Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.09.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. september 1977 ! m FÓSTRA 102 KATTA Guðrún Á. Símonar elur marga ketti, en hún kemst þó ekki i hálfkvisti viö Barböru Wolverton, sem hefur I sinni umsjá 102 ketti. En Barbara á lika I strioi eins og algengt er um fólk, sem hugsar öðru visi en þorri annarra manna eöa hagar sér ekki eins og gengur og gerist. Þvl er ekki ao leyna, að þannig er það I okkar ágætu vestrænu þjóðfélögum, sem allir prisa frelsið — með vörunum. Það er auðvitað út af köttunum, sem Barbara á I strlði við samborgara slna. En hún er einbeitt. Hún segist ekki gefast upp, hvað sem tauti og rauli. Eins og sakir standa hefst hún við á búðasvæði I Wilmington I Massachuetts I Bandarikjunum. Og það er haft I hótunum við hana að reka hana þaðan með alla kettina. — Mér hefur alltaf þótt vænt um ketti, segir Barbara, sem er fráskilin kona 44 ára og hefur ekki nema 7200 kron- í spegli tímans ,yt . ur á viku fyrir sig að leggja og skyldulið sitt. Ef ég gæti lifaðlifinuupp á nýtt, myndiég gerast dýralæknir. Kattaeldi Barböru hólst iyrir fimm árum, þegar hún tók tii umönnunar læðu, sem var nýbúin að gjóta. Hún lét að visu gera kisu ófrjóa og kunningjar fengu kettlingana. En upp frá þessu varð heimili hennar hjúkrunarhæli fyrir ketti, sem hvergi áttu griðland. Smám samán fjölgaði þeim köttum, sem hún skaut yfir skjólshúsi. — Nú hafa grannarnir hafið mikla herför gegn mér, segir hún og eigandi þessa búðasvæðis hótar mér að reka mig burt. En einhvers staðar verð ég að vera, og ég hef ekki einu sinni peninga til þess að sjá mér og köttunum farborða. Það kemur ekki til mála að ég svlki þá I tryggð- um. Éghörfa fyrr út I skóg og bý þar um mig Itjaldi. Einn þátturinn I herförinni gegn Barbara var að heimta úrskurð heiibrigðisyfirvalda um það, að umhverfi hennar væri misboðið með kattahjörðinni. Og vissulega voru kettirnir margir. Samt hljóðaði vottorð heilbrigðisyfir- valdanna upp á það, að allt væri hreint og þokkalegt hjá henni og ekki neina fýlu að finna. — Hún dekrar við kettina, var sagt, gefur þeim mat og hlynnir að þeim á allan hátt. Hún þekkir þá alla með nafni og nostrar svo við þá, að sérstakt er. Dýralæknir i nágrenninu er svo hrifinn af umhyggju hennar að hann hefur gefið öll lyf sem hún hefur þurft á að halda og auk matarpeninga handa köttunum. — Það er afrek sem hún vinnur, segir hann, og hún hefur unnið til viðurkenningar, en ekki ofsókna. Sé henni fenginn köttur sem óliklegt sýnist að geti rétt við kemur hún honum til á stuttum tima með umhyggju sinni og natni. En sumir sem kenna sig við dýravernd og umhyggju fyrir dýrum, lita öðru vlsi á málið. Barbara hefur skrifað dýraverndarsamtökum i Bandarlkjunum og beðið um lið- sinni' En henni hefur ekki verið svarað. Hún hefur llka leitað til eiganda verksmiðju, sem framleiðir kattamat, en ekki fengið aðra fyrirgreiðslu þar en fáeina miða sem hún getur fengið mat út á. — Mér verður samt ekki haggað segir Barbara. Ég hef einsett að fórna þvl sem eftir er af ævinni I þágu katta, sem aðrir hlynna ekki að. Fyrir það mun ég lifa og deyja. Þetta veitir mér ánægju og sálarro og ég óska einskis ann- ars en ofurlltils skika, þar sem ég get verið I friði l'yrir öðru lolki með kettina mina. MEÐ MORGUN KAFF^NU „Þetta var eitthvað svo meinlegt. Ég rann á sneiö af englaköku og ..." HvernigV^ Ég bar á hann| líður " 'J\ áburð annars þarf drengnum? hannbarahvild. -, ,En. spurningin er: Hver er l^ hann? .. Oghvernig) stendur á ^S að hann var á baki 'skjald bökunnar? ) -ý / „Hefurðu séö uppskriftabók- ina?" „Dásamlegur matur, elskan min. Hreint dásamlegur." m rfl ^J^J ^J ÆW-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.