Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. september 1977 23 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Sóttvarnarstöðin i Hrisey og viöhorf i ræktun holdanauta. ólafur E. Stef- ánsson ráöunautur flytur erindi. 22.35 Kvöldtónleikar. a. Git- arkonsert i D-dúr eftir Viv- aldi. John Williams og Enska kam mersveitin leika: Charles Groves stj.b. „Pétur Gautur”, hljóm- sveitarsvita eftir Grieg. Hljómsveitin Filharmonia i Lundúnum leikur: Eugene Ormandy stj. c. Branden- borgarkonsert I D-dúr nr. 5 eftir Bach. Kammersveit leikur, Jean Francois Paill- ard stj. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 11 september 1977 18.00 Simon og kritarmyndirn- ar Breskur myndaflokkur. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Merkar uppfinningar Sænskur myndaflokkur. Þessi þáttur erum útvarpiö. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.25 Söngvar frá Lapplandi 1 Lapplandi er enn viö lýöi ævaforn kveöskaparhefð. Nils-Aslak Valkeapaa fer með nokkurkvæði og skýrir efni þeirra. Hann kom fram á Samaviku i Norræna hús- inuáriö 1974. (Nordvision — finnska sjónvarpiö) Hlé 20.00 Freítir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 öskudagur Þessa kvik- mynd gerðu Þorsteinn Jóns- son og Ólafur Haukur Simonarson fyrir Sjónvarp- ið. Myndin fjallar um lif og starf sorphreinsunarmanns i' Reykjavik. Aöur á dagskrá 9. nóvember 1975. 21.00 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. Óveðrið skellur á. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Að kvöldi dags.Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prest- ur i’ Laugarnesprestakalli, fiýtur hugvekju. 22.00 Crslit bikarkeppni KSt Leikur Fram og Vals á Laugardalsvelli fyrr um daginn. Kynnir Bjarni Felixson. Dagskrárlok óákveðin Mánudagur 12. september 1977 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 tþróttir Umsjón Bjarni Felixson. 21.00 Pislarganga prófessors- ins (L) Finnskt gamanleik- rit eftir Santeri Musta. Pró- fessor nokkur stundar jarð- arberjarækt, en þrestir eru ágengir við berin hans. Hann ákveður að kaupa sér byssu til aö skjóta þrestina. Til þess að fá byssu þarf hann byssuleyfi og til að fá byssuleyfi þarf alls konar vottorð og önnur leyfi. Þýð- andi Kristin Mantyla. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö) 21.40 Austan við múrinn Breski sjónvarpsmaöurinn Robert Kee brá sér nýlega til Þýska alþýöulýövddis- ins. Hann og félagar hans fengu að tala viö hvern sem þeir vildu og kvikmynda hvað sem fyrir augu bar — nema hernaðarmannvirki og æfingar afreksmanna i iþróttum. Mynd þessi lýsir daglegu lifi i landinu. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.30 Skóladagar (L) Sænskur myndaflokkur I 6 þáttum um nemendur I 9. bekk grunnskóla foreldra þeirra og kennara 1. þáttur endur- sýndur. 23.25 Dagskrárlok. tííiilííl r David Graham Fhillips: j 14 SUSANNA LENOX (j Jcm Helgason ^£00^ við: „Og hvað gat ég gert annað? Þú veizt ofurvel, að hann kemur ekki í góðum tilgangi". Warham starði forviða á hana. „Hvað er það eigin- lega, sem þú átt við?" spurði hann. „Þú veizt mætavel, hvað ég á við", svaraði kona hans. Raddblær hennar kom honum í skilning um það. Hann sótroðnaði og keyrði hnefana niður í borðið í bærði. „Súsanna er dóttir okkar. Hún er sytir Rutar". Rut ýtti stólnum sínum frá borðinu og stóð upp. Eftir svipnum á andliti hennar að dæma hefði mátt ætla, að hún væri mun eldri en hún var. „ Ég vildi óska, að þú gæt- ir fengið bæjarbúa til þess að trúa þvi, pabbi", sagði hún. „Það myndi létta þungri byrði af mér". Og hún f lýtti sér líka út úr stofunni. „Hvaða dylgjur eru þetta?" spurði Warham. „Hún hefur rétt fyrir sér, Georg", svaraði Fanney skjaf rödduð. „Þetta er allt mín sök. Ég vildi, að við tækj- um hana að okkur. Ég hef ði þó átt að geta séð þetta f yr- ir". „Ég held, að þið Rut séuð báðar gengnar af göf lunum. Ég hef aldrei séð þess nein merki". „Hefur þú orðið var við, að piltar komi og heimsæki Súsönnu síðan hún komst af barnsaldri? Hefur þú veitt því athygli, að fólk er hætt að bjóða henni í samkvæmi — nema þegar ekki er hægt að komast hjá því?" Warham bliknaði af reiði. Hann leit í kringum sig, ringlaður og hamstola. En hann sagði ekki aukatekið orð. Að berjast gegn almenningsálitinu var jaf n vonlaust og að reyna að sópa þokubólstrum burt með höndunum. Loksins hrópaði hann: „Þetta er svívirðilegra en nokkru tali tekur". „Ó, bara að ég vissi, hvað til bragðs skyldi taka!" stundi Fanney. Það varð löng þögn. Nú fyrst skýrðist málið til fulls fyrir Warham. Að lokum mælti hann: „Hefur hún nokkurn pata af þessu?" ,, Ég býst við því.. ég veit það þó ekki ... ég