Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 4
Sunnudagur 11. september 1977 Þaö er alltaf ánægjulegt aö vita til þess aö tilraunir eru geröar til þess aö breyta Ut af hinu heföbundna stofnanafyrir- komulagi. Sambýlið aö Sogni i Olfusi er ein slfk tilraun. Þar búa i sambýli sex unglingar sem hafa áttvið félagsleg vandamál að striöa og fjórir einstaklingar sem veita heimilinu forstööu. Félagslegt uppeldi. I höfuðatriöum hvilir hiö upp- eldislega starf á tveimur aöal- reglum, sem eru notaöar sér- staklega i dagsins önn. Meö- höndlunin fer fram í sambúð sem Hkist fjölskyldu, þar sem saman eru komnir börn, ungl- ingar og fullorðnir. Hópurinn er saman allan sólarhringinn, án þess ao nokkur skil séu gerð á milli unglinganna sem þangað leita og aðstoðarfólks. Þetta smáa samfélag stendur að nokkru leyti fyrir smækkaða mynd af samfélagi, þar sem reynt er að byggja út þeim erf- iðleikum sem herjað hafa á unglingana úti i þjóðfélaginu. Félagsskapurinn stefnir á sama tlma að þvl að vera „opinn" t.d. gagnvart umhverfinu og fjöl- skyldum unglinganna, skóla, vinnustað o. s. frv. með meö- höndlun að augnamiði. Uppeldið eða meðhöndlunin fer fram I hinni daglegu og nauðsynlegu vinnu innan þessa litla samfé- lags, sem þessi félagsskapur er. í gegnum samvinnuna og reynsluna af raunverulegri samveru og vinnu fá meðlim- irnir það aðhald, sem gerir mögulegan persónulegan og fé- lagslegan þroska. Þetta gerir þeim fært að lifa úti i þjóðfélag- inu, án þess þó að þau láti undan öllum kröfum þess og samfé- lagsreglum. Undanfarandi kafli er eftir norska félagsfræðinginn Tore Jacop Hegland og þýddur úr Fjorhöj, sem er blað 11 sllkra sambýla I Danmörku. BYLIÐ SOGNI Rabbað við heimilis- fólkið. Okkur gestunum er boðið upp ákaffi að gtíðum og gömlum sið og við förum að ræða heimilis- lifið og sögu heimilisins. Lars Andersen verður fyrir svörum. — Hver er kveikjan að þvl að þíð hófuð rekstur á þessu heim- 01? — Við konan mln og skólafé- lagi minn vorum búin að ræða þetta saman og slógum til. Þetta er hugsjónastarf og ekki hugsað sem fjárhagslegur á- vinningur, enda fáum við ekki kaup fyrir okkar framlag. — Hvernig er þetta fjámagn- að? — Reksturinn byggir á greiöslum frá Félagsmálastofn- un sem eru 90 þusund með hverjum einstakling. Rikið greiðir svo og 30 þúsund með hverjum. Plássið hér er miklu ódýrara en á stofnun, en heimilið lifir á þessum greiðslum. Hér búa 13 mánns og héildarvelta á mánuði er um 600 þúsund. Hér eru sex unglingar, fjórir fullorðnir og þrir eigin krakkar. Það má segja að það sé fullt núna. - Kemur fólkið hingað af frjálsum vilja? — Já, þau koma fyrst I einn dag I heimsókn, fara svo og hugsa málin og koma svo aftur ef þeim lizt svo á. Viö höfum þurft að neita fólki, vegna þess Rabbað saman yfir kaffibolla. að hopurinn má ekki vera illa samsettur. Þau eru send hingað fyrir tilstilli Félagsmálastofn- unar. — Á hvaða aldri er þetta fólkv — Þetta eru unglingar á aldr- inum 13-18 ára. — Hvað hefur heimilið verið starfrækt lengi? — Siðan I október 1976, þá fengum við þetta hús hér að Sogni til leigu. Við erum núna búin að auglýsa eftir jörð, þvi þetta húsnæði er bæði of stórt og of dyrt. Við höfum áhuga á að geta haft fjölbreyttara starf, þar á meðal búskap, og verk- stæði og æskilegt væri að hús- næðið þyrfti endurbóta við, þá gætum við lagað það eftir eigin þörfum. Hér getum við ekki sett upp skilveggi og ekki málað nema með leyfi eiganda. Hús- næðið og aðstaðan veroa að hæfa fjölbreyttri starfsemi. — Að hvaða verkefnum vinnið þið hér? — Við erum að vefa teppi og steypa kerti. Við erum með I huga endurvinnslu á ymsum úr- gangsefnum, t.d. að endurvinna pappfr og gler. Þetta er nu I frumathugun og það er víst dyrt að endurvinna pappír og okkur hefur verið bent á að heppilegra sé að endursteypa gler. Það felst uppeldislegt inntak I þessu. Það kennir að hægt er að nota sama hlutinn tvisvar. Við vor- um Hka með I huga að bjóða fram aðstoð okkar viö að rlfa gömul hús og endurnýta bygg- ingarefnin. Að berjast fyrir lifinu. Talið berst að sambærilegum heimilum i Danmörku. — Straumurinn hefur legiö frá þeim til okkar. Það er komin svo mikil reynsla á þetta uti, við kennum þeim ekki neitt. Þar eru sömu vandamálin, — ungl- ingar sem lenda I sömu vand- ræðum. Þetta starf hefur borið árangur i Danmörku. Krakkar, sem þar haf a verið, hefur vegn- að vel siðar i llfinu. Þar eru heimilin viðurkennd af hinu op- inbera og greiðslur hærri með hverjum og einum. — Hvaða vandamál eiga ungl- ingarnir við að etja? — Það eru heimilisvandamál, skólavandamál og félagsleg vandamál. Þetta eru oft ungl- ingar sem átt hafa i útistöðum við lögreglu eða dómsvald. — Hvernig finnst pér Tómas að vera hér miðað við að vera á hefðbundinni stofnun? — Þetta er miklu frjálslegra, maður berst meira fyrir þvl að lifa og manni finnst maður ekki alltaf vera á stofnun. Samkomulag allra. — Allar ákvarðanir um rekst- ur heimilisins og fyrirkomulag eru teknar á sameiginlegum fundum allra heimilismanna. Þaö eru þrjár tegundir af fund- um. Morgunfundir, þar sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.