Fréttablaðið - 22.06.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 22.06.2006, Síða 6
6 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S L YF 3 32 04 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 KJÖRKASSINN Ætlarðu í tjaldútilegu í sumar? Já 40,7% Nei 59,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að renna fyrir fisk í sumar? Segðu þína skoðun á Vísi.is SJÓNVARP Samningur Sýnar um útsendingarrétt frá spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu er fallinn úr gildi. Jón Haukur Jónsson, fram- leiðslustjóri Enska boltans, segir það hafa verið rætt innan Íslenska sjónvarpsfélagsins að bjóða í sýn- ingarrréttinn í sumar. Hilmar Björnsson, sjónvarps- stjóri Sýnar, segir menn þar á bæ staðráðna í að tryggja sér sýning- arréttinn. „Við erum búnir að vera með spænska boltann undanfarin ár og höfum byggt útsendingarnar markvisst upp,“ segir Hilmar. Hann segist eiga von á því að samningaviðræður hefjist seinni- part sumars. Hilmar telur að vin- sældir spænska boltans muni auk- ast mikið með tilkomu Eiðs Smára. „Hann er mikil stjarna og auk hans er að finna flestar knattspyrnuhetj- ur samtímans á Spáni.“ Samúel Örn Erlingsson, íþrótta- stjóri RÚV segir menn innan stofn- unarinnar spennta fyrir spænska boltanum en þeir sjái fram á vanda- mál. „Stærstu leikirnir eru á laug- ardagskvöldum klukkan hálfsjö og það skyggir á fréttatímann,“ segir Samúel Örn. Varðandi kostnaðinn við sýningarréttinn segir Samúel Örn að hann ætti einungis að vera brot af því sem greiða þarf fyrir sýningarréttinn á enska boltanum, sem hann telur vera kominn út úr öllu korti, eins og hann orðar það. Sigurður G. Guðjónsson hélt því fram á sínum tíma, þegar hann var formaður Norðurljósa, að sýning- arrétturinn á enska boltanum í þrjú ár hafi kostað Íslenska sjónvarps- félagið rúmlega tvö hundruð millj- ónir íslenskra króna. - æþe Þriggja ára sýningarréttur Sýnar á spænska boltanum runninn út og nýr í bígerð: Fleiri vilja sýna frá Eiði Smára EVRÓPU- OG SPÁNARMEISTARAR BARCE- LONA Hugsanlegt útboðsstríð er í aðsigi á milli sjónvarpsstöðvanna um sýningarrétt- inn á spænska boltanum næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP LÖGREGLUMÁL Skotið var úr hagla- byssu á raðhús í Hafnarfirði í gær- morgun. Þrír menn voru í húsinu, þegar árásin var gerð, að sögn sjónarvotta. Er talin mikil mildi að ekki urðu slys á mönnum. Íbúar í hverfinu eru skelfingu lostnir eftir atburðinn og íhuguðu sumir þeirra að dvelja að heiman í nótt. Það var klukkan 7.18 í gær- morgun sem lögreglunni barst til- kynning um skothvelli í Vallar- hverfi í Hafnarfirði og að skotgöt sæjust á rúðum raðhúss í því hverfi. Er lögregla kom á staðinn reyndist húsið vera mannlaust en tvær rúður í því brotnar og ljóst að tveimur skotum hafði verið skotið inn um þær af stuttu færi með haglabyssu. Virðist sem vopninu hafi verið beint upp í loft íbúðar- innar. Nokkru síðar náði lögregla sam- bandi við íbúa í húsinu er býr þar einn og kom hann á vettvang. Hann kvaðst hafa verið í húsinu þegar skotið var á það en farið á brott í beinu framhaldi þess. Hann hefur þegar gefið skýrslu hjá lögreglu. „Fólk er í sjokki eftir þennan atburð,“ sagði íbúi í nágrenni húss- ins sem skotið var á í gær. Hann sagði mikið af litlum börnum í hverfinu sem væru oft að leik úti við. Nokkrir foreldrar væru búnir að ræða saman og þetta mál yrði ekki látið kyrrt liggja. Hann kvað lögregluna hafa mætt seint á vett- vang og fólkið í hverfinu væri „mjög óánægt með viðbrögð henn- ar“. Búið væri að óska eftir frekari vöktun hennar á hverfinu. Annar viðmælandi Fréttablaðs- ins sagði að þetta mál ætti sér aðdraganda, sem hefði hafist í vetur. „Fyrir fjórum mánuðum fór ábending til fíkniefnalögreglu um að eitthvað óeðlilegt væri á seyði í þessu raðhúsi. Núna, rétt fyrir klukkan sjö var ég staddur í eld- húsinu. Þá heyri ég skothvell. Ég fer út á svalir og heyri annan, þeim mun verri. Þá heyri ég bíl spæna í burtu á ofsahraða. Í þessu er kíkt út af efri hæð raðhússins. Síðan komu þrír menn út úr því með hunda, settust inn í bíl og í burtu.