Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 29

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 29
Sunnudagur 11. septcmber 1977 29 Norðurendi Hraunsréttar. mikið. Var féð að deyja árið i kring og þó sumir settu á allar lambgimbrar hrökk það ekki til að viðhalda stofninum Haustið 1944 voru svo höfð f jár- skipti norðan Gæsafjalla- girðingar og milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts. Var þá fátt fé á Hraunsrétt það haust og eins haustið 1945, þvi fátt fé var á afrétt þaö sumar. En síð- an hefur sauðfé stórfjölgað i Aðaldælahreppi, þó að sumir bændur eigi enga kind eða fáar. Hins vegar fjölgar fé á Hrauns- rétt litið. Það fer i vöxt aíj bændur hafi sauðfé sitt i heimahögum og taki það á tún og grænfóður fyrir göngur. Haustið 1975 var gagna- skyld fjártala i Aðaldælahreppi samkv. skýrslu fjallaskilastjóra 10.961 kind og er sú tala fengin þannig, að tekin er tala ásetningasfjár haustið áöur og reiknað eitt lamb á hverja á- setningsá, en venjulega mun það nokkru meira. Ekki er vitað um f jártölu i Hraunsrétt fyrr eða sfö- ar, en sennilega hefur hún verið hæst fyrst eftir aö fráfærur lögö- ust niður. NU á Reykdælahreppur ekki lengur fé á Hraunsrétt svo telj- andi sé. Hefur hann leigt Aðal- dælahreppi sinn hluta Þeista- reykjalands i mörg ár gegn þvi að Aöaldælahreppur sjái um hreins- un landsins haust hvert. Margt hefur breytzt i tiö Hrauns- réttar i gangnamálum til bóta fyr ir menn og skepnur. A Þeista- reykjum er nú hús með „kojum" og svefnplássi fyrir 20-30 menn og hesthús fyrir sömu tölu. Þá eru tvær stórar girðingar til geymslu á gangnafé önnur á Þeistareykj- um hin við Kvíhólaf jöll. Og nU eru hafðir bflar til að taka vankað og þreytt fé og flytja til byggöa. Allt er þetta lofsvert og til bóta fyrir menn og skepnur. Einnig er flest fé, sem kemur fyrir i öðrum hreppum úr Aðaldælahreppi sótt á bilum og flutt til Hraunsréttar. Ég hefi veríö á fyrstu Hrauns- rétt siðan ég man eftir mér, nema haustið 1944 og haustið 1974. 1 haust sem leið, fór ég á Hraunsrétt. Hana bar þá upp á sunnudag. Veður var dásamlegt eins og flesta daga sl. sumar. Féð var með fleira móti og var rekið tvisvar iréttina, en mannfjöldinn og bilafjöldinn var slfkur að ég hef aldrei séð þvílikt á Hrauns- rétt. Þar voru fréttamenn úr Stór- Reykjavik — ljósmyndarar go kvikmyndatökumenn. Þar var fólk úr flestum stéttum þjóöfé- lagsins, þar voru smábörn i fangi foreldra sinna og öldungar allt upp i tiræðisaldur, — sem sé fólk á öllum aldri. Oft hefur Bakkus konungur verið dýrkaður á Hraunsrétt, en það var ekki með meira moti i haust sem leið, en til eru ófagrar sögur af þvi áður fyrr, en þær verða ekki sagðar hér, enda naumast réttinni að kenna. Síðan um 1890 veit ég um J>r já réttarstjóra á Hraunsrétt:' Jó- hannes Jónatansson Klambra- seli, Indriða Þorkelsson Ytra- Fjaíli og Kjartan Sigtryggsson i Hrauni, sem nú hefur verið þar réttarstjóri i mörg ár. Kjartan sagði mér, að s.l. haust hefði ver- ið dregið i 37 dilka á Hraunsrétt, eða þremur fleiri en þeir voru upphaflega. Sauðfé fjölgar hér ört og ræktun vex. Ég held að þessi þróun haldi áfram, ef ekki koma upp skæðar f járpestir eða önnur óáran. Enginn bóndi byggir nU minna en 300-500 kinda fjárhUs og þarf þá lika skilaréttir, þvi að vonandi verða afréttarlöndin hagnýtt og bætt i framtiðinni. Hraunsrétt hefur verið stærsta skilarétt i Suður-Þingeyjarsýslu, fjárflesta og áreiðanlega fólks- flesta rétt. Þeir sem vilja leggja hana niður sega m.a.: Við eigum að byggja nýja rétt, við eigum að byggja minni rétt, viö eigum að byggja rétt fyrir fé en ekki fólk. Ég er þessum mönnum ekki al- veg sammála. Það er máske hægt að komast af með minni almenn- ing en nú er, en þó þarf að vera hægt að koma að honum jafn- mörgum dilkum og við Hrauns- rétt eru nú. Min ósk til fjárbænda i Aðal- dælahreppi er þessi: Margt sauð- fé, fallegt sauðfé i góðri skilarétt i fögru umhverfi og margt fólk, sem finnur sér unað og sálubót að koma þangað, eins og á gömlu Hraunsrétt. Aldraður maður, fyrrtun bóndi, gerði þessa visu á skilarétt i fyrra: „Lætur oft ao óskum sinum aldrað fólk og hressir geð. Ég hef svalað augum mfnum enn — og horft á blessað féö." Kristján Jóhannesson. Skrá yfir þá menn, sem áttu að gera fjallskil til Hraunsréttar haustið 1882. Nöfn og heimili 1. Yztihvammur — Þórður 2. Hagi — Sigurgeir 3. Miðhvammur—Sigurgeir 4. Hraun — Jónas 5. Hraungerði —Guðni 6. Brekka—Tómas 7. Presthvammur — Sigurður 8. Klambrasel — Jónatan 9. Langavatn— Jón 10. Geitafell — Snorri 11. Kasthvammur—Sigtryggur 12. Hólar — Sigurður 13. Hamar —Kristján 14. Brettingsstaðir — Erlendur 15. Ljótsstaðir — Guöjón 16. Þverá— Jón 17. Halldórsstaðir — Guðrún 18. Birtingsstaðir—Jóhannes 19. Grenjaöarst. sr. Benedikt 20. Kraumastaöir —Jón 21. Múli—sr.Benedikt 22. Grimshús —Jón 23. Tumsa — Jónatan 24. Fagraneskot —Eyjólfur 25. Fagranes—Jón 26. Halldórsstaðir — Jóhann 27. Partur — Jónas 28. Ondólfsstaðir — Hallgrímur 29. Stórulaugar—Pétur 30. Litlulaugar —Kristján 31. Litlulaugar —Þórunn 32. Hjalli —Steingrimur 33. Hjalli —Guðni 34. Hallbjarnarst.—Helgi 35. Máskot —Guðni 36. Viðar—Sigurgeir 37. Laugasel — Kristján 38. Stafnsholt — Jón 39. Stafn— Tómas 40. Narfastaðir —Herdis 41. Narfast.sel—Sæmundur 42. Daðastaðir —Sigurður 43. Hólar— Sigmar 44. Breiðamýri — Jakob 45. Kvigindisdalur — Haraldur 46. Skógarsel — Jakob 47. Ineialdsstaðir — Kristján 48. Fljótsbakki — Jónas 49. Fljótsbakki —Josaíat 50. Lafsgerði — MagnUs 51. Einarsstaðir — MetUsalem 52. Vallakot —Jakob 53. Glaumbær— Halldór 54. Hamar —Kristján 55: Helgastaðir —Jónas 56. Helgastaðir — Þorbergur l 20 1 57. Helgastaðir—-Jóhannes 58. Höskuldsst.—Jón 59. Daðastaðir — Hallgrímur 60. Breiðumýri —Benedikt 61. Hólkot —Davið 62. Vað— Jón 63. Sýrnes —Guðni 64. Mýrlaugsstaðir—Jóhannes 65. Jódisarstaðir — Anna 66. Bergsstaðir —Margrét 67. Skriðuland—Jónatan 68. Rauðaskriða — Arni 69. Syðrafjall —Þorkell 70. Ytrafjall —Sigtryggur 71. Hólmavað — Kristján 72. Hafralækur — Friölaugur 73. Hafralækur —Jón 74. Nes — Þorgrimur 75. Jarlsstáðir — Björn iártala Gangnamenn 70 2 50 1 1/2 38 1 50 1 1/2 38 1 36 1 70 1 1/2 111 3 80 3 80 3 120 3 200 4 80 3 70 2 100 3 300 4 250 4 90 3 500 5 40 1 267 4 21 1 24 1 56 2 90 3 70 2 60 2 55 2 160 3 70 2 46 1 1/2 70 2 24 1 175 3 60 2 60 2 56 1 80 2 86 3 80 2 20 1 35 1 40 \ 1 1/2 54 1 1/2 80 3 23 1 65 2 31 1 33 1 55 2 200 3 1/2 35 1 54 2 35 1 40 2 26 1 31 1 60, 2 . 80 3 30 1 60 2 34 1 24 1 33 1 29 1 64 2 220 4 160 3 90 . 2 1/2 33 1 29 1 19 1 75 2 1/2 18 1 i Sokka og Hosa með lómb sin. Forustufé í Klaufaseli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.