Tíminn - 24.07.1977, Qupperneq 17

Tíminn - 24.07.1977, Qupperneq 17
Sunnudagur 24. júli 1977. 17 nilWfcilt AN í SUÐUR-EVRÓPU ..... Gamlar venjur eru lif- seigar með kaþólsku þjóðunum i Suð- ur-Evrópu. Ein sú rót- grónasta, yfirburðir og völd karlmannsins, er nú i hættu vegna her- skárrar kvenfrelsis- hreyfingar, sem náð hefur að skjóta rótum i þessum ihaldssömu þjóðfélögum. Barátta kvennanna snýst eink- um um hjónaskilnaði, fóstureyðingar, og nauðgun. manna. 1 þingkosningunum fyrir skömmu voru tiu konur kosnar á þing úr flokki Felipe Gonzales, sósíalfska verka- mannaflokknum. I kosninga- baráttunni kváöust sósíalistar berjast fyrir fullu jafnrétti handa konum, ókeypis þvotta- húsum, tíkeypis dagvistun barna verkakvenna. En þetta nægði ekki sumum hérskáustu konunum. Þegar Gonzales deildi á það i ræðu að Spánn væri karlaveldi kölluðu konur i hópi áhe'yrenda „Já, en hver straujar skyrturnar þinar — konan þin?” Minnisverðir sigrar. Róttækar kvenfrelsiskonur um alla rómönsku Evrópu van- treysta öllum viðurkenndum st jórnmálaflokkum, lika kommiínistum, sem þær litu einu sinni á sem bandamenn sina. ítalskar konur eru reiðar yfir því að kommúnistaflokkur- inn hikaði við að styðja skilnaðarlöggjöfina og karlafor- ystan i flokknum hikaði enn meira við að styðja frjálslega fóstureyðingarlöggjöf. Svar kvenfrelsishreyfingarinnar hef- ur verið að starfa sjálfstætt ut- an hefðbundinna stjórnmála- flokka, hafa áhrif eftir venju- bundnum leiðum þegar þess hefur verið kostur en leita ann- arra leiða þegar nauðsyn kref- ur. Vinstri flokkamir hafa ekki unnið sigra eins og kvenna- hreyfingin með þjóðaratkvæða- greiðslunni 1974. Það mikilvæg- asta við þessar breytingar er að þær boða endalok þess tima að karlaveldið og kaþólska kirkjan geti stjórnað þróun þjóöfélags- umbóta á ttaliu. En til þess að verða áhrifa- mikið sjálfstætt stjórnmálaafl til frambúðar þarf kvenna- hreyfingin viðtækari stuðning, en hún hefur hafttil þessa. „Við portúgalskar konur erum hús- bændur á heimilunum — við þurfum ekki allt þetta kven- frelsistal,” segir María Fem- anda Correia, eiginkona miðstéttarmanns. ,,Það er ekk- ert annað en vitleysa”. Og Francoise Bourdet, 30 ára þriggja barna móðir, sem vinn- ur hjá franska sjónvarpinu er jafnákveðin i að hafna kvenna- hreyfingunni. „Ég vil ekki hrópa og kalla,” segir hún. ,, Það eru aðrar leiðir til að sanna ágæti sitten að veifa fánum. Og hvað sem öðru liöur eru fransk- ar konur ánægðar. Þær vilja vera heima.” Það sem kann að verða er að margar konur, sem ekki vilja láta kalla sig kvenréttindakon- ur, bindist á endanum annars konar málstað fyrir breyting- um. A Spáni hafa húsmæður myndað samtök, sem berjast gegn háu vöruverði, mengun og ófullnægjandi samgöngum og menntun. Þegar þær eru farnar að starfa á þennan hátt verður þeim auðveldara að stiga skrefið til fulls til kvenfrelsis- stefnu. Franski kvenfrelsis- höfundurinn Benoite Groult teiur kvennahreyfinguna hafa náð út fyrir hóp menntafólks i Paris. ,,Ég hef tekið eftir að samstaða fer vaxandi meðal kvenna úti á landi,” segir hún. „Lif kvenna úr borgarastétt mun breytast, og þeir karlar, sem ekki trúa þvi, eru haldnir sjálfsblekkingu. Konur ei-u tortryggnar þegar karlar styðja réttindikvenna og óttast að þeir séu ekki heils hug- ar. „Eiginmaður minn er einn þeirra fáu karla af hans kyn- slóð, sem styðja kvenna- hreyfinguna heils hugar og trúa raunverulega á kvenfrelsi,” segir Anne-Marie Vinciguerra, kanadisk kona sem er gift fertugum Itala. *,Margir jafn- aldrar hans styðja hana i orði en aldrei á borði. Konur þeirra eru enn þrælar sem sjá ekki upp úr heimilisstörfum, barnaupp- eldi og eldamennsku, og þær fá enga hjálp eða „frelsun” frá framfarasinnuðum eiginmönn- um sinum. Skoðanir karla úr hópi verka- manna og bænda eru ótvíræðar. „Þaö er