Tíminn - 27.11.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 27.11.1977, Qupperneq 11
Sunnudagur 27. nóvember 1977 nii'Miííí n Timinn heimsækir Breiðdalsvik Myndir og texti SSt svipuð frystihús byggð á árunum um og fyrir 1950 og fram yf ir 1970 höfðu engar endurbætur verið gerðar á þeim þá aðallega vegna síldaræöisins en þær endurbætur sem gerðar hafa verið siðustu ár hafa veriö gagngerar, enda þýddi ekkert annað. Frystihúsin hafa lent I vandræðum með að ljúka þessum framkvæmdum og ekki alltaf fengið nógan stuðning. En nú er þetta sem sé allt saman á réttri leið að menn vona, sagöi Pétur. Eina mynd takk, kallaði sa sem situr á traktornum, og það var ekkert sjálfsagðara. Þessir hressu ná- ungar voru að vinna við sláturhúsbygginguna. Tveir bændur úr Breiðdal spjalla saman, Jdhann Pétursson, t.v. og Guðmundur Arnason t.d., Við förum oft f slátrunina á haustin svona til að drýgja aðeins tekjurnar, sögðu þeir. Sameining framundan Frá Breiðdaisvfk, nokkrir einmanalegir trillubátar f fjörukambinum f vetraroriofi. Fjallið Goðaborg I baksýn. Þessir bátar komu með einhvern smáslatta af slld, voru fljótir að losa sig og fóru strax út aftur, þvf að sfldveiðitiminn var að renna út. — Það sem vakir fyrir mönnum iútgerðarmálum hérá Breiðdals- vik er að sameina krafta þeírra sem starfa að þeim málum hér og stofna til útgerðar og kaupa sem allra fyrst á einhvers konar skut- skipi tilað afla hráefnis fyrir fisk- vinnslufyrirtækin hér. Og þá er stefnt að þvi að hér verði einn rekstraraðili. Það er það sem menn miða á og það sem þeir ætla að vinna að á næstunni. Það er lifsnauðsynlegt til að vega upp á móti þeim tilkostnaði sem breytingar á frystihúsinu hafa haft I för meö sér og eins með það i huga að hafa hér jafna og stööuga atvinnu. Fólk sættir sig ekki lengur við það eins og áður að svo og svo margir dagar falli úr á ári hverju. Siðan togarinn var seldur hefur frystihúsiö keypt hráefni frá Fá- skúðsfirði og ekið þvi hingað á Breiödalsvik og unnið fiskinn hér. Einnig hefur hráefni falliö til frá heimabátnum og á næstunni verður sá háttur enn heföur á, sagði Pétur. önnur starfsemi og at- vinna á Breiðdalsvik Hér er aðeins ein verzlun útibú Kaupfélags Stöðfirðinga eins og verið hefur um fjölda ára og hefur hún með höndum alla þætti verzlunarinns.r. Það rekur slátur- hús en i ár var byrjað á byggingu nýs sláturhúss sem byggt er á vegum Sláturfél. Suðurfjarða og er kaupfélagiö stór aöili að þeirri framkvæmd. Vonazt er til að lok- ið verði við húsiö á næsta ári. Þetta er mjög aökallandi þvi að aðstaða til slátrunar hefur verið litil og léleg og það húsnæði sem notazt hefur verið við á siðustu árum hefur alls ekki veriö full- nægjandi og fengið undanþágu til slátrunar. Hér er ekki mjólkursamlag hins vegar er mjólkursamlag á Djúpavogi. Mjólkurframleiðsla hér i' Breiðdalshreppi hefur ekki veriö mikilog þeirri mjólk sem til hefur fallið, hefur verið ekið til Beruf jarðar þar sem er mjólkur- stöð og þaöan hefur verið keypt neyzlumjólk. Segja má að hér sé visir að iðnaði þó i litlu sé, trésmiðaverk- stæði er starfandi hér og einnig nokkrir trésmiðir sem starfa frjálst. Þá er hér viðgerðaverk- stæði, sem annast viðgerðir á bil- um vélum og flestum tækjum sem hér eru. Nokkurs konar steypu- stöð er hér og hafa næstu byggöarlög notið góðs af henni. Svo er hér nokkur starfsemi við Póst- og simstöðina en hUn er i nýju húsnæöi, sams konar og er á Stöðvarfirði og Djúpavogi. Framkvæmdir — í mörgu að snúast Fyrir utan framkvæmdir viö hraðfrystihúsið og sláturhúsið er margt á döfinni. Þar má fyrst nefna hafnarframkvæmdir, en verið er að byggja nýja höfn og stærri. Þær hófust fyrir u.þ.b. tveim árum og eru nú vel á veg komnar. Þetta eru orðnar dýrar framkvæmdir eins og sambæri- legar framkvæmdir eru I dag og hafa um 100 milljónir fariö I þær. Fyrir nokkrum árum var lögum varðandi hlutdeild hrepps- og sveitarfélaga við sllkar fram- kvæmdir breytt og nú greiða hrepps- og sveitarfélög 25% af slikum framkvæmdum á móti 75% frá riki. Þá stendur til á næstunni að byggja skóla fyrirþorpið. Börn úr þorpinu hafa sótt skóla hér inni i Breiðdalnum og hefur þeim verið ekið þangað en það er um 7 km leið. Sá skóli heitir Staöarborg. Várðandi fyrirhugaöan skóla hér á Breiðdalsvik er þegar búið að vinna nokkra undirbúningsvinnu og verður væntanlega hafizt handa við skólabygginguna á næsta ári. Félagsmál Hér er starfandi ungmenna- félag og varhaldið uppá 40 ára af- mæli þess I sumar svo að_þetta er ekki alveg unglingur sagbi Pétur. Það starfaði hressilega fyrstu ár- in en svo hefur gengiö á ýmsu en þaö hefur aldrei dottiö upp fyrir og oft verið svona sæmilega lif- andi. Það hefur haldiö samkomur og veriö með ýmiss konar skemmtistarfsemi sérstaklega á sumrum, þegar unga fólkiö er heima. Hér er knattspyrnulið en knattspyrnuvöllur er hér inni i Breiðdalnum. Hér er starfandi Lionsklúbbur og er hann meö ýmsa starfsemi á sinum snærum. Svo er hér náttúrlega kvenfélag og hefur það starfað anzi rösk- lega. Þaö vill nú hins vegar brenna viðf svona Htlurn plássum að félagslif sé dauft enda er það svo að þegar nægur fiskur berst á land, þá vinna þeirsem geta unn- ið og yfirleitt fram á kvöld, sagði Pétur. Framtiðin Að minu viti eru hér miklir möguleikar til vaxandi byggðar á Breiðdalsvik. Hér i Breiödalnum er einna mest undirlendi á Suöur- fjörðunum og gefur það bæði mögleika á aukinni ræktun og eins aukinni byggð. Hér eruöll skilyrði fyrir llfhöfn mjög auövelt að loka henni og eins að dýpka hana og hér ætti að vera hægtað gera ýmislegt og þvi er ekki hægt annaö en að vera bjartsýnn þrátt fyrir mótblástur undanfarinna ára sagði Pétur Sigurösson að lokum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.