Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 11. september 1977 menn og málefni Miðf lokkar og aðrir flokkar t umræðum um grundvallar- stefnumiö í stjórnmálum kemur iðulega upp misskilningur sem á rót sina í þvi aö menn setja ekki forsendur og hugtök í rétt sam- hengi. Þannig ber t.d. m jög mikiö á því aö einstök hugtök séu flutt á milli landa og notuö viö nýjar aö- stæöur fyrirvaralaust, þótt jafnt félagslegar sem söeulegar for- sendur kunni a ö vera allt aör ar. Segja má ao islenzk stjórnmál og stjórnmálahreyfingar hvili á tvenns konar grundvelli. Annars vegar eiga þau upptök sin I sjálf- stæðisbaráttunni og tóku mót sitt af henni aö mestu eða öllu leyti fram á þessa öld. Hins vegar spruttu þau upp úr hinum félags- lega jarövegi, þjóðfélags-, byggö- ar- og atvinnuháttum, samhliða almannasamtökum og hags- munahópum sem f yrir hendi voru i landinu. Reyndar er þaö athyglisvert hvernig þessar mismunandi for- sendur endurspegluðust I stjórn- málunum. Þannig fór það alls ekki allt af saman a6 vera um- botamaöur I stjórnarfarsmálum og f ramf aramaður í félags- og at- vinnumálum. Sumir áhugamenn um félagslegar og verklegar framfarir voru beinlinis hæg- gengir i sjálfstæ&ismálinu, en aðrir meöal róttækustu foringja 1 þvi niáli höf6u næsta litinn áhuga á famförum öörum. Þessar mis- munandiskoðanirkomu t.d. ísjós i sviptingunum milli Valtýsku og Benediktsku á árunum fyrir alda- mötin. Þaö þjóöfélag sem hér var á mótunartima stjornmálahreyf- inganna einkenndist af dreifðri byggö fámenni og persónulegum tengslum manna, og verkaskipt- ingu sem bar enn mörg merki sjálfsþurftabilskapar þar sem þörfum heimilisins er öllum eöa allflestum sinnt innan þess eigin veggja. Meginstéttin var þá og vinnandi millistétt, fyrst og fremst viö landbúnaðarstörf. Þetta var sveitaþjóðfélag og stólpi þess var bóndinn. Upp Ur þessum jarðvegi sprettur samfé- lag nútlmamiðstéttar verkaskipt- ingar og tækni svo a6 segja beint og órofið vegna þess m.a. aö um- skiptin uröu svo seint. Hagþróun- in hér á landi birtist af þessum sökum félagslega ekki si'zt sem byggðaröskun. Vegna þess hve seint hiin gerist komu hérlendis hins vegar ekki upp þær þjdöfé- lagslegu andstæður sem orði6 höfðu I mörgum nágrannalönd- um, þar sem hagsmunaárekstrar auðmanna og raunverulegra um- komuli'tilla öreiga settu svip sinn á þjóðlifið áratugum saman. Það er athyglisvert í þessu efni að þessi vinnandi miðstétt I nU- timasamfélaginu hérlendis verðurekkikölluð „borgaraleg" i sigildri merkingu orðsins nema aö hluta. Aö miklu leytier hér enn um aö ræða framleiðendur til sjá var og sveita, launafólk hjá fyrir- tækjum og stofnunum og hand- verksmenn. Islenzka miöstéttin, sem er harla viðtækt hugtak, spannar yfir miklu viðara sviö heldur en viðskipti eöa f jármála- umsvif. Að eigna sér sjálfstæði Allt of lengi hefur hægrimönn- um tekizt aö eigna sér sjálf- stæðisstefnuna i áróðri sinum. Vitanlega ber að viðurkenna það mikilvæga hlutverk sem Iselnzka borgarastéttin gegndi i sjálf- stæðisbaráttunni með þvi að efla hér innlenda verzlun, Utgerð og annan atvinnurekstur. En á hitt ber og að lita að annars vegar mátti viða tæplega á milli sjá danskra umsvifamanna og hálf- danskra eða hálflslenzkra vegna þess að I stéttinni varð þar ekki á Leiðtogisænska Miðflokksins Thorbjörn Fálldin, forsætisráðherra.heimsótti island I sl. viku, og átti þá