Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 81
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR56 bio@frettabladid.is X-Men: The Last Stand, lokamynd þríleiks- ins um stökkbreyttu myndasöguhetjurnar sem kenna sig við X, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í vikunni. Þórarinn Þórarinsson hitti leikstjórann Brett Ratner í Cannes og ræddi við hann um gerð myndarinnar en hann tók við keflinu af Bryan Singer sem leik- stýrði fyrri myndunum tveimur. Það var engin lognmolla yfir fyrri X-Men-myndunum en Ratner keyrir hasarinn enn frekar upp í lokakaflanum enda þurfa stökk- breyturnar nú að berjast fyrir til- verurétti sínum sem aldrei fyrr. Lækning hefur verið fundin við stökkbreytingunni sem gefur X-fólkinu ofurkrafta sína og yfir- völd eru mjög áfram um að upp- ræta það í eitt skipti fyrir öll. Þjóðfélagsgagnrýni með popp- korni Það er því nokkur broddur í mynd- inni enda hægur vandi að finna samsvörun með lækningunni og til dæmis öfgakenndum hugmynd- um trúarofstækismanna um að hægt sé að „lækna“ samkyn- hneigð. „Samfélagsgagnrýnin í handritinu heillaði mig og mér fannst ég verða að gera þessa mynd,“ segir Ratner. „Það er frá- bært að fá að gera poppkorns- mynd sem hefur boðskap, vekur upp tilfinningar og fær fólk til að hugsa og velta fyrir sér afstöðu sinni til lífsins.“ Báðar fylkingar ofurmenn- anna, góða gengið hans prófessor X (Patrick Stewart) og herskár hópur Magnetos (Ian McKellen), líta á lækninguna sem grófa aðför að tilverurétti sínum og spyrna við fótum hvor á sinn hátt og lýst- ur vitaskuld harkalega saman. X vill vitaskuld fara samningaleið- ina en Magneto er einnig sjálfum sér samkvæmur og vill ganga milli bols og höfuðs á ofsækjendum sínum. Gamlir jaxlar og öflugir nýliðar Magneto og X hafa báðir í sínum röðum öfluga einstaklinga. Flest þeirra eru orðin góðkunningjar bíógesta. Hugh Jackman er í fylk- ingarbjósti góðu gæjanna sem Wolverine og hefur sér sem fyrr til halds og trausts, Storm (Halle Berry), Rouge (Anna Paquin) og Iceman (Shawn Ashmore). Magn- eto setur sitt traust á hina fláráðu og banvænu Mystique (Rebecca Romjin), Pyro (Aaron Stanford) og fleiri stökkbrigði í grimmari kantinum. Skemmtilegir nýliðar ganga til liðs við báða hópa og er þar mest- ur fengur í Beast (Kelsey Grammer), sem reynist Wolverine dýrmætur liðsmaður, og Jugger- naut, sem fótboltabullan Vinnie Jones leikur, en hann finnur sig vel í félagskap Magnetos. Dr. Jean Grey (Famke Janssen) skekkir svo myndina heldur betur. Hún var nánasti félagi X í fyrri myndunum en rís nú upp frá dauð- um sem Phoenix, óbeislað náttúru- afl sem gæti hæglega snúist á sveif með illu öflunum. Það þarf því ekki að hafa mörg orð um það að úrslitaorrustan verður hin harkalegasta og einhverjir liggja eftir óvígir. Óttast ekki samanburð við Singer Leikstjórinn Bryan Singer flutti X-Men og X2 með glæsibrag frá myndasögublöðunum á hvíta tjaldið. Hann gat þó ekki klárað dæmið þar sem hann sneri sér að endurlífgun Súpermans sem væntanlegur er í bíó síðar í sumar. Það kom því í hlut Ratners að loka hringnum en hann er þekktastur fyrir hasarmyndirnar Rush Hour og Rush Hour 2 með Jackie Chan og Chris Tucker í aðalhlutverk- um. Rathner segist ekki hafa ótt- ast það að feta í fótspor Singers. „Ég var alls ekkert hræddur við þetta. Kannski vegna þess að mamma mín elskaði mig svo mikið í æsku. Ég lenti líka í svipaðri aðstöðu þegar ég gerði Red Dragon og fylgdi í kjölfar Jonathans Demme, Ridleys Scott og Michaels Mann sem allir höfðu áður gert myndir um Hannibal Lecter.