Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 28

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 11. september 1977 Gangnafé í safnhring vift Hraunsrétt, áður en rekið var I réttina ao morgni. um bæi á Hvömmum en Aöaldal- ur aö öðru leyti auöur. Eins var snjór noröur um bæi i Kelduhverfi en autt nær sjónum. Komiö var bjart veður þegar lagt var af stað. Viö vorum átta úr Aöaldal, sem attum aö ganga til Fjallaréttar. Fyrirliði okkar og rekstrarstjóri var Jónas Þor- grlmsson á Hraunkoti, þá oröinn roskinn maöur, hann var gætinn og góður rekstrarstjóri. Hann var faðir Egils Jónassonar á Húsavik og þeirra systkina. Viö lögðum svo austur á heiö- arnar frá Þverá næstu nótt i glaöa tunglsljósi en talsveröu frosti. Venja var aö fara af baki i Arnahvammi og fá sér matar- bita, en það gerðu fáir i þetta sinn sókum kulda, og svo náoist ekki i nokkra jörð fyrir hestana vegna snjódýpis, en þeir voru margir, þvi að allir Þeistareykjamenn og eitthvað af Reykhverfingum voru með. Við héldum þvi áfram aust- ur að Sæluhúsmúla, en þar biðu eftir okkur Keldhverfingar, sem áttu að segja okkur fyrir verkum um daginn. Þá voru tvær réttir I Kelduhverfi, Fjallarétt og Hraun- hólarétt og gengið miklu meira af heiöunum til Fjallaréttar en nú er gert. Mér var skipuð ganga næst efsta manni I f jöllunum og auðvit- að fórum við það gangandi. Fé fundum við fátt og settum við það niður úr fjöllunum til næstu manna, sem tóku við þvi. Þennan dag var fagurt og bjart veöur og var gaman að sjá gangnamannaröðina þokast noröur heiðarnar jökulhvltar að sjá þaðan sem ég var hátt uppi I fjöllunum. Þaðan sá ég Oxar- fjarðarfjöllin og allt norður að Rauðunúpum, allt hálendi jökul- hvitt, en snjólaus dökk rönd með- fram sjónum. Þetta var dásam- legur dagur i Hfi minu og var ég þakklátur að hafa hlotiö þessa göngu um daginn. Þegar við komum niður vlr f jöll- unum fengum við hesta okkar og uröum því fegnir og létum spretta úr spori kringum féð á Fjalla- grundum. Mikið var ég hrifinn af grundunum, sem þá voru óáborið slægjuland, en bó grösugar og sléttar. Þá var ekki slður fallegt heima á Fjöllum og hlýlegt utan- bæjar og innan, en þar fengum við næturgistingu og viðtökur eins og heima hjá okkur. Þegar farið var að reka i rétt- ina tók ég eftir svartflekkóttri forystuá, sem faðir minn átti, en henni héít engin fjárrétt. Hafði ég þvi gætur á henni og gat hand- samað hana, er hún fór inn I rétt- ina. Tjóðraði ég hana við stóran stein i dilki okkar Aðaldælinga og taldi hana þar vel geymda. En um kvöldið I myrkri fær Jónas orð frá Víkingavatni, að það hafi stokkið forystuær úr dilki Aöal- dæla saman við þeirra fé er þeir voru að reka frá réttinni, og væri hún I haldi ef hann vildi ná henni. Jónas sagði mér betta og sagðist skyldi láta mann með mér að sækja hana. Snemma næsta morgun fór ég svo og Jón I Brekku með mér, að sækja Flekku, leiddi ég hana niður fyrir túnið á Vlkingavatni, þar sem við hábundum hana á öðrum aftur- fætimeð mjúku bandi, síðan fór ég á bak hesti minum, en Jón sleppti Flekku I götuna á eftir mér og reið á ef tir henni og þann- ig fórum við þar til við náðum rekstrarmönnum, félögum okkar, sem þá voru komnir suður I snjó- inn. Tókum við þá bandið af Flekku og slepptum henni I safn- ið, sem mig minnir að væri um tólf hundruð. Féö hafði runniö úr afréttinni norður I snjóleysislitinn I Kelduhverfinu. Enn var bjart veður þennan dag og sdlskin. Reksturinn gekk hægt og ekki laust við að hnoðaðist neðan I lömb um hádaginn, en hvfldar- laust var haldið áfram, þvi hvergi var hægt að beita fé eða hestum, og komin nótt, er við komumst I Arnahvamm. Voru þá hestarnir orðnir óstilltir vegna hungurs, svo Jónas ákvað að senda tvo menn með þá ofan I Heiðarból og fá þar hús og hey handa þeim. Attu mennirnir að hvila sig þar til við komum með féð af heiðinni. Nú vorum við orðnir sex með þetta stóra