Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 31
Ef þú fótbrotnar í fótbolta þá ferð þú ekki í banka heldur á spítala. Ef maður vill vinstri- stefnu í pólitík þá kýs maður ekki Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri-miðjuflokka eins og Fram- sókn og Samfylkinguna heldur Vinstri græna. Þetta er ekkert óskaplega flókið. Það eru allir flokkar úti um allt land að bjóða fram undir flaggi vinstristefn- unnar. Vinsælustu kosningaloforðin fyrir þessar sveitarstjórnarkosn- ingar hjá öllum flokkum hafa alltaf staðið á flöggunum okkar sem og í stefnuskrám. Alltaf, ekki bara núna fyrir þessar kosn- ingar. Það er vissulega ánægju- legt að sjá hversu miklu fylgi okkar grunnhugmyndir, á borð við gjaldfrjálsan leikskóla, eiga að fagna fyrir þessar sveitar- stjórnarkosningar. Hugmyndir Vinstri grænna fá nær 100% fylgi í þessum kosningum. Það sem er síður ánægjulegt er að þeim flokkum sem nú bjóða fram stefnu Vinstri grænna að meira eða minna leyti er síður treystandi til þess að framfylgja þeim hugmyndum þegar á hólm- inn er komið en Vinstri grænum sjálfum. Ef tveir einstaklingar bjóðast til þess að veita barninu þínu leikskólamenntun, annar er lögfræðingur en hinn er leik- skólakennari að mennt, hvorn myndir þú velja? Þetta er nákvæmlega sama spurning og hverjum sé betur treystandi til þess að tryggja framgang vinstri- stefnunnar næstu fjögur árin í sveitarstjórnum landsins: Vinstri grænum eða einhverjum öðrum. Valið hefur líklega aldrei verið einfaldara. Það eru allir að leggja áherslu á velferðarmál, málefni þeirra sem standa höll- um fæti, málefni barna og fjöl- skyldunnar og það eru allir að halla sér til vinstri. Til hvers að ráða bakara til þess að gera við fótbrot eða lögfræðing til að gæta barna eða hægri-miðju- flokk til þess að framkvæma vinstristefnu? Til hvers að taka sénsinn á öðrum en Vinstri græn- um? Höfundur skipar 9. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Til hvers að taka sénsinn? UMRÆÐAN KOSNINGAR DÖGG HUGOSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI Það er gaman að vera ungur fram- sóknarmaður í dag. Ungt fólk um allt land hefur fengið tækifæri til að láta til sín taka í sveitarstjórn- arkosningunum sem eru fram- undan. Ungt fólk fær tækifæri í Framsóknarflokknum og þá ekki bara til skrauts heldur í baráttu- sætum sem skipta máli. Stjórn- mál snúast um hagsmuni og það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið að við eigum fulltrúa sem berjast fyrir þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni. Hvort sem það eru mál er varða byggingu nýs íþróttahúss, félags- miðstöðvar, fjölbreyttari afþrey- ingu eða eitthvað allt annað. Til þess að sem bestur árangur náist er best að ungt fólk vinni að sínum eigin hagsmunum. Meðal ungra framsóknar- manna eru Birkir J. Jónsson, yngsti alþingismaður landsins, og Dagný Jónsdóttir, yngsta alþing- iskona landsins. 4 af 5 aðstoðar- mönnum ráðherra flokksins eru á SUF-aldri eða yngri en 35 ára. Ungu fólki er treyst til mikil- vægra verka í Framsóknarflokkn- um. Um allt land eru ungir fram- sóknarmenn að vinna hörðum höndum þessa síðustu daga fyrir kosningar. Við berjumst fyrir þeim málefnum sem skipta okkur máli og í sveitarstjórnarkosning- um eru þau mismunandi eftir því hvar við erum stödd á landinu. Eitt eigum við þó sameiginlegt og það er, að okkur langar öll að reyna að bæta og breyta okkar umhverfi. Við trúum því að við getum haft áhrif og leggjum okkar af mörkum til þess. Ég hvet þig kjósandi góður til að skoða stefnu Framsóknar- flokksins