Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 2
2 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR
��������������
������������
� ����� ���� ������
������������
�����������
�� ��������������
���������������� �������
��������������
DANMÖRK Danska lögreglan hefur
handtekið feðgin sem grunuð eru
um að hafa myrt móður dótturinn-
ar og eiginkonu föðurins á Norður-
Jótlandi aðfaranótt laugardags.
Þetta kemur fram á fréttavef
danska blaðsins Politiken.
Konan, sem var sextug, fannst
stungin til bana í einbýlishúsi hjón-
anna í Hjedsbækvej í Suldrup
snemma á laugardagsmorgun eftir
að faðirinn hringdi á sjúkrabíl.
Faðirinn hefur verið úrskurð-
aður í þriggja daga gæsluvarð-
hald, en dóttirin, sem er 37 ára,
hefur verið úrskurðuð í fjögurra
vikna gæsluvarðhald.
Þau neita bæði sök, en að sögn
lögreglu ber sögum þeirra ekki
saman um hvað gerðist á heimil-
inu. - smk
Hrottalegt morð á Jótlandi:
Feðgin grunuð
LÖGREGLUMÁL Ásgeir Davíðsson,
eigandi nektardansstaðarins Gold-
finger, var handtekinn í fyrrinótt
ásamt fjórum mönnum eftir að
þeir höfðu farið inn á nektardans-
staðinn Bóhem við Grensásveg og
haldið starfsfólki þar nauðugu.
Ásgeir á húsnæðið þar sem Bóhem
er til húsa en hafði ekki gert boð á
undan sér þegar hann birtist ásamt
mönnunum fjórum.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík fóru
mennirnir inn á staðinn um fjögur
að nóttu til og höfðu í hótunum við
starfsfólk, á meðan þeir reyndu að
skipta um skrár á hurðum í hús-
inu.
Staðarhaldari hafði samband
við lögreglu sem síðan greip til
aðgerða vegna komu mannanna á
staðinn.
Bjarnþór Aðalsteinsson, varð-
stjóri í rannsóknardeild lögregl-
unnar í Reykjavík, segir málið
vera enn í rannsókn en mennirnir
fimm voru yfirheyrðir í gær. „Við
erum að rannsaka þetta mál en
það liggur fyrir að fimm menn
ruddust inn á Bóhem og ætluðu
sér að skipta um læsingar á hurð-
um á staðnum, án þess að bera
fyrir sig heimild til þess. Það fund-
ust engin vopn á mönnunum. En
það má kalla þetta frelsissvipt-
ingu þar sem starfsfólki var hald-
ið nauðugu á staðnum.“
Sérsveit lögreglunnar var köll-
uð til aðstoðar þegar brugðist var
við en lögreglan hafði mikinn við-
búnað á staðnum vegna málsins.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík fannst lítil-
ræði af fíkniefnum á einum mann-
anna sem handteknir voru.
Bjarnþór segir þetta ekki vera
fyrsta málið sem kemur upp í
tengslum við deilur á milli for-
svarsmanna nektardansstaðanna.
„Það hafa komið inn á borð til
okkar ágreiningsmál sem tengjast
deilum á milli þessara tveggja
nektardansstaða. Þau hafa verið
minni háttar hingað til.“
Mönnunum var sleppt úr haldi
lögreglu um þrjú leytið í gær. Við
yfirheyrslu hjá lögreglu gerðu
mennirnir fimm lítið úr málinu.
„Ásgeir á húsnæðið þar sem starf-
semi Bóhem er til húsa, og sam-
kvæmt því sem fram kemur í yfir-
heyrslunum fer hann með
kunningjum sínum til þess að
bjóða þeim upp á drykk. Hann á
þar að hafa ákveðið að skipta um
lása á hurðum þar sem leiga fyrir
húsnæðið hafði ekki verið greidd.
Þetta er svona í meginatriðum það
sem kom fram í yfirheyrslunum,“
sagði Bjarnþór.
magnush@frettabladid.is
Héldu starfsfólki
nauðugu á Bóhem
Ásgeir Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger, og fjórir aðrir menn
voru handteknir af lögreglu á skemmtistaðnum Bóhem í fyrrinótt. Þeir héldu
starfsfólki nauðugu. Lögreglan yfirheyrði mennina fimm vegna málsins í gær.
GOLDFINGER Forsvarsmenn nektardans-
staðanna Goldfinger og Bóhem hafa átt í
deilum að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
BÓHEM Fimm menn ruddust inn á Bóhem í fyrrinótt og héldu starfsfólki þar nauðugu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
LÖGREGLUMÁL Ásgeir Davíðsson,
eigandi Goldfinger og húsnæðis-
ins þar sem Bóhem er með starf-
semi, segist harma það að hafa
ollið vandræðum, en segir menn-
ina sem voru með honum ekki
hafa verið með neitt ofbeldi.
Spurður um aðdraganda
málsins segir hann: „Ég gerði mis-
tök en þeir sem ég bauð í glas voru
ekki með neitt ofbeldi á staðnum.
Ég gekk líklega of langt þegar ég
skipti um lás á hurðum en við héld-
um fólki ekki nauðugu inni.“
Ásgeir segir dyravörðinn á
staðnum, sem er fyrrverandi
starfsmaður á Goldfinger, hafa
hlaupið í burtu þegar hann hafi
frétt af því að hann væri á leiðinni
á staðinn. „Dyravörðurinn hljóp í
burtu áður en við komum. En við
vorum beðnir um að yfirgefa stað-
inn.“
Ásgeir og félagar hans sátu að
drykkju þangað til rekstraraðili
Bóhems kallaði lögreglu til. „Ég
get nú viðurkennt það að hugsan-
lega gekk ég aðeins of langt með
því eiga við skrárnar þarna innan-
húss. Ég upplifi þetta þannig að
starfsfólkið hafi viljað drekka
áfengi með okkur á staðnum og
það var allt í lagi okkar vegna. Ég
fór niður á Langabar fyrr um
kvöldið og sat þar og drakk áfengi.
Ég bauð svo fjórum mönnum að
koma með mér upp á Bóhem og
ætlaði að halda áfram að drekka
þar. En mér þykir leitt að kvöldið
hafi endað með þessum hætti. Það
var ekki ætlunin að vera með nein
leiðindi og ég harma að kvöldið
hafi endað svona. En hins vegar er
það svo að sá sem rekur Bóhem
skuldar mér vegna leigu á hús-
næðinu sem ég á.“ - mh
Eigandi Goldfinger segist hafa gert mistök undir áhrifum áfengis:
Segist hafa gengið of langt
ÁSGEIR DAVÍÐSSON Segist hafa gengið of
langt í ölæði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
LÍBANON, AP Vopnahlé er ekki í
sjónmáli í átökum Ísraelshers við
meðlimi Hizbollah-samtakanna í
Suður-Líbanon, kom fram í máli
Ehud Olmerts, forsætisráðherra
Ísraels í gær.
Á sunnudag, eftir að alþjóða-
samfélagið ásakaði Ísraela harð-
lega fyrir árás á bæinn Kana, sem
varð á fjórða tug líbanskra barna
og fjölda kvenna að bana, lofaði
Ísrael að halda 48 tíma vopnahlé
svo hægt væri að gefa saklausum
borgurum færi á að flýja Suður-
Líbanon. En 24 tímum síðar skutu
liðsmenn Hizbollah á ísraelskan
skriðdreka og þá svöruðu Ísraelar
í sömu mynt. Sagði Olmert ekki
vera hægt að leyfa Hizbollah-
mönnum að efla lið sitt og því
ætlar Ísraelsher að halda áfram
loft-, sjó- og landárásum á Suður-
Líbanon.
Talsmaður ísraelska hersins
baðst afsökunar í gær á árás á her-
menn líbanska hersins og sagði
Ísraelsher hafa talið hátt settan
yfirmann Hizbollah vera þar á
ferð.
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í
gær að framlengja veru friðar-
gæsluliða sinna í Líbanon um einn
mánuð, svo hægt væri að draga þá
til baka, ef alþjóðlegt herlið verð-
ur sent til friðargæslu í Líbanon.
