Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 26

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 11. september 1977 SéðtilÞorgerðarfjailsyfirréttina.Geitafellshnukurer Gangnafé úr Þeistareyjalandi á leift til Hraunsréttar. til vinstri. Hraunsrétt f Aðaldal. Talið er af fróðum mönnum að Hraunsrétt i Aðaldal, sem nú er, hafi verið byggð um 1830. Aður hafi rétt verið heima við túnið i Hrauni. Eitt er vist að sunnarlega i Hraunstúni vifi hraunjaðarinn sést fyrir gömlum grasi- og mosagrónum hleðslum. Virðist réttin (almenningur) hafa veriö litil og dilkar smáir og ekki allir áfastir við réttina, heldur kippkorn frá henni. Bendir það til pess að fé hafi verið færra i þá daga. Hvergi er vitað til að skila- rétt hafi verið annars staðar i Aðaldal. Arið 1830, þegar talið er að núverandi Hraunsrétt hafi verið byggö, voru byggðirnar Aðal- dælahreppur og Reykdælahrepp- ur (sem nú eru) eitt sveitarfélag og hét Helgastaðahreppur. Sagt er að búendur i Helga- staðahreppi, eða sennilega sveitarstjórn fyrir þeirra hönd, hafi samiöviö Jóhann Asgrfms son, föður Sigurbjörns skálds I Fótaskinni (nú Helluland) að byggja réttina (almenninginn) gegn þvi að f á haustlamb að verk- inu loknu frá hverjum búanda hreppsins. Virðist það nú ekki réttlátt að hver greiddi lamb, hvort það var riki bóndinn eða sá fátæki. Sigurbjörn I Fótaskinni, sonur Jóhanns, er byggði Hraunsrétt, var fátækur bóndi og fluttist til Ameriku með fjölskyldu sina. Hans dóttir var Jakobína Johnson hin þekkta skáldkona bæði á Islandi og I Vesturheimi. Sagt er, að Sigurbjörn hafi kveðið þessa vlsu er hann fór til Ameriku: Gnauðar mér um grátna kinn gæfumótbyr svalur. Kveð ég þig i siðasta sinn sveit min, Aðaldalur. Hraunsrétt er I grasigrónum hraunkrika suður frá bænum Hrauni I Aöaldal, er þar sérkenni- legt og fagurt landslag og skjól- gott fyrir noröan- og austanátt. Norðan við réttina er grasigróiö svæöi, sem nú er búið að girða af. Austan við réttina er hár hraun- kambur eða hraunhóll. Er þaðan gott utsýni yfir réttina og það sem gerist þar. A þeim útsýnisstað er oft margt fólk, einkum kvenfólk og börn. Suð- og suðvestur frá réttinni er að miklu leyti gróið land alla leið suður að Laxá. Vestan- og norðvestan við réttina er svart hraun yfir að lita, þó eru þar skjólgóöir bollar og smá- hvammar grasi grónir þegar þangað er komið. Eins og fyrr segir er talið að Hraunsrétt hafi verið byggð um 1830, nánar ekki tiltekið, og finnst mér liklegt að hún hafi ekki verið byggö á einu ári. Hún er þaö mik- ið mannvirki. Þótt efni I hana haf i verið nærtækt að miklu leyti, þá hlýtur að hafa þurft að flytja grjót til og það hefur ekki verið mögu- legt, nema á sleðum og hestum aö vetrinum. Onnur nothæf tæki voru ekki til á þeim árum. Stærö Hraunsréttar er 90x20 metrar eða 1800 fermetrar al- menningurinn. Er honum skipt um miðju, með tvlhlöðnum hraungrýtisvegg axlarháum og eru tvennar breiðar dyr á milli, sinar við hvorn hliöarvegg. Dilk- ar voru 34 að tölu. Þá hlóðu bænd- ur sjálfir, stærð þeirra eru alls 5432 fermetrar. Almenningurinn og dilkar þvi 7232 fermetrar. Allir réttarveggir eru tvlhlaðnir úr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.