fjársafn, en féð var þægt og þokaðist áfrm slóðina i glaða tunglsljósi, og ofan I Heið- arfót komum við laust eftir fóta- ferðartima, eftir stanzlausan sól- Suourliluti Hraunsréttar. Séð suður á Múlatorfubæi. arhringsrekstur úr Fjöllum. Rák- um við féð ofan aö vallargarðin- um I Heiðarbót norðan við ána, þar sem hestamennirnir stóðu slðan yfir þvi, en viö fórum heim i Heiðarból og hresstum okkur á mat og kaffi. Að þvl loknu lögð- um við á hestana og héldum af stað til Hraunsréttar. Voru nú menn og skepnur linar. Menn höfðu ekkert sofið frá þvi farið var að heiman nema nóttina á Fjöllum, sem að visu var góð. Var fariö að halla degi er við komum niður úr sjónum I Hvammabrekk- una, en þá fyrst gekk reksturinn illa, þvl féð var orðið hungrað og reif i sig brekkugróðurinn. Þá var okkur sendur liðsauki frá Hraunsrétt, þvi þar var drætti að verða lokið og menn vildu fá féð, svo hægt væri að ljúka drætti á þvi fyrir myrkur. Þetta er lengsti rekstrartimi frá Fjallarétt til Hraunsréttar sem ég veit um. Var það fyrst og fremst góðu og stilltu veðri að þakka, að allt gekk slysalaust og vel eftir ástæðum. Eins og fyrr segir, var það siður að hafa gangnafé i Hraunsrétt og dilkum hennar nóttina fyrir fyrsta réttardag og láta tvo menn vaka yfir henni. Þessi venja hafði verið i 82 ár, þegar það gerðist haustið 1912, að fjögur lömb eru sundurtroðin i einum dilknum þegar úr honum er rekið um morguninn. Hvort það hefur haft áhrif til framkvæmda veit ég ekki, en sumarið 1913 er gerður öflugur hraungrýtisgarður kring- um krikann norðan við réttina, og gerðar dyr á norðurgafl hennar, og gangur að þeim úr safnhringn- um. Áður voru dyrnar á suður- gafli hennar. Þessi safnhringur er 3740 fermetrar að flatarmáli og hinn ákjósanlegasti geymslustað- ur fyrir þreytt gangnafé, aðeins skortir hann eitt, það er ekkert vatn þar. Þessi safnhringur er 64 ára I sumar. Það má segja um Hraunsrétt eins og öll mannaverk, hún er ekki gallalaus. Suma þessa galla sem nú eru taldir vera og eru, setti fólk ekki fyrir sig, þegar réttin var byggð, enda ekki hægt úr að bæta. A ég þar sérstaklega við klettana og jarðfasta grjótið I almenningnum, sem nú væri auð- velt að bæta úr með nútlmatækj- um. Þá er annar nútimagalli á henni og tilfinnanlegur þ.e. að ekki er hægt að koma f járflutn- ingabilum viðar að en er. Úr þvl heföi verið hægt að bæta, en það hefur bara ekki verið gert. Það sem verst hefur farið með Hraunsrétt er þegar Laxa* hleyp- ur I hana á vetrum, siðan verður allt að klaka og hann sprengir og skekkir veggina. Liklega eru þó fá eða engin mannvirki I Aðaldal eldri og endingarbetri en Hrauns- rétt, þrátt fyrir aöeins fárra klukkustunda viðhaldsvinnu á ári. En að ekki hefur verið betur bætt úr göllum Hraunsréttar öll þessi ár, held ég að stafi af þvi, að sumir hreppsbúar hafa um ára- tugi viljað leggja Hraunsrétt nið- ur, og byggja nýja skilarétt á öðr- um stað og úr útlendu efni. Nýja tlmanum virðist henta bezt, að slétta yfir og afmá slóðir fyrri kynslóða. En Hraunsrétt gamla hefur á- unnið sér hefðbundinn og lagaleg- an rétt til að standa þar sem hún er og verða notuð, svo lengi sem búendur I Aðaldælahreppi vilja og ábúendur Hrauns að þola ágang sem af réttinni leiðir endur- gjaldslaust. Arið 1894 þegar Helgastaða- hreppi var skipt 16. október eins og áður segir, gerði hreppsnefnd- in leigusamning við séra Bene- dikt Kristjánsson á eyðijörðinni Þeistareykjum, en hún var kirkjujörð frá Grenjaðarstað, og var sá samningur endurnýjaður 1904 og þá til 6 ára af hreppsnefnd Aðaldælahrepps og gildir hann fyrir báða hreppaba Aðaldæla- og Reykdælahrepp. Arið 1915 14. sept kaupa svo hrepparnir Þeistareyki af kirkju- jarðasjóði og skiptist sú eign I sömu hlutföllum og aðrar eignir hreppanna. Kaupverðið var kr. 1000.00 — eitt þúsund. A mæði veikiárunum fækkaði fé bænda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.