Tíminn - 27.11.1977, Síða 23

Tíminn - 27.11.1977, Síða 23
Sunnudagur 27. nóvember 1977 23 sjónvarp Sunnudagur 16.00 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. Ast í meinum Þýöandi Krist- mann Eiösson. 17.00 Þriöja testamentiö Bandariskur fræöslu- myndaflokkur i sex þáttum um trúarheimspekinga. 3. þáttur. William Blake Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.00 Stundin okkar (L aö hluta) Fylgst er meö brúöu- igerð barna i Austurbæjar- barnaskólanum, talaö er viö 10 ára teiknara, Hlyn öm Þórisson, og sýnd mynda- sagan um Brelli og Skelli, sem hann hefur gert teikn- ingar viö. Þá veröur sýndur annar hluti kvikmyndar Óskars Gislasonar, Reykja- vikurævintýri Bakka- bræöra, Helga Þ. Stephen- sen segir þykjustusögu og ný teiknipersóna, Albin, kemur i fyrsta sinn. Krakk- ar úr leikskóla KFUM og K koma i heimsókn og taka lagið. Umsjón Asdis Emils- dóttir. Kynnir með henni Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Stjórnandi upptöku Andrés Indriðason. 19.00 Skákfræösla(L) Leiö- beinandi Friðrik Ólafsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sinfonietta Þrir þættir úr samnefndum nútima- ballett eftir Jochen Ulrich við tónlist Kazimierz Ser- ocki. Dansarar Sveinbjörg Alexanders og Wolfgang Kegler frá Tanz-Forum dansf lokknum við óperuna i Köln. Stjórn upptöku And- rés Indriöasori? 20.55 Gæfá eöa gjörvileiki Bandariskur framhalds- myndaflokkur, byggður á sögu eftir Irwin Shaw. 7. þáttur. Efni sjötta þáttar: Hnefaleikarinn Joey Qual- es, sem nýtur stuðnings Mafiunnar, fréttir og Tom Jordache sé I nánu sam- bandi við eiginkonu hans. Quales hyggur á hefndir, en Tom er ofjarl hans. Hann óttast hefndaraðgerðir Mafiunnar og ákveður að flýja land. Rudy vegnar vel i viðskiptaheiminum. Hann hittir Julie stöðugt, en Virginia Calderwood hótar, að endir veröi bundinn á frama hans, gangi hann ekki að eiga hana. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.45 Slöasti faraóinn Bresk heimildamynd um Farouk, slðasta konung Egypta- lands. Hann kom ungur til valda að föður sinum látn- um, gersamlega vanbúinn að takast stjórn landsins á hendur. Lýst er valdaskeiði Farouks, valdamissi og út- legð. Þýðandi og þulur Kristmann Eiðsson. 22.35 Að kvöldi dags (L) Vil- hjálmur Þ. Gislason, fyrr- verandi útvarpsstjóri, flyt- ur hugvekju. 22.45 Dagskrárlok Mánudagurr 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Iþróttir Umsjónarmaður • Bjarni Felixson. 21.10 Umhverfisvernd I Evrópu. Frönsk fræðslu- mynd um mengun af iðnaöi I Evrópu og tilraunir til endurhreinsunar á meng- uðu vatni. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.30 Liðin tlð. Leikrit eftir Harold Pinter. Sýning Þjóð- leikhússins. Leikstjóri Stefán Baldursson. Leik- endur Erlingur Gislason, Kristbjörg Kjeld og Þóra Friðriksdóttir. Leikmynd Ivan Török. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Aður á dagskrá 16. febrúar 1975. 