gerður greinarmunur á körlumog konum i þjóðfélaginu og hann er réttlætanlegur hvaö snertir fjölskyldulifið,” segir Pino Barbagallo, 27 ára gamall nýkvæntur Sikileyingur. „Karl- maðurinn er enn húsbóndinn á heimilinu.” Kvenfrelsiskona i Madrid lýsir spönskum körlum sem fornaldarlegum I hugsun. Og nefnd, sem portúgalska stjórnin skipaði til að bæta kjör kvenna hefur komizt að þvi, að algengt er að eiginkonum sé misþyrmt. Nýlega börðu þrir eiginmenn konur sinar til bana, en nágrannarnir létu það af- skiptalaust þrátt fyrir hróp kvennanna. Alkunnur portú- galskur málsháttur lýsir vel af- stöðu þeirra enþar segir að eng- inn skuli skipta sér af málum hjóna. Minnst metnu störfin Þetta er ekki það eina sem gefur ástæðu til svartsýni. Skýrslur sýna aðmikil þátttaka kvenna I atvinnuiifiþarf ekki að tákna framfarir. 1 flestum til- fellum vinna konurnar aðeins af einskærri f járhagslegri nauðsyn og þær eru i lægst launuðu og minnst metnu störfunum. Og jafnvel þegar konur komast áfram eru laun þeirra yfirleitt lægri en laun karla, til þessa hafa jafnlaunalögin I Frakk- landi t.d. í fáum tilfellum verið framkvæmd. En lifnaðarhættir kvenna i rómönsku Evrópu eru að breyt- ast þótt I mismiklum mæli sé og mishratt. Þótt misrétti sé enn i atvinnu og launamálum, hafa ný tækifæri gefizt. Þrátt fyrir harða andstöðu karla geta portúgalskar konur nú orðið dómarar eða sendiherrar og boðið sig frami kosningum: sex konur 1 Portúgal eru nú borgar- stjórar. Franskar konur hafa komizt mjög langti útgáfustarf- semi og blaðamennsku. Og spánskar konur hafa í vaxandi mæli snúið sér að lögfræði, læknisfræði og þjóðfélagsfræði. Margvisleg tákn breyt- inga Lifnaðarhættir kvenna al- mennt i rómönsku Evrópu eru einnig að breytast. Þær munu sennilega eiga færri börn en áður, bæði vegna þess að getnaðarvarnir eru nú útbreidd- ari og vegna þess að fóstur- eyðirigar, löglegar og ólöglegar, eru nú algengari. Áætlað er, að á ítaliu hafi 1.5 milljón ólögleg- ar fóstureyðingar verið fram- kvæmdar i fyrra — samsvar- andi tala 1968 var áætluö 800.000. Hjónaskilnaðir færast einnig i vöxt. I Frakklandi f jölg- ar hjónaskilnuðum með ári hverju. Og er það enn ein sönn- un þess að rómanska Evrópa er að brjótast úr fjötrum kaþólsku fyrri ára og alda. Einn vottur þessarar nýju þjóðfélagsþróunar er sá að kon- ur fremja nú fleiri glæpi en áður, einkum er það þáttur I þeirri öldu stjórnmálaóeirða, sem gengur yfir ttaliu. Fyrir skömmu skutu tvær ungar kon- ur i bláum gallabuxum i fætur prófessors Remo Cacciafesta, forseta hagfræðideildar háskól- ans í Róm — en með þessum hætti hræða „Rauðu her- deildimar”, öfgafullir vinstri- menn, gjarnan fólk, en þeir stunda hryðjuverk. Fyrr á árinu réðust sex vopnaðar og grimu- klæddar konur inn i herrafata- búð i úthverfi Rómar, bundu eigandann.konu hans og bróður og máluðu vigorðá alla veggi og rændu á annað hundrað þúsund krónum. Það eru þessar skyndilegu breytingar i hegðun, sem sýna að margt er að breytast. Þótt flestir karlar hafiekki meðtekið markmið kvennahreyfingarinn- ar vottar fyrir skilnings- glömpum. „Ég skil jafnvel rót- tækustu kvenfrelsiskonur,” segir Mario de Tommasti, italskur verkalýösforingi. „Þær hafa fullan rétt til að njóta jafn- réttis I þjóðfélaginu.” André Balbo útgefandi tekur i sama streng? „Það er ekki hægt að traðka á konum lengur eða virða þærvettugi.” Og með rétti halda baráttukonur þvi fram að margar konur eigi sömu mark- mið og þær þótt þær vilji ekki ganga f formlega hreyfingu. „Kvenfrelsishreyfingin er að verða menningararfur allra italskra kvenna,” segir italski blaðamaðurinn Carla Ravioli. „Menningararfur, sem smám saman er að siast út I alla af- kima þjóðfélags okkar.” Baráttan hefur breiðzt um alla rómönsku Evrópu og hefur skapað nýja sigurvissu, — nýtt trúnaðartraust meðal