Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 18

Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 18
 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Félagar í Ásatrúarsöfnuðinum Heimild: Hagstofa Íslands 1990 19 0 51 2 95 3 98 1995 2000 2005 FRÉTTASKÝRING SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR smk@frettabladid.is Nágrannar okkar Finnar tóku við for- sætisembættinu í Evrópusamband- inu fyrr í sumar og vonast margir til þess að leiðtogastarf þeirra muni vekja aukna athygli Evrópuþjóða á Norðurlöndunum öllum. Því blaktir nú blár fáni Evrópusambandsins víða um Finnland þessa dagana. En hver er sagan og merkingin á bak við fána þennan? Hvernig lítur hann út? Fáni Evrópusambandsins er heiðblár með tólf gullnum stjörnum sem raðað er í stóran hring og minnir á stjörnur á bláum himni. Hann er ekki aðeins tákn Evrópusambandsins, heldur er honum jafnframt ætlað að sýna einhug innan Evrópu og sérkenni heimsálfunnar í víðara samhengi, kemur fram á fréttavef Evrópusam- bandsins. Stjörnurnar tólf hafa ekkert með fjölda aðildarlandanna að gera (þau eru 25), heldur var fjöldi stjarnanna valinn því talan tólf hefur í gegnum aldirnar staðið fyrir fullkomnun, samheldni og einingu. Þess vegna breytist ekki tala stjarnanna þegar ný ríki ganga í sambandið. Hver er saga fánans? Fimmta maí 1949 settu tíu Evrópuríki Evrópuráð- ið á laggirnar, sem til að byrja með sinnti einna helst mannréttindamálum og styrkti evrópska menningu. Fljótlega fóru forráðamenn Evrópu- ráðsins að velta fyrir sér hvaða tákn þeir gætu valið sem staðið gæti fyrir ráðið. Árið 1955, eftir miklar og langar umræður, var núverandi útlits- hönnun valin þar sem tólf stjörnur skína á bláum bakgrunni. Talan tólf hefur löngum verið táknræn í hinum ýmsu trúarbrögðum og hefðum og merkir alloft fullkomnun. Tólf eru jafnframt mán- uðirnir í árinu og klukkustundirnar sem sýndar eru á klukkuskífum. Hringurinn, sem stjörnurnar mynda, merkir auk þess einingu og samheldni. Þar með varð Evrópufáninn til, sem ætlað er að sýna samheldni Evrópubúa. Upp frá því hvatti Evrópuráðið aðrar Evrópustofnanir til að tileinka sér fánann og tók Evrópuþingið upp notkun hans árið 1983. Tveimur árum síðar, eða árið 1985, samþykktu öll aðildarlönd Evrópusambandsins fánann sem tákn sambandsins. Síðan í byrjun ársins 1986 hafa allar Evrópu- stofnanir notað fánann, en á meðan eingöngu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins notar ekkert annað merki, þá hafa aðrar deildir og stofnanir innan Evrópusambandsins jafnframt önnur tákn og fána sem þau nota auk fána Evrópusambandsins. FBL-GREINING: FÁNI EVRÓPUSAMBANDSINS Fullkomnun, samheldni og eining Victor I. Tatarintsev tók við embætti sendiherra Rússlands á Íslandi í maí og hefur síðan kolfallið bæði fyrir landi og þjóð. „Ísland er í hjarta mínu, bæði fólk- ið og þetta fallega land ykkar. Ég tel að hafi sendiherra slíkt viðhorf gagnvart landinu sem hann starf- ar í hafi hann eða hún raunveru- legt tækifæri til að gera afar gagn- lega hluti,“ segir Victor I. Tatarintsev, nýr sendiherra Rúss- lands á Íslandi, í samtali við blaða- mann Fréttablaðsins á heimili sendiherrans í Reykjavík. Tatarintsev tók við embætti hinn 17. maí síðastliðinn og við tóku tíu afar