Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. janúar 1978
3
Leiklistarlif er meö miklum blóma. Stofnaö hefur veriö leiklistar-
ráð og leiklistarlög sett. Myndin er úr sýningu Leikfélags Selfoss á
,,Sá sem stelur fæti.”
Skólamál og önnur menningarmál eru viöfangsefni menntamála-
ráðuneytisins. Á þessari mynd sjást nemendur Æfingaskóla
Kennaraháskóla tslands horfa á nemendur Leiklistarskóla ríkisins
flytja Krókmakarabæ eftir Pétur Gunnarsson.
slik endurskoöun skyldi fara
fram. Hún hefur þegar tekiö
nokkuö langan tima. Þaö frum-
varp er svo til tilbúiö og ekki er
um margar stórbreytingar þar
aö ræöa.
Mjög mikilvægt er aö fá af-
greitt frumvarp um embættis-
gengi kennara. Þaö er hliöstætt
lögum um ýmsar stéttir, félags-
fræöinga, sálfræöinga o.s.frv.
Þar koma inn ákvæöi um
hvernig fólk, sem lengi hefur
starfaö aö kennslu án þess aö
hafa til þess full réttindi geti
öölazt slík réttindi meö sérstök-
um hætti meö viöbótarnámi og
þó tekiö miö af starfsreynslu.
Veröur haft samstarf viö
kennarasamtökin um þaö mál.
Þau hafa lagt fram ákveönar
hugmyndir og viö i ráöuneytinu
höfum okkar hugmyndir. Viö
reynum aö finna út úr þessu
lausn, sem menn geta sætt sig
viö.
Ný þjóðleikhúslög?
Fleiri mál erum viö meö i
deiglunni. Þaö er von min aö al-
þingi afgreiöi ný þjóöleikhúslög
og setji lög um Sinfóniuhljóm-
sveit tslands. A þvl er full þörf.
Framundan er kvikmyndahá-
tiö hér I vetur og áhugamenn
um kvikmyndagerö hvetja til
þess aö sett veröi lög um kvik-
myndasjóö. Þaö er og vilji al-
þingis aö setja slfka löggjöf og
þaö hefur veriö unniö aö undir-
búningi hennar.
Ýmis byggingamál fyrir skól-
ana og aöra menningarstarf-
semi I landinu eru á döfinni auk
fjölmargra skólahúsa í smlöum.
Ég minntist á aö útvarpshús
hefur veriö I undirbúningi lengi
og ég vona aö hægt veröi aö
hefja framkvæmdir viö þaö á
árinu. Lögð er viss prósenta af
afnotagjöldum ríkisútvarpsins I
húsbyggingasjóö samkvæmt
lögum um Rikisútvarpiö. Þessi
sjóöur var um tima lánaöur I
rekstur Rikisútvarpsins, en er
nú ávaxtaður eins og vera ber
og þvi tiltækur I þetta verk.
Veitt var fé I Þjóöarbókhlöð-
una á fjárlögum og veröur byrj-
aö á þvi mikla verki. Þaö er
sannarlega ekki nein tildur-
bygging i tilefni af hátiö, aö visu
stórmerkri, heldur er þar verið
aö byggja af brýnni nauösyn,
þvi aö söfnin öll: Háskólabóka-
safniö, Landsbókasafniö og
Þjóöskjalasafniö hafa sprengt
utan af sér gjörsamlega og geta
ekki haldiö uppi eölilegri starf-
semi vegna þrengsla.
Listasafn Islands
Unniö hefur veriö viö hús
Listasafns Islands viö Fri-
kirkjuveg i sumar. Búiö er aö
gera gamla húsinu til góöa ytra.
Þaö hefur ekki verið byrjaö á
viöbyggingu, sem þar á aö risa,
m.a. út af ágreiningi, sem hefur
veriö milli menntamálaráöu-
neytisins og „samstarfsnefndar
um opinberar framkvæmdir”
um gerö hannar.
Þaö er mál út af fyrir sig, sem
vert væri aö ræöa. Ég tel aö
ráöuneytunum sé of þröngur
stakkur skorinn um þaö meö
hverjum hætti, þau nota þær
fjárveitingar sem til þeirra
falla. Þótt ég sé algjörlega sam-
mála þvi að haft sé strangt aö-
hald i rlkisrekstri, þá álit ég rétt
aö gefa ráðuneytum og ráöherr-
um frjálsar hendur, t.d. um
svona fyrirkomulagsatriði eins
og þarna er um aö ræöa.
Viös vegar um landiö er veriö
aö vinna aö skólabyggingum og
skipta þær hundruöum. Ég nefni
byggingar i Reykjavik eins og
viöbyggingu viö Kennarahá-
skóla tslands. Framkvæmda-
fjárveiting var til hennar á siö-
asta ári, en ekki var unnt aö
hefja verkið. Kennaraháskólinn
starfar nú I einni álmu af fleiri
áætluöum, fullskipaður. Mjög
mikil aösókn er aö skólanum um
þessar mundir. — Menntun
kennaraefna er grundvallar-
atriöi.
Aformaö er aö byrja á bygg-
ingum vegna þroskaheftra,
bæöi nýbyggingu viö öskju-
hlföarskólann og viö Lyngás-
heimiliö, þar sem yröi kennslu-
og þjálfunaraöstaöa fyrir van-
gefna viöar aö.
Af mjög nauösynlegum skóla-
byggingum, sem ekki eru
komnar lengra en á teikniboröiö
ennþá og sumar tæplega þaö, er
ástæöa til aö nefna húsnæöi fyr-
ir stofnanir eins og Menntaskól-
ann i Kópavogi, sem var troöiö
inn I grunnskólabyggingarnar,
fyrir Fjölbrautaskólann á