Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 6
6 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum
stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar
framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið
á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við
ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram
ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
L†
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
3
32
04
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
15
KJÖRKASSINN
Ætlarðu í tjaldútilegu í sumar?
Já 40,7%
Nei 59,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætlarðu að renna fyrir fisk í
sumar?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
SJÓNVARP Samningur Sýnar um
útsendingarrétt frá spænsku fyrstu
deildinni í knattspyrnu er fallinn úr
gildi.
Jón Haukur Jónsson, fram-
leiðslustjóri Enska boltans, segir
það hafa verið rætt innan Íslenska
sjónvarpsfélagsins að bjóða í sýn-
ingarrréttinn í sumar.
Hilmar Björnsson, sjónvarps-
stjóri Sýnar, segir menn þar á bæ
staðráðna í að tryggja sér sýning-
arréttinn. „Við erum búnir að vera
með spænska boltann undanfarin
ár og höfum byggt útsendingarnar
markvisst upp,“ segir Hilmar.
Hann segist eiga von á því að
samningaviðræður hefjist seinni-
part sumars. Hilmar telur að vin-
sældir spænska boltans muni auk-
ast mikið með tilkomu Eiðs Smára.
„Hann er mikil stjarna og auk hans
er að finna flestar knattspyrnuhetj-
ur samtímans á Spáni.“
Samúel Örn Erlingsson, íþrótta-
stjóri RÚV segir menn innan stofn-
unarinnar spennta fyrir spænska
boltanum en þeir sjái fram á vanda-
mál. „Stærstu leikirnir eru á laug-
ardagskvöldum klukkan hálfsjö og
það skyggir á fréttatímann,“ segir
Samúel Örn. Varðandi kostnaðinn
við sýningarréttinn segir Samúel
Örn að hann ætti einungis að vera
brot af því sem greiða þarf fyrir
sýningarréttinn á enska boltanum,
sem hann telur vera kominn út úr
öllu korti, eins og hann orðar það.
Sigurður G. Guðjónsson hélt því
fram á sínum tíma, þegar hann var
formaður Norðurljósa, að sýning-
arrétturinn á enska boltanum í þrjú
ár hafi kostað Íslenska sjónvarps-
félagið rúmlega tvö hundruð millj-
ónir íslenskra króna. - æþe
Þriggja ára sýningarréttur Sýnar á spænska boltanum runninn út og nýr í bígerð:
Fleiri vilja sýna frá Eiði Smára
EVRÓPU- OG SPÁNARMEISTARAR BARCE-
LONA Hugsanlegt útboðsstríð er í aðsigi á
milli sjónvarpsstöðvanna um sýningarrétt-
inn á spænska boltanum næsta vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
LÖGREGLUMÁL Skotið var úr hagla-
byssu á raðhús í Hafnarfirði í gær-
morgun. Þrír menn voru í húsinu,
þegar árásin var gerð, að sögn
sjónarvotta. Er talin mikil mildi að
ekki urðu slys á mönnum. Íbúar í
hverfinu eru skelfingu lostnir eftir
atburðinn og íhuguðu sumir þeirra
að dvelja að heiman í nótt.
Það var klukkan 7.18 í gær-
morgun sem lögreglunni barst til-
kynning um skothvelli í Vallar-
hverfi í Hafnarfirði og að skotgöt
sæjust á rúðum raðhúss í því
hverfi. Er lögregla kom á staðinn
reyndist húsið vera mannlaust en
tvær rúður í því brotnar og ljóst að
tveimur skotum hafði verið skotið
inn um þær af stuttu færi með
haglabyssu. Virðist sem vopninu
hafi verið beint upp í loft íbúðar-
innar.
Nokkru síðar náði lögregla sam-
bandi við íbúa í húsinu er býr þar
einn og kom hann á vettvang. Hann
kvaðst hafa verið í húsinu þegar
skotið var á það en farið á brott í
beinu framhaldi þess. Hann hefur
þegar gefið skýrslu hjá lögreglu.
„Fólk er í sjokki eftir þennan
atburð,“ sagði íbúi í nágrenni húss-
ins sem skotið var á í gær. Hann
sagði mikið af litlum börnum í
hverfinu sem væru oft að leik úti
við.
Nokkrir foreldrar væru búnir
að ræða saman og þetta mál yrði
ekki látið kyrrt liggja. Hann kvað
lögregluna hafa mætt seint á vett-
vang og fólkið í hverfinu væri
„mjög óánægt með viðbrögð henn-
ar“. Búið væri að óska eftir frekari
vöktun hennar á hverfinu.
Annar viðmælandi Fréttablaðs-
ins sagði að þetta mál ætti sér
aðdraganda, sem hefði hafist í
vetur.
„Fyrir fjórum mánuðum fór
ábending til fíkniefnalögreglu um
að eitthvað óeðlilegt væri á seyði í
þessu raðhúsi. Núna, rétt fyrir
klukkan sjö var ég staddur í eld-
húsinu. Þá heyri ég skothvell. Ég
fer út á svalir og heyri annan, þeim
mun verri. Þá heyri ég bíl spæna í
burtu á ofsahraða.
Í þessu er kíkt út af efri hæð
raðhússins. Síðan komu þrír menn
út úr því með hunda, settust inn í
bíl og í burtu.“
Viðmælandi blaðsins segir að
fólk í hverfinu sé felmtri slegið
eftir skotárásina. Tveir íbúar hefðu
haft samband við sig og þyrðu varla
heim með börnin sín. Þessi viðmæl-
andi átaldi einnig seinagang lög-
reglu við að koma á staðinn.