annasamar vikur. Meðal annars kom forsætisráð- herra Rússlands, Mikhail Y. Frad- kov, í fyrstu opinberu heimsókn þess embættis til Íslands í byrjun júní til að sitja fund Eystrasalts- ríkjanna og ræða við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætis- ráðherra. En þrátt fyrir annríkið hefur Tatarintsev fundið sér tíma til að hefja íslenskunám og kynnast Vesturbæjarlaug vel. Fimm ár í diplómataskóla Tatarintsev er fæddur í borginni Kherson í Suður-Úkraínu, þar sem 400.000 manns búa, en við fall Sov- étríkjanna varð hann rússneskur að hluta til starfs síns vegna, á meðan yngri bróðir hans og móðir voru áfram í Úkraínu. „Faðir minn lést árið 1989 fyrir fall Sovétríkjanna og þurfti því sem betur fer ekki að horfa upp á það sem gerðist, á meðan móðir mín neyddist til að upplifa það að eiga tvo syni af sitthvoru þjóðern- inu,“ segir Tatarintsev. „Lífið aðskildi fjölskylduna.“ Sjálfur á Tatarintsev einn son sem stundar nám á háskólastigi í Svíþjóð, enda bjó Tatarintsev í fimmtán ár í Svíþjóð. Eftir grunnskóla fór Tatarints- ev í herinn í tvö ár og þaðan beint í fimm ára nám í diplómataskólan- um í Moskvu. Hann sérhæfði sig í sænsku og í Norðurlöndunum, og starfaði lengi innan rússneska sendiráðsins í Svíþjóð, meðal ann- ars sem diplómatískur túlkur. Tungumálahæfileikar hans leyna sér heldur ekki, því þó hann hafi ekki verið lengi á Íslandi hefur hann þegar náð góðu valdi á nokkrum setningum og ber þær fallega fram. „Ég er búinn að fara í einn íslenskutíma,“ segir hann á hljóm- fagurri íslensku, hlær dátt og skiptir svo yfir í ensku. Auk þess var Tatarintsev lengi yfirmaður þeirrar deildar í utan- ríkisráðuneytinu í Moskvu sem hefur með Norður- og Eystrasalts- löndin að gera, sem og Írland og Bretland. Íslendingar og Rússar Fyrri störf Tatarintsev leiddu hann nokkrum sinnum til Íslands og þó alltaf hafi verið um stuttar ferðir að ræða hafði hann myndað sér skoðun á Íslandi og Íslending- um. „Þessir tveir og hálfi mánuður síðan ég kom hafa sannað fyrir mér að ég hafði rétt fyrir mér,“ segir hann. „Ísland er ákaflega áhugavert land og þar spilar allt saman, náttúran, menningin og fólkið, sem mér finnst afar áhuga- vert og líkt Rússum. Þið eruð afslöppuð og léttlynd, heiðarleg og afskaplega opin.“ Tatarintsev segist sérstaklega vera hrifinn af sundlaugum lands- ins, enda syndir hann þrisvar til fjórum sinnum í viku í Vesturbæj- arlaug. Varnarliðið brott Spurður um brottför bandaríska varnarliðsins svarar Tatarintsev að þetta sé alls ekki í fyrsta sinn sem hann heyri þessa spurningu og að hann svari á sama hátt og áður, að þetta sé mál sem hann telji íslensku og bandarísku ríkis- stjórnirnar eiga að leysa og að það komi Rússum ekki við. „Við í Rússlandi teljum það vera undir íslensku og bandarísku ríkisstjórnunum komið að ákveða hvað gera skuli - með hverjum og hvernig beri að verja landið. Þetta er ekki málefni þar sem Rússar eða nokkur önnur þjóð ætti að ráð- leggja eitt eða neitt. Hins vegar fylgjumst við að sjálfsögðu náið með framgöngu mála.