Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 75
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR50 menning@frettabladid.is ! VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur 4 sæti „ Verndum ósnortna náttúru. Eflum þekkingariðnað.“ Kl. 20.00 Sönghópurinn I Fagiolini flytur gleði- leikinn L‘Amfiparnaso eftir Orazio Vecchi í Íslensku óperunni. Grímu- búnir leikarar syngja og túlka sögu með látbragði en tónlistin er sungin á ítalskri mállýsku. Hvert atriði er kynnt með stuttum og skemmtileg- um formála sem Davíð Þór Jónsson hefur þýtt á íslensku. Sögumaður er Hilmir Snær Guðnason. > Ekki missa af... Samstöðu- og styrktartónleikum fyrir konur í hertekinni Palestínu á Grand Rokk kl. 21.30 í kvöld. Fram koma hljómsveitirnar Reykjavík! Future Future, Wulf- gang, Seabear og Mr. Silla sem klórar plötur. Yfirlitssýningum á verkum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð í Listasafni Íslands. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík. Trans Dance Europe í Borgar- leikhúsinu um helgina. Þrjár fer- skar danssýningar frá Danmörku, Belgíu og Póllandi. Í kvöld verður í fyrsta sinn keppt um Bananabikarinn í spuna eða leikhússporti og eigast við einvala lið frá Borgarleikhúsinu og Leikfé- lagi Akureyrar á heimavelli þess fyrrnefnda. Sitjandi Íslandsmeist- ari í leikhússporti og handhafi Frescabikarins frá 1998, Bergur Þór Ingólfsson, leikur fyrir hönd Borgarleikhússins ásamt fleirum og segir að mikill hugur sé í báðum liðum. „Ég stefni að því að safna alls kyns bikurum,“ segir Bergur Þór sem kveðst mikill keppnismaður. „Liðin æfðu saman á dögunum og það fór mjög vel fram enda er leik- hússport fyrst og fremst til gamans gert. Það er ekki fyrr en kemur að keppninni sjálfri að það gæti slegið í brýnu.“ „Sá sem hefur hæfileikann til að vera hamingjusamur heimskingi, hann hlýtur að vera spunameist- ari,“ segir Bergur þegar hann er inntur eftir helsta styrk spunaleik- ara. „Það er ekkert takmark æðra en að verða hamingjusamur heimskingi.“ „Það er keppt í hinum ýmsu stíl- um,“ útskýrir Bergur Þór, „annað liðið skorar á hitt með einhverri senu, til dæmis senu sem þarf að gerast í bakaríi, síðan velur liðið stíl til þess að leika senuna, hvort sem það er óperustíll, hasarmynda- stíll eða stíll undir áhrifum frá Shakespeare.“ Síðan sé frammi- staða liðanna dæmd út frá skemmt- anagildi, tækni og söguþræði. Leikhússport er gagnvirk íþrótt og segist Bergur Þór búast við brjálaðri stemningu í salnum í kvöld. Gestgjafar kvöldsins verða leikararnir Edda Björg Eyjólfsdótt- ir og Árni Pétur Guðjónsson sem er einmitt liðsfélagi Bergs frá 1998. Dómarar keppninnar ættu einnig að hafa góða reynslu af leikrænum tilþrifum og spunameisturum en frambjóðendurnir Gísli Marteinn Baldursson, Ugla Egilsdóttir og Dofri Hermannsson munu skera úr um frammistöðu liðanna. Þess má geta að allir frambjóðendurnir hafa daðrað við leiklistargyðjuna Talíu með einum eða öðrum hætti. Keppnin hefst kl. 22.30 og fer fram á Litla sviði Borgarleikhúss- ins, veittir verða bananar í boði BananaGroup. Miða á viðburðinn er hægt að nálgast á heimasíðu Borgarleikhússins. -khh BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON LEIKARI Er hvergi banginn og keppir í leikhússporti í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI Leikrænar burtreiðar Glöggir hlustendur gætu í dag heyrt óm af kunnug- legum tónum komandi úr norðurátt. Hljóðverk írska myndlistarmannsins Sean Taylor mun bókstaflega takast á loft eftir hádegið. Sean Taylor er einn af átta erlend- um myndlistarmönnum sem eiga verk á sýningunni „Site-Ations – Sense in Place“ sem hefst í dag. Um er að ræða alþjóðlegt list- verkefni sem átta Evrópulönd taka þátt í og spannar eitt ár en í tengslum við sýningar í þátttöku- löndunum sex verða einnig haldn- ar ráðstefnur, námskeið og list- smiðjur fyrir börn. Um fimmtíu listamenn taka þátt í verkefninu en aðalskipuleggjandi þess hér á landi er Myndhöggvarafélag Reykjavíkur. Sýningarstjórar verkefnisins á Íslandi eru Rósa Jónsdóttir og Hannes Lárusson. „Hugmyndin að baki sýningunni er sú að verkin fjalli um stað eða staði í víðara samhengi. Bæði staði sem raun- veruleg rými og sem félagslegt umhverfi,“ útskýrir Hannes. „Listamennirnir átta, sem koma frá Írlandi, Póllandi, Lettlandi, Wales og Spáni, vinna þannig verk sem sum eru af félagslegum toga eða byggja á hugmyndinni um stað í bókstaflegum skilningi. Listamennirnir komu hingað í fyrra og könnuðu aðstæður og eru síðan að vinna á þeim grundvelli. Markmið sýninganna er að draga athygli að sérkennum hvers lands eða staðar fyrir sig en leiðarstef íslenska hlutans er „orka“, í víð- asta skilningi þess orðs.