Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 95
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR70 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar 6 sæti „ Afnemum mismunun í tónlistarnámi.“ Hótel Borg hefur verið í allsherj- ar andlitslyftingu að undanförnu og ekki sér enn fyrir endann á framkvæmdunum. Öll herbergi hótelsins hafa verið endurnýjuð og skipt hefur verið um lagna- kerfi. Veitingadeildin tekur líka nokkrum stakkaskiptum því í byrjun júní stendur til að opna nýjan veitingastað á hótelinu undir nafninu Silfur. Veitingastað- urinn verður til húsa þar sem Brasserie Borg var áður, en geng- ið verður inn um innganginn að Skuggabarnum. Að sögn Jóns Páls Haraldssonar, framkvæmdastjóra veitingardeildar, verður Brasser- ie salnum skipt upp í tvennt með bar. Öðrum megin verða matar- gestir en hinum megin er gert ráð fyrir barsvæði með sætum fyrir 40-50 manns. Jóhannesarstofan verður partur af barsvæðinu en hlutunum sem þar voru verður komið fyrir annars staðar í hús- inu. „Við munum ekki bjóða upp á hefðbundinn a la carté-seðil held- ur geta gestir valið á milli 5-7 rétta seðla og jafnvel sjálfir sett saman slíka seðla,“ segir Jón Páll. Eins og nafn staðarins gefur til kynna verður silfur þar áberandi. Hótel Borg á vissulega ýmsa gamla silf- urmuni en einnig verða gylling- arnar í salnum allar málaðar í silfri. „Gæðin verða eins og á Holt- inu og Grillinu en stemmingin verður bjartari og létttari,“ segir Jón Páll. Gyllti salurinn heldur hinsvegar áfram sínum gyllta lit og sjarma en hann hefur þó verið málaður og gólfið pússað upp. - snæ Silfurslegin Hótel Borg NÝR VEITINGASTAÐUR Silfur heitir nýi veitingastaðurinn sem opnar fljótlega á Hótel Borg. Hér má sjá Jón Pál Haraldsson, framkvæmdastjóra veitingadeildar, við silfurslegnar dyr en verið er að silfra allar gyllingar í salnum þar sem Brasserie Borg var áður til húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta var mikið fjör, stóðst allar væntingar og rúmlega það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blön- dal sem er nýkominn heim af kvik- myndahátíðinni í Cannes. Auðunn fór þangað ásamt félaga sínum Huga Halldórssyni og tókst þeim á vikutíma að setja sitt mark á hátíð- ina svo að eftir verður munað. „Það var þetta atvik á blaða- mannafundinum með Tom Hanks, það vakti víst óskipta athygli,“ segir Auðunn sem spurði Hanks af hverju leikarinn elskaði Ísland svo mikið sem raun bæri vitni. Við- staddir blaðamenn urðu furðu lostnir og var fjallað um þessa uppákomu í fjölmiðlum víða um heim. „Það voru nokkrir blaða- menn þarna úti sem tóku viðtöl við mig, ég fékk alveg mínar fimm mínútur af frægð,“ segir Auðunn. Strákarnir áttu reyndar í fyrstu ekki að fá leyfi til að fara á Cann- es. Þeir sendu inn DVD-disk með eigin efni og sóttu þannig um blaðamannapassa. Þeir fengu neit- un en dóu ekki ráðalausir: „Við þóttumst einfaldlega vera að taka upp efni fyrir kvikmyndaþáttinn Panorama sem var einhvern tím- ann á Stöð 2. Við létum klippa saman þátt úr gamla settinu og sendum hann inn. Það gekk auð- veldlega,“ segir Auðunn. Þeir áttu ekki eftir að sjá eftir förinni enda fengu þeir viðtöl við ekki ómerk- ari stjörnur en Bruce Willis, Jamie Foxx, William Shatner, Elijah Wood og Penelope Cruz svo ein- hverjar séu nefndar. „Jamie Foxx var algjör snilling- ur, við tókum gott viðtal á okkar nótum við hann. Ron Howard sagði okkur svo að Ingvar E. Sigurðsson hefði verið mjög nálægt því að fá hlutverk Sílasar í Da Vinci lyklin- um. Eftirminnilegasta viðtalið var samt örugglega viðtalið við Penelope Cruz. Við létum hana árita mynd af Pétri þar sem hann liggur allsber á gæru. Hún sagði að Pétur ætti að vaxa á sér rass- gatið,“ segir Auddi og bætir því við að sumir kynningarstjórarnir á Cannes hafi ekki verið sáttir þegar þeir spurðu stjörnurnar lítið eða ekkert um myndirnar sem þær voru að kynna. Strákarnir hefja sýningar á Cannes-efninu á mánu- dagskvöld og viðtölin verða sýnd í þáttum þeirra næstu tvær vikurn- ar. Auðunn er ekki í vafa um að þeir fari aftur til Cannes. „Við förum aftur á næsta ári, pottþétt.