“ Beint flug til Pétursborgar „Æðsti draumur sendiherra hlýtur að vera sá að koma á betra sam- bandi milli heimalands síns og gestgjafalandsins,“ segir Tatar- intsev, sem vonast til að betrum- bæta og styrkja þau samskipti og viðræður sem þegar eru komin á gott skrið, sem snerta einna helst fiskveiðar, atvinnulíf og beint flug milli landanna tveggja. Jafnframt vonast hann til þess að betrum- bæta persónuleg tengsl manna í millum. „Það er mikill áhugi í báðum löndum á að koma á beinu flugi og slíkt myndi einfalda bæði ferða- mennsku og viðskiptalíf auk þess að bæta persónuleg tengsl fólks,“ segir Tatarintsev. Önnur tækifæri liggja í vetnis- orku og annarri orkuvinnslu, sem og í náttúrunni, menntun og í við- skiptalífinu. Hann fjallar um Acta- vis, sem áætlar að hefja starfsemi í Rússlandi á næstunni, segir Rússa taka fyrirtækinu fagnandi og segist vona að Íslendingar taki rússneskum fyrirtækjum jafn vel, hefji þau starfsemi hér á landi. Mörg ónotuð tækifæri liggja í báðum löndum og segir hann sterkan pólitískan vilja fyrir hendi til að bæta tengslin. „Koma rússneska forsætisráð- herrans hingað sannar það,“ segir Tatarintsev og bætir við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi farið í fyrstu heimsókn emb- ættis síns til Rússlands árið 2002. „Og kannski við gætum fengið Vladimír Pútín forseta til að koma hingað í heimsókn. Því ekki það?“ spyr Tatarintsev og hlær. „Sendiherra sem heldur í hjarta sér landinu sem hann starfar í hefur tækifæri til að gera svo margt. Og ég geri það. Ef fólk minnist mín eftir að ég er farinn og segir ‚hann gerði margt gott‘, þá hlýtur það að vera það besta sem opinber erindreki getur óskað sér,“ segir sendiherra Rússlands á Íslandi. Með Ísland í hjarta sér HRIFINN AF LANDI OG ÞJÓÐ Nýr sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, segist vera afar hrifinn af Íslandi, enda sjái hann afar margt bæði í náttúru landsins og í þjóðar- sálinni sem minni hann á Rússland. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, for- stöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, segir að margir hafi haft samband sem vilji gerast stofnfrumugjafar. Um 400 manns eru þegar komnir á skrá og stefnt er að því að um 2.500 manns verði komnir á skrá innan fimm ára. Hvaða þýðingu hefur stofnfrumu- gjafaskrá hérlendis? Þetta er nýtt á Íslandi en hefur verið í gangi í heiminum í 25 til 30 ár. Þýðing þess að hafa slíka skrá á Íslandi snýst aðallega um að við leggjum okkar af mörkum í alþjóðasamfélaginu. Við erum aðilar að alþjóðlegu stofnfrumu- gjafaskránni ásamt hátt í hundrað öðrum löndum. Með íslenskri skrá geta erlendir einstaklingar fengið aðgang að upplýsingum um íslenska gjafa og fundið hér hæfan stofnfrumu- gjafa sem hentar honum. Á Íslandi geta leynst áhugaverðir vefjaflokkar sem geta hentað mörgum. Fyrir seinustu aldamót fóru til dæmis margir Íslendingar út í heim og það getur vel verið að aðilar úti í heimi, niðjar þessara utanfara, geti fundið heppilega gjafa hérlendis. Eftir hverju eru stofnfrumugjafar valdir? Það geta allir orðið stofnfrumugjafar ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði um almennt heilbrigði. Þeir þurfa að hafa ákveðið magn af blóði og járni. Þeir mega ekki hafa gengist undir aðgerðir undanfarið ár eða hafa gengist undir þær bólusetningar sem þarf að fara í þegar farið til útlanda. SPURT OG SVARAÐ STOFNFRUMUGJAFAR Ísland leggi sitt af mörkum ÓLAFUR EYSTEINN SIGURJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.