Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 12

Fréttablaðið - 22.06.2006, Page 12
12 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 33 18 8 0 6/ 20 06 www.lyfja.is „Ég geri meira fyrir mig og mína á sumrin“ Normaderm tilboðspakkning Frábær lína fyrir óhreina húð. Hreinsigel og andlitsvatn fylgja með sem kaupauki. Bólubaninn stoppar fituframleiðslu, sýnilegur munur strax og bólan/þrotinn hverfur eftir 24 klst. Veet Spa - silkimjúk háreyðing… sem endist lengur. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Örugglega brún Alþjóðasamtök húðlækna mæla með Hawaiian Tropic sólvörninni með stuðli 15 og yfir. kaupauki nýtt í Lyfju LATIBÆR Vegna fréttar Ríkissjón- varpsins í fyrradag um Latabæ vilja forráðamenn fyrirtækisins koma því á framfæri að þrátt fyrir meiðsli Magnúsar Scheving muni framleiðsla þáttanna halda áfram af fullum krafti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í gær. Magnús Scheving leikur aðal- hlutverk í sjónvarpsþáttunum um Latabæ, en hann er einn af vinsæl- ustu barnaþáttunum í Bandaríkj- unum í dag. - sþs Yfirlýsing frá Latabæ: Tökur halda áfram á fullu MENNING Listasafn Reykjanesbæj- ar hefur gert samning við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar um styrk til menningarstarfsemi. Leifsstöð mun þar að auki veita listasafninu aðstöðu í flugstöðinni þar sem íslenskir listamenn og list þeirra verður kynnt. Þeir Höskuldur Ásgeirsson, for- stjóri flugstöðvarinnar, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanes- bæ, undirrituðu samkomulagið við opnun listasýningar í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum. - æþe Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Eflir listir og menningu EFNAHAGSMÁL „Hún er bjartsýn að því leyti að þeir telja að hagkerfið muni ná talsvert mjúkri lendingu á næsta ári,“ segir Björn Rúnar Guð- mundsson, sérfræðingur hjá grein- ingardeild Landsbankans, um end- urskoðaða þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Var spáin birt í fyrradag og nær yfir árin 2005 og 2008. „Það er sérstakt að þeir spá lít- illi einkaneyslu á næsta ári miðað við hvað þeir telja að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni aukast mikið,“ segir Björn. Hann telur einnig fasteignamarkaðinn mikinn óvissuþátt á næstu árum og að krónan gæti fallið ef efnahags- stjórnin er ekki nægilega aðhalds- söm. „Það gæti kallað á meiri verð- bólgu og erfiðleika við að ná lendingu.“ Þóra Helgadóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild KB banka, telur spána einkennast af þó nokkurri bjartsýni. „Stóriðjuframkvæmdir geta breytt myndinni gjörsamlega, tímasetning og umfang opinberra framkvæmda hefur mikil áhrif á þróunina,“ segir hún. „Ef farið verður út í frekari stórframkvæmd- ir munum við sjá meira ójafnvægi í hagkerfinu. Að fresta framkvæmd- um núna myndi slá á væntingar.“ Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar hjá Glitni, segir hins vegar spá ráðuneytisins í samræmi við þeirra spá, nema þeir séu tals- vert bjartsýnni á að viðskiptahall- inn verði minni. Þorsteinn Þorgeirsson, skrif- stofustjóri efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, segir vegið að starfsheiðri sérfræðinga ráðuneyt- isins með því að kalla spána byggða á óskhyggju. „Ef greiningaraðilar vilja fetta fingur út í okkar niður- stöðu þurfa þeir að gagnrýna for- sendur sem við leggjum til við útreikningana,“ segir Þorsteinn. Ráðuneytið fái einungis ákveðna niðurstöðu úr þjóðhagslíkaninu og hagræði henni ekki. Fleira spili inn í hvað ákvarðar einkaneyslu en kaupmáttaraukning, gengisþróun, stýrivextir og atvinnustig. „Fjármálaráðuneytið vinnur á grundvelli viðamikils þjóðhagslík- ans sem tryggir gott innra sam- ræmi í spágerðinni.“ Þorsteinn segir þó að óvissuþættir séu í spánni og það sé tekið fram. Seðlabankinn gefur út eigin þjóðhagsspá 6. júlí og fékkst eng- inn þaðan til að tjá sig um málið. steindor@frettabladid.is Finnst vegið að heiðri starfsfólks Sérfræðingar greiningardeilda tveggja banka telja endurskoðaða þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins einkennast af bjartsýni. Ráðuneytið telur vegið að starfsheiðri starfsmanna þess með aðdróttunum þess efnis að óskhyggja ráði för hjá þeim. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Þjóðhagsspá ráðuneytisins hefur fengið gagnrýni greiningardeilda bankanna, sem enginn fótur er fyrir, að mati ráðuneytisins. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL INGÓLFUR BENDER ÞORSTEINN ÞOR- GEIRSSON HELSTU ATRIÐI ÞJÓÐHAGSSPÁR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS Hagvöxtur árið 2006 verði 4,7 prósent, tæpt 1prósent árið 2007 og 2,3 prósent 2008. Viðskiptahallinn verði 15,9 prósent í ár, en minnki hratt og verði 7,8 prósent 2007 og 3,7 prósent 2008. Atvinnuleysi verði 1,5 prósent í ár, 2,3 pró- sent næsta ár og 3 prósent eftir tvö ár. Verðbólga verði 7,8 prósent í ár, minnki í 4,6 prósent á næsta ári og í 2,6 prósent 2008. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verði 3,5 pró- sent í ár á mann, 3,3 prósent árið 2007, en 1,9 prósent 2008. Óvissuþættir verði komandi kjarasamningar, stóriðjuframkvæmdir, gengi krónunnar og ástand alþjóðlegra efnahagsmála. SRI LANKA, AP Sendiherra Noregs á Sri Lanka, Hans Brasttkar, skýrði frá því í gær að Finnar, Svíar og Danir þyftu á næstunni að kalla heim liðsmenn sína í norrænu frið- argæslusveitinni SLMM. Þetta er krafa tamíltígranna, en hún kemur í kjölfar þess að Evr- ópusambandið skilgreindi hreyf- ingu þeirra sem hryðjuverkasam- tök. Tamíltígrarnir kæra sig því ekki lengur um að ríkisborgarar landa Evrópusambandsins gegni friðargæsluhlutverki á eyjunni. Íslendingar og Norðmenn taka þátt í starfi norrænu friðargæslu- sveitarinnar og þeir njóta áfram trausts stríðandi fylkinga á Sri Lanka. - kóþ Friðargæsla á Sri Lanka: Liðsmenn ESB- þjóða víkja ÚR ÆFINGABÚÐUM TAMÍLTÍGRA Tígrarnir vilja ekki Svía, Finna og Dani. NORDICPHOTOS/AFP Týndur í einstefnu Tveir enskir fótboltaáhangendur týndu bílaleigubíl sínum í Köln eftir að þeir lögðu honum í götu sem þeir töldu heita Einbahnstrasse eða Einstefnugata á íslensku. Þeir skrifuðu niður götunafnið til minnis en þegar þeir sneru til baka komust þeir að því að önnur hver gata í miðbæ Kölnar er merkt „Einstefnugata“. ÞÝSKALAND LANDKYNNING Íslenski hringvegur- inn var til umfjöllunar á forsíðu ferðaútgáfu The New York Times síðastliðinn sunnudag. Greininni fylgja myndir úr ferð blaðamanns- ins Mark Sundeen og félaga hans um hringveginn en um þetta er fjallað á heimasíðu Ferðamála- stofu. Einar Gústavsson, forstöðu- maður Skrifstofu ferðamála í New York, segir gríðarlega verðmætt að fá svo áberandi umfjöllun í jafn virtu og útbreiddu blaði og The New York Times. Einar segir aug- lýsingaverðmæti greinarinnar í The New York Times líklega 10-12 milljónir og er þá vefútgáfa blaðs- ins ekki talin með. -hs Ísland í New York Times: Á við milljóna auglýsingar BLÁA KAMELJÓNIÐ Breskur leikari, í gervi bláa kamelljónsins Dave, hefur verið sendur út af örkinni af Verkamannaflokkn- um til þess að fylgja David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, eftir. Þarna sést kamelljónið fylgjast Cameron halda ræðu á fjölskylduráðstefnu í London í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Biskupakirkjan í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni frá anglíkanska kirkjusam- bandinu um að láta framvegis eiga sig að velja samkynhneigt fólk til biskupsstarfa. Enska móðurkirkj- an og aðrar kirkjudeildir sam- bandsins eru lítt hrifnar af þessu framtaki bandarísku deildarinnar. Fyrir þremur árum kaus eitt af biskupsdæmum bandarísku bisk- upakirkjunnar sér samkynhneigð- an biskup, V. Gene Robinson. Kosn- ingin vakti hörð viðbrögð frá ensku biskupakirkjunni, sem er þjóð- kirkja Bretlands, og fleiri kirkju- deildum anglíkanska kirkjusam- bandsins víða um heim. Einnig hefur biskupakirkjan í Bandaríkjunum leyft sér að kjósa sér konur til þess að gegna bisk- upsembættum, en flestar aðrar deildir anglíkanska kirkjusam- bandsins hafa ekki viljað heimila það. Núna um síðustu helgi dró svo til tíðinda þegar bandaríska kirkj- an valdi sér nýjan leiðtoga úr röðum biskupa sinna, og fyrir val- inu varð í fyrsta sinn kona, Kather- ine Jefferts Schori. Verulegur þrýstingur hefur verið á leiðtoga bresku kirkjunnar, Rowan Willi- ams erkibiskup, um að grípa til aðgerða gegn bandarísku deild- inni. - gb NÝJA LEIÐTOGANUM FAGNAÐ Um síðustu helgi kaus biskupakirkjan í Bandaríkjunum sér konu fyrir leiðtoga, og í gær ákvað kirkjuþingið að verða ekki við beiðni um að velja ekki aftur homma til biskupsstarfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Biskupakirkjan í Bandaríkjunum hræðist hvorki konur né samkynhneigða: Gengur fram af trúbræðrum sínum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.