Fréttablaðið - 22.06.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 22.06.2006, Síða 38
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Nú fer væntanlega að rofa til eftir rysjótt vor. Það jaðrar við eindæmi hve lítinn áhuga við „grænu gormarnir“ höfum haft á að koma niður þessum litríku sumarblómumum sem við annars erum vön að vera búin að fylla hvern auðan blett með í görðunum okkar fyrir þjóðhátíðina. En enn er nóg til og úr miklu að velja hjá garðplöntustöðvunum. Svo núna, þegar lengsti dagur sumarsins er á næsta leiti, er ekki seinna vænna en að taka til höndunum og skella sér í það að fylla svalakassa, ker og gloppur í blómabeðunum með sumar- blómum. Það skilar sér í litaskrúði í kring um okkur og léttari lund það sem eftir er til hausts. Harðgerð og örugg Vinsælustu sumarblóm hér á landi hafa lengst af verið þau sem spjara sig í öllum sumarveðrum og láta lítið á sjá þótt mikið rigni og gusti um, þegar sá gállinn er á „sumar- blíðunni“ okkar. Fyrstar og fremstar fara þar stjúpurnar með alla sína liti og takmarkalausu þolinmæði á dyntótta rysjutíð. Áratug eftir áratug hafa þær staðið sína plikt og eru í hugum margra helsta sumartáknið. Skrautnálin er líka sterk og ómótstæðileg sem brydding á beðum og fylling í blómaker. Blómin eru hvítir, bláleitir eða rauðleitir smákrossar sem þekja plönturnar og ilma sætlega á kvöldin. Önnur ilmjurt er sjálfur ilmskúfurinn sem fyllir loftið höfgri angan sinni og ber hvít, rauðblá eða bleik blóm, oftast fagurlega fyllt. Eins og smárósir raða þau sér upp í þétta „bolluvendi“. Mjög virðingarverð og vingjarnleg. Meðal harðgerðu sumar- blómanna eru líka margar tegundir af körfublómaætt- inni. Þar eru mjög áberandi „brár“ af ýmsum toga og með ýmiss konar blómalitum. Kornblómið heiðbláa er líka í þeim hópi og síðast en ekki síst okkar yndislega morgunfrú. Matróna með mikla sögu Morgunfrúin hefur verið í ræktun frá alda öðli. Framan af fyrst og fremst sem matjurt og lækningajurt. Uppruni hennar er við norðanvert Miðjarðarhaf og hið latneska heiti hennar „Calendula“ er ævafornt og mun merkja að hana megi sjá þar í blóma árið um kring. Viðurnefnið „officinalis“ bendir svo til þess að hún hafi verið – og er reyndar enn – í lyfja- skápum apótekanna. Græðimáttur plöntunnar er rómaður og í hillum náttúrulækningabúðanna mjá sjá ótal preparöt sem byggð eru á morgunfrú í öllum formum. Rómverjar hinir fornu kölluðu morgunfrúna „herba purificatoria“, þ.e. jurt hreinsunarinnar og allra meina bót við meltingartruflunum og uppákomum innvortis. Líklega hafa þeir líka iðulega átt við slíkt ástand að stríða eins og matarvenjum þeirra var háttað, einkum meðal heldra fólks. En morgunfrú má nota í hrásalat, bæði blöð og blóm. Bragðið er milt og mýkjandi. Seyði af morgunfrú dregur úr sviða og flýtir fyrir því að smáskeinur á hörundi grói. Blóm morgunfrúar eru ætíð á gula og gullinrauða sviðinu, eins og sólin sjálf. Ýmist eru þau alfyllt eða einkrýnd. Til eru bæði lágvaxnar og hávaxnar sortir. Ýmsar sagnir og átrúnaður tengist blómum morgun- frúa. Það var til dæmis alveg óbrigðult ráð að láta dapurt fólk horfa á morgunfrúarblóm til að það fengi gleði sína á ný. Og þeir sem voru sjónlitlir áttu líka að stara á morgunfrúr um nokkra hríð til að styrkja sjónina. En svo voru það þeir sem vildu læra að skilja