Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 62

Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 62
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR46 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 andspænis 6 einnig 8 eignarfor- nafn 9 efni 11 í röð 12 mest 14 íþrótt 16 nafnorð 17 sunna 18 hrópa 20 í röð 21 glufa. LÓÐRÉTT 1 keppniseining 3 hljóm 4 þáttaskil 5 utan 7 æringi 10 hár 13 hækkar 15 bor 16 nálægar 19 frá. LAUSN opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður saltfi skur, skötuselur og keila. LÁRÉTT: 2 móti, 6 og, 8 mín, 9 tau, 11 mn, 12 allra, 14 glíma, 16 no, 17 sól, 18 æpa, 20 tu, 21 rifa. LÓÐRÉTT: 1 lota, 3 óm, 4 tímamót, 5 inn, 7 galgopi, 10 ull, 13 rís, 15 alur, 16 nær, 19 af. Í tilefni af komu rithöfundarins Liz Tuccillo ætlar Edda útgáfa að halda heljarinnar konuboð á laugardag- inn. Boðið verður haldið í Iðusaln- um á Lækjargötu og hefst klukkan 17.00. Liz Tuccillo er ein af handrits- höfundum sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni eða Sex and the City sem er mjög vinsæll meðal kvenþjóðarinnar. Einnig skrifaði hún bókina „Hann er ekki nógu skotinn í þér“ sem er eins konar sjálfshjálparbók fyrir konur og kom nýlega út í íslenskri þýðingu Þóru Sigurðardóttur. Liz er vænt- anleg til landsins í dag og ætlar að nota tækifærið á laugardaginn og ræða við nokkrar vel valdar ein- hleypar konur í rannsóknarskyni fyrir næstu bók sína sem nefnist „How to Be Single“. Hún á að koma út árið 2007 og verður skáldsaga með sjálfshjálparívafi. Samkvæmt Rakel Pálsdóttur, kynningarstjóra Eddu útgáfu, verð- ur þetta algert skvísuboð og er Edda búin að senda út boðskort til margra kvenna sem eru áberandi í þjóðfélaginu um þessar mundir. Á boðslistanum er meðal annars að finna Steinunni Valdísi fyrrverandi borgarstjóra, Ragnheiði Guðfinnu sjónvarpskonu, Andreu Róberts hjá Concert, Kolbrúnu Bergþórs- dóttur blaðakonu og Katrínu Júlíus- dóttur alþingiskonu. Þá er einnig búið að bjóða öllum alþingiskonum, öllum kvenkyns borgarfulltrúum og fjölmiðlakonum. „Liz ætlar að nýta tækifærið og mun leiða einhvers konar umræður í boðinu. Hún ætlar að reyna fá sem besta sýn á hvernig það er að vera kona á Íslandi á skemmtilegan hátt í alvöru sumarpartíi.“ Skvísuboð í Iðu LIZ TUCCILLO Handritshöfundur Sex and the City-þáttanna er væntanlegur til landsins í dag og er heiðursgesturinn í sumarpartíi Eddu útgáfu. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1. Sedov. 2. Tæplega 1.800. 3. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. FRÉTTIR AF FÓLKI Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmann- inn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif. is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Helj- armennið hélt til dúntekju og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöld- ungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heima- síðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforð- inn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarps- þættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæð- inu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar kon- unnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. „Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum,” skrifar Magni á heimasíð- unni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið „bitch” ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir „tík”. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttak- endurnir. - fgg Grímur Atlason, þroskaþjálfi og tónleikahaldari með meiru, er nýráðinn bæjarstjóri í Bolungar- vík. Grímur hefur um árabil verið búsettur í Vesturbænum í Reykja- vík ásamt konu sinni Helgu Völu Helgadóttur, leik- og fjölmiðla- konu. „Ég hef aldrei verið feiminn við breytingar og þetta er mikið tæki- færi fyrir mig. Fólkið í Bolungar- vík hefur verið að bíða eftir göng- um og þess háttar en ég tel að það séu mjög bjartir og öflugir tímar fram undan hjá okkur,“ segir Grímur. Grímur og Helga Vala eiga fjög- ur börn, tvö saman og hvort sína stelpuna úr fyrri sambúð. „Við förum vestur þessi fjögurra manna kjarni en stofnum svo til heimilis fyrir okkur öll sex í Bolungarvík,“ segir Grímur. „Helga Vala verður svo með annan fótinn í Reykjavík til að byrja með, þar sem hún er í lögfræði í HR, en mun síðan stunda fjarnám eins og kostur gefst.