Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 25
Sunnudagur 11. september 1977 25 l trr sjónleiknum „Gary kvartmilljón" eftir Allan Edwall. T.f.v. Haraldur G. Haraldsson I hlut- verki Garys og Jón Hjartarson sem Friðrik húsvöröur.Aörir leikendur eru fjórir, Sofffa Jakobs- dóttir, Guðmundur Pálsson, Margrét Ólafsdóttir og Svanhildur Jóhannesdóttir. Leikmynd geröi Björn Björnsson og letkstjóri er auðvitað Alian Edwall sjálfur. Faðir Emils í Kattholti leikstýrir eigin verki á f jölunum í Iðnó VIO SKERUM SVAMPINN alveg eins og þér óskió. Stinnan svamp, mjúkan svamp, léttan svamp eoa þungan. Vió klœöum hann lika, ef þér óskió -og þér sparió stórfé. LYSTACÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846551 ¦'¦'. .¦¦....¦:.:'¦.:. :..,-¦'¦¦......¦.,,'..:.,.. ..:.¦:,:.::..-..:.'..:,:.,,'.; :,,:.¦.::..:'.-,, '.¦¦¦,¦¦::. . ¦ ...:.:, :.-¦:,¦. .¦.,:.:.' ¦.::¦¦¦¦¦.¦:¦:¦¦.:¦'.¦/¦. Kennara vantar strax Kennara vantar að barnaskóla ísafjarðar. Upplýsingar gefur skólástjórinn Björgvin Sighvatsson i sima (94) 3146. Skólanefnd. F.I. Reykjavik. — Miðvikudag- inn 14. september n.k. frumsýn- ir Leikfélag Reykjavlkur sjón- leikinn „Gary kvartmilljón'* eftir sænska rithöfundinn og leikarann AUann Edwall. AU- an Edwall er islenzkum sjón- varpsáhorfendum að góðu kunnur, sérstaklega fyrir hlut- verk sitt sem f aðir Emils i Katt- holtien hann lék einnig I Vestur- förunum og Heimeyingum. Leynilögregluframhaldsþættir hans „Engillinn" verða og væntanlega sýndir bráðlega I sjónvarpinu en þar leikur Allan Edwall aðalhlutverkið. Allan Edwall sagði á fundi með blaðamönnum, að „Gary kvartmilljón" væri um daglegt lif venjulegrar f jölskyldu eins og það gerðist i velferðarþjtíöfé- lögum nUtimans. Myndin væri raunsæ, og vel mætti telja leik- ritið ádeiluverk. 1 fjölskyldu Garys stönguðust á hefðbundin viðhorf til mannlifsins og hinar róttækustu skoðanir. Af þessu sköpuðustmiklar sveiflur innan heimilisins. Leikritið hefur algjörlega verið staöfært til islenzkra að- stæðna. Sá Vigdls Finnboga- dóttir um hráþýðingu á verkinu, en samstarfshópurinn allur vann þar drjagan skerf. Sviðið er Reykjavik og geta má þess, að faðir Garys er hafnarverka- maður hjá Eimskip. Þetta er ekki I fyrsta sinn sem „Gary kvartmilljón" skiptir um þjóð- erni, þvi að leikritið hefur verið heimfært upp á Finnland, Nor- eg, Danfnörk og stendur nú til að Royal Court i London taki það til sýninga. Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri reifaöi loks á blm. fundinum væntanlega dagskrá Leikfélags Reykjavikur i vetur, og sagöi hún þrjú sigild verk verða tekin aftur til sýninga á þessu leikári, en þau eru Skjald- hamrar Jónasar Arnasonar og Saumastofa Kjartans Ragnars- sonar, en bæði verkin eru á þriðja leikári. „Blessað barna- lán" eftir Kjartan Ragnarsson verður sýnt i Austurbæjarbiói, þar sem farið er að þrengja að leikstarfseminni i Iðnó. Nokkur nýbreytni verður i sýningum & Skjaldhömrum, þvi að Valgerð- ur Dan tekur þar við hlutverki Helgu Bachmann. Síðar i vetur verður svo sýnd- ur bandariskur gamanleikur eftirLilian Hellman, „Refirnir" undir leikstjórn Steindórs Hjör- leifssonar. Þá verða sýningar á „Sæmundi á selnum" eftir Böðvar Guðmundsson og „Skáld-Rósu" eftir Birgi Sig- urösson. Ráðskona óskast í sveit i sima 4-48-92, eftir kl. 8. á Upplýsingar kvöldin. Átta teknir grun- aðir um ölvun við akstur áþ-Reykjavik. I fyrrinótt urðu tveir árekstrar i Reykjavik og var Bakkus með I för i bæði skipt- in. Ekið var á Ijósastaur skammt vestan við skemmtistaðinn Klúbbinn og á leigubfl við skemmtistaðinn Sigtún. ökumað- ur fyrri bilsins skarst nokkuð i andliti, en hinn slapp. Mikil ölvun var i Reykjavik á föstudags- kvöldið og að sögn Iögreglunnar vorusjö ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. Þá var einn tekinn á laugardagsmorgun. Mímir 30 ára Kás-Reykjavík. Um þessar mundir heldur Málaskólinn Mim- ir upp á 30 ára afmæli sitt. Alls munu 20.000 menendur hafa stundað nám við skólann á þess- um tíma. Markmiö skólans hefur verið frá upphafi að kenna -erlend tungumál, svo þau yrðu að sem mestu gagni á sem skemmstu tima. 1 upphafi voru aðeins kennd tungumál i Mimi, en siðustu árin hefurnámsgreinum verið fjölgað. Hefur t.d. landsprófsgreinum og enskuskóla fyrir börn verið bætt við. Árið 1974 fékk skólinn Pit- mans-réttindi og þjálfarhann nú nemendur til Pitmans-prófs sem gildir hvarvetna f hinum vest- ræna heimi. Þá hefur skólinn tek- ið upp kennslu I hagnýtum skrif- stofugreinum. GAL-ofninn Panelofn í sérflokki hvað GÆÐI — VERÐ OG ÚTLIT snertir Stuttur afgreiðslufrestur. Gerum tilboð samdægurs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.