í komandi kosningum og er næsta viss að málefnin sem við stöndum fyrir höfða til þín. Við framsóknarmenn erum athafnastjórnmálamenn og látum til okkar taka og þurfum á stuðn- ingi þínum að halda. EX-ið þitt á best heima fyrir framan BÉ. Gaman að vera framsóknarmaður! UMRÆÐAN KOSNINGAR JAKOB HRAFNSSON FORMAÐUR SAMBANDS UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Fjölskyldan er hornsteinn sam- félagsins. Kannanir sýna að fólk sem gefur sér tíma til að sinna fjölskyldunni er ánægðara í starfi og afkastar ekki síður en þeir sem láta vinnuna ævinlega ganga fyrir. Í mótun fjölskyldustefnu á vinnu- stöðum Reykjavíkurborgar vill F- listinn byggja á sveigjanleika sem gerir starfsmönnum betur kleift að samræma vinnu og einkalíf. Við viljum skapa forsendur til þess að jafnvægi náist milli fjöl- skyldulífs og atvinnuþátttöku og að samþætting og samfella verði eins góð og mögulegt er á milli skóla, félagsstarfs, heilbrigðis- mála og íþrótta- og tómstunda- mála. Á stefnuskrá F-lista, frjáls- lyndra og óháðra, í Reykjavík er lögð áhersla á heilsdagsskóla með máltíðum, íþróttum, list og verk- námi frá upphafi skólagöngu. Börn verja flestum þeim klukku- stundum sem þau eru vakandi í leikskóla, skóla og við tómstundir utan heimilisins. Þess vegna er mikilvægt að búa þeim sem best umhverfi. Hollur skólamatur þarf að vera sjálfsagður hluti af skóla- deginum og fjárhagur foreldra á ekki að ráða því hvort börnin fái mat. Staðgóður skólamatur vegur þungt í að stuðla að bættu matar- æði og heilsu barnanna í borginni og mun vafalítið skila sér marg- falt í sparnaði innan heilbrigðis- kerfisins, enda getur næring í æsku haft áhrif á heilsufar síðar á ævinni. Góðar matarvenjur skap- ast af umhverfinu sem börnin búa við og það má í raun líta á það sem hluta af náminu að kenna börnun að njóta holls matar. F-listinn lítur á samþætt for- varnastarf í öflugu samstarfi heimila, skóla, íþróttafélaga og félagsþjónustu sem mikilvægan þátt í sinni fjölskyldustefnu. Þannig er ekki nóg að maturinn sé góður heldur þarf öryggi og heilsa barnanna líka að vera í fyrirrúmi við uppbyggingu hverfa, skipulag göngu- og hjólreiðastíga og hönn- un lóða og mannvirkja við skóla og leikskóla. Það er mikill kostur ef sem flest börn geta stundað tóm- stundir við hæfi innan hverfisins og gjarnan í beinu framhaldi af skóladeginum. Markmiðið hjá okkur er að sem mest af tóm- stundastarfinu geti farið fram í skólanum með nánu samstarfi við íþróttahreyfinguna, tónlistarskóla og fleiri aðila. Þannig verður meiri tími aflögu fyrir samverustundir fjölskyldunnar að loknum skóla- og vinnudegi. Auk þess má draga úr endalausum ferðalögum við að koma börnunum á milli staða. Við viljum einnig að frítt verði í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja, en því höfum við barist fyrir lengi. Við höfum meðal annars áhuga á því að í hverju hverfi verði hverfisvagn sem fari ekki út úr hverfinu. Hraðvagnar aki svo á milli hverfa og eftir aðalleiðum. Markmiðið með að hafa hverfis- vagn í hverju hverfi er að íbúarnir komist leiðar sinnar innan hvefis- ins, geti farið í búðina, heilsu- gæsluna, sundlaugina, skólann og á tómstundaæfingar. Hverfisvagn gæti sparað fjölskyldum bæði tíma, orku og fjármuni sem nú fara í að aka börnum og ungmenn- um þvers og kruss um hverfin og út um alla borg. Höfundur skipar 5. sæti F-lista í Reykjavík. Fjölskyldan í öndvegi UMRÆÐAN KOSNINGAR ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI FIMMTUDAGUR 25. maí 2006 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.