Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 40

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 40
f- iiwitlií ( r*"| áá, Sunnudagur 11. september 1977- J r 18-300 Auglýsingadeild Tímans. Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆOAMERKI YTRHFATNADUR Nútíma búskapur þarfnast jsmnsM. haugsugu Guðbiörn GuAjónsson Eins og mönnum er kunnugt hefur hafið göngu sina i sjónvarp- inu nýr þáttur, sem ber heitið ,,Á vogarskálum” og á hann að vekja fólk til umhugsunar um aukakiló og óþarfa spik. Læknar virðast reyndar nokkuð sammála um, að feitt fólk minnki liflikur sinar og offita sé áhættuþáttur ýmissa sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma. Gott og vel! En eru til aðrar leiðir til þess að eiga langa og góða ævi? Hver eru töframeðöl þeirra, sem komnir eru á niræðisaldur? Við snerum okkur til fögurra bráðhressra ein- staklinga á þeim aldri og báðum þá að segja okkur allt af létta. v__________________________________ ,, Skiptar skoðanir meðal lækna um f ituna’ ’ segir Jón ívarsson Ég hef þær lifsvenjur, sem ég ólst upp vió ug hef titið breytt út frá þeim. Mér finnst gotf hvaö með öðru, feitt kjöt og magurt, en það kölluðum við nú sam- breisking hér áður fyrr. Þegar ég varð fyrir þvi, fyrir átta ár- um að fá væga kranzæðastiflu, sýndi ég lækninum minum það svart á hvitu, hvað ég borðaði og gerði hann ekkert veður út af þvl. Ég spurði hann sérstaklega um fituna, því að inér finnst nú góð tóig og mör, en hann vildi engu breyta. Sagði hann skiptar skoðanir meðal lækna um fituna og lét það i mitt sjálfsvald, hvað ég gerði. A þessa leið fórust orð, Jóni Ivarssyni, fyrrum kaupfélags- stjóra og alþingismanni, þegar viðhringdum til hans, en Jón er nú á áttugasta og sjöunda aldursári. Éggetsagt þér til gamans, að i 50 ár hef ég borðað krúska i morgunmat og hafragraut á kvöldin. Ég set svoiitinn sykur út á grautinn, svona til bragð- bætis, þvi að sannast sagna, þá hefur mér aldrei þótt hafra- grautur sérstaklega góður. Borða ég hann svona af gamalli vneju. — Ég hef aldrei verið mikið fyrir veizlur, og áfengi og tóbak hef ég ekki notað. En þegar ég var á milli fermingar og tvitugs þáði ég reyk, væri mér boðinn hann. Nei mér finnst alveg sjálfsagt að halda uppi áróðri um heilsusamlegt liferni og minna spik. Ég sá ekki siöasta þátt, ,,A vogarskálum” en ég ætla mér að fylgjast með þeim Jón tvarsson næsta. Sjálfur er ég dálitið of þungur eftir hæð, 70 kiló fyrir mina 169 cm. Við spurðum Jón um skap- gerð og hreyfingu. — Nú orðið hef ég ekki ástæðu til þess að stökkva upp á nef mér, svaraði Jón og hló við, og ergi mig hreint ekki út af neinu. Eg hef ekki verið mikill iþrótta- maður um ævina, en glimdi dá- litið og ég hafði afskaplega gaman að dansa, þegar ég var ungur. Byrjáði strax að taka danssporin við dömurnar I Lýð- háskólanum að Hvitárbakka í Borgarfirði, þá á 15. ári. En við dönsuðum ekki alla nóttina, kvöidið nægöi okkur. — F.I. Hef alla tíð étið allt,sem að kjafti kemur, segir Jón Þórðarson Ég hef haft þá lifnaðarhætti aðborða allt, sem að kjaft kem- ur og ekki anzað læknunum I sambandi við mataræði. Hér fyrr meir þambaði ég lýsi og enn ét ég feitt kjöt eins og mig lystir. Ekkki hefur boriö á þvi, að fitan hafi sezt i æöaveggina á mér, sagöi Jón Þórðarson, prentari i samtali við Timann i gær, en Jón er nú 87 ára að aldri og manna lifsglaöastur. Jón tók reyndar fram, að það væri kannski helzt lifsgleðin, sem stuðlaði að langlifi og góðri heilsu. — Þunglyndir menn halda það aldrei vel út, sagði hann. — Ég hef unnið mikið alla æv- ina og þegar ég starfaði i Prent- smiðjunni Eddu, vann ég oftast 16 tima á sólarhring sem setjari og i stjórn Hins islenzka prentarafélags. Ég vann þar til ársins 1970, en þá var ég svo ó- heppinn að detta niður stiga og lærbrotna og axlarbrotna, Lær- leggurinn jafnaöi sig fljott, en axlarbrotið var of erfitt fyrir svo gamlan mann. Nú æfi ég axlarliðinn