Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2006, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 22.06.2006, Qupperneq 84
Með hníf og gaffli > Þráinn Bertelsson Fá veitingahús á Íslandi geta státað af fegurri staðsetningu og magnaðra útsýni en Hafið bláa, sem stendur á Óseyri þar sem Ölfusá fellur í sjó fram á milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. Þangað er rúmlega hálftíma akstur frá Reykjavík. Í kynningarpésa fyrir Hafið bláa stendur: „Við leggjum áherslu á afurðir lands og sjávar með sérstakri áherslu á sjávar- rétti. Metnaður okkar er að framreiða fyrsta flokks rétti úr úrvals hráefni.“ Það er gott að fá að vita hvar áherslurnar liggja. Hafið bláa leggur sem sagt áherslu á sjávarrétti. En matargestur lítur í kringum sig eftir fleiri vísbendingum um hvers konar stað hann sé kominn á og hvers hann megi vænta. Eru hvítir taudúkar á borðum? Eru þjónarnir fagmenn? Og síðasta vísbending: Verðið á matseðlinum. Það er ekki auðvelt að sjá út hvernig staður Hafið bláa vill vera. Dúkar á borðum? Nei. Þjónarnir fagfólk? Hugsanlega yfirþjónninn. Verðið? Í hágæðaklassa. Til dæmis sambærilegt við Salt við Pósthússtræti sem er mjög góður veitingastaður með áherslu á frábæra eldamennsku, og vinsamlega en ófaglærða þjónustu. Gott og vel. Humar í forrétt handa dömunni (1.950 kr.), graf- lax handa mér (1.150). Sjávarréttaþrenna í aðalrétt (2.800). Ís (650) og ísterta (1.050) í eftirrétt. Glas af hvítvíni hússins (650), portúgölsku Dao, það á vel við hérna í Ölfusinu, því að Dao-vínið heitir eftir einni af þverám Mondego-árinnar. Það var klókt hjá dömunni að panta humar í forrétt, því að hann er óaðfinnanlegur, einfaldlega eins og humar gerist bestur. Graflaxinn minn og graflax-sósan er hins vegar af þeim gæða- staðli sem ég get sjálfur sótt mér í kalda borðið í hvaða stór- markaði sem vera skal. Sjávarþrennan er samsett úr skötuselskinnum, steiktum steinbít og þremur humarhölum. Skötuselskinnar eru nýnæmi, kjötið er gróft en hefur verið saltað full hressilega til að maður geti áttað sig á bragðinu. Steinbíturinn er þurr og ofsteiktur. Humarinn gæti ekki verið betri. Með þessu eru langsoðnar kartöflur, grænmetissalat með mangóbitum og fremur bragðdauf sósa, þykkt með einhverju mjöli. Þetta þætti gott í mötuneyti, en á dýrum veitingastað fer ekki hjá því að manni þyki þetta fremur þunnar trakteringar. Piparmyntuísterta og nokkrar ískúlur með kaffinu smellpassa við meðalmennskuna sem ríkir í eldhúsinu. HAFIÐ BLÁA, VIÐ ÓSA ÖLFUSÁR, 815 ÞORLÁKSHÖFN Máltíð fyrir tvö kostar 11.700 kr. Plúsarnir eru fyrsta flokks humarhalar, fallegur staður, einstakt útsýni og lipurt þjónustufólk – sem þó spurði fulloft hvernig manni smakkaðist maturinn. Mínusarnir eru þeir að metnaðurinn sem maður hafði vonast eftir í eldhúsinu kemur aðeins fram í verðlagningunni. Hafið bláa, hafið... 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Leikkonan Cameron Diaz gladdi ferðamenn í Karíba- hafinu á dögunum þegar hún spókaði sig þar um berbrjósta. Cameron var róleg og afslöppuð og kippti sér ekki mikið upp við augnagotur karl- manna á svæðinu þegar hún var í sólbaði með vinkonum sínum. Ein þeirra var mót- leikkona hennar úr Charlie‘s Angels, Drew Barrymore. „Cameron leit einstaklega vel út og skemmti sér vel með vinkon- um sínum. Svo fór hún úr bikiníinu sínu en var með stráhatt yfir höfðinu til að skýla sér,“ sagði einn gestanna á ströndinni. „Við karlmennirnir ætluðum ekki