Tíminn - 27.11.1977, Qupperneq 1

Tíminn - 27.11.1977, Qupperneq 1
Ekki til fyrirmyndar að brjóta samninga — segir Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, um frestun á tollalækkunum Ólafur Jóhannesson F.I. Reykjavik. — Égerandvig- ur þvi, að island fari fram á frestun tollalækkana við EFTA, sagði Ólafur Jóhannesson, við- skiptaráðherra i samtali við Timann i vikunni. Sagðist Óiaf- ur ekki hafa trú á að slfk beiðni yrði tekin til greina, og taldi hann ekki nægileg rök fyrir að bera hana fram. — Það er ekki til fyrirmynd- ar, þegar aörar þjóðir brjóta gerða samninga, sagði Ólafur ennfremur. Slík tilfelli koma að sjálfsögðu alltaf upp, að einhver ákvæði i samningunum hafi verið brotin, og.er þá oftast um aö ræða takmarkanirá innflutn- ingi einstakra vörutegunda eða einhverjar styrktaraðgerðir, sem vafasamter að samræmist ákvæðum EFTA. Þessum brot- um er og harðlega mótmælt i skýrslum stofnunarinnar, en hvort þeir láta þar við sitja, veit ég ekki. — Mér þykir ósennilegt, að islenzk stjórnvöld flytji málið boðleiðina til yfirstjórnar EFTA, sagði Ólafur að lokum, og ég tel nauðsynlegt fyrir ís- land, eins og aðrar þjóðir, að standa við skuldbindingar sinar gagnvart öðrum þjóðum og bandalögum. Auk þess verðum við að hafa i huga hugsanlegar gagnaðgerðir af hálfu EFTA- landa. Við höfum i gegnum bandalagið markað i sextán stórum ri'kjum, sem er nokkurs virði fyrir útflutningsiðnaðinn, þvi aö þar ætlum við að hasla okkur völl. Þróun iðnaöarins er mjög svo undir þvi komin, að takast megi að finna markaði á þessu svæði. Forkastanlegt að ljúga að fólki varðandi eigið lif Fl ræðir við Þórarinn Sveinsson/ sérfræðing i krabbameinsiækning- um. Bls. 16-17. Skáldið frá Víðikeri VS tekur Kára Tryggvason tali og ræða þeir um skáld- skap, búskap, ferðalög o.fI. bls. 20-21. Annað upp á teningnum hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda: Við viljum einhliða ákvörð- un íslands um frestun F.I. Reykjavik. — Við teljum vel stætt á þvi að ísland taki ein- hliða ákvörðun um frestun á tollalækkunum. Slikt brýtur að sjálfsögöu i bága viö EFTA- samkomulagið, en við höfum það okkur til málsbóta, að aðrar þjriðir EFTA brjóta striðugt gerða samninga til dæmis með beinum stuðningsaðgerðum. til handa eigin iðnaði. Borið saman við nágrannaþjóðirnar er lilill sem enginn stuðningur viö iðnað hér á tsiandi. A þessa leið fórust Hauki Björnssyni, framkvæmdastjóra Félags islenzkra iðnrekenda orð i samtali við Timann i gær, en Félag ísl. iðnrekenda hefur borið ipp þá tillögu á fundi ráð- gjafanefndar EFTA, að til komi frestun á tollalækkunum f eitt ár. Segja iðnrekendur dýrmæta upphæð geta skapazt meö þessu móti, sem nota ætti til þess að standa straum af bráðnauðsyn- legum iðnþróunaraðgerðum. Tillaga þessi var samin með hliðsjón af ferð, sem fulltrúar Félags islenzkra iðnrekenda fóru til Danmerkur, Noregs og Bretlands i þvi skyni að kanna stuðningsaðgerðir við iðnaðinn i þessum löndum. Kom i ljós, að slikar stuðningsaðgerðir eru geysilega miklar, og sömu sögu er að segja frá öllum löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Miklar stuðningsaðgerðir eru framkvæmdar i þessum lönd- um,svosem á sviði útflutnings- eflingar og tækniþróunar að sögn Hauks, og sérstakar að- gerðir.sem ganga undir ýmsum nöfnum, eru stöðugt á dagskrá. Sé miðað við Noreg nema þess- ar sérstöku aðgerðir um 4,4 milljörðum fslenzkra króna ár- lega. Segja islenzkir iðnrekendur engan vafa leika á, að þessar aðgerðir hafi bein áhrif á sam- keppnisaðstöðu iðngreinanna og hljóti þvi að brjóta i bága við friverzlunarsamkonulagið og EBE. NORÐURLANDAFOR