“ Sterkari tilfinningar Ratner bætir því við að hann beri mikla virðingu fyrir því sem Singer hefur gert með X-Men og hann hafi alls ekki verið að reyna að stuðla að samanburði á milli myndanna. „Þetta er bara ein X- Men myndin til viðbótar og er hluti af heild þótt ég hafi auðvitað gert alls konar breytingar. Ég vildi til dæmis styrkja konurnar í myndinni og leyfa þeim að njóta sín betur en í hinum myndunum en fjöldi persónanna verður óhjá- kvæmilega til þess að einhverjir falla alltaf í skuggann. Mér finnst Bryan samt hafa gert þetta mjög vel. Hann gaf tóninn og lagði lín- urnar. Það hjálpaði mér líka að hafa samstilltan leikarahóp sem hafði þegar gert tvær myndir um þetta efni. Ég hafði því ekkert að óttast og var ekkert að reyna að gera betri mynd en Singer. Það hefði verið tilgangslaust að reyna að finna hjólið upp aftur. Ég vona að niðurstaðan verði sú að áhorf- endur geti sagt: „Vá! Brett ber raunverulega virðingu fyrir hinum myndunum tveim og per- sónunum.“ Takmark mitt var að gera tilfinningaríkari mynd og reyna að vekja upp sterkari og öðruvísi tilfinningar en hinar myndirnar og ég vona að það hafi tekist.“ SMS LEIKUR! Sendu JA FVC á númerið 1900 og við sendum þér spurningu! Þú svara með því að senda A, B eða C. 4S 3MS B A 463L 3ei K 11URñ Aðalvinningur er stórkostleg ferð til London á slóðir DaVinci lykilsins í boði Iceland Express. Innifalið í ferðinni er flug, gisting og "DaVinci Tour" um borgina. Að auki fær vinninghafi DaVinci síma frá Sony Ericsson. Aðrir vinningar:Sony Ericsson gsm símar • Bíómiðar fyrir tvo á DaVinci • DVD myndir • Tónlistin úr myndinni • DaVinci tölvuleikir • Varningur tengdur myndinni • Fullt af Pepsi og enn meira af DVD og tölvuleikjum. 99 ksr skeytið. Vinningar afhendir í bT Smáralind Tilfinningaríkur lokabardagi X fólksins STORM OG WOLVERINE Halle Berry og Hugh Jackman eru mætt til leiks í þriðja sinn. Wolverine hefur verið í forgrunni hingað til en Brett Ratner dregur hann nú aðeins til baka svo að konurnar fái notið sín. Hugh Grant er án nokkurs vafa einn vinsælasti leikari Breta fyrr og síðar. Hæfileikar hans til að leika óframfærnar, hógværar og feimnar týpur sem heilla fegurstu konur heims upp úr skónum eru ótvíræðir. Nægir þar að nefna blómarósir á borð við Andy Mac- Dowell og Juliu Roberts að ógleymdri sjálfri Bridget Jones. Grant vakti fyrst athygli árið 1987 þegar hann lék í kvikmynd- inni Maurice en hún fjallar um ungan mann í byrjun 20. aldar sem áttar sig á samkynhneigð sinni. Þar komst Grant í kynni við leik- stjórann James Ivory sem réð leikarann aftur til starfa árið 1993 fyrir The Remains of the Day þar sem Grant lék á móti Emmu Thompson og Anthony Hopkins. Stóra tækifærið kom síðan ári seinna þegar Four Weddings & Funeral var frumsýnd en myndin varð gríðarlega vinsæl. Grant hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og lék í óskarsverð- launamyndinni