Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 91
25. maí 2006 FIMMTUDAGUR66
Opið hús í dag
Uppstigningardag í Hveragerði
milli kl 13 og 17
1-0
KR-völlur, áhorfendur: 1567 Ólafur Ragnarsson (4)
1–0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (28.)
KR Fylkir
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 14–17 (4–9)
Varin skot Kristján 3 – Jóhann 8
Horn 7–7
Aukaspyrnur fengnar 13–18
Rangstöður 1–1
FYLKIR 4–4–2
Jóhann Ólafur 6
Jens Elvar 6
Guðni Rúnar 5
Ragnar 7
Arnar Úlfars. 7
Gravesen 7
Páll Einarsson 6
Jón Björgvin 7
(88. Albert Inga. -)
Eyjólfur Héðins. 7
Sævar Þór Gísla. 6
(81. Björn Viðar -)
Christiansen 4
(81. Haukur Ingi -)
*Maður leiksins
KR 4–4–2
*Kristján Finnbo. 8
Kristinn Magn. 6
Gunnlaugur Jóns. 7
Tryggvi Bjarna. 7
Vigfús Arnar 6
Skúli Jón 5
(69. Garðar Jóh. 5)
Dalibor Pauletic 7
Bjarnólfur Lár. 6
Guðmundur Reynir 7
(86. Gunnar Krist. -)
Björgólfur Takef. 5
Rógvi Jacobsen 4
STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI
1. FH 2 2 0 0 5-0 6
2. BREIÐABLIK 2 2 0 0 6-2 6
3. FYLKIR 3 2 0 1 4-2 6
4. KR 3 2 0 1 3-4 6
5. GRINDAVÍK 3 1 1 1 5-5 4
6. KEFLAVÍK 3 1 1 1 4-4 4
7. ÍBV 2 1 0 1 3-5 3
8. ÍA 2 0 0 2 3-5 0
9. VALUR 2 0 0 2 1-4 0
10. VÍKINGUR 2 0 0 2 1-4 0
FÓTBOLTI Aðstæður til knattspyrnu-
iðkunar í Vesturbænum voru langt
frá því að vera upp á sitt besta í
gær. Rokið var slíkt að KR-ingar
íhuguðu það fyrr um daginn hvort
það ætti ekki að fresta leiknum.
Strax á fyrstu mínútu gaf Kristján
Finnbogason, sem var að spila
sinn 400. leik fyrir KR, tóninn
þegar hann varði frá besta manni
Fylkis í leiknum, Eyjólfi Héðins-
syni, sem slapp einn inn fyrir.
Fylkismenn réðu gangi leiksins
og fengu fjögur fín færi á upp-
hafsmínútunum, en alltaf var
Kristján til staðar til að bjarga
málum. Sóknarleikur KR-inga var
alls ekki burðugur og gegn gangi
leiksins komust þeir yfir eftir
hornspyrnu. Eftir mikið hnoð inni
í teignum fékk Tryggvi Sveinn
Bjarnason boltann í sig og hann
lak í netið. Ekki fallegasta markið
en það telur eins og öll hin.
Það var lítil stemning á pöllun-
um enda fimbulkuldi á vellinum.
Leikurinn datt mikið niður eftir
markið en KR náði betri tökum á
leiknum undan vindinum í upphafi
síðari hálfleiks. Kristinn Magnús-
son átti besta færi heimamanna
þegar hann átti gott skot sem
Jóhann Ólafur Sigurðsson varði
vel í þverslána. Fylkismenn sóttu
aðeins í sig veðrið en síðari hálf-
leikurinn var ekki mikið fyrir
augað.
Eyjólfur átti reyndar skot í
stöngina en annars gekk Fylkis-
mönnum lítt að skapa sér færi.
Það vakti mikla athygli að Leifur
Garðarsson skyldi ekki gera
breytingu á liði sínu fyrr en á 80.
mínútu þegar Haukur Ingi Guðna-
son kom inn á. Hann fékk dauða-
færi með sinni fyrstu snertingu,
en sem fyrr bjargaði maður leiks-
ins, Kristján Finnbogason, KR-
mönnum áður en leikurinn fjaraði
út.
„Það vantaði aðeins upp á þetta
hjá okkur og því fór sem fór. Veðr-
ið var ekki gott en það kom auð-
vitað niður á báðum liðum. Heilt
yfir vorum við betri í leiknum en
það eru mörkin sem telja. Kristj-
án átti frábæran leik í markinu,
við fengum mikið af góðum færum
en Kristján tók allt sem á markið
kom,“ sagði Páll Einarsson, miðju-
maður Fylkis, í leikslok, nokkuð
sáttur með leikinn, en vitanlega
ekki niðurstöðuna.
„Við vorum að spila betur en
við höfum gert og áttum fínan
leik. Menn voru að vinna og berj-
ast og spila góðan fótbolta og því
er sárt að tapa þessu. Við spiluð-
um vel miðað við aðstæður, menn
gerðu sitt besta og ég er heilt yfir
ánægður með leikinn en ósáttur
með úrslitin,“ sagði Páll.
Það var ekki sömu sögu að
segja af Teiti Þórðarsyni, þjálfara
KR, sem var ánægður með úrslit-
in en ekki leikinn. „Ég er mjög
ánægður með sigurinn en leikur-
inn var langt frá því að vera sér-
stakur. Við byrjuðum alls ekki
nógu vel en svo náðum við betri
tökum á leiknum. Síðari hálf-
leikurinn fór bara í kýlingar fram
völlinn og leikurinn var alls ekki
mikið fyrir augað, þetta var barn-
ingur út í eitt,“ sagði Teitur.
„Við pössuðum okkur á því að
verjast vel eftir markið en ég var
ekki alveg nógu sáttur við það
hvernig við spiluðum fram á við.
Leikurinn datt niður enda var
gjörsamlega ófært að spila hérna,
ég segi kannski ekki að það hefði
átt að fresta leiknum en þetta
eyðileggur leikinn að hluta til,“
bætti Teitur við en KR er nú komið
með sex stig eftir þrjá leiki, líkt
og Fylkir. hjalti@frettabladid.is
Kristján landaði stigunum fyrir KR
KR náði baráttusigri gegn Fylkismönnum í strekkingsvindi í Landsbankadeildinni á KR-vellinum í gær.
Kristján Finnbogason bjargaði heimamönnum ítrekað sem voru heppnir að fara með 1-0 sigur af hólmi.
BARÁTTA Það var hart tekist á hjá KR og
Fylki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SIGURMARKIÐ Tryggvi Bjarnason stangar hér boltann inn fyrir marklínuna hjá Fylki. Mark Tryggva reyndist vera sigurmark leiksins í Frosta-
skjóli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN