Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 26

Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 26
[ ] Fáir veitingastaðir njóta eins mikilla vinsælda og Hliðið á Álftanesi sem rekið er af hjónunum Boga Jónssyni og Narumon Sawngjaithan, en þar er allt upppantað langt fram í tímann. „Þetta var upphaflega hugsað sem tómstundagaman fyrir eignkonu mína, sem hefur einstaka unun af eldamennsku,“ segir Bogi um til- drögin að veitingarekstri þeirra Narumon á Álftanesi, en þau ráku áður Thailand á Laugavegi 11 þar sem þau elduðu meðal annars ofan í taílenska prinsessu og fylgdarlið hennar. „Við áttum samt aldrei von á því að þetta yrði svona gríðarlega vin- sælt. Hér er upppantað öll kvöld langt fram í tímann,“ segir hann ennfremur. Á Hliðinu er boðið upp á taí- lenska matseld, eins og hún gerist best. Risarækjusúpa er í forrétt, kjúklingur í engifer, svínakjöt í massaman karríi og pathai núðlur með rækjum eru í aðalrétt og te eða kaffi og karamelluterta í eftir- rétt. Áfengi er ekki til sölu, en gest- um veitingastaðarins er heimilt að mæta með eigin veigar sem gerir staðinn nokkuð sérstakan. Það er ýmislegt fleira sem gerir Hliðið frábrugðið öðrum veitinga- stöðum. Til að mynda er maturinn borinn fram í sólstofunni heima hjá Boga og Narumon, sem setur skemmtilega heimilislegan svip á reksturinn. Staðsetningin á Álfta- nesi setur Hliðið einnig í sérflokk, þar sem gestir geta notið kyrrðar- innar í fallegu umhverfi. „Núverandi fyrirkomulag hefur þau áhrif að við getum lagt okkur enn frekar fram við þjónustuna, sérstaklega vegna takmörkunar á gestafjölda,“ útskýrir Bogi, en ein- ungis er tekið á móti einum sex til tólf manna hópi á dag og er ráðlegt að panta með góðum fyrirvara. Bogi segir að asísk heilsulind verði opnuð undir sama þaki í haust. „Boðið verður upp á taí- lenskt jurtagufubað, jurtanudd, þar sem nuddað er með sérstökum púðum, og heitan pott fullan af sjó og þangi sem mýkir húðina,“ útskýrir hann og bætir við að pott- urinn, sem er staðsettur á þaki hússins, hafi þegar verið pruf- keyrður með góðri útkomu. „Við viljum kynna fleiri austurlenskar hefðir fyrir landsmönnum, enda áhuginn mikill,“ segir hann í lokin. roald@frettabladid.is Eldað fyrir aðalsfólk Heitum potti hefur verið komið fyrir uppi á þakinu, þar sem gestir geta baðað sig í sjó og þangi, en taílensk heilsulind verður opnuð í húsinu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Matur er borinn fram í sólstofunni heima hjá Boga og Narumon, þar sem gestir hafa útsýni yfir fallega náttúruna úti á Álftanesi. Nánari upplýsingar á www.1960.is FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eins ótrúlega og það hljómar var húsið í eyði þegar Bogi og Narumon tóku það fyrst á leigu, þannig að gífurleg uppbygging hefur átt sér stað frá þeim tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is -leggur heiminn að vörum þér Nikaragúa Cortes NÝTT KAFFI Kaffitári er sönn ánægja að kynna fyrir öllum kaffiunnendum nýtt og spennandi kaffi. Kaffið er ræktað af Ricardo Rosales og fjölskyldu hans. Bragðið er hreint og hunangsmjúkt með ávæningi af kakó og kryddi. Fæst í öllum helstu matvöruverslunum og á kaffihúsum Kaffitárs · Kringlunni · Bankastræti · Þjóðminjasafni · Stapabraut 7 · Flugstöð Leifs Eiríkssonar · Listasafni Íslands H 2 h ön nu n HÁTEIGSVEGUR 1 105 REYKJAVÍK SÍMI: 533-1020 www.aman.is VÍNGERÐARVERSLUN HÁGÆÐA VÍNGERÐAREFNI NÝ VERSLUN ! MIKIÐ ÚRVAL - TILBOÐ GLÓÐ inn Við sundlaug Vesturbæjar í 25 ár Ekta hamborgari Ekta steikarbragð Hamborgara tilboð með öllu og kók í gleri 666 kr. Glóandi tilboð í sumar Spínat Spínat er hollt, ríkt af járni, kalki, A- og C-vítamíni og er auk þess fitusnautt, Það er hentugt í salatið, eggjakökuna og ýmsa grænmetisrétti. uppskrift Höllu } GRILLAÐUR KJÚKLINGUR MEÐ GRÆNMETI 400 g kjúklingalundir 1-2 kúrbítar eggaldin gul, rauð og appelsínugul paprika grænt og rautt pestó ólífuolía kruigenzout frá Aquarius (salt með kryddi) SALAT: salatblöð valhnetur kirsuberjatómatar lárpera hörfræjaolía balsamiksíróp Kjúklingalundir grillaðar og bæði rauðu og grænu pestó hrúgað ofan á þær. Saltkrydd hrært út í ólífuolíu og kúrbítur, eggaldin og paprika pensluð með leginum. Grænmetið er síðan grillað. Lárperan skorin í tvennt og sett hörfræjaolía í holurnar og borin fram ásamt fersku salatinu. Gott er að setja balsamiksíróp á salatið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.