Átökin hafa staðið í þrjár vikur
nú. Á þeim tíma hafa minnst 519
Líbanar farist, langflestir óbreytt-
ir borgarar, og 51 Ísraeli, þar af
átján óbreyttir borgarar. - smk
Átökin í Líbanon halda áfram þrátt fyrir boðað tveggja daga vopnahlé:
Ísraelar halda áfram árásum
FÖGGUM BJARGAÐ Líbani reynir að bjarga
því sem hægt er úr rústum heimilis síns í
Beirút í gær.FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BJÖRGUN Um tvö leytið í gær barst
Neyðarlínunni hjálparbeiðni frá
vélarvana bátnum Króki sem
staddur var um eina sjómílu norð-
ur af Rifi á Snæfellsnesi.
Björgunarbáturinn Björg frá
Rifi var kallaður til og var hann
mættur á staðinn skömmu síðar.
Björg dró bátinn, sem er línu- og
handfærabátur til lands. Feðgar
voru á Króki, maður á áttræðisaldri
og ríflega fertugur sonur hans.
Páll Stefánsson, skipstjóri á
Björgu, sagði að gott hefði verið í
sjóinn og að feðgarnir hefðu verið
ágætlega haldnir þegar þeim var
bjargað, enda einungis verið þar í
á annan tug mínútna. - sh
Vélarvana bátur norður af Rifi:
Björg til bjargar
vélarvana Króki
UTANRÍKISMÁL Samninganefndir
Íslands og Bandaríkjanna um varn-
arsamstarf ríkjanna hittast á fundi í
Washington í Bandaríkjunum á
fimmtudag og föstudag.
Albert Jónsson, sendiherra í
Washington, fer fyrir íslensku við-
ræðunefndinni sem skipuð er full-
trúum forsætis-, utanríkis-, fjár-, og
dómsmálaráðuneyta.
Síðasti fundur samninganefnd-
anna fór fram í Reykjavík þann 8.
júlí og að honum loknum lýsti Geir
H. Haarde forsætisráðherra sig
ánægðan með gang viðræðnanna.
Geir fer með forræði viðræðnanna
við Bandaríkjamenn af Íslands
hálfu. - bþs
Varnarviðræður í Washington:
Varnarmálin
rædd í vikulok
ALBERT JÓNSSON Sendiherra í Washington.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Íranar fá
fram til 31. ágúst til að hætta auðg-
un úrans í heimalandi sínu. Þetta
var ákveðið á
fundi öryggis-
ráðs Sameinuðu
þjóðanna í gær.
Fylgi þeir skip-
ununum ekki
eftir, geta þeir átt
von á að verða
beittir efnahags-
legum og stjórn-
málalegum
þvingunum.
Sendiherra Írans gagnvart
Sameinuðu þjóðunum, Javad
Zarif, sagði ekki koma til greina
að landið hætti auðgun úrans með
þessum hætti.
Íranar segja kjarnorkuáætlun
þeirra eingöngu ætlaða til frið-
samlegrar notkunar, en nokkur
valdamestu ríki heims, með
Bandaríkin í fararbroddi, telja að
þeir ætli sér að framleiða kjarn-
orkuvopn. - smk
Öryggisráð um kjarnaáætlun:
Íranar fá 31 dag
til að hætta
JAVAD ZARIF
SLÖKKVILIÐ Kæliefnið freon lak úr
kælikerfi færeysks togara sem lá
við Vogabakka í Reykjavíkurhöfn
og út í togarann sjálfan um klukk-
an eitt í gær.
Slökkviliðsmenn fengu tilkynn-
ingu um atvikið klukkan hálf fjög-
ur og var þá sendur dælubíll á
vettvang til að loftræsta togar-
ann.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu var aldrei neinn í
hættu. Þeir segja freon að mestu
hættulaust og gufi upp í andrúms-
loftið nema það sé í miklu magni í
lokuðu rými. Þarna var um lítið
magn að ræða sem var fjarlægt.
- sh
Freonleki í færeyskum togara:
Enginn í hættu
út af freonleka
SPURNING DAGSINS
Jón, er hægt að fá að glugga í
heimilisbókhaldið þitt?
Jájá, það er alveg sjálfsagt mál að fá að
glugga í það líka.
Jón G. Hauksson er ritstjóri Frjálsrar verslunar
sem birtir árlega tekjur valinna einstaklinga
upp úr álagningarskrám ríkisskattstjóra, þar á
meðal sínar eigin.