Tíminn - 24.07.1977, Page 33
"or 'Iitr M» tnnf;Kinrnif^
Sunnudagur 24. júli 1977.
iiJJfííí
33
illa. Þær höfðu nú hvilzt
svo að þær gátu hugsað
skýrt um það sem fyrir
hafði komið og þegar
þær nú lágu þarna i
öruggu vari undir
brúnni, þá vaknaði hjá
þeim hræðilegur ótti út
af föngunum i hlekkjun-
um, sem aðeins gátu
gengið i hægðum sinum.
Hvernig ætli þeim hafi
reitt af?
Það fór kuldahrollur
um Berit, þrátt fyrir
steikjandi hitann. Og
hinar áttu lika eigin-
menn sina i hópi fang-
anna. Nú greip þær lika
hræðsla. „Nei, — það er
gagnslaust að hugsa um
þetta. Við verðum að
reyna að bjarga lifi öku-
mannsins”. Það var
Maruschka, sem fyrst
áttaði sig og kvað upp
úr með þetta. En öku-
maðurinn var dáinn.
Honum gat enginn
hjálpað. Liklega hafði
hann verið dáinn, er hún
velti honum niður
brekkuna. Þær litu hver
á aðra. Rússnesku
konurnar gerðu kross-
mark yfir þeim dána og
tautuðu einhverjar bæn-
ir, sem Berit ekki skildi.
Það var ekki ánægju-
legt að liggja þarna
undir brúnni með
dauðan manninn við hlið
sér en skógareldurinn
geisaði enn og þær áttu
ekki annars úrkosta.
10.
Úr fylgsni sinu undir
brúnni gátu konumar
fylgzt með skógarbrun-
anum. Eldurinn fór
hratt yfir, en virtist þó
heldur i rénun. Trén
voru svo gisin og jarð-
vegurinn milli trjánna
var svo blautur að bálið
náði sér aldrei milli
trjánna og smátt og
smátt dvinaði það af
sjálíu sér, er það kom i
gisinn skógarjaðarinn
við ána. Ekki kviknaði i
brúnni yfir þeim og það
reyndist svo, er þær
lögðu upp aftur, að
eldurinn hafði ekki unn-
ið á bálkum og bjálka-
flekum sem lagðir höfðu
verið yfir verstu fenin.
Þegar eldurinn hafði
fjarlægzt svo, að þær
þyrðu að skriða undan
brúnni, þá blasti ömur-
leg sjón við augum
þeirra. Eins langt og
augað fékk greint, sáust
aðeins sviðnir og hálf-
bmnnir trjástofnar. 1
suðurátt var enn
reykjarsvæla og i
fjarska sást bjarminn af
eldunum, sem geystust
áfram undan vindinum.
Engin þeirra vissi
neitt, hvar þær voru
staddar. Þær höfðu lagt
upp frá Tukolan um
klukkan tvö, en nú var
komið að miðnætti. Lik-
lega voru liðnir tveir til
þrir klukkutimar siðan
þær urðu fyrst eldsins
varar. Þær höfðu þvi ek-
ið i átta til niu tima. All-
an þennan tima höfðu
þær ekið mjög hart og
aldrei stanzað neitt,
nema til að skipta um
hesta. Þær hlutu þvi að
vera æðilangt frá
Tukolan. Skyldi vera
mjög langt að næsta
gistiskála? Ef til vill
hafði skálinn lika brunn-
ið ásamt föngunum.
Stundarkorn ræddu
þær um það, hvort þær
ættu að snúa við eða
reyna að halda áfram.
Þær tóku siðari kostinn.
Hræðslan um ástvinina
rak þær áfram. Skyldu
þær finna þá? Skyldu
þeir vera á lifi?