“ Átta íslenskir listamenn hafa eða munu taka þátt í sýningunni og dreifast þeir á þátttökulöndin fimm. Hluti af verkefninu er unnið í samstarfi við ungt fólk á skóla- aldri og hafa fimm bekkjardeildir úr Austurbæjarskóla unnið verk út frá orkuþemanu og mun afrakstur þeirrar vinnu vera til sýnis í sýningarsal Orkuveitunn- ar og opnar hún einnig í dag. „Hugmyndin að baki þessu er að skapa tengsl við listamenn frá ððrum löndum og fá mögulega nýja sýn á myndlistarheiminn. Myndhöggvarafélagið hefur ávallt verið í erlendu samstarfi en þetta er kannski stærsta verkefn- ið af þessu tagi sem félagið hefur hefur tekið þátt í. Nú eru líka ýmsar þreifingar í gangi, nokkur verkefni sem tengjast alþjóða- samstarfi eru í bígerð sem kemur til af því að nú er komin ákveðin reynsla og fordæmi innan félags- ins,“ útskýrir Hannes. Opnunaratriði hátíðarinnar verður án efa tilkomumikið en tvær þyrlur munu svífa yfir Faxa- flóa og dansa yfir Viðey við kunn- uglega tóna þjóðlagsins „Vísur Vatnsenda-Rósu“. Listamaðurinn Sean Taylor er höfundur þessa lofthljóðverks og vonar að veður- guðirnir verði honum vilhallir svo að tónlistin berist sem víðast. „Ég nota mikið þjóðlagatónlist í verk- um mínum og síðan hef ég líka gert töluvert af loftverkum, með loftbelgjum og flugvélum og slíku. Mér fannst mjög góð hug- mynd að sameina þessi hugarefni mín og gera lofthljóðverk,“ útskýrir Taylor. Lagið er sungið af sópransöng- konunum Signýju Sæmundsdótt- ur og Jóhönnu Þórhallsdóttur og tekur verkið sjálft um 15 mínútur í flutningi. „Þyrlurnar tvær koma af hafinu og staðnæmast yfir Viðey þar sem verkið verður spil- að úr sérútbúnu hljóðkerfi sem verður fest á þyrlurnar. Þyrlurn- ar munu síðan dansa einskonar loftballet yfir eynni. Hljóðið sjálft ætti að berast drjúga leið, jafnvel inn í borgina.“ Taylor verður sjálf- ur um borð í annarri þyrlunni og mun taka viðburðinn upp á mynd- band. Ef allt gengur að óskum munu þessir óvenjulegu tónleikar hefj- ast um kl. 14.30 en annars verður önnur tilraun gerð á morgun eða laugardag. Opnun á sýningunni „Site- Ations – Sense in Place“ í Viðey hefst kl. 14 en sýningin í sal Orku- veitunnar kl. 17. kristrun@frettabladid.is Staðbundnar upplifanir GESTIR MYNDHÖGGVARAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Á LISTAHÁTÍÐ Hannes Lárusson sýningarstjóri og myndlistarmennirnir Sean Taylor, Sarah Browne og Mariusz Soltyzik. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rekstrarfyrirkomulagi Reykja- víkurAkademíunnar hefur nú verið breytt í sjálfseignarstofnun en að sögn Viðars Hreinssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, er þróun þessi „rökrétt skref að því marki sem akademían hefur lengi stefnt að, það er að gera allar rannsóknir markvissari og formlegri. Þetta þýðir að Reykjavík- urAkademían verður nú ábyrgari og formlegri stofnun og auðveld- ara mun reynast að starfa með stjórnvöldum og félagssamtökum að uppbyggingu brýnna verkefna samanber rannsóknir á málefnum innflytjenda hérlendis.“ Um áttatíu sjálfstætt starfandi fræðimenn hafa að jafnaði aðsetur hjá stofnuninni, aðallega á sviðum sagnfræði, heimspeki, bókmennta- fræði, mannfræði, félagsfræði, sagnfræði og guðfræði, og segir Viðar að vonast sé til að hið nýja eignarfyrirkomulag muni stuðla að eflingu samstarfs þeirra á milli. Í stjórn ReykjavíkurAkademí- unnar sitja nú Clarence E. Glad guðfræðingur sem jafnframt er formaður hennar, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur, Kári Bjarnason handritafræðingur og Kristinn Schram þjóðfræðingur. Í nýkjörinni stjórn Félags Reykja- víkurAkademíunnar voru kjörin Þorleifur Hauksson bókmennta- fræðingur sem formaður, Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræð- ingur, Jón Þór Pétursson sagn- fræðingur og Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur til vara. -brb CLARENCE E. GLAD Nýkjörinn formaður stjórnar ReykjavíkurAka- demíunnar. Breytingar í Akademíunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.