m.a. fund með ýmsum forystumönnum Framsóknarflokksins. milli greint. Hins vegar tóku samvinnufélögin margviða að sér það sjálfstæðishlutverk í verzlun, iðnaði, Utgerð o.s.frv. sem Is- lenzkir borgaralegir athafna- menn heyktust á. Nu, þegar sprottin er Ur grasi kynslóö sem aldrei hefur lifað undir danskri stjórn, hlýtur að reka að þvl að menn sjái sam- hengið rétt I þessu efni og áróð- urshulunni um „sjálfstæðisstefn- una" og tengsl hennar við sögu og baráttu þjóðarinnar verði af létt. Miðflokks- hugtakið Flokkaskipanin I landinu ber eðlilega skýr merki þeirra sögu- legu og félagslegu forsendna sem liggja að baki stjórnmálastarf- seminni. Svo sem augljóst er leiða þessarforsendur tilþess að i landinu er sterkt miðflokksafl fyrir hendi. öflin yzt til hægri og yzt til vinstri koma ekki auga á þessar forsendur eöa vilja ekki við þær kannast. Þeim er umhug- að að stjórnmálakerfið i landinu lUti einhverjum aðfengnum fyrir- myndum en ekki þörfum og hags- munum þjóðarinnar sjálfrar. Um nokkurt skeið hefur borið talsvert á misskilningi á þvi „miðflokkshugtaki" sem hér hefur verið minnzt á. Eins og menn vita hefur þetta hugtak veriö notað I islenzkum stjórn- málum allt fra þvl aö Framsókn- arftokkurinn var stofnaður. A þeim árum var mikiö talað um „miöflokkskenninguna" sem lá að baki stofnun flokksins. Þessi misskilningur felst einkum í þvi að menn vilja legga I hugtakið þá merkingu að það feli I sér fram- tiðarstefnu stjórnmálaflokks. Sannleikurinn er sá að „miö- flokkshugtakið" hefur allt af f alið I sér fyrst og fremst yfirlýsingu um afstööu flokks I stjórnmála- kerfi, afstöðu hans meö tilliti til annarra flokka. Hugtakið sjálft segir þess vegna ekki alla sðgu um hugsjdnalega afstöðu flokks- ins eða vilja hans varöandi fram- tíðarþróun þjóðskipulagsins. Þrátt fyrir þetta má af „mið- flokkshugtakinu" skilja að sá flokkur sem um ræðir aögreinir sigannarsvegarfrá hugmyndum jafnaðarmanna og sósíalista um stéttabaráttu I marxlskum anda og um alræði eða forræði ríkis- valdsins um málefni einstakling- anna. Hins vegar markar hugtak- ið skýr skil andspænis hægrisinn- uðum borgaralegum sjónarmið- um jaf nvel þótt þau kunni á tlðum aö hafa á sér frjálslyndan brag. Eru sósíalistar vinstri menn? Það er ástæöa til að vekja sér- staka athygli á þeirri staðreynd að hér á landi er I stjórnmálum ekki fyrst og fremst deilt um sósialisma eða frjálst efna- hagsllf. t Islenzkum stjórn- málum hafa deilurnar lengst af staðið um borgaralegar og hægrisinnaðar hugmyndir samkeppnismanna annars- vegar og félagshyggju sam vinnumanna hins vegar. Þegar horft er yfir flokkaskipanina i landinu verður miöflokkshlut- verkið alvegótvlrætt, en I deilum hægri og vinstri manna, sem hvorir tveggja vilja standa vörð um frjálst efnahagslif sem grund- völl, er spurt um viðhorfin til framtiðarþróunar þjóðllfs og samfélags. „Miðflokkshugtakið" hefur enn sem fyrr hlutverki að gegna I is- lenzkum stjórnmalum og það á rætur sínar I sögulegum og fé- lagslegum forsendum. Það rekst hins vegar engan veginn á hug- takið „vinstristefnu" I íslenzkum stjórnmálum, og það er ekkert annað en blekkingar eða blinda að vilja halda þvi fram að hug- tökin rými hvort ööru Ut. Sann- eikurinn er sá að það er mjög 'afasamt hvort unnt er með réttu ið kalla sósialista vinstrimenn, /egna þess að þeir stefna Ut fyrir •amma þess samfélags sem þolir xilitisk átök