“ Grímur og Helga Vala hafa búið í Vesturbænum um árabil en bæjarstjórinn nýráðni segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „101 er ekki nafli alheimsins og það er ótrúlega margt sem ger- ist þar fyrir utan. Við eigum yndis- lega íbúð í Vesturbænum sem við vorum lengi að finna en það er algjör óþarfi að rjúka til og selja hana. Kannski komum við samt aldrei aftur en það verður bara að koma í ljós. Við erum allavega ekki að fara til að vera í tvo mánuði,“ segir Grímur. Grímur er ekki tengdur Bol- ungarvík á neinn hátt en á þó ættir sínar að rekja til Vestfjarða. Afi Gríms, Grímur Jónsson, byggði jörðina Súðavík og átti meðal ann- ars frystihúsið þar í bæ. „Í aðra ættina er ég Vestfirðingur en í hina frá Raufarhöfn. Þetta eru tvö helstu menningarsvæði landsins,“ segir Grímur stoltur, en hann hefur ekki látið sitt eftir liggja í menningarmálum landsbyggðar- innar og hélt meðal annars tón- leika með Emilíönu Torrini í Bol- ungarvík fyrir nokkru. Grímur hefur verið einn ötul- asti tónleikahaldari landsins undanfarin ár en býst við að það dragi nokkuð úr því þar sem hann er kominn í nýtt starf. „Tónleika- haldið er ótryggur bransi og ætli það sé ekki með mig eins og fólkið fyrir vestan að efnahagsstjórnun landsins fer ekki vel með okkur því sveiflurnar eru svo miklar,“ segir bæjarstjórinn í Bolungar- vík. kristjan@frettabladid.is GRÍMUR ATLASON: NÝRÁÐINN BÆJARSTJÓRI Á BOLUNGARVÍK Tónleikahaldari sest í bæjarstjórastól BÆJARSTJÓRINN OG FJÖLSKYLDA Grímur Atlason, nýráðinn bæjarstjóri á Bolungarvík, með Helgu Völu konu sinni og börnunum þeirra fjórum. HRÓSIÐ FÆR... Óttar Guðnason sem tekur upp nýjustu kvikmynd hasarmynda- leikstjórans Jan De Bont í Berlín. Arnór G. Bieltvedt myndlistar- maður hefur búið og unnið í Bandaríkjunum undanfarna ára- tugi við vaxandi orðstír og er nú svo komið að þó nokkrir frægir einstaklingar eiga verk eftir hann. „Ég hef búið í Banda- ríkjunum í um tuttugu ár, þar af í Chicago síðastlið- in fimm þar sem ég starfa við listkennslu og list- sköpun,“ segir Arnór, sem er fæddur á Akureyri en ólst upp í Reykjavík „Ég útskrifaðist á sínum tíma frá Verzlunarskólanum og hélt þaðan í nám til Þýskalands og þar sem ég lærði félags- og mark- aðsfræði. Það var hins vegar ekki fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna sem ég sneri blaðinu við og fór í listnám og hef sinnt þeirri köllun síðar.“ Sífellt fleiri bera sig eftir verk- um Arnórs, þar á meðal tíðir gest- ir á rauða dreglinum þar vestra. „Varðandi fræga aðila sem eiga verk eftir mig, þá hef ég bæði komist í kynni við suma þeirra en aðrir hafa fengið verk eftir mig að gjöf eða viðkomandi hefur rekist á verk eftir mig í gall- eríi,“ segir Arnór og nefnir að meðal þeirra sem hafa eignast verk eftir hann séu leikarinn Tim Kazurinsky, sem ætti að vera aðdáendum Lögregluskólans að góðu kunnur, leikkonan Jessica Harper, sem komið hefur fram í myndum á borð við Minority Report, Bruce Jarchow sem brugðið hefur fyrir í þáttum á borð við Desperate Housewives og Seinfeld og Jimmy Arias, sem var í fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins árið 1984. Fyrir skemmstu lauk samsýn- ingu sem Arnór tók þátt í Glencoe og á dögunum birtist viðtal við hann í tímaritinu Nordic Reach undir fyrirsögninni The Heart- beat of Iceland eða Hjartsláttur Íslands eins og það myndi útleggj- ast á íslensku. Umboðsaðili Arn- órs á Íslandi er Art-Iceland.com á Skólavörðustíg. - bs Málar fyrir stjörnurnar ARNÓR G. BIELVELDT Þó nokkrir frægir einstaklingar hafa keypt verk eftir hann. JIMMY ARIAS 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.