býst annars við því. Það er ekki hægt að hugsa sér saklausara barn en hún er. „ Ef ég gæti, myndi ég selja allt, sem ég á hér, og f lytja brott". Rut hafði gleymt að loka gluggahlerunum, svo að birt- an vakti hana klukkan sjö um morguninn, eftir þriggja stunda baráttu við augnalok hennar. Hún teygði sig og lang-geispaði. Súsanna birtist í dyragættinni. „Ertu vöknuð?" spurði hún lágt. „Hvað er klukkan?" spurði Rut. Hún var of syf juð til þess að hún nennti að snúa sér við og gá að því sjálf. „Vantar tiu mínútur í sjö". „Lokaðu gluggahlerunum. Ég ætla að sofa dálítið lengur". Það var rétt, að hún sá í móðu stúlkuna, sem stóð í dyrunum. „Þú ert búinn að klæða þig — eða hvað?" bætti hún við. „Já", svaraði Súsanna. „Ég hef verið að bíða eftir því að þú vaknaðir". Það var eitthvað í rödd hennar, sem olli því, að Rut hætti við að grúfa sig niður og fór í þess stað að nudda stírurnar úr augunum, svo að hún sæi stallsystur sína betur. Þegar til kom, virtist Súsanna mjög áþekk því, sem hún átti vanda til, — kannski helzt til alvarleg, en það voru hennar dyntir að setja annað veif ið upp þennan skrýtna alvörusvip. „Hvað viltu mér?" spurði Rut. Súsanna kom inn fyrir og settist á rúmið við fótagaf I- inn. Þar var nóg rúm handa henni, því að rúmið var langt, en Rutsmávaxin. „Mig langar til þess að biðja þig að segja mér, hvað móðir mín gerði af sér". „Gerði af sér?" endurtók Rut lágróma „Gerði — þér og mér til ævarandi háðungar". „Ó, svo að skilja. Það get ég ekk skýrt — ekki í fám orðum. Ég er svo syf juð. Vertu ekki að hugsa um það, Súsanna!" Og hún gróf höfuðið niður í koddann. „Lok- aðu gluggahlerunum". „Þá verð ég að spyrja Fanneyju frænku um þetta — eða Georg —eða einhvern, sem vill segja mér sannleik- ann". „En það máttu alls ekki gera", sagði Rut og bylti sér óþolinmóðlega til í rúminu. „Hvað er það, sem þú vilt fá að vita?" „Þetta um móður mína — hvað hún gerði af sér. Og hvers vegna ég á ekki neinn föður — og hvers vegna ég er ekki einsog þú og aðrar stúlkur". „Æ, það er ekkert. Ég get ekki útskýrt það. Vertu ekki að hugsa um þetta. Það er ekki til neins gagns. Það er ekkert hægt að gera við þessu. Og í rauninni skiptir það engu máli". „ Ég hef verið að hugsa um þetta", sagði Súsanna.,, Ég skil nú svo margt, sem ég gaf ekki áður neinn sérstakan gaum. En það er eitt, sem ég skil ekki". Hún dró andann hæagt og varlega, eins og hún væri að forðast sársauka. „ Ég skil ekki, hver er orsökin. Og nú verður þú að segja mér allt... Var móðir mín vond kona?". „Beinlínis vond var hún ekki", svaraði Rut. „En hún gerði dálítið, sem var Ijótt — eða fyrirgefst ungum stúlk- um aldrei að minnsta kosti — ef það kemst upp". „Tók hún —tók hún eitthvað, sem hún átti ekki?" „Nei, ekki neitt í þá átt. Nei, hún var vænsta mann- eskja, eftir þvi sem ég hef heyrt, — nema — nema...." Hún var ekki gift föður þinum". Súsanna hugsaði sig vandlega um. „Ég skil þetta ekki", sagði hún loks. „Hún hlýtur auðvitað að hafaverið gift, því að annars hef ðu — hef ðu þau ekki átt mig". Rut brosti vandræðalega. „Síður en svo. Skilurðu þetta virkilega ekki?". Súsanna hristi höfuðið. „Hann — hann tældi hana — og yfirgaf hana — og allir vissu, hvernig þú erttil komin". Súsanna horfði spyrjandi á Rut, mjög alvarleg á svip. „En ef það var hann sem tældi hana....... Hvað er að „tæla? Þýðir þaðaðhann haf i lofað aó eiga hana en ekki gert það?" „Eitthvað í þá áttina", sagði Rut. „Já — eitthvað í þá áttina". „Þá er það hann, sem skömmin hlýtur að bitna á", sagði stúlkan eftir nokkra íhugun. „Nei, þetta getur ekki verð ástæðan, Rut. Hvað gerði móðir mín?" „Hún eignaðist þig ógift". Enn þagði Súsanna um hríð og reyndi að átta sig á málinu. Rut reis upp við dogg og hagræddi koddanum við gak sér. „Þú botnar náttúrlega ekkert í þessu? — Jæja. Ég ætla þá að reyna að skýra það f yrir þér — þó að ég viti lítið um þess háttar. Þú skilur kannski, hvað það er að láta „tæla" sig". Rut útskýrði nú samlíf karla og kvenna fyrir Súsönnu, hikandi þó og með orðalagi, sem henni fannst bezt hæfa sakleysingjanum, er á hana hlýddi. Sjálf viss hún raunar ekki annað um þetta heldur en það, sem hún hafði heyrt hjá jaf nöldrum sínum og mest var þvættingur og órar og kitlandi ímyndanir, sem eru meginuppistaða þeirrar „fræðslu", er unglingum er látin i té um kynferðismál í nútimaþjóðfélögum, og ýmist vekur ótta eða losta, í stað hins látlausa og einfalda sannleika, sem er að minnnsta kosti þekkingarauki. Það er því ekki aðundra, þótt skýr- ingar Rutar væru sumar kyndugar og í mörgu ábóta- vant. En Súsanna hlustaði á hana með vaxandi undrun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.