Sense and Sensi- bility. Fátt virtist geta komið í veg fyrir velgengni Grants sem kynnt- ist bresku ofurskutlunni Elisabeth Hurley á svipuðum tíma. Árið 1995 var hann hins vegar gripinn með buxurnar á hælunum eftir næturgaman með vændiskonunni Divine Brown. Flestir töldu að ferlinum væri þar með lokið enda er hin íhaldssama Hollywood ekki hrifin af því þegar hulunni er svipt af leyndarmálum borgarinnar. Grant átti þó auðvelda endur- komu með kvikmyndum á borð við Notting Hill, Love Actually og About a Boy. Grant tók sér fyrir skömmu frí frá kvikmyndaleik enda segir hann að gerð kvik- mynda sé eitt leiðinlegasta starf í heimi. Divine varð honum næstum að falli HUGH GRANT Snillingur í að leika ófram- færna, hógværa og feimna Englendinga. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES > Ekki missa af Da Vinci lyklinum eftir Ron Howard með Tom Hanks og Jean Reno í aðalhlutverk- um. Þrátt fyrir að myndin sjálf hafi feng- ið blendnar viðtökur gagnrýnenda þá dylst engum að hér er stórsmellur á ferð enda er hún byggð á einhverri vinsæl- ustu bók seinni tíma. Robert Langdon er fengin til að rannsaka dularfullt andlát safnstjórans í Louvre-safninu og kemst á snoðir um ótrúlegt leyndarmál sem kaþólska kirkjan hefur reynt að fela fyrir hinum kristna heimi. I know what you ŕe thinking. „Did he fire six shots or only five?“ Well, to tell you the truth, in all this excitement I kind of lost track myself. But being as this is a .44 Magnum, the most powerful handgun in the world, and would blow your head clean off, you v́e got to ask yourself a question: Do I feel lucky? Well, do ya, punk? Harry Callahan útskýrir fyrir glæpamanni hvað hann hafi í höndunum í sígildu atriði úr kvikmyndinni Dirty Harry. Allir vilja sínar fimmtán mínútur af frægð. Raunveruleikaþættir, Idol-keppnir og jafnvel Eurovision eru lifandi dæmi um þörf almenn- ings til að láta ljós sitt skína frammi fyrir alþjóð. Kvikmyndin Ameri- can Dreamz fjallar einmitt um þennan heim þar sem venjulegu fólki er att saman í keppni og látið berjast innbyrðis um atkvæði dóm- ara. Hugh Grant leikur Martin Tweed sem stjórnar þættinum American Dreamz. Tweed gerir allt til að auka vinsældir þáttanna og í næstu þáttaröð hyggst hann bæta um betur með næstu keppinautum en þeir gætu ekki verið meira öðru- vísi; suðurríkjadrósin Sally er hvers manns hugljúfi á skjánum en kvöl og pína þegar slökkt hefur verið á myndavélunum en Omer er hryðjuverkamaður sem elskar söngleikjalögin á Broadway. Rúsín- an í pysluendanum þetta árið er síðan forseti dómnefndar en það er sjálfur forseti Bandaríkjanna. Þetta er fyrsta mynd Hughs Grant í langan tíma en hann tók sér gott frí frá kvikmyndaleik fyrir tveimur árum en auk hans leika þau Mandy Moore, Willem Dafoe og Dennis Quaid stór hlut- verk. Paul Weitz er leikstjóri Amer- ican Dreamz en hann leikstýrði kvikmyndinni In Good Company auk þess að vera aðstoðarleikstjóri í hinni feikivinsælu About a Boy þar sem Grant var einmitt í aðal- hlutverki. Draumurinn um frægð TWEED OG SALLY American Dreamz er einn vinsælasti raunveruleikaþátturinn og þátta- stjórnandinn Tweed gerir allt til að auka vinsældir hans enn frekar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.