“ hdm@frettabladid.is AUÐUNN BLÖNDAL: SLÓ Í GEGN Á FRÖNSKU RIVÍERUNNI Laumuðu sér á Cannes AUÐUNN OG BEYONCÉ Sjónvarpsmaðurinn var glaðhlakkalegur þegar hann tók utan um eina fegurstu konu heims, Beyoncé. FRÉTTIR AF FÓLKI Í næsta mánuði flytur Morgunblaðið úr húsakynnum sínum í Kringlunni á nýjan stað í Hádegismóum. Sú breyting verður á fyrir starfsfólk blaðsins að vinnurýmið verður opið. Hingað til hafa óbreyttir starfsmenn verið afmarkaðir með básum og yfirmenn blaðsins hafa fengið skrifstofur. Ritstjórinn Styrmir Gunnarsson hefur svo verið á þriðju hæðinni, með skrifstofu, ritara og sitthvað fleira til að auka á þægindin. Eftir flutningana munu allir starfsmenn vinna í opnu rými, þar á meðal ritstjór- inn. Mun þetta án alls efa hafa talsverðar breytingar í för með sér fyrir Styrmi, alla vega þegar kemur að hádegis- verðarfund- um hans með ráðherr- um og öðrum ráðamönnum þjóðarinnar. Það að vistarverur Styrmis séu á þriðju hæð Morgunblaðshallarinn- ar hefur orðið til þess að hann á afar lítil samskipti við óbreytta starfsmenn blaðsins. Sagt er að sumir blaðamenn Morgunblaðsins hafi meira að segja ekki einu sinni séð ritstjórann í sjón. Þannig varð frægt fyrir nokkrum árum þegar Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri DV, kom í heimsókn til Styrmis. Eftir að þeir höfðu fundað á skrifstofu Styrmis fór ritstjórinn með Jónas í skoðunar- ferð um húsið. Þegar þeir gengu um ritstjórnina spurði einn blaðamaður, sem unnið hafði í nokkur ár á Moggan- um, sessunaut sinn hvaða maður þetta væri eiginlega sem væri þarna á gangi með Jónasi. - hdm LÁRÉTT 2 íþrótt 6 ryk 8 þrep í stiga 9 kóf 11 guð 12 langt op 14 örðu 16 tímaeining 17 flana 18 tilvist 20 í röð 21 gera við. LÓÐRÉTT 1 tif 3 klukka 4 þora 5 hljóma 7 mýrakalda 10 starfsgrein 13 líða vel 15 þraut 16 fiskur 19 skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2 júdó, 6 im, 8 rim, 9 kaf, 11 ra, 12 klauf, 14 agnar, 16 ár, 17 asa, 18 líf, 20 tu, 21 laga. LÓÐRÉTT: 1 tikk, 3 úr, 4 dirfast, 5 óma, 7 malaría, 10 fag, 13 una, 15 raun, 16 áll, 19 fg. HRÓSIÐ ...fá eigendur Sushismiðjunnar fyrir að opna sushi take away stað í smábátahöfn Reykjavíkur. Morgunverðurinn: Lítið við á Skrúð á Hótel Sögu og gæðið ykkur á morgunverðarhlaðborðinu þar. Ótrúlega girnilegt. Hreyfingin: Íslandsvinir standa fyrir göngu á laugar- daginn þar sem gengið verður niður Laugaveginn, fyrir verndun hálendisins. 150 manna stórsveit mun leiða gönguna sem endar með útifundi á Austurvelli þar sem ýmsir þekktir listamenn koma fram. Leikritið: Sjáið Fagnað í Þjóðleikhúsinu eftir Harold Pinter en einn þekktasti leikhúsgagnrýnandi Breta, Michael Billington lofar sýninguna hérlendis. Heimasíðan: Skoðið www.kvikmyndir.is og kíkið á vinsælustu sýnishornin af þeim kvikmyndum sem eru heitastar í ár. Margt annað athyglisvert er að finna á þessari síðu. Sýningin: Farið til Viðeyjar um helgina en þar munu 232 grunnskólanemar sýna verk sín sem eru af ýmsum toga, bæði innsetningar, vídeóverk, gifsverk í sjó og fleira athyglisvert. Þá mun íslensk þjóðlagatónlist verða spiluð úr þyrlum. Safnið: Á Akureyri opnar sýning í Ketilshúsi, eftir þýska listamanninn Rudolf Reiter en hann er einn af þekktustu myndlistarmönnum samtímans. Síðar verður myndunum á sýningunni sökkt í gjá í Kröfluhrauni og útkoman verður til sýnis á sama stað í júnímánuði. Helgin okkar … ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.