UTANRÍKISRAÐHERRA GV — 1 dag fer Einar Ágústsson utanrikisráöherra til Danmerkur i opinbcra heimsókn. t för með ráðherranum er ráðherrafrúin, Þórunn Sigurðardóttir, Henrik Sv. Björnsson og eiginkona hans, Torfhildur Björnsson. i fyrra- málið mun ráðherrann hitta K.B.Andersen utanrikisráðherra og þiggjá hádegisverðarboö hjá honum. Siödegis mun ráðherra hitta Anker Jörgensen forsætis- ráðherra. Síðan veröur blaða- mannafundur á Hótei D’Angle- terre og um kvöldið verður kvöld- verður i boði dönsku rikisstjórn- arinnar i Kristjánsborgarhöil. Þriðjudaginn 29. nóv. fer ráð- herrann og föruneyti hans i ferða- lag um nágrenni Kaupmanna- hafnar, venður þá farið til Frið- riksborgarhallar i Hilleröd og e.t.v. fleiri staða. í þeirri för verða m.a. skoðuð vikingaskip sem eru nálægt Hróarskeldu. Sið- degis. mun ráðherra skoða minnismerki i Lejre um Jörgen Jörgensen, en hannvar einn af fremstu hvatamönnum þess, að handritunum var skilað aftur til Islands. Ráðherrann mun þá hitta Sven Jörgensen, son hans. Að kvöldi þriðjudags bjóða utan- rikisráðherrahjónin til kvöld- verðar á Hótel D’Angleterre. Á roiðvikudagsmorguninn 30. Einar Ágústsson, utanrikisráðherra. nóv. er svo gert ráð fyrir að ráð- herrannhitti Ingiriði fyrrverandi drottningu, én hún er rlkisstjóri i fjarveru Margrétar dóttur sinnar. Siðdegis þann dag heldur ráö- herrann áfram för sinni til Noregs, og fimmtudaginn, 1. des. fyrir hádegi mun hann eiga við- ræður við Knut Frydenlund utan- rikisráðherra og helztu embættis- menn utanrikisráðuneytisins og snæða hádegisverð i boði ráð- herrans, en þar mun viðræðum haldið áfram um samskipti land- anna og- ýms alþjóðamál. Um kvöldið verður ráðherrann i kvöldverðarboði rikisstjórnar- innar. Fyrir hádegi á föstudaginn 2. desember fer Einar Ágústsson i heimsókn til Nordlis forsætisráð- herra og mun hann siðan væntan- lega hitta Evensen, hafréttar- málaráðherra Noregs, að máli. Um hádegisbil verður móttaka Ólafs Noregskonungs fyrir gest- ina. Siðdegis mun Einar Agústs- son hitta Bolle sjávarútvegsráð- herra. Að þvi búnu verður blaða- mannafundur kl. 5 og siðar um kvöldið verður kvöldverður i sendiherrabústað tslands. Eftir að opinberri heimsókn Einars Agústssonar til Danmerk- ur og Noregs lýkur mun ráöher- ann fara laugardaginn 3. desem- ber i ferðalag til Tromsö i Norður- Noregi, til þess að kynnast þeim hluta landsins. Ráðherrann kemur til baka úr þeirri ferö um hádegi á sunnudag. Eftir þessa heimsókn fer Einar til Finnlands i embættiserindum og þaðan fer hann á utanrikisráðherrafund i Briissel, dagaria 8. og 9. desem- ber. „Þessum veiðum er lokið” GV- Þaö er alveg staöfest og hefur verið tilkynnt þýzkum togurum I áheyrn Land- helgisgæzlunnar, að þeim beriað hætta veiöum áður en 28. nóvember er liðinn og i siðasta lagi á miönættipess dags verða vestur-þýzkir togarar hættir veiöum, sagði Einar Ágústsson i viötali við Timann i gær. — Ég fyrir mitt leyti hef aldrei efazt um það, frá þvi að samningurinn var gerður, að við hann yrði staðið. Þjóð- verjarhafa ekkifarið fram á neins konar framlengingu á þessum samningi, og það hefur verið staðið við hann af beggja hálfu. — Þeir hafa ekki náð að fiska þaö magn, sem þeir máttu fiska samkvæmt samningnum, en það breytir engu um þaö, að þessum veiðum er lokið^agöi Einar að bkum. Samastaður í tilverunni Sókn að Síöan 1952 hafa ís- iendingar fært fisk- lokasigri veiöilögsögu sína út fjórum sinnum. Fram- sóknarf lokkurinn hef- ur ávallt veriö í stjórn þegar fært var út. Bls. 12-13. Bókarkafli eftir AAálfríöi Einarsdótt- ur bls. 34-35.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.