Enginn hafði verið handtekinn
vegna málsins í gærkvöld þegar
Fréttablaðið fór í prentun.
jss@frettabladid.is
BROTNAR RÚÐUR Skotið var úr haglabyssu á húsið snemma í gærmorgun. Húsið var mann-
laust þegar lögreglu bar að garði. Nágrönnum stendur ekki á sama. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Skaut úr haglabyssu
á glugga íbúðarhúss
Skotið var úr haglabyssu á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði í gærmorgun. Þrír
menn voru í húsinu, að sögn sjónarvotta. Byssumaðurinn brenndi í burtu á
ofsahraða eftir að hafa skotið tveimur skotum í gegnum rúður hússins.
Lögreglan í Hafnarfirði:
Fór tvisvar á skotstaðinn
„Tilkynning um skotárásina barst klukkan 7.18 og klukkan 7.33 er lögreglan komin á stað-
inn,“ segir Sævar Guðmundsson, varðstjóri í lögreglunni í Hafnarfirði, um framkomna
gagnrýni nágranna raðhússins sem skotið var á.
„Það getur villt um fyrir fólki, að lögreglan fór tvisvar að húsinu. Í fyrra sinnið stoppaði
hún ekki lengi á staðnum, því enginn var heima. Verksummerki voru skoðuð, en síðan
var hafist handa við að hafa uppi á þeim sem þarna býr. Að því loknu fór lögreglan aftur
á staðinn og þá hófst mikil rannsóknarvinna.“ -jss
PARÍS, AP Dominique de Villepin,
forsætisráðherra Frakklands, hefur
lagt fram kærur á hendur höfund-
um tveggja bóka.
Í báðum bókunum er því haldið
fram að de Villepin hafi átt hlut að
pólitískri ófrægingarherferð gegn
einum helsta andstæðingi sínum,
Nicolas Sarkozy innanríkisráð-
herra, sem að öllum líkindum mun
takast á við Villepin um hvor þeirra
verði forsetaframbjóðandi hægri-
manna á næsta ári. Í báðum bókun-
um er fjallað um Clearstream-
hneykslið svonefnda, sem hefur
hrist upp í frönskum stjórnmálum
undanfarna mánuði. - gb
Pólitískt hneykslismál:
Villepin kærir
höfunda bóka
Formaður Strætó Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarfulltrúi í Kópavogi, var í gær
kjörinn formaður Strætó bs. til tveggja
ára. Hann tekur við af Björk Vilhelms-
dóttur.
SAMGÖNGUR
Tvennt fórst Kona og karl létust í
loftárás Ísraela á Gaza-svæðið í gær, en
þetta var önnur slíka árásin á tveimur
dögum. Þrettán særðust í árásinni.
PALESTÍNA
2000 tonna þorskeldi Hraðfrysti-
húsið Gunnvör hefur sótt um starfsleyfi
fyrir 2000 tonna þorskeldi til Umhverf-
isstofnunar og er það talsverð stækkun
frá núgildandi leyfi. Um er að ræða
áframhaldandi eldi HG í Álftafirði og
Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og mun
það fara fram á 6 stöðum í fjörðunum
samkvæmt umsókninni.
FISKELDI
VIÐSKIPTI Stjórn Straums-Burðaráss
sat á fundi fram yfir miðnætti til að
finna lausn á þeim ágreiningsefnum
sem eru uppi milli stærstu hluthafa,
Björgólfsfeðga annars vegar og hins
vegar Magnúsar Kristinssonar
útgerðarmanns. Niðurstaða lá ekki
fyrir þegar blaðið fór í prentun en
fundurinn var ekki átakalaus.
Átök mögnuðust á ný í hluthafa-
hópi Straums í gær þegar stjórn
félagsins barst bréf frá hópi eig-
enda, sem fara með meira en tíu
prósent, þar sem krafist var að
boðað verði til hluthafafundar til að
kjósa nýja stjórn. Samkvæmt upp-
lýsingum Fréttablaðsins munu
Magnús Kristinsson, varaformaður
stjórnar Straums, og hluthafar sem
fylgja honum að máli, hafa sent
bréfið.
Innan stjórnar Straums hafa
staðið átök milli stjórnarformanns-
ins, Björgólfs Thors Björgólfsson-
ar, og Magnúsar allt frá því að sá
fyrrnefndi sniðgekk þann síðar-
nefnda við kjör á varaformanni
stjórnar í mars. Magnús tók síðar
við embættinu en ekki hefur gróið
um heilt milli þessara tveggja stóru
fjárfesta.
Krafa Magnúsar bendir til þess
að hann telji sig hafa meirihluta
atkvæða á bak við sig en eignarhlut-
ur Björgólfs Thors og tengdra aðila
hefur verið talinn liggja í kringum
38 prósent.
Hlutabréf í Straumi hækkuðu
um sjö prósent í gær í þriggja millj-
arða viðskiptum. Bréf félagsins
hafa þá hækkað um tæp tólf pró-
sentt í vikunni. Straumur togaði
allan markaðinn með sér í gær,
einkum fjármálafyrirtæki, og
hækkaði Úrvalsvísitalan um 2,45
prósent. - eþa
Hlutabréf í Straumi-Burðarási halda áfram að rjúka upp í verði vegna spennu í eigendahópnum:
Stjórnarmenn í Straumi tókust á
STJÓRN STRAUMS FUNDAÐI Í GÆRKVÖLD Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar,
bregður sér út af fundinum.