Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. september 1977 Margar vikur eru nú liönar siöan ritiö Múlaþing barst undirritu&um i þvi skyni að um það yrðu skrifuð nokkur orð hér i blaðið. En sumarið er fremur timi útiveru en skrifta og lest- urs, og því skal ekki beðið neinnar afsökunar á þeim drætti, sem hér hefur orðið á framkvæmdum. Það er miklu meiri ástæða til þess að vekja athygli fólks á góðu lestrarefni þegar „haustar á heiðum," heldur en þegar sumarannir standa sem hæst. Það erkunnara en frá þurfi að segja, enda hefur oft verið á það minnt, að rit, slik sem Múla- þing, gegna sérstöku, menn- ingarsögulegu hlutverki. Múla- þing er ársrit Sögufélags Austurlands, og þess vegna liggur i hlutarins eðli, að þar sé skráð sú saga, sem hefur gerzt eða er að gerast I Múlasýslum. Ársrit Sögufélags Austurlands er trútt þessu hlutverki. Þetta nýjasta hefti MUlaþings flytur okkur margvislegan fróðleik úr fortiðinni, en nútimanum er ekki heldur gleymt. Þar er sagt fráhinu unga Héraðsskjalasafni Múlasýslna og þvi, þegar Anna Guðný Guðmundsdóttir, ekkja Halldórs Asgrimssonar fyrrv. alþingismanns, „gaf hinu fyrir- hugaða safni allan bókakost þeirra hjóna, um 5000 bindi, með gjafabréfi dagsettu 17. april 1973." Og þar er enn frem- ur birt ræða Hjörleifs Guttormssonar, sem hann flutti við opnun þjóðminjasýningar SAL 19. jíini 1976. Annars er það sannast að segja, — og fljótsagt — að efni þessa heftis er ákaflega fjöl- þætt, enda eiga þrettán höfund- ar greinar þar, og sumir fleiri en eina, en alls eru greinarnar sautján, og eru þá ekki taldar með svokallaðar „stuttar frá- sagnir," sem eru dreifðar neðanmáls á nokkrum blaðsið- um, hingað og þangað. (Bls. 11, 89, 120 og 153). Eins og að likum lætur, þá er dálltið misjafn sauður i svo mörgu fé sem hér, en undir- rituðum er ekki nein launung á þvi, að honum dvaldist lengst við lestur greinarinnar Vonið á hann, gott fólk. Þar skrifar Sigurður Oskar Pálsson um sira Eirik Sölvason i Þingmúla og annál hans. Sigurður segir, að þessi samantekt sin sé „ekki Sagnfræðirit af Austurlandi byggð á fræðimennsku, hvað þá visindalegri könnun heimilda," — og má vera að rétt sé. En ef eitthvað skortir á f ræðimennsk- una, (sem höfundur þessa greinarkorns hefur reyndar öngva ástæðu til að ætla), þá er hitt vist, að skemmtunin er þeim mun meiri. Sigurður leiðir okkur á vit sira Eiriks Sölvasonar, þar sem „hann stendur álútur yfir púlti sinu i stofuhúsi þröngu og köldu i skini flöktandi kertarjóss, og blaðar i litlu kveri I áttblöðungs- broti." Og hver er hann þá, klerkur- inn, sem er að blaöa i gamla annálnum sinum og lofarokkur, nútimamönnum, að lesa yfir öxl sér? Hann hefur fæðzt á Skjöldólfsstöðum á Jókuldal „laugardaginn fyrstan i sumri" áríð 1663, en annáll hans nær frá árinu 1672 (auk þess að hann getur fæðingarárs sins i upp- hafi), og til ársins 1729. Vist gæti knappur annáll hins orðvara klerks á Austurlandi orðið dálit- ið þurr lesning, ef ekki kæmu til innskot Sigurðar Ó. Pálssonar á milli annálsgreinanna. Og nú skulum við gefa Sigurði orðið um stund: „Þessi tiðindi er viða að finna i annálum svo og i alþingisbók- um. Stóridómur I ægiveldi sinu vakir yfir gerbum manna. Hungraðri, kúgaðri og fávisri alþyðu þessa hrjáða lands skal kennt að vita skil góðs og ills, öxin glymur og Drekkingarhyl- ur fær sinn skerf.... En austur i Þingmúla situr hinn frómi og orðvari klerkur og hristir höfuð- ið yí'ir þessum ódæmum, en dettur ekki i hug að færa þau til bókar, nema undir rós: „Stór- mæli mikil og hræðileg i landinu viða." Já, vist var öldin döpur og margt sem amaði að, bæði af manna völdum og náttúrunnar. En þegar við lesum i annálum frá þessum tima, aftur og aftur, að utigangspeningur hafi goldið mikið afhroð, (og var sizt að undra), og svo i annan stað, að þennan eða hinn veturinn hafi allt bjargazt, af þvl að veturinn áður hafði svo margt fé fallið, að nu var ekki fleira eftir á bæj- um en svo, að „hús og hey geymdu," — þá hljótum við að viðurkenna, aðhér er þjóð, sem j kann ekkiað lifa i landi sinu, en setur skepnur sinar, og þar með sjálfa sig, á guð og gaddinn, æ ofan I æ, þrátt fyrir að reynslan sýni það, svo að segja á hverju einasta ári, að hér getur fé ekki gengið sjálfala vetrarlangt. Hér skal nú vikið frá þessari grein Sigurðar Oskars Pálsson- ar, en rétt er að lokum að geta þeirrar heimildar, sem höfund- neinn dóm um þessa grein síra AgUsts, til þess skortir undir- ritaðan þekkingu á sögu Val- þjófsstaðar. Siðari grein sira Agústs Sigurðssonar i þessu Múlaþingi heitir „Sira VigfUs Ormsson." 