22.40 Dagskrárlok STJSANNA LENOX Hún skundaði niður götuna, beygði fyrir næsta horn, f leygði sér þar niður á dyraþrep og fór að hágráta. Þeg- ar hún stóð upp, var hún bæði hressari og léttari í skapi en hún hafði verið síðan óhöpp hennar hófust með kunn- ingsskapnum við Sam Wright. Er hún hafði skammt far- ið, varð á leið hennar blómabúð. Framan við hana var vagn, og af honum var verið að bera inn blóm til sölu þann daginn. Hún nam staðar og horfði á rósirnar, nellíkurnar, liljurnar, fjólurnar og eraníurnar. Loftið var þrungið hinum Ijúfasta ilmi. Athygli hennar beindist einkum að litilli geraníu með mörgum luktum höfðum og tveim útsprungnum, purpuralitum blómkrónum. „Hvað kostar hún?" spurði hún pilt, sem virtist helzt eiga ráð á þessum blómum. Hann leit silalega á hana. ,,Ja, svona fimmtán sent, býst ég við", svaraði hann. Húntókeinndal úr barmi sérog rétti honum. „Nei, þér þurf ið ekki að láta utan um hana", sagði hún, þegar hann gerði sig liklegan til að fara með hana inn í búðina. Hún sneri nú aftur til bakaranna. Kjallaradyrnar voru opnar, en enginn maður sjáanlegur. Hún skyggndist nið- ur í stigann og kallaði: „Bakari, bakari!" Brátt kom stórt og gljáandi andlit hans í Ijós. Hún lét blómið á efsta stigaþrepið. „Þetta er handa yð- ur", sagði hún og flýtti sér á brott. Strætisvagn ók framhjá. Á honum var spjald, og á það var letrað: „ Edengarðurinn". Hún hafði heyrt getið um þann stað — um fegurð hans og hið dásamlega safn, sem þar var. Hún af réð því að bíða næsta vagns, sem fór sömu leið. Fáeinar mínútur liðu — og svo var hún komin á stað upp brekkurnar. Henni hafði fundizt loftið tært þarna niður frá. En nú var allt í einu eins og-henni væri lyft upp úr þéttum þokusjó, sem hvíldi yfir hinum lægri hlutum bæjarins. Eftir andartak var hún komin upp úr þokunni, og nú var ekið eftir breiðri og þokkalegri götu í fallegu umhverfi. Til beggja hliða voru trjáraðir, gras- flatir, skrúðgarðar og aðlaðandi hús. Áköf heimþrá greip hana, og um stund var henni þorrinn allur kjarkur. En hún jafnaði sig f Ijótt og hélt áfram að gefa gætur að umhverf inu. „ Ég má aldrei líta við — aldrei, aldrei! Það er ekki heldur til neins". Hún fór úr vagninum við aðal- hlið garðsins. Þarna blasti við geysimikil bygging, þar sem listaverkin voru geymd. En það var ekki þeirra vegna, sem hún var hingað komin. Hún hraðaði sér eftir næsta þverstíg, nam staðar í graslaut, sem var umgirt þéttum runnum, og lagðist þar niður. Hún breiddi vand- lega úr pilsinu sínu, svo að ekki kæmu í það hrukkur. Böggulinn lagði hún undir höfuðið á sér. Þegar hún vaknaði/ skein tunglið beint f raman í hana — skein framan í hana frá strindum himni. Hún settist upp og leit undrandi í kringum sig. Já, það var aftur komin nótt — dauðahljóð, undrafögur og hlý — og loftið var þrungið mildri blómaangan. Henni var horfinn allur svefndrungi, hún var endurnærð og hin vonbezta Það var eins og hún hefði öll endurnýjazt við hinn langa, draumlausa svefn og með einhverjum óskiljanlegum hætti sloppið brott af landi skugganna og þjáninganna, inn í ríki dýrlegra fyrirheita. Ö, æska, æska, sem berð svo léttilega byrðar hins liðna og væntir þér svo mikils af óráðinni framtíðinni! Hún hlustaði — og heyrði dauft hljóð, sem kom henni til þess að líta bet- ur í kringum sig. Hún gægðist milli þéttra raunnanna og sá þá, að karlmaður og kona, bæði óhrein og tötraleg, lágu þar steinsofandi í grasinu og hrutu lágt. Hún horfði forviða áþau Gamall hattur huldi hér um bil alveg andlit karlmannsins. En hún sá greinilega framan í konuna — innfallinn munm og holar augnatóftirnar, hvítt, þunnt hárið. Hún sat f lötum beinum á jörðinni og starði á þau, þangað til maðurinn hreyfði sig í svefninum, sparkaði óþyrmilega frá sér og bölvaði. Þá hörfaði hún frá og skreið burt, unz nægilega margir runnar voru