Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 39
[ ] Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum. Spar Þín Verslun Kópavogi, Fjarðarkaup Hafnarfirði og Lipurtá. NÝTT Fáðu fæturnar mjúkar og fínar á aðeins 2 vikum með nýja Hárvörur fyrir ljóst hár Vertu eftirminnileg Vertu geislandi Vertu kynflokkafull Fæst í apótekum og Hagkaupum um land allt. Langar og stuttar gönguferðir sumarsins kalla á léttan og góðan fatnað. Soft Shell efnið er að ryðja sér til rúms í útivistarfatnaði. Íslenska sumarið er ekki alltaf eins hlýtt og við vildum hafa það og því er þörfin fyrir skjólflíkur mikil enda útivist stunduð stíft á þeim árstíma. Göngur krefjast vindþétts og þægilegs fatnaðar og þegar haldið er í útilegur er líka þörf á hlýjum og þéttum fötum því kvöldin geta orðið svöl. Soft Shell heitir efni sem nú ryður sér til rúms í útivistarfatnaði. Það andar vel, er létt og vindþétt auk þess sem það hrindir vætu vel frá sér, einkum þegar það er nýtt. Áferðin er slétt og lítið eitt glansandi en innra byrðið er mjúkt, líkt og flísefni. Þetta efni er nú orðið mikið notað hjá virtum framleiðendum útivistarfatn- aðar eins og The North Face. Litirnir eru líka fjölbreyttir. - gg Vindþétt, litríkt og létt Íslenska ullin er frábrugðin annarri ull að því leyti að hún hrindir frá sér vatni. Þessi eiginleiki er líklega kominn til vegna þróunar og aðlögunar íslensku sauðkindarinnar að íslenskum aðstæðum. Lítið eitt aðsniðinn Cintamani jakki úr Soft Shell. Vindþéttur og nánast vatnsheldur. Fæst líka í bláu, svörtu og appelsínugulu í Útilífi. Verðið er 13.990. Léttur og frjálslegur golfjakki úr teygjuefni sem andar einkar vel. Bæði vatns og vindþéttur. Eini jakkinn hér á síðunni sem ekki tilheyrir Soft Shell fjölskyldunni en langaði með. Verðið er 17.490. Hágæða göngujakki úr Soft Shell með merkinu The North Face. Vasarnir eru háir til að lenda ekki undir bakpokaólinni sem er bundin fram yfir mittið. Vindþéttur og nánast vatnsheldur. Teygja í gráa efninu gerir allar hreyfingar hand- leggja léttar. Kostar 22.990 í Útilífi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þessi sportlega treyja með stroffi og hettu frá Cintamani er úr þunnu Shoft Shell efni. Svarta efnið undir handveginum er enn þynnra og andar vel. Fín, ekki bara í fjallið heldur líka á götuna og hvar sem er. Fæst í mörgum litum í Útilífi og kostar 9.990. Léttur Soft Shell jakki, vindþéttur og nánast vatnsheldur. Gráa efnið undir höndunum andar sérlega vel og hleypir út svita. Rennilásinn er úr plasti og vindþétt hlíf undir honum. Fæst líka í svörtu. Verðið er 15.990 í Útilífi. Ný sniðablöð sem heita Otto- bre fást nú í Föndru á Dalveg- inum. „Þar sem mikill áhugi er fyrir saumaskap og hönnun núna þá ákváðum við að bjóða upp á ný sniðablöð sem heita Ottobre og eru finnsk en við fáum þau á ensku,“ segir Guðbjörg Ingólfs- dóttir í Föndru. Hún segir bæði vera um kvennablöð og barnablöð að ræða. „Við seljum líka flest efnin sem eru á myndunum í blöð- unum þannig að það er algerlega hægt að sjá hvernig flíkin muni líta út,“ segir hún og nefnir að hún hafi verið að taka upp ný krakka- fataefni frá Hilco og silki og sumarefni frá Topptex. Hún segir einnig stöðugt bætast við úrvalið af hinum dönsku Onion sniðum. -gg Ný snið fyrir sumarið Ottobre er sniðablað og fæst í Föndru á Dalvegi. Úr eru og munu alltaf vera nauðsynlegur aukahlutur, ekki nema að einhverjum takist að búa til innbyggða klukku í hausinn á okkur. Jafnvel þó að það takist þá er flott úr alltaf töff aukahlutur. Flottustu úrin eru að sjálfsögðu alvöru skífuúr en tölvuúrin hafi svo- lítið farið halloka að undanförnu. Til þess að vera enn svalari og bera smá af er fátt flottara en gullúr, jafnvel þó að þau hafi einung- is verið keypt af götusala í New York á þúsund kall. Smá glingur fylgihlutir } Hl íða rsmára 11 • Kópavog i • s ím i 517 6460 • www.be l l adonna . i s Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Mikið úrval af gallafatnaði Vertu þú sjálf – vertu Bella donna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.