Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 35

Tíminn - 27.11.1977, Blaðsíða 35
Sunnudagur 27. nóvember 1977 35 Heimilisfólkið f Þingnesi á milli 1880 og 1890. fólkið á bænum, hvernig það heföi orðið til.Það vissi ég.Spýtur lágu á túninu, „örlöglausar”. Smiðir komu að, fundu þessar spýtur eða borðvið og gerðu úr þeim menn, fyrst ömmu mina, því hún var elzt, seinast Harald. En ekki mig. Ég varö til i einhverju skúma- skoti i Munaðarnesi (bæ foreldra minna. móðir min nú horfin þaðan, lögð I gröf) bak við matar- forðageymslu móður minnar, ekki ósennilegt að þaö hafi verið innan um jötunuxa. Sú hugmynd kom fyrst að mér núna allmiklu seinna, enda veit ég ekki til að móðir min hafi ræktaö jötunuxa. Snorra-Edda var ekki til á bæn- um, og þekkti ég ekki söguna af Aski og Emblu, enda kunni ég þá ekki á bók og ekki fyrr en nokkuö löngu seinna og samt datt mér hið sama i hug sem höfundi Gylfa- ginningar, eða sögumanni hans. Hvers vegna? Skemmtun í F i alakettinum 1919 ... Svo geröist það, að þessi and- ans kona gekk i lestrarfélag kvenna i Reykjavik og bauö mér með áér á kvöldskemmtun i Fjalakettinum á vegum þessa lestrarfélags. Þetta varð mér eftirminnileg kvöldskemmtun. Þvi þarna var stefnt saman þremur andans mönnum af heldra tagi og sinum af hverju landshorni, þvi hvernig sem á þvi stendur er þaö sjaldgæft að andans maöur komi úr Reykjavik (eða var þaö þá). Einn var úr Suðursveit austur, annar úr Aöaldal i Suður-Þing- eyjarsýslu, þriðji úr Arnarnes- hreppi I Eyjafirði, sá lengst að komni' elztur. Þetta var i janúar 1919. Ég mann ekki nenma Davið frá Fagraskógi hafi komið fyrst fram, siöan Þórbergur, og hann talaöi um indverska heimspeki og ég vissi vel hver hann var. Betur veit ég það varla núna. Það kann að hafa valdiö nokkru um þá vit- neskju, að ég lenti utanvert viö Unuhús og Erlendur kom daglega i þá hosilo eöa vistarveru sem ég hafðist við i, og var þá nákvæm- lega eins og Jesús Kristur I sjón, svo ég þekkti þá aldrei að á götu, en þarna fannst mér ég kæmi fyrst til manna svo heitið gæti, nema heima (en þar voru samt annmarkar á), en Unuhúsi gust- aði einhvernveginn að, og viö bættist bókakostur meiri og betri en ég hafði áður haft. Ja þvilik dýrö! Hvað geröi þá til þó að hárið á áéra Magnúsi skólastjóra væri eilitiö fariö aö þynnast. Þetta var mikil þéringa og peysufataöld, og komst ég að þvi siöar aö flestir töluöu illa um flesta, en einn og einn tekinn fyrir svo hann átti að myrða, eða verra en það, og einn og einn hlaðinn lofkesti svo þungum að hann varö að fara á fjóra fætur og reis aldrei upp aftur. Af tvennu illu var skárra aö vera lastaður. Og svona er enn, nema lofkestirnir fleiri og fleiri, þyngri og þyngri, eins og fjóshaugarnir i ónefndu túni á ónefndum bæ. Og forin á Hverfis- götu var svo djúp þegar þurfti að fara yfir götuna, aö engir reim- aðir skór upp um legginn dugðu, maður óö alltaf upp fyrir. Ekki man ég neitt eftir veðrinu þetta kvöld, nema mig minnir að Fjala- kötturinn væri dimmur og ljótur. Þessi unglegi maöur, Þór- bergur, hafði jafn sérkennilega rödd sem andlit, og hár, hve unaðslega rautt! Lyftist vel, fór vel. Röddin var styrk og seiðandi, Ivið hás, enginn maöur I heimi hefur nokkru sinni haft þvilika rödd. Við lok hverrar setningar hnykktist höfuöið til. Auk Þórbergs komu þarna fram tveir menn sem guð hafði gefið skáldmennt, en þjóð þeirra skáídnafna, og þaö þvllikt skáld- nafn! Sá sem fyrstur kom fram af þessum