ökumanninn dána
gátu þær ekki tekið með
sér, en þeim þótti leiðin-
legt að skilja hann eftir
undir brúnni, enda óvist
að hann fyndist þá
nokkurn tima. Þær lyftu
honum þvi upp og báru
hann upp á vegarbrún-
ina og lögðu hann þar
gætilega niður. Anna las
stutta bæn yfir likinu og
svo gerðu þær kross-
mark yfir þvi i kveðju-
skyni og lögðu siðan upp
i gönguna.
Þetta var erfið ferð og
þreytandi, en þær þok-
uðust þó hægt og hægt
áfram. Þær voru sár-
svangar. Höfðu ekki
bragðað mat siðan á há-
degi daginn áður, en
nestið þeirra hafði orðið
eftir i vagninum. Vatn
gátu þær drukkið úr
ánni. Um þetta leyti var
nóttin svo .björt að veg-
ljóst var alla nóttina.
Þær þrömmuðu hvildar-
laust áfram. Framund-
an lá vegurinn eins og
óendanleg lina. Með-
fram veginum voru trjá-
stofnarnir naktir og
hálfbrunnir. Hvergi sá-
ust merki mannaferða
og hvergi dýr eða fugl.
Hér var hræðileg auðn.
Þrátt fyrir þreytu og
sult, þá létu þær ekid
bugast. Vonin létti undir
og óttinn rak þær áfram.
Um sólaruppkomuna
urðu þær þess allt i einu
varar, að trén stóðu i
fullum skrúði beggja
megin vegarins. Þær
voru komnar út úr
mörkum skógarbrun-
ans. Breytingin var svo
skyndileg, að þær gátu
varla áttað sig i fyrstu.
En útlit skógarins gæddi
þær þó nýju lifi. Þær
urðu léttari á fæti og
vonir þeirra styrktust.
Þær þóttust þess nú full-
vissar, að ástvinir
þeirra væru á lifi, en
hefðu ekki farizt i eldin-
um.
Eftir skamma stund
komu þær að gisti-
skálanum. Hann var
mannlaus, en dyrnar
ólæstar og var það auð-
séð á öllu, að þar höfðu
einhverjir dvalið um
nóttina. Liklega hafði
hópurinn verið nýlagður
af stað, er þær komu
þarna — en þá væru þeir
lika allir heilir á húfi.
Allt i einu fundu þær, að
kraftar þeirra voru
þrotnir. Þær fleygðu sér
niður á trébekkina og
steinsofnuðu sam-
stundis. Hinn lamandi
ótti og langi gangur
hafði ofreynt þær, en
þær létu ekki undan fyrr
en þær þóttust þess full-
vissar, að ástvinum
þeirra væri borgið. Þá
fyrst gátu þær notið
hvildar.
Eftir hádegið vöknuðu
þær við bjölluhljóm og
mannamál. Fyrir utan
skálann stóð mannlaus
vagn, flutninga-
vagnarnir fimm og
hópur manna, sem þær
þekktu strax og var það
flokkur hermanna, sem
áttu að gæta þeirra i
þessari löngu landferð.
Foringinn sagði þeim,
að þeir hefðu orðið sið-
búnir frá Tukolan dag-
inn áður og erþeir voru
komnir nokkuð áleiðis
sáu þeir reykinn af
skógareldunum, og rétt
á eftir mættu þeir vagn-
hestunum, sem slitu sig
frá vagninum, og voru
þeir trylltir af hræðslu.
Foringinn taldi þá al-
veg vonlaust að halda
lengra inn i brennandi
skóginn til að bjarga
konunum og ökumann-
inum, þvi að annað
hvort hefðu þau þegar
bjargazt eða orðið eldin-
um að bráð. Hans hjálp
hlaut að koma of seint.
Þeir tóku það þvi til
bragðs, að snúa aftur til
Tukolan. Klukkan fimm
að morgni lögðu þeir svo
aftur upp, og þótt hann
byggist alls ekki við að
hitta konurnar og öku-
manninn á lifi, þá tók
hann þó með sér nýjan
vagn fýrir þær. Eftir
fimm tima ferð fundu
þeir ökumanninn dauð-
ann á vegarbrúninni og
grófu hann þar á staðn-
um. Seinna fundu þeir
leifarnar af vagninum.