hægri og vinstri. Vlenn geta velt því fyrir sér hvort iósialistar eru ekki i'ullt eins Tömmustu „hægrimenn' I þeim. isetningi sinum að Utrýma at- lafnafrelsi einstaklinga og sam- :aka I þjóöfélaginu, og er þá átt við „sósialisma" I marxistiskri merkingu. Þaö gildir reynd ar um öll þessi stjórnm£flahugtök að þau ver*ur að sjá i réttu samhengi við sögu- legar og félagslegar forsendur. Þannig eru hugtökin „hægri" og „vinstri" beinlinis alræmd fyrir þaö hve óljós þau eru. „Sósial- ismarnir" eru vist orðnir álfka margir og „sósíalistarnir" eru. Um „miðflokkshugtakiö" verður það á svipaðan hátt sagt að viða um lönd á það við um borgara- lega og jafnvel hægrisinnaða frjaíslynda flokka, ogf er það eftir þvi á hvers konar grundvelli stjórnmálalif þjóöanna hvllir. Samsvaranir Rangtværiaðhaldaþvifram Ut af fyrirsíg aö hér sé um einhverja islenzka „sérstöðu" að ræöa. Raunin er sú að í megindráttum á svipað við um Skandinavlu, Ir- land og austanverða Evrópu. Miðflokkar með svipuðu sniöi og Framsóknarflokkurinn starfa i skandinavlsku löndunum og hafanáömiklu fylgi þar, ekki sizt IFinnlandiog I Sviþjóð. I Austur- Evrópu voru stjórnmálaöfl sem studdust við sveitafylgi mjög sterk allt þangaö til kommUnistar ruddust þar til valda. Siðustu átökin eftir styrjöldina íTPóllandi Ungverjalandi BUlgarlu og RUm enlu stóðu ekki milii kommUnista og borgaralegra hægrimanna, heldur mílli kommUnista og bændaflokkanna eða miðflokk- NU er það augljóst að það er fjölmargt sem á milli ber sam- félaganna i Skandinvaiu, Aust- ur-Evrópu og siðan á íslandi. En þau dæmi sem nefnd voru sýna þd, svo langt sem þau ná að hinar sögulegu og félagslegu forsendur verður að hafa Ihuga þegar reynt er að gera grein fyrir stjornmálaástæöum. And- stæð dæmi má lengi telja, en hér verður látið staöar numið við það að minna ú hin gamalgrdnu iðnaðarsamfélög Bretland, Þýzkaland, Belgiu ogBæheim. t þessum löndum voru efnahags- leg skilyrði allt önnur, uppbygg- ing iðnaðar og stóriðju miklu fyrr á ferðinni og borgarlíf orðið megineinkenni, ásamtfátæktog örbirgð „öreiganna", löngu áð- ur en fólki tók að fækka í dreif- býlinu og þorp tóku að spretta upp á islandi. Framvindan í Skandinavíu Löngum hefur þvi verið haldið fram í hópum þeirra sem ekki vilja sá félagslegar og sögulegar forsendur að þróun samfélagsins „hlyti" að leiða til þess að fylgi Framsóknarflokksins myndi minnka. Þróunin hin slðari ár i Skandinavlu getur verið fróöleg tilsamanburðari þessu efni. Mið- flokkurinn sem nu hefur forystu i rikisstjórn Sviþjóðar hét áður „Bændasambandiö". Flokkurinn tapaðí stööugt fyigí á sjötta ára- tugnum, en á sama tima átti sér stað veruleg byggðaröskun I landinu. Flestirsem fylgdust með töldu að dagar flokksins væru brátt taldir. En svo fór þð ekki nema siður væri. Um og upp Ur 1960 tók flokkurinn mjög að eflast i bæjum og borgum og er nU orð- inn næststærsti stjórnmálaflokk- ur landsins. Meðal þeirra stefnumála sem eflt hafa sænska miðflokksmenn má nefna byggðastefnuna fyrsta. t tengslum við hana hafa þeir lagt áherzlu á hag smáfyrirtækjanna, á mannleg samskipti á vinnustöð- um og á valddreifingu I þjóðfélag- inu. Þeir hafa borið fram þjóðleg sjónarmið i menningarmálum. Þeim er það mikið kappsmál að efla sjálfræði bygðanna og sveit- arf elaganna andspænis miðstöðv- um valdsins i þjóðfélaginu. Þeir hafa lagztgegnóheftum hagvexti og efnishýggju en stutt þess i stað mannleg og mannUðleg sjónar- mið. Loks leggja þeir áherzlu á samvinnu og samhjálp efnalega sjálfstærða manna. 