikskóla frá því að fæðingarorlofi lýkur. Kjör leikskólakennara þarf að bæta, fjölga þarf í stéttinni, endurmeta húsnæðisþörf leikskólans og starfsumhverfi starfsfólks og barna og þarf þar sérstaklega að huga að hljóðvist. Aðferðir, hugmyndafræði og nálgun leikskól- ans eiga heima á fleiri skólastigum og raunar í samfélaginu öllu, þ.e. leikur, sköpun og samskipti. Dagforeldrakerfið þarf áfram að standa foreldrum til boða, en það þarfnast þó endurskoðunar. Efla þarf samstarf milli dagforeldra, ráðgjöf til þeirra, afleysingar og aðstoð við umsýslu. Borgin þarf einnig að taka að sér skipulag og úthlutun rýma hjá dagforeldrum. Ljóst er að auka þarf fjár- magn til leikskólanna svo að áherslur okkar geti orðið að veru- leika. HVER ER STEFNA ÞÍNS FLOKKS Í MÁLEFNUM ELDRI BORGARA? ■ Björn Ingi: Eftir mikla uppbyggingu í leik- og grunnskólun er komið að eldri borgurum. Aldraðir eiga að njóta einkalífs á öldrunarheimilum og eiga ekki að þurfa að deila herbergi með öðrum. Við viljum efla heima- þjónustuna og byggja upp hjúkrunarheimilin í Mark- arholti og á Lýsislóðinni auk þess sem stækka þarf Sóltúnsheimilið. Þá tek ég undir kröfur eldri borgara um endur- skoðun tekjutengingar bóta, sem er mikið réttlætismál. ■ Vilhjálmur: Við sjálfstæðismenn ætlum að gera stórátak í byggingu hjúkrunar- heimila í samvinnu við ríkið og byggingu þjónustu- og leiguíbúða fyrir eldri borgara. Við viljum gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum auka val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa í borginni og lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði. Við ætlum að beita okkur fyrir því að byggt verði fjölbreytt sameiginlegt búsetu- form hjúkrunar-, þjónustu- og leiguíbúða ásamt almennum íbúð- um til þess að vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara. ■ Ólafur: Tryggja þarf aukið framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða og öryrkja. Sérstaklega þarf að fjölga hjúkrunarrýmum og stytta þannig biðlista eftir hjúkrunarrými. Æskilegt er að fólki sé gert kleift að búa sem lengst heima en þá þarf jafnframt að efla heima- þjónustu og heimahlynningu. - Við viljum stórauka afslátt á fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Í því skyni viljum við hækka tekjumörk fyrir niðurfellingu fasteignagjalda um 100 prósent þegar á næsta ári. Þannig njóta þeir meiri afsláttar sem helst þurfa á honum að halda. Við teljum þetta raunhæfa aðgerð til að hjálpa öldruðum og öryrkjum að búa í eigin húsnæði eins lengi og þeir kjósa. ■ Dagur: Samfylkingin vill að öll málefni aldraðra verði færð til sveitarfélaganna. Við viljum halda áfram að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun, og tryggja byggingu 200 hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. Allir eldri borgarar eiga rétt á þjónustu, og því boðum við þjónustu- tryggingu, sem þýðir að ef þjónusta sem fólk á rétt á dregst óeðlilega skapast réttur til greiðslu. ■ Svandís: Vinstri græn leggja mikla áherslu á að tryggja aðgengi allra að þátttöku í sam- félaginu og takmarkið er að allir fái lifað með reisn alla ævi. Þess vegna höfum við lagt til að stofnuð verði eins konar öldungaráð í öllum hverfum til að tryggja beina aðkomu aldr- aðra að sínum hagsmunamálum. Að okkar mati er brýnast að byggja hjúkrunarheimili til að mæta brýnni þörf um 300 einstaklinga, en því miður hefur ríkið skert framlög til fram- kvæmdasjóðs aldraðra um 2,5 til 3,0 milljarða króna undanfarin 15 ár. Þá viljum við samþætta félagslega heimaþjónustu og heima- hjúkrunina og setja hana á eina hendi til efla og bæta þjónustu við aldraða og gera þeim sem það vilja kleift að búa lengur heima. Ennfremur er það okkar markmið að auka afslátt tekjulágra aldr- aðra af fasteignasköttum. fiJÓ‹VAKI Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu fiJÓ‹VAKI Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu fiJÓ‹VAKI Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu fiJÓ‹VAKI Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu REYKJAVÍK SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2006 Reykjavík fiJÓ‹VAKI fiJÓ‹VAKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.