Tíminn - 11.09.1977, Page 7

Tíminn - 11.09.1977, Page 7
Sunnudagur 11. september 1977 7 PÓSTRA 102 KATTA Guörún Á. Simonar elur marga ketti, en hún kemst þó ekki i hálfkvisti við Barböru Wolverton, sem hefur i sinni umsjá 102 ketti. En Barbara á lika i stríði eins og algengt er um fólk, sem hugsar öðru visi en þorri annarra manna eða hagar sér ekki eins og gengur og gerist. Þvi er ekki aö leyna, að þannig er það I okkar ágætu vestrænu þjóðfélögum, sem allir prisa frelsið — með vörunum. Það er auðvitaö út af köttunum, sem Barbara á I striði við samborgara sína. En hún er einbeitt. Hún segist ekki gefast upp, hvað sem tauti og rauli. Eins og sakir standa hefst hún við á búöasvæði i Wilmington I Massachuetts i Bandarikjunum. Og það er haft I hótunum við hana að reka hana þaðan með alla kettina. — Mér hefur alitaf þótt vænt um ketti, segir Barbara, sem er fráskilin kona 44 ára og hefur ekki nema 7200 krón- í spegli tímans ur á viku fyrir sig að leggja og skylduliö sitt. Ef ég gæti lifaölifinu upp á nýtt, myndiég gerast dýralæknir. Kattaeldi Barböru hófst fyrir fimm árum, þegar hún tók 01 umönnunar læðu, sem var nýbúin að gjóta. Hún lét aö visu gera kisu ófrjóa og kunningjar fengu kettlingana. En upp frá þessu varð heimili hennar hjúkrunarhæli fyrir ketti, sem hvergi áttu griöland. Smám saman fjölgaði þeim köttum, sem hún skaut yfir skjólshúsi. — Nú hafa grannarnir hafiö mikla herför gegn mér, segir hún og eigandi þessa búðasvæðis hótar mér að reka mig burt. En einhvers staðar verð ég að vera, og ég hef ekki einu sinni peninga til þess aö sjá mér og köttunum farborða. Það kemur ekki til mála að ég sviki þá 1 tryggð- um. Ég hörfa fyrr út i skóg og bý þar um mig i tjaldi. Einn þátturinn I herförinni gegn Barbara var að heimta úrskurð heilbrigðisyfirvalda um það, að umhverfi hennar væri misboðið með kattahjörðinni. Og vissulega voru kettirnir margir. Samt hljóðaði vottorð heilbrigðisyfir- valdanna upp á það, að allt væri hreint og þokkalegt hjá henni og ekki neina fýlu að finna. — Hún dekrar við kettina, var sagt, gefur þeim mat og hlynnir að þeim á allan hátt. Hún þekkir þá alla með nafni og nostrar svo við þá, að sérstakt er. Dýralæknir í nágrenninu er svo hrifinn af umhyggju hennar að hann liefur gefið öll lyf sem hún hefur þurft á að halda og auk matarpeninga handa köttunum. — Það er afrek sem hún vinnur, segir hann, og hún hefur unnið til viðurkenningar, en ekki ofsókna. Sé henni fenginn köttur sem óliklegt sýnist að geti rétt við kemur hún honum til á stuttum tima með umhyggju sinni og natni. En sumir sem kenna sig við dýravernd og umhyggju fyrir dýrum, lita öðru visi á máliö. Barbara hefur skrifað dýraverndarsamtökum i Bandarikjunum og beöið um lið- sinni' En henni hefur ekki veriö svarað. Hún hefur lika leitað til eiganda verksmiðju, sem framleiöir kattamat, en ekki fengið aðra fyrirgreiðslu þar en fáeina miða sem hún getur fengið mat út á. — Mér verður samt ekki haggað segir Barbara. Ég hef einsett að fórna þvi sem eftir er af ævinni i þágu katta, sem aðrir hlynna ekki að. Fyrir þaö mun ég lifa og deyja. Þetta veitir mér ánægju og sálarró og ég óska einskis ann- ars en ofurlitils skika, þar sem ég get veriö I friði fyrir öðru fólki með kettina mina. Sumir myndu'V; jm?- hafa drepið hana og notað c hana i súpu en við gerum * 'þaðekki!- ' . Siggi, hvernig er hægt að ^ launa skjáld’ ' böku fyrir T að bjargaZ manns lifi? 7 Hvernig<,Z Ég bar á hann; liður j áburð annars þarf drengnum? 'hannbarahvild. ?'■ y/ „Hefurðu séö uppskriftabók- ina?” „Dásamlegur matur, elskan min. Hreint dásamlegur.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.