Við skálann stönzuðu
þeir aðeins til að hvila
sig, en datt það alls ekki
i hug, að þar væri nokk-
ur manneskja. Undrun
þeirra verður vart lýst
með orðum, er þeir sáu
konurnar fjórar koma
hressarog óskaddaðar
út úr skálanum. Þeir
höfðu með sér mat og
konurnar gleyptu hann i
sig. Þær höfðu ekki
bragaða mat siðan um
hádegi daginn áður.
Nú héldu þær áfram
með fylgdarliðinu
glaðar og mettar. Nú
fannst Berit sem öll
mæða og andstreými
væri rokin út i veður og
vind. Hún taldi vist að
hitta Árna i næsta gisti-
stað hressan og heilan á
húfi. Þau voru ennþá
bæði hress og heilbrigð.
Hvað ætli þeim gerði
það til, þótt þau væru
dæmd til útlegðar og
dvalar i kaldasta stað
veraldar?
ll.
Um kvöldið kom
ferðafólkið að skálan-
um, þar sem fangarnir
höfðu setzt að til gisting-
ar þessa nótt. Þeir sátu
úti undir skálanum og
hvildu sig i kvöldsólinni.
Fjórir þeirra voru mjög
sorgmæddir. Enginn
getur lýst gleði endur-
fundanna. Mennirnir
spurðu og spurðu, en
Anna leysti úr öllu róleg
og fáorð, eins og hún var
vön. Þær áttu
Marusehka lif sitt að
launa, sagði hún.
Maruschka hafði unnið
mikið þrekvirki. Hún
var alveg dæmalaus.
Næsta morgun var svo
ferðinni haldið áfram.
Héðan urðu konurnar
lika að fara fótgangandi.
Vagnamir voru skildir
eftir — hver fangi tók
allvæna byrði á bakið,
en annar farangur var
bundinn i bagga á hest-
ana. Leiðin var brött og
torsótt og illmögulegt að
koma vögnum þá leið.
Vegurinn varð torsótt-
ari og brekkurnar
erfiðari eftir þvi sem
hærra kom. Allir urðu að
ganga i lest eða halarófu
hver i annars spor.
Hærra upp urðu þau að
höggva sér spor i flug-
hált bjargið og þegar
þau nálguðust skarðs-
brúnina urðu þau að
beita að jöfnu höndum
og fótum, og hálfskriða
upp á brekkubrúnina.
Var þetta mjög erfitt
fyrir fangana sem ennþá
voru i hlekkjum.
Loksins komust þau
öll upp á skarðbrúnina.
Þar uppi var helkalt.
Hvass norðaustan
vindur eins og daginn
áður, en nú var auk þess
frost og skafrenningur.
,,í gærdag áttum við i
baráttu við reyk og
skógarelda en i dag er
frostharka og skaf-
renningur”, sagði Berit,
og tennurnar glömmðu
af kulda.
Tukolanskarðið er um
1600 m yfir sjávarmáli.
Þar var allt i kafi af
snjó. Beggja vegna við
skarðið risa þverhniptir
klettaveggir og til
beggja hliða hækka
fjöllin i 3000 metra hæð.
öllum létti fyrir brjósti,
þegar aftur fór að halla
undan fæti.
Að norðanverðu var
brattinn miklu minni en
að sunnan. Vegurinn var
betri og svo er lika und-
anhaldið ætið léttara.
Nýtt á markaðinum
A
i SKRIFBORDA-
SAMSTÆÐAN
MARGIR LITIR
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Ný uppbygging á
skrifborðasamstæðu
sem gefur ýmsa
möguleika
við staðsetningu
7/\\ //' \ SÍÐUMÚLA 30
" V V ^ SIMI: 86822