þremur var ungur maður, friöur og vel á sig kominn, ailur glóandi af skáldlegri dýrö svo hann réð sér varla og hvllikir tilburðir! Hvilik leiklistarleg viö- höfn! Rauöhærði maðurinn varö sem að engu, móts við þetta, og var hann samt svo góöur sem ég hef áður lýst. Þetta var Davið frá Fagraskógi. Hinn þriðji kom — og stakk 1 stúf við nina, þvi hann var lágur i lofti, minnir mig, svo sem flestir Islendingar voru i þá daga, farinn að eldast, útitekinn, laminn mörgum vondum veðrum, haföi gengið yfir mörg fjöll, elt árlangt óþægar kindur, kona hans aliö honum 12 börn eða 13. sonu öll nema eitt, sinnt heyskap, göng- um, gegningum, skrifað margar margar bækur, ort mörg mörg kvæði, verið stólpi sveitar sinnar, landsfrægur að skáldskap og rit- snilld, mál hans svo höfugt að það hneig varla, fastmæltur, dró seim. Allt þetta bar hann meö sér upp aö pontunni. Hann var þéttur á velli og þéttur i lund: Guö- mundur á Sandi i Aöaldal. Hér verð ég að setja linuskil þvi það sem á eftir kom var svo óskylt og ólikt þressum þremur meisturum: þrjár yngismeyjar nýsprottnar og báru fegursta vitni hagleik sins skapara, og sungu kátar visur, voru kátar sjálfar. En ég hef gleymt þeim og það kom til af þvi að þær höföu enga visu gert hvorki vonda né góða, og ekki man ég hvað þær sungu, læröi þaö ekki. Bezt man ég hvað Þórbergur sagöi: „Þetta er Maya”, sagöi hann, þvi hann var að brýna fyrir okkur að ánetj- ast ekki blekkingu veraldarinnar, en Maja nokkur sem sat á fremsta bekk, tók þetta til sin og hélt að hann væri aö brýna fyrir fólkinu að ánetjast sér ekki, Maju. Af þvi varð hún svo vond aö hún þaut upp af stólnum og rauk á dyr. Bækur, er flytja efni úr Biblíunni Kaþólska kirkjan á Islandi hef- ur sent frá sér tvær bækur með Bibliutexta og myndum. önnur bókin heitir Jesús læknar lama manninn en hin nefnist Dóttir Jariusar. Myndirnar eru eftir de Kort en „N.V. Grafische Industri- e”, Harlem offsetprentaði. Bæk- urnar eru gefnar út með leyfi Hol- lensla bibliufélagsins, sem er út- gefandi bókanna i Hollandi ásamt Kaþólska bibliufélaginu i Boxtel. Bækurnar i þessum bókaflokki eru: Fæðing Jesú, Upprisa Jesú, Jesús kyrrir storminn á vatninu, Brúökaupið i Kana, Hinn mis- kunnsami Samverji, Bartimeus hinn blindi, Glataði sonurinn, 'í>ardi X SIMAR: 1-69-75 & 1-85-80 Auk þess að vera með verzlunina fulla af nýjum húsgögnum á mjög góðu verði og greiðsluskilmálum höfum við i ÚTSÖLU-HORNINU: Notað svefnsófasett, (litur mjög velút) kr. 65.000 Borðstofuskápur, sem nýr kr. 38.000 Borðstofuskápur kr. 15.000 Borðstofuborð og 12 stólar (Nýtt230þús) kr. 99.000 Svefnbekkir kr. 20-27.000 Svefnsófi2ja manna kr. 65.000 Stakir stólar kr. 12-18.000 Borðstofuborð kr. 20.000 Eins og þú sérð — EKKERT VERÐ Uppstigning Jesú til himna og hvitasunnan, Maðurinn sem var skirður, Sakaria og Elisabet, Zakkeus, yfirtollheimtumaður, — og svo bækurnar tvær, sem nefndar voru i upphafi, Dóttir Jariusar og Jesús læknar lama manninn. é Tímínner • penlngar j j AuglýsidP : í Tímanum j mn ASTUflD s: AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Bækur í miklu úrvali Ensk, dönsk og þýzk blöð Ritföng Barnabækur Jóiakort - Jóiapappír Leikföng - Spii Reiðtygi íþróttavörur Sundfatnaður Fimleikaskór Veiðivörur Skautar IMÆG BÍLASTÆÐI - PÓSTSEIMDUM Þeir sem ve/ja vandaða jóiagjöf veija hana í ’flsrune AUSTURVERI Bóka- Et sportvöruverzlun Háaleitisbraut 68 - Sími 8-42-40

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.