Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 47
[ ] Nú eru bjartar sumarvikur fram undan með tilheyrandi sólarlandaferðum, siglingum, útivist og fjallgöngum. Þá er nauðsynlegt að huga að verndun húðarinnar. „Kuldi og blástur kælir oft húðina hér á Íslandi og því áttar fólk sig oft ekki á því fyrr en að kvöldi dags að það er orðið brunnið af sólinni. Kælingin dregur úr þeim óþægind- um af sterkri sól sem maður finnur fyrir í miklum hita. Enda kemur fólk oft skaðbrunnið til okkar lækn- anna og hefur alls ekki áttað sig á því að það væri einhver ástæða til þess að fara varlega.“ Þetta segir Bárður Sigurgeirsson, læknir á húðdeild, þegar hann er spurður út í séríslenskar aðstæður hvað varð- ar verndun húðar. Hann bendir líka á að hér á landi og einkum upp til fjalla sé loftið hreint og tært. Einnig að mikið endurkast sé frá jöklum og vötnum. Þar þurfi ekki sól til að fólk geti brunnið. Bárður segir tíðni sortuæxla mjög háa hér á landi, með því hæsta sem gerist í heiminum, eink- um hjá ungum konum. „Það er eitt- hvað sem ungar íslenskar konur gera sem kynsystur þeirra í öðrum löndum gera minna af. Við lækn- arnir teljum að það sé ljósabekkja- notkunin. Kannski hafa þær ekki farið nógu varlega í sínum sólar- landaferðum og svo eru þessir fáu sólardagar sem við fáum gernýttir. Fólk vill nota þá vel ef spáin er slæm fyrir næstu tvær vikurnar. Það virðist vera mjög slæmt fyrir húðina þegar menn fá óhóflega sól öðru hvoru.“ En hvað er til ráða? „Ég segi stundum að þetta sé eins og með umferðina. Við vitum að hún er hættuleg. Þó myndi Umferðarráð ekki ráðleggja fólki að vera heima heldur keyra varlega og nota öryggisbeltin. Við húðlæknar gerum slíkt hið sama. Að keyra varlega þýðir að vera ekki úti í sól- inni þegar hún er hæst á lofti og sólarvörnin er beltin. Við ráðleggj- um fólki að nota vörn sem er 20 til 25. Bæði kemur hún í veg fyrir sól- bruna og dregur úr líkum á húð- krabbameini svo og úr öldrun húð- arinnar. Við viljum öll vera ungleg lengi. Enda sjáum við að snyrti- vörufyrirtækin eru flest komin með sólarvörn 15 í sín krem. Fyrir- sætur sem hafa lifibrauð af útliti sínu eru allar orðnar kríthvítar. Þær vita að sólin veldur hrukkum. Auðvitað er frábært þegar sólríkir dagar koma og ég hvet sem flesta til að vera úti og njóta þeirra af skynsemi.“ gun@frettabladid.is Þótt hitastig sé lágt getur sólin verið varasöm Hér hefur eitthvað gleymst. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hvetur fólk til að njóta sólarinnar af skynsemi, klæða hana af sér og nota góða vörn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eyjólfur Örn Jónsson var rang- lega titlaður höfundar greinar um prófkvíða sem birtist á þriðjudag. Hið rétta er að Björn Harðarson var höfundur pistilsins. Báðir eru þeir aðstandendur vefjarins persona.is en pistill frá aðstandendum vefjarins birtist í heilsuþættinum á hverjum þriðjudegi. Leiðrétting Björn Harðarson sálfræðingur skrifaði pistil um prófkvíða sem birtist í Allt- blaðinu í fyrradag. Foreldrar í Bretlandi eru uggandi yfir tilskipunum heil- brigðisyfirvalda um að öll fjög- urra og tíu ára börn skuli vigtuð til að kanna offituvandamál. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa fyrirskipað að öll börn á aldrinum fjögurra til tíu ára skuli vigtuð. Til- gangurinn með því er að ganga úr skugga um hvort börnin eigi við offituvandamál að stríða. Börnin verða þá mæld og vigtuð þegar þau hefja skólagöngu og aftur þegar þau eru orðin tíu ára. Niðurstöður vigtunarinnar verða svo sendar for- eldrum og heilbrigðisyfirvöldum. Fram kemur á fréttavef BBC að þrátt fyrir þessa vigtun fái foreldr- ar of feitra barna engar leiðbeining- ar eða neina hjálp til að takast á við vandamálið og snúa því við. Yfir- völd segja framkvæmd mæling- anna veita yfirvöldum upplýsingar um svæðisbundin offituvandamál ásamt því að mælingarnar muni veita foreldrum áreiðanlegar sam- anburðarupplýsingar. Foreldrar geta neitað að taka þátt en margir telja athæfið ýkta forræðishyggju og það geti leitt til þess að börn í yfirvigt verði lögð í einelti. Bresk börn á vigtina Bresk heilbrigðisyfirvöld skipa fyrir að börn skuli mæld vegna offitu en veita foreldrum enga frekari hjálp við vandanum. Hvítir blettir á nöglum eru ekki merki um næringarskort að neinu leyti. Blettirnir eru kalkútfellingar sem myndast ef nýmynd- aður naglmassi verður fyrir einhvers konar hnjaski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.