Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 34

Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 34
12 ... að árið 1899 héldu menn að búið væri að finna allt upp sem hægt væri að finna upp? ... að skakki turninn í Pisa hefur aldrei verið alveg beinn? .. að dósahnífurinn var fundinn upp 48 árum á eftir niðursuðudósinni? ... að Óskarsverðlaunin voru veitt tvisvar árið 1930? ... að það eru til yfir tuttugu þúsund tegundir af bjór? ... að það er minna koffein í espressóbolla en venjulegum kaffibolla? ... að Pétur mikli skattlagði þá sem létu sér vaxa skegg? ... að Móna Lísa er ekki með neinar augabrúnir því það var í tísku í Flór- ens að raka þær af? ... að líkami þinn býr til og eyðir fimmtán milljón rauðum blóðkorn- um á sekúndu? ... að gler er milljón ár að eyðast í náttúrunni? ... að næstum helmingur allra dag- blaða í heimi kemur út í Bandaríkj- unum og Kanada? ... að flestir varalitir innihalda fiskroð? ... að meira en 2.500 örvhentir deyja árlega í Bandaríkjunum úr því að nota hluti sem hannaðir eru fyrir rétthenta? ... að broddgeltir fljóta? ... að lengsta skráða flug hænu varði í 13 sekúndur? ... að kattahland lýsir í ákveðinni birtu? ... að asnar geta séð alla fjóra fætur sína í einu? ... að kakkalakki getur lifað hauslaus í margar vikur uns hann deyr úr hungri? ...að rokkstjarnan Adam Ant heitir í alvörunni Stuart Goddard? ...að í Norður Ameríku eru leður- blökur þau landspendýr sem eru mestri í útrýmingarhættu? ...að í heiminum eru sex þúsund tegundir af skriðdýrum, 73 tegundir af köngulóm og þrjú þúsund teg- undir af lúsum? Fyrir hverja mann- eskju eru um tvö hundruð milljón skordýr. ...að rúmlega sex hundruð milljónir símalína eru í heiminum í dag en helmingur mannkynsins hefur aldrei hringt símtal? ...að einn af hverjum tíu íbúum jarðar býr á eyju? ...að árið 1870 bjuggu fleiri Írar í London, höfuðborg Englands, en í Dublin, höfuðborg Írlands? ...að líkurnar á því að verða fyrir eldingu eru sex hundruð þúsund á móti einum? VISSIR ÞÚ ... 15% afsláttur af öllum vörum til 5. ágúst Töskur, ferðatöskur, seðlaveski, leðurjakkar, skart og fleira. Gríptu tækifærið! Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.