Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. september 1977 rætter hvaðgera skuli yfir dag- inn. A vikuíundum eru rædd vandamál, sem haf a komið upp t.d. á milli einstaklinganna. Þriðja teguridin af fundum er sú, aö hver og einn getur krafizt fundarhvenær sem er ef honum finnst eitthvað vera I ólagi. Það má segja aö betra sé aö fleiri ræði málin, en a6 tveim lendi saman. Unglingarnir upplýsast viö að ræða þessi mál f hrtp. Einmitt i okkar samfélagi er einstaklingnum gleymt. Hér reynum við að fá unglingana til ab sjá eigin vandamál i samfé- laginu. — Það er mjög mikilvægt — segir Jannik — að við erum hér saman allan daginn. Starfsmað- ur á stofnun fer heim til sin og fær utrás þar ef eitthvaö bjátar á. En vistmaðurinn fær útras á næsta starfsmanni. Það er meiri heiðarleiki i viðskiptum okkar hér. — Eru einstaklingarnir út skrifaðir? — Nei, þeir hverfa á braut i fyllingu timans. Réttur hvers og eins. — Ég tel það gott að hver og einnfinnur tilsins réttar, t.d. þá hefur einn af unglingunum yf ir- umsjón með fjárhag heimilis- ins, ef röðin hefur komið að hon- um i það skiptið. Einn sér um hverjamáltíð og er eldhusverk- unum skipt réttlátlega niður. Sá, sem sér um morgunmatinn vekur heimilisfólkið. Við höfum þá reglu, að ef búið er að vekja árangurslaust i tvigang, þá er viðkomandi heimilt að skvetta úr einum vatnsbolla framan i svefnpurkuna. Þetta ber undan- tekningarlaust árangur. Svona nokkuö er ákveðið & sameigin- legum fundum. Það er auðveld- ara að taka þátt i þessu, ef mað- Tímamyndir: Gunnar Heimilisfólkið á tröppunum. ur hefur sjálfur verið i þvi aö taka ákvarðanirnar. Daglegt Hf — Daglegt lif fer mikið i að sjá um heimilið. Kaupa inn,annast þvotta og önnur heimilisverk Svo erum við með kartöflurækt og svolitið af gulrótum og rófum. Við fengum 200 þusund krónur frá Menntamálaráðuneytinu til að kaupa f ræ og útsæði. Við sáð- um beint og það var ekki ndgu vel til þess vandað. Við vorum of fá i vor og það gerði þetta erf- iðara. Það var ekki fyrr en eftir að Jannik og Ulla komu i jiíni að við fórum i þetta af alvöru. En við komum til með að geta selt helminginn af þessu, sem er um 2tonn,semseljastá um 260þiis- und. Janriik bætir"þv'i við, að ak- uryrkja sé ekki beint heppileg á svona heimili, þvi aö hiin kref st þess að beðið sé i hálft ár. En það er þroskandi að sjá árang- urinnaf starfisinu strax. Þaðer erfitt að liggja hér I rófunum og imynda sér að þær verði til I ág- úst. Skólanám — Það stóö til að við sæjum sjálf um kennslu hér heima, en við vorum ekki nema tvö af eldri kynslóðinni. Námsaðstoð hér heima ætti að vera sjálf- sagður hlutur. Næsta vetur fara þrjú i skóla i Hveragerði. Sambýlið. — Allt okkar fé fer i heimilis- hald og það er s jaldan nokkuð til aflögu til kaupa á hlutum sem okkur vantar. Viö þurfum fé til að fjárfesta í bil og húsi og ýms- um hlutum sem okkur vantar. Það er mjög erfitt að fá lán, þvi að fólk hefur ekki trú á okkur. — Hverja telur þú vera skýring- una á þvi? — Það ernafniö eitt, Sambýlið að Sogni. Tómas ætti kannski að segja pér dálitla sögu af þessu. — Það var þegar viö vorum að safna fyrir flóamarkaðinn þá var það ein kona, sem ég bank- aðiuppáhjá.sem fagnaði þviað égbirtistifötum. Hún hélt að ég gengi nakinn á götunum. — Það má vera — segir Lars — aö fólkið rugli okkur saman við kommúnuna sem var hér skammt frá. En um leið og fólk er eitthvað öðruvisi eru sögu- sagnirkomnar af stað. Hér hafa veriö furöulegir einstaklingar sem hafa veriö gott tilefni fyrir fólk til að spinna sögur um. Þeg- ar fólk fréttir af þvi, að hér sé samankomið fólk, sem vill setja sig upp á móti samfélaginu, hugsar það ekki um það sem stað þar sem unnið er jákvætt starf. — GV Hilda með yngsta manninn á heimilinu, Björn Eirtk. Þa6 fer vel á með þeim Dagbjðrtu og kisu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.