baráttu- kvenna Hún er ekki jafnsterk og andinn i baráttusöng áströlsku söngkonunnar Helen Reddy, sem fyrir nokkrum árum varö þjóðsöngur kvenfrelsis- hreyfingarinnar: „Ef ég verð get ég horfzt i augu við hvað sem er. Ég er sterk, ég er ósigr- andi, ég er kona. En hún kemst nálægt þvi, miklu nær en einu sinni virtist mögulegt. Fólk hélt ég væri vitlaus eða spillt Maria Antonia Palla Lengst af á sinni 44 ára ævi efaðist Maria Antonía Palla ekki um hvert væri hlutverk sitt sem kona. Hún giftist tvitug, skildi þritug, giftist aftur og skildi á ný. „Næstu tiu árin þar á eftir bjó ég ein”, segir hún. „Ogþáfórégað hugsa og vinna. Þá fann ég sjálfa mig”. Það tlðkaðist ekki aö ungar portúgalskar konur byggju ein- ar, og I fyrstu fannst Mariu Antoniu það erfitt. „Fólk hætti að tala við mig”, sagði hún. „Þaö hélt ég væri vitlaus eða spillt. Vinkonur minar héldu að af því að ég kaus að búa ein hlyti ég aö eiga elskhuga og hefði augastað á mönnum þeirra”. Þá fékk hún vinnu hjá Diario Popular og — sér til undrunar — gat hún sér gott orð sem blaða- maður og vann fyrir sér. „Eig- inmenn minir sögðu mér að ég gæti aldrei unniö”, sagði hún. „En ég komst aö þvi að ég gat það. Og ég varð fullorðin”. Vorið 1968 fór Maria Antonia til Parisar til að skrifa um stúdentaóeirðimar. Hún samdi bók „Bylting ástin mín”, sem seldist vel þótt stjórnin bannaði hana eftir aðeins mánuð. Næst varð hún fréttaritari timaritsins O Século Illustrado. Hún var send til Angola til aö skrifa um striðið og bjó i tjaldi nálægt þorpi innfæddra. Hún skrifaöi einnig frá Vestur Afriku og Brasiliu. „Timaritið gat aldrei borgaö neitt svo ég varð aö skipuleggja allt og ráða fram úr vandamálum sjálf”, sagði hún. „I Rió var það erfitt. Ljósmyndarinn og ég höfðum aðeins 20.000 kr. á viku. Við bjuggum á hóteli þar sem var fulltaf kvikindum og við sultum hálfu hungri. 1 gegnum vinnuna hitti Marfa Antonía aðrar konur sem höfðu sjálfstæöa vinnu og voru tengd- ar kvenfrelsishreyfingunni. Loks fékk hún samning um að gera 41 sjónvarpsdagskrá um málefni kvenna. „Ég var ánægðustmeðþáttum 48konur, sem unnu i verksmiðju og ákváöu að fara i verkfall án þess að nokkur stjórnmála- flokkur ætti þar hlut að máli. „Framkvæmdast jóri fyrir- tækisins, sem var franskur, hafði komið fram við þær eins og börn og þótt þær færu í verk- fall til að fá betra kaup, voru þær ekki siður að mótmæla meðferðinni, sem þær uröu að búa við”. Nú er Maria Antonia gift aft- ur, liðsforingja i portúgalska hernum. Hún erf réttaritstjóri O Século Ilustrado. Og hún veitir forystu áhrifamiklum hópi kvenfrelsiskvenna. Hún vonast til að hún sé aö vinna að „kven- frelsis hreyfingu, sem nær til allra hinna ýmsu hópa, sem hafa áhuga á réttindum kvenna”. En hún bætir við að hún haldi ekki að nokkurn tima verði hægt að mynda vel upp- byggðan kvenfrelsishóp. Kven- réttindi eiga eitthvaö sameigin- legt með stjómleysisstefnu”. Hugsið ykkur konu, sem hefur vald Carmen Diez de Rivera Strax og hún varö aðstoðar- maöur og blaðafulltrúi spænska forsætisráðherrans Adolfo Suarez varð það ljóst að umskipti voru orðin. Og þau reyndust of mikil. Hún var ógift 35 ára, bláeyg og ljóshærð og kom á skrifstofuna i gallabux- um og peysu, drakk bjór meðan hún útskýrði stefnu spænsku stjórnarinnar og lá ekki á eigin skoðunum. „Hún var eins og ferskur vindgustur”, segir spænskur ritstjóri. „En fas hennar fór illa i menn Suarezar. Hugsið ykkur konu, sem hefur vald, fagra konu, sem veit eins mikið og meira en þeir, konu, sem getur haft áhrif á forsætis- ráðherrann og e.t.v. konunginn, konu, sem segir það sem henni býr i brjósti”. Diez fór sérlega i taugarnar á körlunum i stjórninni þegar hún sagði i blaðav-iðtali i vetur að hún væri kvénfrelsiskona, sem Framhald á bls. 27,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.