Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 31

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. september 1977 31 80 ára: Bjarni Bjarnason organleikari Ég hef verið beöinn að minnast með fáum orðum Bjarna Bjarna- sonar organista i Brekkubæ I Nesjahreppi vegna áttugasta afmælisdags hans. Mérer vissu- lega ljúft að geta hans i tilefni afmælisins en til þess, að greinarstúfurinn verði honum á allan hátt samboðinn, skortir mig tilfinnanlega gleggri vitund um hann, þennan ágæta Islending. Ég komst i töluverð kynni viö Bjarna löngu áður en við rædd- umst við persónulega. Það atvikaðist með þeim hætti, aö hann var i áratugi formaður kirkjukórasambandsins i A-Skaftafellsprófastsdæmi og með frábærri alúð gegndi hann formannsstarfinu svo sem bezt mátti vera varðandi öll samskipti við Kirkjukórasamband Islands, en þar var ég i forustustarfi sam- fleytt i 15 ár. Lengst af var okkar samstarf i sendibréfsformi og i annan tima hef ég ekki fengið til- komumeiri sendibréf til aflestrar, þar gaf að lita frábæra rithönd og hnitmiðað islenzkt ritaldar mál. Bjarni Bjarnason organisti til- heyrir i viðum skilningi alda- mótaleiðtogunum, sem tileinkuðu sér hugsjónir nitjándualdar mannanna er ljóðuðu i sifellu með kyngikrafti áskorun til kynslóð- anna um að: Koma grænum skógi að skrýða, skriður berar, sendna strönd — og sem siðar varð kveikjan að ungmennafélags- hreyfingunni, er varðveitti með festu og einurð óö góðskáldanna sér til óþrjótandi orkugjafa fósturjörðinni til þarfa. Er ég leit Bjarna organista i Brekkubæ i fyrsta sinn mætti hann sem fulltrúi sins kórasam- bands á aðalfund Kirkjukóra- sambands íslands 23. júni 1971. — Þar mátti merkja að hér var meira en meðalmaöur á ferðinni. Hann vakti eftirtekt allra fundar- manna og ávann sér tiltrú þegar i stað til stuðnings þörfum mál- efnum. Hann var i senn sannur fundarmaður og þjóðhollur, ófús — að ég hygg — til að lúta eld- gömlu og úreltu grallaragauli eða Rauðskinnu jórtri i þeim skilningi að slikur mynkugrautur yki við hátfðleika kirkjusiðanna i Nesja- hreppi, enda þótt það sull sé allt að þvi heilagt i hugum hinna steinrunnu, sérvitru og eineygðu trúmálaglópa okkar tima. Bjarni Bjarnason er fæddur i V-Skaftafellssýslu 10. mái 1897 að bænum Hruna i Fljótshverfi. Hann er af göfugum kominn i ættir fram, má þar nefna eld- prestinn, séra Jón Steingrimsson. Veturinn 1915-’16 stundaöi Bjarni nám við Gagnfræöaskóla Akur- eyrar og jafnframt nam hann organleik hjá söngkennara skól- ans, Magnúsi Einarssyni. All- miklu siðar naut Bjarni tilsagnar Páls Isólfssonar og Sigurðar Birkis söngkennara. Með þetta að grunnnámi gerðist Bjarni Bjarnason braut- ryðjandi og höfuðleiðtogi i marg- þættum tónlistarmálum Nesja — og Hafnarhreppsbyggða. Og nú þann 10. mai 1977 hefur Bjarni i Brekkubæ verið full sextiu ár hinn dáði og siungi organleikari kirkju sinnar i Nesjahreppi og si og æ miðlað henni af rausn og ör- læti úrvals tónlist með ýmsum hætti og einnig hafa þar ómað mörg tónstef frá hans eigin brjósti, sem hann hefur aðlaðað með varúðog nærgætni að stórum stundum i gleði og hryggð innst i helgidómi Bjarnarnesskirkju. Jafnframt þvi að stjórna sfnum eigin kirkjukór i Nesjahreppi veitti Bjarni forustu karlakór Hornafjarðar i tugi ára. Sá kór yljaði sinu byggðarlagi og sveit- anna ár hvert með fáguðum söng og þáði það eitt að launum að njóta sivaxandi vinsælda áheyr- enda. Þetta söngfélag starfar enn með fádæma áhuga undir nafninu — Karlakórinn Jökull. Svo sem hinn frómi Hallur á Siðu var sinum landsetum oe Keflavík Óskum eftir blaðburðarfólki Upplýsingar í síma 1373 -- ■fmi 35020 Fjölbrautaskólinn á Akranesi verður settur mánudaginn 12. september kl. 15:0ft. Nemendur komi i skólann þriðjudaginn 13. september sem hér segir: 7. bekkur grunnskóla kl. 9.00. 8. bekkur grunnskóla kl. 10.00. 9. bekkur grunnskóla kl. 11.00. Nemendur f jölbrautarskólans komi i skól- ann kl. 13.00. • Skólameistari. hjúum á Landnámsöld i Skaftár- þingi hefur Bjarni i Brekkubæ verið sinni kæru Nesja — og Hafnarbyggð, höfuðkempa og ævinlega i viðbragðsstöðu til lausnar aðsteðjandi vanda vina sinna og vandamanna. Og enn skal vonað, aö hinn sfgildi og glaði tónn Bjarna organista i Brekkubæ lifi um stund, byggð hans, frændum og vinum til un- aðar. Jón ísleifsson, organleikari BOLTAR Útflutnings- starf Viljum ráða sem fyrst starfsmann i söludeild okkar á Akureyri. Viðskiptafræðimenntun og/eða reynsla af útflutningsverzlun æskileg. Hér er um að ræða sjálfstætt framtiöarstarf. Skriflegar umsóknir sendist starfsamannastjóra. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Iðnaðardeild Sambands islenzkra sam- vinnufélaga. Glerárgötu 28 — Akureyri. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Royal star gúmmíhúðaður leðurbolti kr. 3.820.- $ Starfsmaður óskast til að sjá um afgreiðslu og heim- flutning á vörum úr Tollvörugeymslu. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 15. þ. mán. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Top star plasthúðaður leðurbolti kr. 2.710.- Sport King plasthúðaður leðurbolti kr. 2.870.- Sport King „artificial“ Nýtt: leðurlíki kr. 3.660.- HANDB0LTAR Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar efrir að ráða félagsráðgjafa i eftirtaldar stöður: 1. deildarfulltrúa í fjölskyldudeild meö aðsetur í útibúi að Asparfelli 12. Veitir hann útibúinu forstöðu og leiö- beinir starfsfólki. Starfsreynsia sem félagsráðgjafi áskilin, 2. félagsráðgjafa i fjölskyldudeild. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar, Vonarstræti 4, simi 25500. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Félagsmálastofnun Reykjavfkurborgar, Vonarstræti 4,101 Reykjavfk, eigi siöar en 26. septem- ber n.k. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 111 Vonarstræti 4 sími 25500 Leðurhandboltar Kr. 2.740. BLAKB0LTAR Starfsmenn óskast til framleiðslustarfa i málmiðnaði. Landvélar h.f. Smiðjuveg 66 Leðurblakboltar kr. 7.450.- Póstsendum Giœsibœ. Sími 30350. Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Vetrarstarfið hefst aö nýju að Norðurbrún 1, fimmtudag- inn 15. september og aðHalfveigarstöðum ma'nudaginn 19. september kl. 13.30 Dagskrár afhentar á staðnum. Nánari upplýsingar I snía 1880«. Félagsstarf eldri borgara frá kl. 9.00 til kl. 12.00 alla virka daga. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.