að trúa því hvað við vorum heppnir,“ sagði hann. Cameron Diaz er enn á föstu með söngvaran- um Justin Timberlake og hann virðist líka njóta kynþokka henn- ar. Þannig mun næsta plata hans verða „afar sexý“, eins og hann lýsir því sjálfur. Berbrjósta í sólinni Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur sent frá sér lagið Farinn sem er tekið af væntanlegri sóló- plötu sem kemur út í haust. Í fyrra sló Friðrik í gegn á plöt- unni Ég skemmti mér, en þar söng hann eldri lög í félagi við Guðrúnu Gunnarsdóttur. Seldist platan í sjö þúsund eintökum og varð ein sú söluhæsta hér á landi. Friðrik Ómar er liðtækur laga- og texta- höfundur og semur vænan skerf af nýju plötunni sjálfur. Nýtt lag frá Friðriki CAMERON DIAZ Gladdi karlmenn á sól- arströnd þegar hún spókaði sig um berbrjósta. FRIÐRIK ÓMAR Tónlistarmaðurinn knái hefur sent frá sér lagið Farinn. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Keflvíska rokksveitin Koja hefur gefið út sína fyrstu þröngskífu. Hefur hún að geyma fimm lög og kemur út á vegum Geimsteins. Sveitin hefur verið starfandi í sex mánuði og spilar ómstrítt stærðfræðirokk að sögn þeirra félaga. Koja mun spila á Kára- hnjúkum 9. júlí, sem hlýtur að telj- ast heldur óvenjulegt. „Okkur datt í hug að þetta myndi vekja athygli og að þetta gæti orðið gaman líka,“ segir Björgvin Ívar Baldursson, meðlimur Koju. „Við erum samt engir umhverfisverndarsinnar heldur miklu frekar tónlistarvernd- arsinnar,“ segir hann í léttum dúr. Koja stefnir á að gefa út stóra plötu á næstunni og hefur þegar samið þó nokkur lög til viðbótar við þau sem eru á þröngskífunni nýju. Útgáfutónleikar Koju eru síðan fyrirhugaðir í Keflavík á næstunni. -fb Koja spilar á Kárahnjúkum KOJA Hljómsveitin Koja er að gefa út sína fyrstu þröngskífu. Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Garðsláttuvélar Þýskar gæðasláttuvélar fyrir þá sem gera kröfur um gæði ENGINN TRÚÐI Á ÞAU, EN HANN HJÁLPAÐI ÞEIM AÐ FINNA TAKTINN JUST MY LUCK kl. 5.40, 8 og 10.20 R.V. kl. 3.40, 5.50, og 8 THE OMEN kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA X-MEN 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 5 og 8 B.I. 14 ÁRA DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 5 og 8 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M / ÍSL. TALI kl. 3.40 ÍSÖLD M / ÍSL. TALI kl. 3.40 JUST MY LUCK kl. 5.40, 8 og 10.20 R.V. kl. 5.50 TAKE THE LEAD kl. 8 og 10.30 THE OMEN kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 6 JUST MY LUCK kl. 6, 8, og 10 R.V. kl. 6 og 8 THE OMEN kl. 10 B.I. 16 ÁRA !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 S.V. MBL. D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM V.J.V TOPP5.IS S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS 51.000 MANNS UPPLIFÐU VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! LEITIÐ SANNLEIKANS HVERJU TRÚIR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ! MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? S.V. MBL. Heims frumsýning Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen! Á 6 degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma, Þorir þú í bíó 47.000 MANNS Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins. 1 FJÖLSKYLDA. 8 HJÓL. ENGAR BREMSUR Fór beint á toppinn í USA Hún var heppnasta stelpan í bænum þangað til drauma- prinsinn eyðilagði allt! Frábær unglinga gamanmynd með Lindsey Lohan í fantaformi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.