Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 25

Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 25
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Borð H úsgagna Lagersala 14 - 21 júlí 9-18 virka daga10-16 laugadag Krókhálsi 10simi: 557-9510 Allt að 80% afsláttur af útlitsgölluðum vörum Komdu og gerðu góð kaup Sófar og margt fleira...Rúm Skápar Speglar Púðar Nuddstólar Esso veitir 20 prósenta afslátt af Outback- og Fiesta Gusto-gas- grillum á meðan birgðir endast. Boðið er upp á fría heimsend- ingu á höfuðborgarsvæðinu. Gallerí Húsgögn að Dalvegi í Kópavogi heldur sérstaka sófadaga þessa vikuna. Auk þess veitir verslunin 30 til 60 prósent afslátt af öllum húsgögnum. Sala áfengis í júní var tæpum 14 prósentum meiri en í sama mánuði árið 2005. Aukning í sölu áfengis í lítrum frá janúar til júní eru rúm 9 prósent. Tæplega 339 þúsund viðskiptavinir komu í vínbúðirnar 46 í júnímánuði og er það 6,9 prósentum fleiri við- skiptavinir en komu í vínbúðirnar í sama mánuði í fyrra. Veiðihornið býður góða tilboðs- pakka fyrir veiðimanninn. Pakk- arnir eru á sérstöku tilboðsverði með vaxtalausum greiðslum. ALLT HITT [ MATUR TILBOÐ ] GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 21. júlí, 202. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.58 13.34 23.07 Akureyri 3.18 13.19 23.16 Halla Vilhjálmsdóttir leikkona dansar, syngur og leikur í söngleiknum Footloose þessa dagana. Halla hugar vel að matarræðinu til þess að hafa orkuna og einbeitinguna í góðu lagi. „Það er ekkert grín að komast í gegnum sýningu eins og Footloose eða Hafið bláa þar sem ég stoppa ekki í tæpa þrjá tíma. Ég bara hreinlega verð að borða hollan mat án þess að vera eitthvað öfgasinnuð í þeim málum,“ segir Halla, en hún notar nær eingöngu lífrænt ræktaðar matvörur og segir hún Yggdrasil vera uppáhalds matvörubúðina sína. „Það getur verið yfirþyrmandi að ætla sér að skipta algjörlega yfir í lífrænt ræktaðan mat. Besta leiðin er að byrja smátt, prófa sig áfram og byrgja sig upp í rólegheit- um. Á síðustu níu mánuðum hefur úrvalið og verðið á líf- rænt ræktuðum vörum breyst mikið til hins betra. Svo þegar ég er uppiskroppa með hugmyndir þá fer ég bara í Yggdrasil og skoða mig um, fæ aðstoð hjá starfsfólkinu og prófa eitthvað nýtt,“ segir Halla, en maturinn sem hún grill- aði í góða veðrinu er lífrænt ræktaður, hollur og næringar- ríkur. „Já, þetta er sannkallað heilsufæði eða skvísufóður eins og ég kalla það stundum. Þetta er næringarríkur matur og ég fæ fullt af orku úr honum. Bragðið kemur fyrst og fremst úr pestóinu og saltleginum sem ég læt grænmetið liggja í. Úr hörfræjaolíunni sem ég set inn í lárperuna fæ ég líka ómega-3 og -6 fitusýrur sem eru góðar fyrir heilann og liða- mótin, sem sagt nauðsynlegar fyrir mig þar sem ég þarf að halda góðri einbeitingu á sýningum og er næstum því liða- mótalaus,“ segir Halla hlæjandi að lokum. Uppskriftina að rétti Höllu er að finna á bls. 2. erlabjorg@frettabladid.is Lífrænt ræktað skvísufóður FYRSTU ÍSLENSKU KARTÖFLUR SUMARSINS KOMU Í VERSLAN- IR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR NOKKRUM DÖGUM. Kartöflubændur í Þykkvabæ eru byrjaðir að kíkja undir kartöflu- grösin og taka nú upp smáslatta á hverjum degi. Tegundin er prem- ier og uppskeran fer í verslanir á höfuðborgarsvæðinu í gegnum heildverslunina Bananar. Færri fá en vilja og hafa kartöflurnar verið fljótar að seljast upp í búðunum og viðskiptavinir hafa þurft að hafa hraðar hendur til að ná sér í þetta nýmeti. Takmarkað magn er um að ræða fyrstu dagana en strax í næstu viku má búast við að auðveldara verði fyrir almenn- ing að fá sér kartöflur í pottinn. „Magnið eykst dag frá degi enda hefur sólskinið síðustu daga haft góð áhrif á vöxtinn,“ segir Gunn- laugur Karlsson, framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrstu kartöflurnar sem tekn- ar eru upp eru alltaf viðkvæmar, hýðið er þunnt og þær eru fljótar að þorna upp. Því þola þær enga geymslu en bragðast þess betur þegar þær eru nýkomnar upp úr moldinni. Sumarlegt bragð Birkir Ármannsson kartöflubóndi í Þykkvabæ reið á vaðið í vikunni og tók upp eitt og hálft tonn af kartöflum fyrsta daginn. SÖGUKONA SEM BAKAR BRAUÐ Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona svalar fróðleiksþyrstum ferðalöngum og seður hungur þeirra með nýbökuðu brauði MATUR 3 ER A4 TÝPA Tryggvi Guðmundsson knatt- spyrnumaður gerir yfirleitt góð kaup TILBOÐ 6 Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona, naut veðurblíðunnar og borðaði hollan mat í garðinum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.