011 þessi stefnumál þekkja Framsóknarmenn Ur langri bar- áttu, og svipuðu máli gegnir um miöflokksmenn í Noregi og i Finnlandi. A það er rétt að minna að I hugum miöflokksmanna I þessum löndum merkir „mið- flokkshugtakið" ekki aðeins and- stöðu við einstefnu hinna voldugu jafnaðarmannaflokka.heldur alls ekki slður táknar það sérstöðu flokksins andspænis hægrisinnuð- um borgaralegum flokkum, en I þessum löndum starfa bæði I- haldssamir og frjálslyndir borgaraflokkar. Mismunandi aðstæður Með þvi' sem hér hefur verið sagt jer þvi engan veginn haldið fram að sama máli gegni um Framsdknarflokkinn og hina skandinavisku miðflokka að öllu leyti. Þeir eru forystuafl gegn stjórnmálaforræði. jafnaðar- manna, en Framsóknarflokkur- inn er forystuafl gegn stjórn- málaforræði hægrimanna á ís- landi. Það leiðir einfaldlega af stjórnmálaaðstæðum I hverju landi um sig. í öðru lagi má geta þess aö miðflokkarnir i Skandin- aviu voru lengi vel „hreinir" stéttarflokkar bænda og bUaliðs miklu fremur en Framsóknar- flokkurinn hefur nokkru sinni verið, og tengsl þeirra við sam- vinnusamtök og önnur almanna- samtök hafa ekki verið með sama hætti. 1 ljósi stjórnmálaaðstæðna i Skandinaviu hlýtur það að teljast eðlilegt að miðflokkarnir vinni með borgaralegum hægrisinnuð- um flokkum, hvort sem þeir telj- ast Ihaldssamir eða frjálslyndir, i samsteypustjórnum þvl að annar kostur er ekki fyrir hendi til þess að hnekkja alræði jafnaðar- manna. A sama hátt hefur það verið hlutverk Framsóknar- flokksins að bera fram ýmis framfaramál sin I samstarfi við sósialista og jafnaðarmenn á ts- landi í vinstristjórnum. Af hálfu miðflokksmanna i Skandinaviu hefur það þvi hins vegar alltaf verið haldið fram að samstarf við jafnaðarmannaflokkana sé sjálf- sagt og nauðsynlegt t.d. ef staða þjóðarbUsins er I veði vegna ein- hverra áfalla. Og á sama hátt hika Framsóknarmenn ekki við að taka höndum saman við hægri- menn I ábyrgu og þjóöhollu sam- starfi. Þannig má bera saman og finna fjölmargar samsvaranir þegar slfellt erhaft i huga við hvaða að- stæður er starfað, á hvaða grund- velli sögulegum og félagslegum - er staðið, og með hverjum hætti stjórnmálakerfi og flokkaskipan er ihverju landi. Mismunurinn og fjölbreytnin er augljós en sam- staðan engu siður. Maðurinn sjálfur Loks má nefna eitt atriði sem þessirflokkar virðasteiga merki- lega samleið um. Allir hafa þeir lagt minni áherzlu á kennisetn- ingar og fræðilegar bollalegging- ar en flestir aðrir stjórnmála- flokkar i sömu löndum. t þessu felst reyndar ákveðin „fræðileg" afstaða i sjálfu sér. t augum þeirra sem i þessum flokkum starfa er þjóðlifið sjálft mikil- vægara sem grundvöllur en ein- hverjar misjafnlega langt stíttar ályktanir af þvi, maðurinn sjálfur og þarfir hans brýnni en pdlitísk- ar kokkabækur. Og reynslan hef- ur orðið sú að enda þótt mennta- fólk af eldri kynslóð hafi sett þetta nokkuð fyrirsig og vanmet- iðstjórnmálaafstöðu flokkanna af þessum sökum, þá hefur yngri kynslóðin gegnt kalli flokkanna. Hún þekkir hvort eð er aðstæð- urnar og vandamálin i iðn- og tæknivæddum velferðarþjóðfé- lögum og veit að Ureltar lausnir jafnaðarmanna, sósialista og hægrimanna duga skammt. js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.