á milli hennar og þessara skötuhjúa. Síðan stóð hún upp og hraðaði sér upp brekkuna og nam ekki staðar f yrr en hún var komin svo hátt, að hún gat séð hlýleg borgarljósin skína gegnum mökkinn. Hún hafði gleymt bögglinum sínum! Hún vissi ekki, hvernig hún átti aðf inna svefnstað sinn aftur, því að þar hafði hún gleymt honum, og jafnvel þótt hún hefði treyst sér til þess að finna hann, hefði hún ekki þorað að fara þangað aftur. Þetta tjón olli henni ekki heldur neinum teljandi áhyggjum. Hún hafði ekki búið hjá heim- spekingnum Burlingham til ónýtis. Hún settist á bekk og lét fara eins vel um sig og kostur var á. En hún var ekki svefnþurfi lengur. Hún var vak- andi, glaðvakandi — hver taug hins unga, þróttmikla líkama. Tíminn leið hægt. Hún beið þess óþolinmóð, að dögunin drægi tjaldið frá nýju sviði hins ókomna. Hana langaði mest til þess að ganga niður í borgina og reika þar um, en hún var hrædd um, að hún lenti í klónum á lögreglunni — og það þýddi sennilega uppeldishæli, þvi að vitaskuld gat hún ekki gert fullnægjandi grein fyrir ferðum sínum. Tunglið gekk undir. Eftir langa, langa stund fölnaði glit stjarnanna í roða aftureldingarinnar, og fuglarnir vöknuðu, og bærinn vaknaði — neðan að barst stöðugt greinilegri skarkali, eins og þytur af stormi, sem nálgðist hana. Hún reikaði um eirðarvana, og nú bar hana að gosbrunni. Hún þvoði sér f skálinni, rétt eins og fuglarnir, og fór að öllu sem líkast og þeir — þvoði andlit og hendur og þerraði sig á vasaklút, sem hún hafði til allrar hamingju stungið niður í sokkinn sinn, og strauk síðan yf ir hárið og lagaði á sér f ötin. Henni var innan brjósts eins og telpu, sem fengið hef ur leyf i í skólanum. Og nú lagði hún af stað niður i borgina. Öðru hvoru nam hún staðar til þess að gaumgæfa eitt og annað, sem athygli hennar beindist að. Á þeirri stundu, er hún haf ði uppgötvað þann mun, sem var á þjóðfélags- stöðu hennar og flestra annarra ungra stúlkna, hafði myndazt einhver sprunga á milli hennar og mannfélags- ins. Og nú fannst henni helzt hún vera kynþáttur útaf fyr- ir sig og allir aðrir, sem þennan heim byggðu, af öðrum og f jaldsamlegum uppruna. Henni var það ekki fullljóst, en nú hafði hún samt stigið fyrsta stórskrefið á þeim vegi, sem annað tveggja leiðir til sigurs eða tortímingar. Þá, sem.á einhvern hátt brjóta í bág við hátterni f jöld- ans, gerir heimurinn annaðhvort að fótumtroða eða láta stjórnasér. Hún var laus úr hlekkjum vanans — ga+ hvort heldur var hafizt til vegs eða sokkið sem frjáls kona. Vegurinn, sem hún hélt í áttina til bæjarins, lá niður hjallana, og það var ekki langt síðan þetta hafði aðeins verið venjulegur þjóðvegur. Én nú sneið hver gatan af annarri sundur grasigróna vellina. Það var eins og borg- in hefði verið að reyna að leggja þetta land undir sig, en gefizt svo upp við það. Á stöku stað blöstu við leifar af gömlum skúrum eða hlaðar af ónýtu timbri á þessu auða borgarstræti. Á einum stað voru hús öðrum megin við veginn. Þau virtust flest leiguhjállar, og á gólfhæðinni voru viða litlar og fátæklegar búðir eða krár. Neðar í brekkunum, þar sem hús voru til beggja hliða, tók hún eftir spjaldi, sem hékk yf ir gangstéttinni og á var letrað: „Veitingahús". Hún nam staðar og gægðist inn. Gegnum mjóan glugga og þröngar dyr sá hún inn í litla veitinqa-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.