reglulega til þess aö geta skrifað og dregur vinstri Jón Þóröarson höndin þá hægri t upp 20 sinnum á dag. Sjálfsagt hefði ég ekki hætt svo fljótt að vinna, hefði ég ekki orðið fyrir þessu slysi. Viðinntum Jón eftir þvi, hvort hann heföi annars alltaf verið við góða heilsu, og sagðist hann reyndar hafa fengið i sig blýeitrun ungur að ár- um og hefði hún háð sér mikið fyrst i stað. — Þegar það kom fyrir mig, fór ég til Guðmund- ar Björnssonar, landlæknis og fékk hjá honum einnar krónu „recept” fyrir oplum- dropum sem þá kostuðu 10 aura Tók ég fimm dropa af opi- um i eina teskeið af vatni og lin- aðimeðþvikvalirnar. Þetta var á árunum 1918— 1920. Fimm ár- um siðar var ég orðinn nokkuð góður og hef ég ekki orðið var við meinið siðan. — Hefurðu trú á þáttum uin inataræði og megrun? , — Nei, ég hef enga trú á slik- um þáttum. Læknarnir eru allt- af að tönglast á þessu sama. Skipa fólki að drekka undan- rennu, en lita ekki á hækkun smjörfjallsins. Eins og ég sagði áðan, þá trúi ég frekar á gott skap og jákvæö viðhorf til lifs- ins, vilji menn halda það lengi út. — F.I. „Mjólk er jú góð, en það eru fleiri góð yngingarráð til” segir frú Guðríður Jóhannesson Þegar við hringdum f Guðriði Jóhannesson var að sjóða upp dr pottunum bjá henni og gestir væntanlegir I mat. Það var sam t enginn asi á henni og glað- værðin greinilega f fyrirrúmi. Við spurðum hana um hennar lifnaðarhætti sérstaklega, þvi að við höfðum frétt að 80 árin bærihdn sem fertug kona. ,,Ég hcf haftþann sið sagði Guðriður hlæjandi, að lifa lifinu lifandi og þegar fólk spyr mig, hvernig ég fari að þvf að vera svona ung- leg, segist ég bara drekka mikia mjólk og það er satt”. Guöriður hefur notað timann vel. Þegar hún var ung gekk hún á lýðháskóla og tók þaðat) próf. Siðan var hún i Danmörku við hárgreiðslunám og var hún einn af stofnendum Hárgreiðslu- meistarafélags íslands og nú heiöursfélagi þar. A Akureyri bjó hún til ársins 1931 með fyrri manni sínum, setti þar upp hár- greiðslustofu og verzlun og hélt meira að segja dansíböll fyrir Guðriður Jóhannesson Timamynd: G.E. unga bæjarbúa. Kvenskdtafé- lagiö stofnaði hún á Akureyri og Frh. á bls. 39 Sykur þykir mér góöur, segir Ingimar Jóhannesson Aðalatriðiðilifinu er að borða rniiuia. Það lærði ég af tengda- syni minum, sem er mjög skemmtiiega passasamur með útlitið og heilsuna, sagði Ingi- mar Jóhannesson, kennari.þeg- ar viö hringdum i hann, þar sem hann var staddur uustur I Birt- ingarholti i Hreppum, en Ingi- mar er nú 85 ára. — Ég sleppi hreinlega máltiðum tii þess að léttast og eftir um hálfrar aldar setu á fræðsluskrifstofunni rcyni ég aö hreyfa mig sem mest dti. Annars ét ég nú hvað sem er og sykur þykir mér góð- ur, þótt helzt ætti ég nú ekki að smakka hann. Ingimar trúöi okkur fyrir þvi, að hann hefði dottið i þann ó- heillapottað verða of feitur um þritugt. Kranzæðastifla hefði skotið upp kollinum, á lágu stigi þó, fyrir einum 15 árum og gleypti hann enn töfiur i þvi TBTiiwT»iwire-MirnMirniáii'Mii-'iii íimiiiimiii»wimwiHmiinnii'ni'—mi nm n •. m vt..% Ingimar Jóhannnesson / Ljósmynd Timinn: G.E. sambandi. Það var ekki úr vegi að spyrja hann um álit hans á gagnsemi þáttarins Á vogar- skálunum. — Slikir þættir hafa alveg á- reiðanlega mikið að segja, og svo var hann lika skemmtileg- ur. Fólkið var heldur i feitara lagi og ekki lak nú af þvi íýlan, enfita og gottskap fer nú óneit- anlega oft saman, sagði Ingi- mar. — Ég hlakka til að sjá fleiri þætti og fylgjast með, hvernig fólkinu hefur gengið. Við báðum Ingimar um góö ráð fyrir lifið og ekki stóð á svari: Kenndu manninum þin- um að prjóna. Það er það lang- bezta sem hann gæti gert i eÚ- inni og það eina, missi hann sjóniria. Ég get nú bæði iesið og skrifað, en ég prjöna mikið og þá helzt fingravettlinga úr bandi,sem 93ára gömul kerling spinnur. Þú ræður hvort þú trú- ir. ________________________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.