“ Viðmælandi blaðsins segir að fólk í hverfinu sé felmtri slegið eftir skotárásina. Tveir íbúar hefðu haft samband við sig og þyrðu varla heim með börnin sín. Þessi viðmæl- andi átaldi einnig seinagang lög- reglu við að koma á staðinn. Enginn hafði verið handtekinn vegna málsins í gærkvöld þegar Fréttablaðið fór í prentun. jss@frettabladid.is BROTNAR RÚÐUR Skotið var úr haglabyssu á húsið snemma í gærmorgun. Húsið var mann- laust þegar lögreglu bar að garði. Nágrönnum stendur ekki á sama. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Skaut úr haglabyssu á glugga íbúðarhúss Skotið var úr haglabyssu á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði í gærmorgun. Þrír menn voru í húsinu, að sögn sjónarvotta. Byssumaðurinn brenndi í burtu á ofsahraða eftir að hafa skotið tveimur skotum í gegnum rúður hússins. Lögreglan í Hafnarfirði: Fór tvisvar á skotstaðinn „Tilkynning um skotárásina barst klukkan 7.18 og klukkan 7.33 er lögreglan komin á stað- inn,“ segir Sævar Guðmundsson, varðstjóri í lögreglunni í Hafnarfirði, um framkomna gagnrýni nágranna raðhússins sem skotið var á. „Það getur villt um fyrir fólki, að lögreglan fór tvisvar að húsinu. Í fyrra sinnið stoppaði hún ekki lengi á staðnum, því enginn var heima. Verksummerki voru skoðuð, en síðan var hafist handa við að hafa uppi á þeim sem þarna býr. Að því loknu fór lögreglan aftur á staðinn og þá hófst mikil rannsóknarvinna.“ -jss PARÍS, AP Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt fram kærur á hendur höfund- um tveggja bóka. Í báðum bókunum er því haldið fram að de Villepin hafi átt hlut að pólitískri ófrægingarherferð gegn einum helsta andstæðingi sínum, Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra, sem að öllum líkindum mun takast á við Villepin um hvor þeirra verði forsetaframbjóðandi hægri- manna á næsta ári. Í báðum bókun- um er fjallað um Clearstream- hneykslið svonefnda, sem hefur hrist upp í frönskum stjórnmálum undanfarna mánuði. - gb Pólitískt hneykslismál: Villepin kærir höfunda bóka Formaður Strætó Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarfulltrúi í Kópavogi, var í gær kjörinn formaður Strætó bs. til tveggja ára. Hann tekur við af Björk Vilhelms- dóttur. SAMGÖNGUR Tvennt fórst Kona og karl létust í loftárás Ísraela á Gaza-svæðið í gær, en þetta var önnur slíka árásin á tveimur dögum. Þrettán særðust í árásinni. PALESTÍNA 2000 tonna þorskeldi Hraðfrysti- húsið Gunnvör hefur sótt um starfsleyfi fyrir 2000 tonna þorskeldi til Umhverf- isstofnunar og er það talsverð stækkun frá núgildandi leyfi. Um er að ræða áframhaldandi eldi HG í Álftafirði og Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og mun það fara fram á 6 stöðum í fjörðunum samkvæmt umsókninni. FISKELDI VIÐSKIPTI Stjórn Straums-Burðaráss sat á fundi fram yfir miðnætti til að finna lausn á þeim ágreiningsefnum sem eru uppi milli stærstu hluthafa, Björgólfsfeðga annars vegar og hins vegar Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns. Niðurstaða lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun en fundurinn var ekki átakalaus. Átök mögnuðust á ný í hluthafa- hópi Straums í gær þegar stjórn félagsins barst bréf frá hópi eig- enda, sem fara með meira en tíu prósent, þar sem krafist var að boðað verði til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins munu Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar Straums, og hluthafar sem fylgja honum að máli, hafa sent bréfið. Innan stjórnar Straums hafa staðið átök milli stjórnarformanns- ins, Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, og Magnúsar allt frá því að sá fyrrnefndi sniðgekk þann síðar- nefnda við kjör á varaformanni stjórnar í mars. Magnús tók síðar við embættinu en ekki hefur gróið um heilt milli þessara tveggja stóru fjárfesta. Krafa Magnúsar bendir til þess að hann telji sig hafa meirihluta atkvæða á bak við sig en eignarhlut- ur Björgólfs Thors og tengdra aðila hefur verið talinn liggja í kringum 38 prósent. Hlutabréf í Straumi hækkuðu um sjö prósent í gær í þriggja millj- arða viðskiptum. Bréf félagsins hafa þá hækkað um tæp tólf pró- sentt í vikunni. Straumur togaði allan markaðinn með sér í gær, einkum fjármálafyrirtæki, og hækkaði Úrvalsvísitalan um 2,45 prósent. - eþa Hlutabréf í Straumi-Burðarási halda áfram að rjúka upp í verði vegna spennu í eigendahópnum: Stjórnarmenn í Straumi tókust á STJÓRN STRAUMS FUNDAÐI Í GÆRKVÖLD Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar, bregður sér út af fundinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.