Tíminn - 27.11.1977, Page 37

Tíminn - 27.11.1977, Page 37
Sunnudagur 27. nóvember 1977 37 Til hinzta dags hafði Sigriður brennandi áhuga fyrir málefnum KRFl og hún sótti fundi félagsins meira og minna til siðustu stund- ar. Á landsfundi KRFt i júni 1976 itrekaði hún fyrri áskorun sina til póstmáiayfirvalda um að gefa út flokk frimerkja með konum. Sigriður J. Magnússon var heiðursfélagi Kvenréttindafélags tslands. Hún var augljóslega til forystu fallin — það er hverju félagi farsæld að eignast slikan foringja. lteiður sé henni og þökk. F.h. stjórnar Kvenréttinda- félags islands. Sólveig ólafsdóttir Sigríður J. Magnússon Kveðja frá Kvenréttindafélagi íslands Leiðir Sigriðar Jónsdóttur Magnússon 'og Kvenféttinda- félags Islands lágu fyrst saman er hún sem fulltrúi Lestrarfélags kvenna sat landsfund KRFl á Þingvöllum 1944. Lýðveldishátiðin var nýlega um garð gengin, vor i lofti og hugir manna tendraðir glóð frelsis og framfara. Andrúmsloft lands- fundarins var þrungið þessum hugblæ, þar voru gerðar veiga- miklar breytingará uppbyggingu félagsins,ályktað um þjóðmál og umræður um réttindi og skyldur kvenna voru i algleymingi. Sigriður hreifst með á fundin- um, og þegar næsta haust gerðist hún félagi i KRFt. Hún hóf að starfa fyrir félagið af alúð og áhuga og á aðalundi 1946 var hún valin varaformaður. Ári seinna varð hún formaður og gegndi þvi starfi til ársins 1964 eða alls i 17 ár. Um árabil átti Sigriður sæti i ritnefnd ársrits KRFl ,,19. júni” og var ritstjóri þess um skeið. Hún átti sæti i framkvæmda- stjórn Hallveigarstaða og var for- maður byggingarnefndar hússins seinustu árin sem sú nefnd starfaði. 1 hennar hlut kom að af- henda húseignina núverandi eig- endum, Kvenfélagasambandi ts- lands, Bandalagi kvenna i Reykjavik og Kvenréttindafélagi Islands. Sigriður J. Magnússon var iðu- lega fulltrúi KRFl á mótum og þingum erlendis, bæði á Norður- löndum og hjá Alþjóðasamtökum k v e n r é 11 i n d a f é 1 a g a — International Alliance of Women. Hún sótti fjölmörg þing alþjóða- samtakanna en þau eru haldin þriðja hvert ár viðs vegar um heim,einnig átti hún um tima sæti i stjórn samtakanna. Sigriður var að upplagi heimsborgari og var virtur og glæsilegur fulltrúi félagsins á erlendum vettvangi og minnisstæð þeim er henni kynnt- ust. Þau 17 ár sem Sigriður var for- maður Kvenréttindafélagsins voru ár mikilla breytinga i is- lenzku þjóðlifi, og þvi fjöldamörg málefni, sem félagið þurfti að takast á við. Nefna má umfjöllun um stjórnarskrá lýðveldisins en konur voru mjög áfram um að ákvæði um jafnan rétt karla og kvenna yrði stjórnarskrárbundið. Enn fremur voru menntamál, at- vinnu- og skattamál stöðugt á verkefnaskrá félagsins. Siðast en ekki sizt ber að nefna lög um almannatryggingar, en i upphaflegri gerð þeirra laga var mikill mismunur gerður á körlum og konum. Konur er skipuðu for- ystusveit kvennasamtaka lands- ins lögðu árum saman ómælda vinnu i að knýja fram endurbætur á tryggingalöggjöfinni. Var hlut- ur Sigriðar i þvi starfi ekki smár. Henni var kappsmál að konur væru virkar á vettvangi þjóðmála og vildi bæta svo hag kvenna að þær hefðu aðstöðu til að taka á sig skyldur og nýta réttindi til jafns við karla á öllum sviðum þjóð- lifsins. Þótt á móti blési um stund i hita baráttunnar, gætti Sigriður þess að missa ekki sjónar á þessu meginmarkmiði. Henni var öðrum fremur ljóst, að þrátt fyrir lagalegt jafnrétti karla og kvenna yrði þyngri róður að koma á jafn- rétti i reynd. Sveinherg Jónsson Sveinberg Jónsson, bifreiöa- stjóri frá Blönduósi, er látinn. Mig