Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. janúar 1978 23 0Mmi Flughræðslu má yfirvinna Sumir tryllast á sálinni, eigi þeir aö stiga upp i flugvél. Þetta er i þversögn viö allar tölulegar staðreyndir, sem sýna, aö miklu fleiri farast á válegan hátt í bil- slysum en flugslysum og verður þessu tvennu raunar ekki jafnaö saman. Sálfræðideildir erlendis hafa margar hverjar sérhæft sig i að lækna flughræðslu með ágætum árangri, og eru þær lækningar fjölsóttar. Allir sem þangað koma eru illa haldnir og langar mest til þess að æpa eins og amman forðum: „Flugstjóri minn! Mundu bara að fara hvorki of hátt né of hratt! ” Sálfræðingar koma að gagni Sálfræðingar segja, að flug- hrætt fólk sé hræðslugjarnt i eðli sinu. Það erhrætt við allt og alla en reynir að leyna þvi fyrir sjálfu sérog öðrum. Þetta kem- ur fram i samtölum við sjiik- lingana. Ýmis ráð eru til við flug- hræðslu. Eitt er að gera reglulega afslöppunaræfingar undir handleiðslu læknis. Fyrst finnur læknirinn út, hvaða orð henti sjúklingnum bezt til slök- unar. Það geta verið hugtök eins og friður, gleði eða hamingja. Siðan er sjúklingurinn látinn gleyma likamspörtum sinum hægt og hægt, enninu, andlitinu, hnakkanum, öxlunum, brjóstinu og niður úr. Ondunaræfingar fara fram samhliða. Þeg- ar hér er komið sögu, er sjúklingurinn i hálf- gerðu dái og er milli svefns og vöku. Þannig heldur hann sér i þrjár minútur. Hann má lika gjarnan imynda sér lygnan sæ. Bezt er að ranka við sér úr þessu dái með þvi að hreyfa tærnar ótt og titt. Viða erlendis borga sjúkrasamlög slökunar- timana. Róandi lyf Ekki erráðlegt að taka mikið inn af róandi lyfjum við flug- hræðslu, en auðvitað gera slik lyf gagn. Mörg þeirra eru vana- bindandi og sé drukkið alkóhól með þeim breytast þau i hreint eitur og skaðvald. Fórnardýrin taka að skjálfa og hristast. BRONCO 74 til sölu Litur: grænsanser- aður/ vél: 8 cyl. bein- skiptur/ transistor- kveikja/ aflstýri. Mjög vel með farinn og fall- egur bill. Upplýsingar í síma: 84077 og 71020. svæðis- númer 91. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla Nálarstunguaðferðin reynist stórkostlega Hægter að lækna flughræðslu með nálarstunguaðferðinni allt að 80%. — Aðalvandinn er, segja sérfræðingar, að fá við- komandi til þess að slaka á. „Flughræðsla byggist á slæmu sambandi manna við umheim- inn. Þetta samband stórversnar þegar upp i háloftin kemur og kviðinn vex.” Nálarnar verka róandi. Þeim er i þessu tilfelli beint að hnjám og olnbogaskoti. Önnur þjóðráð Hvilið ykkur fyrir flugið og stökkvið aldrei upp i vél á ferð eins og sagt er. Borðið í minna lagi.ogklæðist þannig, að ykkur sé hvorki of heitt né of kalt! Nauðsynlegt _er fyrir flug- hrædda, að vík’ja Ur huga sér sjálfu farartækinu og útbUnaði þess. Betra er að lesa gott blað t eðahorfaá bió, ef boðið er upp á slikt. Drekkið alls ekki áfenga drykki, en mikið af hreinu og tæru vatni. Ef þið eruð mjög illa haldin, snúið ykkur þá upp i horn og sofnið. Fleiri happadaga! Fáránleg krafa? Er einhver leið til að uppfylla hana? Einfaldasta leiðin er sú að vera með í happdrætti SÍBS. Þar hlýtur fjórði hver miði vinning. Alls verða þeir 18.750 í ár - rúmar 324 milljónir króna. Mánaðar- lega er dregið um heila og hálfa milljón. Aukavinningur í júní er Mercedez Benz 250 að verðmæti yfir 5 milljónir. Það kostar aðeins 600 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að fjölga happadögum sinum í ár. HappdrættisáriÖ 1978 - HappaáriÓ þitt? Happdrætti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.