fuglamál. Til þess þurftu þeir bara að ganga á morgunfrúarblómum heilan dag frá sólarupprás til sólarlags. Ekki mátti út af stíga á annað kusk, ekki drekka og ekki nærast. Svo varð að hugsa allt fallegt og ekki mátti mæla á nokkurn mann. Ef ekki tókst til eins og skyldi, var það af því að viðkomandi voru ekki hreinar meyjar. Það gilti um bæði kyn! Silfrað og rautt Áberandi litir þurfa mótvægi. Þess vegna eru silfurkambar nauðsynlegir til að undirstrika sterka liti. Silfruð og fallega formuð blöð þeirra fara vel við stórgerðari plöntur með bláum, bleikum eða rauðum blómum – og gefa um leið framandi og virðulegt yfirbragð sem helst minnir á hallar- garða í suðlægari löndum. Og það þarf ekki stóra fleti til að fá þessi áhrif fram. Myndin sem fylgir þessum pistli var tekin í Grasagarðinum í Laugardal í fyrrasumar. Hún sýnir rauða stúdentanellikku umvafða silfurkambi. Án silfurkambsins væri stúdentanellikkan, sem er þó fín út af fyrir sig, alls ekki jafn áhugaverð. Stutt og laggott Sumarblóm njóta sín best á áberandi stöðum þar sem flestir geta glaðst við að horfa á þau. Það skemmir ekki fyrir að staðurinn sé sólríkur og skjólgóður. Moldin þarf samt alltaf að vera úrvalsgóð garðmold, og það er ekki gott að rækta sömu tegundir á sama stað í sömu mold ár eftir ár. Skiptið um reglulega, annað hvort um jarðveg eða plöntutegundir. Við langvarandi ræktun einnar tegundar á einum stað mynd- ast s.k. jarðvegsþreyta, sem stafar af því að margvíslegar örverur, kvillar og smákvikindi, sem hverri tegund tengjast, safnast upp og geta magnað árásir á hana. Þess vegna er gott að rjúfa hringinn, helst með því að láta enga hringrás myndast og hafa alltaf þrjú ár á milli ræktunartímabila hverr- ar tegundar á hverjum stað. Plantið hóflega þétt í beðin. Góð regla er að hafa bilið á milli plantnanna um það bil helming af uppgefinni hæð þeirra. Gefið áburð fyrir útplöntun, u.þ.b. 30 grömm af alhliða garðáburði á hvern fermetra. Eftir því sem því verður við komið er gott að klippa burt öll „útblómguð“ blóm. Það tefur tilhneiginguna til fræmyndunar og örvar blómgunina. Sumarblómin, sól og sælulíf Silfurkambur og stúdentanellika. Timbrið kostar MÓTTÖKUGJALD Á TIMBRI HÆKKAÐI Í SÍÐUSTU VIKU HJÁ SORPU. Ástæða hækkunarinnar er mikil aukning af timbri sem kemur inn til móttökustöðvarinnar í Gufunesi. Frá og með 13. júní síðastliðnum tók í gildi ný verðskrá fyrir móttöku á timbri í móttökustöð Sorpu í Gufun- esi. Móttökugjald á timbri hækkaði við breytinguna úr 2,79 krónum á kílóið upp í 3,85 krónur á kíló. Á síðustu árum hefur magn timburs sem berst til móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi aukist mjög. Aukning á milli árana 2004 og 2005 var til að mynda 24% og má rekja verðhækk- unina til þessarar aukningar. sorpa } Nú er dýrara að skila timbri inn til Sorpu en áður. Áskriftarsími 586 8005 Kíkið á þetta! Gómsætt á grillið Tjarnargerð Glæsigarður á Akureyri ���������������� ����������������� ����������� �� ��������� ������������������������� F A B R IK A N ������������������������������������������ ������������������������������������������������ Jói Fel Síðustu forvör að gera góð kaup 10 - 50% afsláttur Mörg góð tilboð Lokum á föstudaginn Opið frá 11-18 virka daga • Hlíðarsmára 11, Kópavogi s: 5651504
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.