langar til þess að senda hon- um fáein kveðjuorð, þvi lát hans bar það brátt aö, að enginn átti von á þvi að ævi hans yrði ekki lengri en raun bar vitni. Sveinberg Jónsson, tengdafaðir minn,varmaður,semgottvar að eiga að vini. Hann átti gott með það að umgangast fólk. Hann átti þvi marga viniá öllum aldri. Þaö þekktist þvi ekkert kynslóöabil 1 umgengni við hann. Sveinberg Jónsson var fæddur i Reykjavik 6. júli árið 1910, en al- inn upp að Stóra Dal i HUnavatns- sýslu frá 9 ára aldri, en bjó á Blönduósi lengst af, og þar bjó hann þegarég kynntist honum ár- ið 1962. Siðustu árin bjó hann þó hér í Reykjavik, og hér lézt hann. Það, að hann skyldi enda æfi sina á vinnustað, er i fullu sam- ræmi við æfi hans alla. Hann, eins og reyndar öll hans kynslóð, vissi hvað vinna var, og hvaö það snerti var hann ekki eftirbátur annarra. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að Sveinberg hafi verið auðugur maður, þó ekki hafi hann fjárfest i steinsteypu. Hans auður var fólginn i lifshamingju og nægjusemi, og mig grunar, aö hann hafi dáiö ánægður með hlut- skipti sitt I lífinu. Þegar ég lit yfir farinn veg og rifja upp minningar um sam- skipti okkar, kemur margt upp i hugann. Þær minningar eru allar á þann veg, að þær ylja mér um hjartarætur. Þvi vil ég, þegar ég nú kveð ég þig hinstu kveðju, þér kynnin. Þau voru mér mikils virði. Asgr. Jónasson SPILog leikspil til jólagjafa Á allra síðustu árum höfum við lagt aukna áherslu á að hafa á boðstólum mikið úrval spila og leikspila. Framboðið í ár er meira en nokkru sinni og við gefum hér á síðunni nokkur sýnishorn -K-MeMeMt-MHt-Mc#******-***-************************* ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥-Mt-M(**-M<-Mt*-M(**M<**M<Mc-Mt-*************»******* Útvegsspilið er prýðilega útfært spil, og þykir í senn skemmtilegt og fróðlegt. Verð kr. 4.900.00 og er það ekki hátt verð miðað við innihaldið. ★ ★ ★ ★ * ★ * ★ ■k ★ * ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Orða- og tölu „Master Mind" er skemmtileg nýjung og viðbót við hið vinsæla „Master Mind". Verð frá kr. 2055.00 Við höfum alltaf haft mikið úrval af hverskonar spilum í öllum gæðaflokkum. Höfum m.a. spil fyrir sjóndapra og örvhenta. Minnum sérstaklega á spilin hans Muggs og Tarrot spáspilin. öfum ekki (annan t(ma haft meira úrval af iflborðum og taflmönnum. Segultöfl og snjuleg töfl á margskonar verði. Hift sígilda Matador hetur veriö spilað hér á landi í yfir 30 ár. Verð kr. 2.700.00. Sex spil í kassa (Halma, Gæsaspil, Veðreiðaspil, Damm, Mylla og Lúdó). íslenskarspilareglur, vandað að öllum frágangi. Verð kr. 2.275.00 Bingóspilið nýja og snjalla (2ja til 4ra manna spil). Verð kr. 3.950.00 Myndabingó fyrir litlu börnin. Verð frá kr. 585.00. Emil í Kattholti er þegar orðið vinsælt spil. Teningaspil einkum fyrir aldursflokkana 4ra til 7 ára. Verð kr. 1.535.00 Sjálf sjónvarpsstjarnan Paddington er komin í spilakassa. Skemmtilegt spil einkum fyrir aldursflokkana 4ra —7ára. Verð kr. 1.580.00 íslenskur leiðarvísir. ***************************** ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ * PÚKK er gamalt og afar vinsælt spil fyrir alla fjölskylduna. Við gefum þetta spil út vegna ¥ þess að við viljum stuðla að því að yngri ¥ kynslóðin læri þetta skemmtilega jólaspil. í Hannað af listamanninum HaraldiGuðbergssyni.J ■ m ■ok Frímerkjamiðstöðin ^JarörthKStíg21a^™^7^^^ugavegM5(sími230n) Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla Póstsendum hvert á land sem er

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.