1 þessari grein leitast slra Agúst við að sýna fram á, að sira Vig- fúsihaf i verið „á annan veg far- ið, manngerð hans og breytni," enráða má af gamalli visu, sem lengi hefur verið kunn á Austur- landi, og er t.a.m. prentuð i Ætt- um Austfirðinga eftir sira Einar Jónsson á Hofi. En sira Agúst lætur sér ekki nægja að renna undirþað stoðum.aðsira Vigfils Ormsson hafi verið annar og betri maður en visan segir, heldur finnur hann höfundi bókmenntir ur tilfærir sjálfur i formála greinar sinnar. Hann segir: „Aðalheimildin er auðvitað annáll sira Eiriks svo og formáli prdfessors Jóns heitins Jó- hannessonar að honum I útgáf- unni frá 1958 i islenskum annál- um (Annálar 1400-1800, V.3.)". Næst ber að nefna greinar sira AgUsts Sigurðssonar. Hin fyrri heitir „Valþjófsstaður i Fljótsdal — gripið niður i kirkjusögu fram til 1789. —" Það er löngu kunnugt, að sira AgUst Sigurðsson býr yfir gifur- lega viðtækri og yfirgripsmikilli þekkingu á sögu islenzkra kirkjustaða.og mál hans og still eru þannig, að jaí'nan er gaman að lesa það sem hann skrifar. En hitt liggur i augum uppi, að hér verður ekki reynt að fella I hennar margvislegar málsbæt- ur, og enn fremur sira Einari, sem skráði visuna hjá sér. Slra AgUst telur óvist, að Einar pró- fastur á Hofi hefbi látið vlsuna fljóta með.ef honum heföi enzt aldur til þess að búa verk sitt til prentunar, og segir jafnframt, að þeim sem það verk unnu löngu eftir daga sira Einars, hafi verið „ókleift að velja og hafna," þegar um var að ræða minnispunkta, sem hinn látni sæmdarklerkur hafði geymt hjá sér. Vitaskuld er það umdeilan- leg staðhæfing, að þeim hafi verið „ókleift að velja og hafna," en mjög er virðingar- vert, hversu sira AgUst leggur sig fram I þessari grein að bregða hinu betra og draga fram þá hluti, sem eru mönnum fremur til sæmdar en hnjóðs. Hér verður látið nægja að geta um fátt eitt sem þetta hefti Múlaþings hefur að færa, enda var þess áður getið, að þar kennir næsta margra grasa. Benedikt Gislason frá Hof- teigi skrifar grein, sem hann nefnir „Björn á Eyvindará." Þetta er vel rituö grein, eins og vænta mátti, en ekki treystir undirritaður sér til þess að rök- ræða það sem þar er skráð, og liggja til þess gildar ástæður: þekkingarleysi á efninu. Steinn Stefánsson skólastjóri skrifar mjög fróðlega grein: „Þættir úr skólasögu Seyðis- fjarðar", og dr. Richard Beck skrif ar um séra Eyjólf Jónasson Melan. Enn fremur eru hér birtar nokkrar frásagnir af svaðilför- um, og er hrakningasaga Jóns fótalausa þeirra merkust. TrUlega sakna einhverjir þess, að I þessu hefti MUlaþings erekkineittum sjósókn fyrr eða nú, þegar undan er skilinn hinn eftirminnilegi róður Jóns fðta- lausa og félaga hans. Og mt'r fyrir mitt leyti þykir skaði, aö ekki skyldi vera birt mynd eða myndir frá Valþjófsstað, svo góð skil sem staðnum eru gerð i rituðu mali MUlaþings. Ekki er hægt að ljúka þessu rabbi um Mulaþing án þess að minnast & „ritstjóraþanka" Sigurðar Oskars Pálssonar fremst i heftinu. Hann lýsir þvi þar á ákaflega yfirlætislausan og sannfærandi hátt, hversu gifurlega vinnu það kostar að gefa Ut slikt rit, og segir rétti- lega, að eigi „Utgáfa Múlaþings i framtfðinni að verða tom- stundagaman þeirra, er að rít- inu standa, verði að skipta þvl gamni á milli ekki færri en þriggja manna...." Þessi hóg- væru orð ritstjórans ættu aö verða velunnurum Múlaþings ærið umhugsunarefni. Hér verður ekki reynt að segja Austfirðingum, hvernig þeir eigi að tryggja útkomu Mulaþings á komandi árum. Þeir eru fullfærir um að finna ráð til þesssjálfir. En vist er, að margir, — og ekki Austf irðingar einir — telja miklu skipta, að Múlaþing haldi áfram að koma Ut af eigi minni myndarskap en verið hefur hingaö til. -VS. UTSALA -UTSALA -UTSALA -UTSALA < co D s < 0) I rúllur Seljum næstu daga heilar og hálfar rúllur af gólfteppum á mjög hagstæðu verði — 85 rúllur eru í boði Lrtið við í Litaveri því það hef ir ávallt borgað sig 1 II ry Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18 O > C > 5 UTSALA -UTSALA -UTSALA -UTSALA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.